Alþýðublaðið - 15.02.1949, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.02.1949, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Þrlðjudagur 15. febrúar 1949 Útgefandl: Alþýðnflokkurtn» Bitstjórl: Stefán Pjetnrsson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndai Þingfréttir: Helgi Sæmundsson Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Anglýsingar: Emilia Möller. Angiýsingasími: 4906. Afgreiðslnsími: 4900. Aðsetur: Alþýðnhúsið. Alþýðnprentsmiðjan hi. íslendingar í Höfn og heima. — Áhugamál og viðfangsefni íslendingafélagsins. Orð í tíma löluð ÞAÐ voru orð í tíma töluð, sem Stefán Jóh. Stefánsson forsætjsráðherra lét falla um hugsanlega þátttöku íslands í 'Nor ðu r- A tlantshafsba ir da 1 a g. inu í 'hinni ýtarlegu ræðu um innlend og erlend stjórnmál, er hann flutti á fjölmennum aðalfundi Alþýðuflo-kksfélags Reykjavíkur á sunnudaginn. Ekki svo að skilja, að forsætisráðherrann teldi tíma kominn til þess að slá neinu fösíu um það, hvort ísland yrði með eða ekki með í því bandalagi. Til þess þyrftum við að vita, hvaða öryggi það myndi veita land- inu og hvaða skyldur það myndi leggja því á herðar; og hvorugt væri enn vitað. En það sagðist hann hins vegar telja fullkomið ábyrgðarieysi, bæði sem forsætisráðherra og formaður Aiþýðuflokksins, ef ekki yrðu athugaðir gáum- gæfilega allir möguleikar á því, að tryggja öryggi íslands með hugsanlegri þátttöku þess í Norður-Atantsháfs- bandaiaginu, eftir að slík vit- neskja væri fengin. * Það voru sterk rök, sem Stefán Jóhann færði fram þessum orðum sínum til stuðnings. Hann benti á það, hvernig þjóðirnar væru að skiptast í tvennt þrátt fyrir bandalag hinna sameinuðu þjóða, sem ekki hefði reynzt þess um kömið að skapa frið og öryggi í heiminum. Hann sýndi fram á, hvernig út- þensla og vígbúnaður Rúss- lands eftir stríðið hefur skapað nýja stríðshættu, sem nú hef- ur knúið allar frjálsar þjóðir Vestur- og Norður-Evrópu til þess að taka öryggi sitt til hinnar alvarlegustu yfirveg- unar; og ætti það ekki hvað sizt við um frændþjóðir okk- ar á Norðurlöndum, sem ein- mitt undanfarnar vikur hafa haldið hverja sameigin- leea ráðstefnuna af annarri til bess að ræða, hvernig það yrði bezt tryggt. Hvað ísland sjálft snerti, sýndi forsætisráðherrann fram á, bæði með skírskotun til legu þess í miðju Atiantshafi og reynslu bess á árum síð- ustu styrjaldar, hve bamaleg sú von er, að það geti orðið biutlaust, ef til nýrrar styrj- aidar dregur. En bví meira vlfi á bví fyrir Lsland, að Norði ir-Atlan.tshafsbancfhlagi ð vrði að veruleika og sem öfl- ueast oe sterkast, því að til- ganeur bess væri umfram ailt annað. að trveeia frið og ör- yggi í heiminum. Það væri ÞA© HEFUR LÖNGUM ver- ið náið samband milli íslands og Kaupmannahafnar, og Hafn- ar-ísfendingar hafa komið við sögu um margar aldir. Nokkur breyting hefur á orðið, síðan vegur íslands óx, það fékk sinn eigin háskóla og aðrar opinber- arstofnanir, en enn sækir fjöldi íslendinga til. Danmerkur .til náms og starfs og flestum líður þar vel og njóta sín þar. Á síð- ustu stríðsárum var góður og öflugur félagsskapur íslendinga í Kaupmannahöfn, enda þjapp- aði. einangrunin ,og. útlegðin þeim saman. Fundir þeirra voru mjög' fjölmennir og félagslíf stóð með miklum blóma. EN ÞETTA BREYTTIST nokkuð strax eftir að stríðinu lauk. Þegar Esja fór hei-m frá Danmörku í júní það ár, fór heim mikið af kjarna íslenzks félagslífs og það hefur ekki stað ið með sama blóma síðan. ís- lenzka nýlendan í Kaupmanna- höfn er þó stór og heldur uppi félagslífi, þar blandast saman þeir, sem eru búsettir í Höfn, og þeir, sem þar dvelja við stutt eða langt nám. Að sjálfsögðu er rétt fyrir heima-íslendinga að yeita nána athygli því, sem ger- ist í félagslífi landa okkar úti, og það er nauðsynlegt fyrir þjóðina, að þeir, sem úti eru, fylgist sem bezt með því, sem hér geríst. I VIÐTALI, sem birtist í blöðunum á sunnud-aginn við einn af forystumönnum Hafnar íslendinga, Volla Petersen, hinn dugmikla son Petersens í Ggmla bíói, er getið nokkurra áhuga- mála Hafnar-íslendinga, og þá fyrst og fremst húsbyggingar þeirra og bókasafns. Húsbygg- ingarmálið er á góðum rekspöl, og væri það mikill viðburður, ef þeim tækist að koma sér upp veglegu húsi, sem gæti orðið miðstöð félagslífs þeirra og allra íslendinga, sem í Höfn búa og þangað koma. EN SÉRSTAKA ATHYGLI mun hafa vakið það, sem Peter. sen sagði um bókasafnið. Hafn- ar.íslendingar hafa ekki eignazt í bókasafn sitt nema sáralítið af bókum sem hér hafa komið út síðan 1939. Að sjálfsögðu munu þeir ekki hafa neinn hug á að eignast þýddar bækur, en þeim mun leika mikill hugur á að eignast það, sem út hefur komið af íslenzkum söguvísindum, svo og skáldskap í bundnu og óbundnu máli. Og það væri j mannsbragur að því að hjólpa íslendingafélaginu til þess að eignast þessar bókmenntir. ÚTGEFENDUR BÓKA hafa í mjög mörgum tilfellum sýnt frábæran höfðingsskap, og reynir nú á þolrifin í þeim. Mundi það hjálpa íslendingafé- laginu mjög mikið, ef það gæti fengið bækur, sem það fýsir að eignast fyrir bókasafn sitt, með vægu verði, því að fátækur fé- lagsskapur getur ekki keypt mikið af bókum með því verði sem verið hefur og er á bókum hér á landi. ÞAÐ VÆRI heldur ekki úr vegi af þeim. sem verið hafa í Islendingafélaginu í Höfn og eiga þaðan góðar minningar, að safna saman nokkrumi krónum í þeim tilgangi að senda því dá- litla bókagjöf, og mættu íslend- ingar, sem úti voru á stríðsárun. um, en eru nú komnir heim, gjarnan halda. eina skemmtun til ágóða fyrir þetta mál. Skýt ég þessu fram þeim til athugun- ar. Hannes á horninu. Leikfélaglð byrjað að æfa nýft ístenzkt leikrif LEIKFELAG REYKJAVÍK- UR er nýbyrjað að æfa nýtt ís. lenzkt leikrit, sem nefnist „Draugaskipið". Mun höfundur leikrits þsssa ekki láta nafns síns getið fyrr en leikritið er komið á svið. Ekki er enn vitað hvenær byrjað verður að sýna leikritið, en það mun verða einhvern tíma síðari hluta vetrar. 30 vétsljérar Ijúka préfi á Akureyri. NÝLOKIÐ er hér vélstjóra- námskeiði. Nemendur voru 30, og luku þeir allir prófi. Aðal- kennari var Gunnar Jónsson frá Eskifirði. —Hafr— Def Danske Selskab I Reykjavik . afhoíder aftenunderholdning med dans i ,,Tjarnarcafé“ tirsdag den 15. februar kl. 8,20 em. Danmarks minister i Island, fru Bodil Begtrup bydes velkommen. Danmarksfilmen 1948 forevises. Endvidere tone- films fra Færöerne og af dafiske landsbykirker. Derefter viseforedrag med guitar-akkompagnement. Derefter DANS. Billetter fás hos Bruun, Laugaveg 2, ,,Skermabúðin“, Laugaveg 15 og „Antikbúðin", Hafnarstræti 18. Alle Danske og interesserede velkomne. Bestyrelsen. 30 ára afmælisfagnað heldur Stýrimannafélag íslands fyrir félagsmenn og gesti þeirra í Sjáfstæðishúsinu föstu- daginn 18. febrúar kl. 18.30. Til skemmtunar verður: Kvikmynd: Kjartan Ó. Bjarnason. Kvartett: Leikbræður. Upplestur: Brynjólfur Jóhannesson og fleiri. Einsöngur: Sigurður Ólafsson. DANS. Aðgöngumiða má panta í síma* * 4553, 4732 og 1083. Skemmtinefndin. VesffirðlngafélaglA Vesffirðmgamófið verður að Hótel Borg laugardaginn 19. febrúar. Hefst ineð borðhaldi kl. 6 e. m. * SKEMMTIATRIÐI: Minni Vestfjarða: Sigui-ður Bjarnason alþm. Einsöngur: Guðmunda Elíasdótir söngkona. Gaman'þáttur: Karl Guðmundsson. DANS. Aðgöngumiðar seldir að Hótel Borg (suðurdyr) miðviku- dag og fimtudag 16. og 17. febrúar kiukkan 4—6 e. h. rangnefni á þvi, að kalla það bemaðarþandalag; það væri þvert á móti friðar- og örygg- isbandalag. * Stefán Jóhann, sem flutti ræðu sína á flokksfundi, minnti í þessu sambandi á þann ríka skilning, sem fram hefði komið á síðasta Aiþýðu flokksiþmgi á aukinni. öryggis- þörf iandsins; en í stjómmála- ályktun þess þings, sem gerð var í einu hljóði, er það talið „sjálfsagt, að athugað sé gaumgæfilega af íslands háifu, á hvem hátt öryggi, frelsi og sjálfstæði landsins verði bezt tryggt með sam- starfi við aðrar þjóðir“. En því óheppilegra taldi forsæt- isráðherrann ýmislegt tai, sem uppi hefur verið um hugsanlega þátttöku íslands í Norður-Atlantshaf.sbaiidalag- inu undanfamar vikúr, þar sem afstaða 'hefur verið tekin með og móti án þess, að nokkuð væri vitað, að hverju við ættum að ganga. Fyrst yrðum við að fá aS vita, hvaða réttindi og hvaða skyldur þátttaka í Norður-At- lantshafsbandaiaginu hefðu í för með sér; þá fyrst gætum við tekið ákvörðim um það, hvort við vildum vera með í því eða ekki. * 'Forsætisráðherrarm hvatti til þess, að við tækjum okkur Norðmenn til fyrirmyndar í þessu máli. Einnig þeir vildu tryggj.a -öryggi lands. síns með því að ieita samvinnu við Norður-Atlantshafsbandalag- ið; en ekki skilyrðislaust. Þeir teldu sig ekki geta veitt neinum erlendum her bæki- stöðvar í iandi sínu fyrr en á það hefði verið ráðizt, eða á- rás á það væri talin yfirvof- andi. Forsætisráherrann sagði, að ísienzka þjóðin tæki vafa- laust undir slíkan fyrhvara Norðmanna; og hún teldi sig, af augljósum ástæðum, held-1 ur ekki geta tekið upp her- skyldu eða gerzt virkur styrj- aldaraðili. En eins og Norð- mönnum, og af sömu ró og festu og þeim, væri henni skylt að athuga til hlítar alla möguleika til þess að tryggja öryggi lands síns, einnig með hugsanlegri þátttöku í Norð- ur-Atlantshafsbandalaginu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.