Alþýðublaðið - 09.03.1949, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.03.1949, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 9. rnarz 1949. ALÞÝÐUBLAÐIÐ morani fil kvölds í DAG er miðvikudagurinn 9. inarz. Þennan dag fæddust: Ame rigo Vespucci, ítalskur sæfari og landkönnuður, sá sem Ameríka er nefnd eftir, árið 1451, Marki Mirabeau, franskur stjórnmála maður og rithöfunður árið 1749 og Sigurjón Pétursson á Álafossi árið 1888. Þennan dag lézt Sverr ir Nóregskonungur Sigurðsson árið 1209. Rússneska byltingin Iiófst þennan dag árið 1917. — í Alþýðublaðinu fyrir 20 árum var eftirfarandi auglýsing: Út- varpsmálið. Almennur fundur verður haídinn í Varðarhúsinu á morgun kl. 5 e. h. Umrasðuefni: Nýjar hugmyndir til heppilegri lausna á þessu síærsta menning armáli þjóðarinnar. Sólarupprás var kl. 7,09. Sól arlag verður kl. 18,10. Háflæð ur er kl. 12,35. Sól er í hádegis stað í Reykjavík kl. 12,38. Næturvarzia: Lyfjabúðin Ið- unn, sími 1911. Næturakstur: Litla bílstöðin, SÍmi 1380. Veðrið í gær Kl. 14 í gær var sunnan og suðvestan gola um allt land og víða léttskýjað. Frostlaust var við suðvestur og vesturströnd landsins, en 2—5 stiga frost ann ars staðar. FlugferSir LOFTLEIÐIR: Hekla er væntan leg í dag síðdegis frá Kaup- mannahöfn og Prestvík. AOA: f Keflavík kl. 5—6 í morg un frá New York og Gander til Kaupmannahafnar, Stokk hóims og Helsingfors. AOA: í Keflavík kí.' 20—21 ann að kvöld frá Helsingfors, Stokkhólmi og Osló til Gand .er Boston og New York. Skipafréttir Laxfoss fer frá Reykjavík kl. ■9, frá Borgarnesi kl. 15,30, frá Ákranesi kl. 17,30. Foldin er í Reykjavík. Linge stroorn er í Vestmannaeyjum, lestar fiskimjöl til Hollands. Reykjanes er í Trapaol. Esja var á Vestfjörðum í gær á norðurleið. Hekla er í Reykja vík. Herðubreið er á Austfjörð um á norðurleið. Skjaldbreið verður væntanlega á Akureyrid dag. Súðin er væntanlega í Tra- pani. Þyrill er á leið frá Eng- landi til íslands. Brúarfoss kom til Akraness í gær. Dettifoss fór frá Hull í fyrradag til Leith. Fjallfoss er í .Reykjavík. Goðafoss er í Kefla vík. Lagarfoss kom til Kaup- mannahafnar í gær frá Gauta borg. Reykjafoss fór frá Reykja vík í gærkvöldi vestur og norð ur og' til Norðurlanda. Selfoss er í Köge. Tröllafoss er í New York. Vatnajökull er í Ham- borg. Katla er á leið til Reykja- víkur frá New York. Horsa fór í gærkvöldi til Eyjaf jarðarhafna, lestar frosinn fisk. Bíöð og tímarit Prentarinn, 7.—8. tbl. 26. ár- gangs, er kominn út. Aðalgrein blaðsins nefnist: Lýðræði og undirstaða þess, eðli þess og ein kenni. Þá flytur blaðið ýmsar fréttir og smágreinar. Iðnneminn, 1.—. tbl 1949, hef / 2 3 " 1 mjjá hm s b 10 | 1! |ggg K ‘i 1iS feiP 1 ! KROSSGÁTA nr. 206. Lárétt skýrin: 1 Ekki full- klæddur, 5 sundfugl, 8 náms- greinunum, 12 tveir eins, 13 frumefni, 14 sjó, 16 leikari. Lóðrétí, skýring: 2 Alda, 3 hár, 4 niðurlagsorð, 6 veiði, 7 ílátið, 9 drykkur, 10 sundfæri, 11 ending, 14 leiðsla, 15 á fæti. LAUSN á nr. 205. Lárétt, ráðning: 1 Sekúnda, 5 Jóa, 8 beinnál, 12 ær, 13 tá, 14 snæ, 16 snatt. Lóðrétt, ráðning: 2 Kjói, 3 Ú. Ó., 4 nafn, 6 Ábær, 7 flár, 9 er, 10 núna, 11 át, 14 S N, 15 æt. Jane Baxter. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Baejarbíó, Hafnarfirði (sími 9184): ,,GulIæðið“ (amerísk). Charles Chaplin. Sýnd kl. 7 og 9. Hafnarfjarðarbíó (sími 9249): ,,Top'per á ferðalagi“ (amerísk). Roland Young, Constance B.enn ett. Sýnd kl. 7 og 9. LEIKHÚS: Volpone, gamanleikurinn, verður sýndur í kvöld kl. 8 í Iðnó, Leikfélag Reykjavíkur. SAMKOMUHÚS: Breiðfirðingabúff: Árshátíð skipstjóra og stýrimannafélags- ins Ægis kl. 5 síðd. Hótel Borg-; Danshljómsveit leikur frá kl. 9—11,30 síðd. Ingólfscafé: Hljómsveit húss- ins leikur frá kl. 9 síðd. Sjálfstæðishúsið: Glatt á á Hjalla, kvöldsýning kl. 8,30 síðd. Tjarnarcafé: Skemmtifundur Austfirðingafélagsins kl. 8,30 ur blaðinu borizt. Flytur ritið meðal annars fræðsluerindi þeirra Baldvins Þ. Kristjánsson ar, erindreka SÍS, um íslenzka samvinnuhreyfingu í dag, og Emils Jónssonar ráðherra um stöðu iðnaðarmannsins í þjóðfé Iaginu. Freyr, marzhefti 1949, hefur blaðinu borizt. Flytur það marg ar greinar um landbúnaðarmál og margar myndir af fulltrúum á búnaðarþinginu. Skemmtanir KVIKMYNDAHÚS: Gamla Bíó (sími 1475): — ,,Rakarinn frá Sevilla“ (ítölsk). Ferruccio Tagliavini, Tito Gobbi, Ital-o Tajo, Nelly Corradi Sýnd kl. 9. Síðasta sinn. „Stúlk- an og kölski“ (sænsk). Gunn Wállgren, Stig Jarrel. Sýnd kl. 5 og 7. Nýja Bíó (símí 1544): — „Uppreisnin á Sikiley“. Arturo de Cordova, Lucille Bremar, Turhan Bey. Sýnd kl. 5, 7 og' 9. Austnrbæjarbíó (sími 1384): „Flóttinn“ (sænsk-frönsk). Mil- héle Morgan, Pierre-Richard Willm, Charles Venol. Sýnd kl. 9. „Shei'loek Flolmes í hættu staddur“. Sýnd kl. 5 og 7. Tjarnarbíó (sími 6485): — Landsmót skáta að Þingvöllum 1948., (Tal- og tónkvikmynd í eðlilegum litum tekin af Óskari Gíslasyni). Sýnd kl. 9. — „Kap teinn Boycott“ (ensk). Stewart Granger, Kathleen Ryan, Cecil Parker. Sýnd kl. 5 og 7. Tripolibíó (sími 1182): — „Umtöluð kona“ (amerísk). Jinx Falkenburg, Forrest Tulker, Joe Besser. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Hafnarbíó (sími 6444): — „Vorsöngur". Richard Tauber, Otvarpið heldur Kvenfélag Laugarnessóknar föstudaginn 1 11. marz að Þórscafé kl. 8,30. Skemmtiatriði: Einsöngur: Siguyður Olafsson, Böglauppboð, dans. Félagskonur fjöimennið og íakið meS ykkur gesti. Aðgöngumiðar afhentir í bókabúð Laug'arnes á Laugarnesvegi 50. Allar nánari upplýsingar í síma 2060 (Munið eftir bögglunum). Nefndn. mwu gurjonss. ROGNVALDUR SIGURJONS 20.30 Kvöldvaka: a) Gils Guð síðd. mundsson ritstjóri flytur erindi: Afskipti Björn- stjerne Björnsson af ís- Iandsmálum; •— síðara erindi. b) Upplestur og tónleikar: Úr Kalevala- kvæðum (dr. Broddi Jó- hannesson o. fl. lesa). — Tónverk eftir Sibelius (plötur). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.05 Passíusálmar. 22.15 Óskalög. 23.00 Dagskrárlok. Or öílytn áttum tlngbarnavernd Líknar, Templarasundi 3, verður fram vegis opin þriðjudaga og föstu daga kl. 3,15 til 4 síðd. Munið bazar kvennanefndar dómkirkjunnar föstudaginn 11. þessa mánaðar kl. 2 e. h. í húsi KFUM og K. Áfengisvarnarnefnd hefdr fengið sérstaka skrifstofu til af nota í kjallara Templarahallar innar, Fríkirkjuvegi 11, og verð ur hún opin daglega kl. 5,30, sími 7594. Verða nefndarmenn til viðtals á þessum tíma. Það skal tekið fram, þótt JJess þurfi varla, að með öll mál er farið sem írúnaðarmál. Föstumessyr Dómkirkjan: Föstuguðsþjón- usta í kvöld kl. 8,30. Séra Jón Auðuns. Fríkirkjan: Föstumessa kl. 8.15 síðdegis. Séra Árni Sigurðs son. Hallgrímskirkja: Föstuguðs- þjónusta kl. 8,15 síðd. Séra Sig I urjón Árnason. Mpnpmiar að afmælissamsæti Ólafs J. Hvanndal prent- myndar.gerðarmeistarar þann 14. þ. m. verða seldir í Bókaverzlun ísafoldar, Ritfangaverzl- un ísafoldar og prentmyndagerðunum til föstu dagskvölds. SON hélt fyrstu píanótónleika sína á þessurn vétri s.l. fimmtu- dag í Ausurbæjarbíó. Efnisskrá- in var fjölbreytt og sannaði, að Rögnvaldur hefur ekki í hyggju að „specialiser.ast", en sú hætta vofir jafnan yfir listamanni, er hlotið hefur náðargjöf persónu- leikans. Hljómleikarnir hófust á pre- lúdíu og fúgu í a-moll eftir Bach. Tónverk þetta er frum- samið fyrir orgel, þótt fram kæmi í skrautlegum, en ekki að sama skapi hentugum, píanó- búningi Franz Liszts. Orgelverk Bachs hafa beitt píanósnillinga síðustu kynslóða undraverðu að dráttarafli. Tónlistarmönnum nútímans mun þó hollara að fylgja hér sem endranær boði ritningarinnar um skattpening- inn, sem mætti útleggja á þessa leið: „Gjaldið píanóinu það sem píanósins er, og örgel- inu það sem orgelsins er.“ Næst á efnisskránni var sónata op. 164 eftir Schubert — samin af honum tvítugum. Hinn unáos- legi melódíu-auður Schubert.s virðist oft njóta sín illa í þröngum stakk sónötuformsins, sem Beethoven gat fyllt svo meistaralega. Tónverkið l.ikist fremur snilldarlegri „improvisa tion“ en háttbundinni sónötu, þótt höfundurinn reyni að feta í fótspor meistarans frá'Bonn. En getur hlustandinn varizt því að andvarpa: ,„Bara við hefðum fleiri Schuberta — hvað sem öllum bragreglum líður!“? Mið- þáttur tónleikanna var helgað- ur rómantísku meisturunum Schumann (Toccata C-dúr) og Chopin (Ballade a-moll). Ball- ada Cbopins með hinum dular- fullu ljósaskiptum a-molls og F-dúrs vakti sérstaka athygli, enda alltof sjaldan flutt á hljóm leikum virtúósanna, þótt hún sé eitt merkasta verk sinnar teg- undar. í seinasta hluta efnisskrár- innar tóku til máls Rússinn Shostakovich og íslendingurinn Jön Þórarinsson. Sónatína Jóns hefur ekki heyrzt hér. áður, en hún var samin árið 1945. Hún er gagnhugsuð og skýr að efni og formi. Aðalsmerki Hinclemith- skólans birtast í hinni hnitmið- uðu méðferð ómstreitann.a, sem eiga sér lögmál ekki síður en trítónusveldi klassiska tímans og krómatik „Tristans". Mestrar „inspirationar“ virtist mér gæta í þriðja þætti (með fögru „Qui- et‘-‘stefi), sem kannar til fulln- ustu efnið, sem unnið er úr, og í senn notfærir sér hina píanist- isku möguleika með-áhrifamikl- um hætti. Tónleikunum lauk á ,La Campanella' Paganinis í út- setningu Liszt-Busonis, sem gef- ur píanósnillingi kærkomið til- •efni til að sýna glæsilega leikni, þótt lítið gildi fylgi þessu eyrna- gamni. Reykvíkingar liafa á undan- förnum vikum átt þess kost að hlýða á píanóleik þriggja lista- manna: Árna Kristjánssonar, Wilhelms Lanzky-Otto og nú seinast Rögnvaldar Sigurjóns- sonar. Væri ékki úr vegi að bera saman kosti þeirra eða túlkunarmátt, en ekki skal bað reynt á þessum vettvangi. Und- irritaður minnist þess að hafa líkt flutningi Rögnvaldar (1945) við ,dráttlist‘. Mér finnst líking þessi enn geta staðizt. Vilji menn leyía sér slíkan saman- burð, þá held ég, að Árni væii. hér málarinn, sem hugsar í lit- um fremur en í línum, en Lan- zky-Otto myndhöggvarinn, sem reisir tónvirki sín með styrkri. hendi. Teiknarinn Rögnvaldur, hefur náð miklum þroska. Og hann hefur fengið sér nýja sam- stæðu teikniblýanta! Drættir hans eru mýkri og blæbrigða- ríkari en fyrr (sbr. túlkun hans á öðrum þætti Schubertsónöt- unnar), en skortir þó hvergi snarpleikann og festuna, sem jafnan hefur verið einkenni hans. íslenlingar mega með sanni tengja vonir sínar við framtíðarferil þessa írábæra listamanns. R. A. ÍFrumvarp á alþingi oíii Jafnréifi kvenna við karla HANNIBAL VALDIMA.RS- SON flytur í efri deiíd al- þingis frumvarp til laga um réttindi kvenna, en samkvæmt því skulu konúr njóta jafn- rétíis við karla á ölium svið- um þjóðíífsins. Segir í fru-mvarpinu, að konur skuli hafa a-lgert póli- tískt jafnrétti á við karla, njóta algerlega sarna réttar í .atvinnumálum og fjármálum sem karlar, o-g' sé óheimilt að setja nokkrar takmarkanir á val kv-enna til þátttöku í nokkrum störfum. Hvarvetna þar -s-em -þess telst þörf, skal skylt að gera sérstakar ráð- slafanir til þess, að aðstaða konunnar sem móður til þátt- töku í atvinnulífi þjóðarinnar verði sem bezt tryggð. Konur skulu njóta algers jafnréttis við karla innan vébanda fjöl- skyldulífsins og sama réttar' og karlar til ná-ms og mennt- unar. Til allra embætta, sýs3.- ana og starfa skulu konur hafa sama rétt og karlar, enda hafi þær o-g í öllum greinum sömu skyldur og karlar, og Frh. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.