Alþýðublaðið - 09.04.1949, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.04.1949, Blaðsíða 3
Laugardagur 9. apríl 1949. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 ■ b ivnani vm Frá morgni til kvölds í DAG er Iaugardagurinn 9. apríl. Þennan .dag fæddist Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöffum árið 1857, Erich Ludendorff, þýzkur hershöfðingi árið 1865, Lenin árið 1870, Paul Ropeson, amerískur negrasöngvari, árið 1898. Þennan dag réðist þýzki herinn inn í Noreg og Dan. fnörku árið 1940. — Úr Alþýðu blaðinu fyrir 20 árum: „Nation altidende skýrir frá því, að Helge Bangsted fari bráðlega til Grænlands til þess að undirbúa áður um getið Atlantshafsflug sænska flugmannsins Ahren. bergs. Gerir hann ráð fyrir að fljúga af stað frá Stokkhólmi í jjúní byrjun og ætlar að hafa yiðkomustaði í Reykjavík og Ivigtut. Hefur hann i huga, ef vel gengur, að fljúga sömu leið heim til Svíþjóðar“. Sólarupprás v-erður kl. 6,18. Sólarlag verður kl. 20,42. Ár_ öegisháflæður er kl. 3,25. Síð_ clegisháflæður er kl. 15,53. Sól ier í hádegisstað í Reykjavík kl. 13,29. Næturvarzla: Ingólfsapótek, 6Ími 1330. Næturakstur: Bifreiðastöð Reykjavíkur, sími 17,20. Veðrið í gær Kl. 15 í gær var suðvestan átt og víða allhvasst um allt Iand, nema á Vestfjörðum var yindur orðinn norðvestan stæð. ur og snjókoma vestan lands, en úrkomulaust austan til. Hiti yar 1—3 stig alls staðar nema nyrzt á Vestfjörðum; þar var 1 stigs frost. Flugferðir ÁOA: í Keflavík kl. 23—24 í , kvöld frá Helsingfors, Stpkk hólmi og Kaupmannahöfn til Gander og New York. AOA: í Keflavík kl. 6—7 á - mánudagsmorgun frá New York og Gander til Kaup. mannahafnar, Stokkhólms og Helsingfors. Skipafréttir Laxfoss fer frá Reykjavik kl. 13, frá Borgarnesi kl. 18, en hrottfarartími frá Akranesi er óákveðinn. Brúarfoss er vig Flatey n Breiðafirði. Dettifoss fór frá La Rochelle 5. þ. m. til Hamborg ar, Rotterdam og Antwerpen. Fjallfoss fór frá Reykjavík i 'gærkvöldi til Akureyrar og Sigluf jarðar. Goðafoss er í Reykjavík. Lagarfoss er í Frede rikshavn. Reykjaföss kom til Reykjavíkur í fyrrakvöld frá Hull. Selfoss fór frá Húsavík í íyrradag til Noregs. Tröllafoss fór frá Reykjavík 31. marz til New York. Vatnajökull er í Antwerpen. Katla kom til Reykjavíkur í gær frá Halifax. Anne Louise er í Reykjavík. Hertha fór frá Menstad 31. xf- m. til Reykjavíkur. Linda Dan fór frá Gautaborg 6. þ. m. til Reykjavíkur. Fondir Blaðamannafélag íslands held ur fund kl. 2 á morgun að Hótel Borg'. Félag Suðurnesjamanna held |ur aðalfund sinn í Breiðfirðinga þúð kl. 2 í dag. e ■ •> Indriði Waage stjórnar flutningi leikritsins „Sjúkleg ást“ eftir Francois Mauriac í útvarpinu í kvöld. Otvarpið 20,30 Leikrit: „Sjúkleg ást“ eftir Francois Mauriac. (Leikendur: Indriði Waage, Inga Þórðardótt ir, Helga Möller, Erne Sigurleifsdóttir og Ró-. bert Arnfinnsson. ■— stjóri: Indriði Waage.) 22.05 Passíusálmar. 22.15 Danslög (plötur). 23.00 Útvarp frá Iðnó: Hljóm. sveit undir stjórn Tage Möller leikur danslög. Skemmtanir KVIKMYNDAHÚS: Gamla Bíó: (sími 1475): ■— „Georg sigrar“ (ensk). George ÍFormby|, Gus Mac Naughton Googie Withers. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Nýja Bíó (sími 1544): — „Merki Zorro’s" (amerísk). — Tyrone Power, Linda Darnell. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Austurbæjarbíó: (sími 1384): ,,Póstferð“ (amerísk). John Wayne, Thomas Mitchell Claire / % 13 ! Í 6 6 | ? Uonn, 9 I Í|Sg? /o ||p|p| 13 II \ix BT7 ||g§g| /íTj Ib íir 1 —j; KROSSGÁTA Nr. 226. Lárétt, skýring: 1 gleðiefni, 6 kveikur, 7 öðlast, 8 hljóm, 9 á litinn, 11 lágt í, 13 gömul for_ setning, 14 hljóta, 16 sorg, 17 gljúfur. Lóðrétt, skýi’ing: 1 storm, 2 tveir eins, 3 menn, 4 þungi, 5 kvenmannsnafn, 9 prestur, 10 tími, 11 titill, 12 skyldmenni; 13 endimörk, 15 fisk. LAUSN Á Nr. 225. Lárétt, ráðning: 1 vitkast, 6 trú, 7, ló, 8 Pó, 9 smá, 11 Hreða, 13 A.A., 14 Fr„ 16 ugg, 17 hló. Lóðrétt, ráðning1: 1 völl, 2 T. T„ 3 Kramer, 4 au, 5 trón, 9 S.R., 10 áð, 11 hag, 12 afl, 13 au, 15 ró. Trevor, Andy Devine. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Tjamarbíó (sími 6485): — Björgunarafrekið við Látra- bjarg (íslenzk). Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Tripolibíó (sími 1182): — „Gissur gullrass“ (amerísk). Joe Yule, Renei Riano, George McManus. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Hafnarbíó (sími 6444); — ,,Töfrahendur“ (ensk). Robert Beatty, Carol Raye, Nova Pil_ beam, Felix Aylmer. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Bæjarbíó, Hafnarfirði: (sími 9184): „Sigurför jazzins“ (ame rísk). Arturo de Cordova, Dor othy Patrick, Billie Holiday. Sýnd kl. 7 og 9. Hafnarfjarðarbíó (sími 9249): „Beztu ár ævinnar“. Sýnd kl. 6 og 9. SAMKOMUHÚS: Breiðfirðingabúð: Almenn- ingsdansleikur kl. 9 síðd. Flugvallarhótelið: Almenn. ingsdansleikur kl. 9 síðd. Góðtemplarahúsið: SKT — Gömlu dansarnir kl. 9 síðd. Hótel Borg: Klassísk tónlist verður leikin frá kl. 9 síðd. Iðnó: Almenningsdansleikur kl. 9 síðd. Ingólfscafé: Eldri dansarnir kl. 9 síðd. RöffuII: SGT Félagsvist kl. 8,30 síðd., dans kl. 10,30 síðd. Sjálfstæffishúsiff: Almennings dansleikur kl. 9 síðd. Tjarnarcafé: Árshátíð mál_ arameistara kl. 6 síðd. Þórscafé: Gömlu dansarnir kl. 9 síðd. Úr öllum áttum Barnasamkoman í Guðspeki félagshúsinu fellur niður í dag vega óviðráðanlegra orsaka. Bazar Guðspekifélagsins verð ur í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22, mánudaginn 11. apríl kl. 2 e. h. Skíffaferð: Eins og venjulega verður efnt til skíðaferðar upp á Hellisheiði kl. 10 f. h. á sunnu dag. Farmiðar í þessar ferðir verða seldir til kl. 7 í kvöld. — Farbostur er mjög* takamarkað. ur og fólki er því ráðlagt að hafa fyrra fallig á því, að taka farseðla. Vegna hins takmark. aða farkosts verður ekki hægt að sækja fólk í úthverfin. Ungbarnavernd Líknar, Templarasundi 3, verður lokuð um tíma vegna inflúenzu. Sól- böðin halda áfram. Föstumessur Hallgrímskirkja: Kvöldbænir ir með passíusálmum kl. 8. Messur á morgun Dómkirkjan: Messað á morg_ un kl. 11. Séra Jón Auðuns (ferming). Kl. 2 sára Bjarni Jónsson (ferming). Hallgrímskirkja. Messað á morgun kl. 11, séra Sigurjón Árnason. (Tekið á móti gjöfurn til kristniboðs eftir messu). Kl. 5 séra. Jakob Jónsson. (Ræðu_ efni: Innreið Jesú í höfuðborg. ina). Barnaguðsþjónusta kl. 1,30, stud. theol. Jónas Gíslason. Samkoma kl. 8,30; séra Friðrik Friðriksson talar. Fríkirkjan: Messa kl. 2 e. h. (ferming). Séra Árni Sigurðs. son. S. G. T. Félagivisf og dans að Röðli í kvöld klukkan 8,30. Spilað tii kl. 10,30. Góð verðlaun. — Dansað til klukkan 2. Aðgöngum. fiá klukkan 8. Mætið stundvíslega. Þar sem S. G. T. er, þar er gott að skemmta sér. Samsöngur Karlakórs Reykjavíkur, KARLAKÓR REYKJAVÍK- UR heldur um þesasr mundir söngskemmtanir í Gamla Bíó fyrir styrktarfélaga sína. Söng stjóri er Sigurður Þórðarson, en einsöngvarar fneð kórnum að þessu sinni eru Inga Hagen Skagfield ópeursöngkona, Jón Sigurbjörnsson bassi og Ólafur Magnússon baryton. Fritz Weiss happel aðstoðar með píanóund írleik í rjokkrum lögum. — Á söngskránni eru sex íslenzk lög, flest lítt eða ekki þekkt áður, og fimm útlend, þar á meðal tvö stórbrotin og merki leg karlakórslög, sem fengur er að fá að heyra hér. Má því segja, að óvenjulegt nýjabragð sé að þessari söngskrá. Fyrsta lagið á söngskránni, , Víkingar" eftir Árna Björns- son, er hressilegt lag og frísk legt. — „Ave Maria“ eftir Loft Guðmundsson er heldur losara Iega samansett og reikult í rás inni. —- „Við hafið“ eftir Árna Thorstsinsson er þýtt og áferð arfallegt lag. í þessu lagi söng Ólafur Magnússon einsöng mjög músíkalskt, en nokkurrar j þreytu virtist gæta í röddinni.; Þessu næst var sungið lagið , ,.Ó, Pepíta“. gamall kunningi, j sem naumast virðist þess verð i ur áð skipa sess á söngkrám | kórsins ár eftir ár. Loks var í þessum flokki . ,,Germana-för“. stórbrotið og merkilegt lag eft ir Anton Bruckner, sem ekki mun hafa heyrzt hér fyrr. Kór inn gerði þessu lagi allgóð skil, þótt nokkuð virtist skorta á að sá eldmóður og þróttur. sem í býr, nyti sín til fulls. ■— Rímna Laugarneskirkja: Messa kl. 2, barnaguðsþjónusta kl 10 f. h. Séra Garðar Svavarsson. Nesprestakall: Messa í Mýra húsaskóla kl. 2,30. Séra Jón Thorarensen. Hafnarfjarffarkirkja; Messa kl. 2; gjofum til kristniboðs. starfs veitt móttaka eftir messu. Grindavík. Messað kl. 2 e. h. Barnaguðsþjónusta kl. 4 síð_ degis. Sóknarprestur, danslögin eftir Jón Leifs nuiu sín vél, en hér er um að ræða útsetningu á einum a£ hinum. alþekktu hljómsveitardönsum tónskáldsins. — „Ó. jómfrú fín“ er íslenzkt þjóðlag, sem dr. Urbantschitsch hefur útsetí- smekklega í fornlegum stíl. — , Bónorðíð“ eftir Sigurð Þórðar son er alllangt Iag og íburðar mikið, en ekki heilsteypt, Gg glettnítírögð höfundarins virð ast stundum fara fyrir ofan. markið. Einsöng í þessu lagi söng Jón Sigurbjörnsson, sem hefur mjög góða bassarödd. -—• Miklu sannari og smekklegri kimni kemur fram í lagi finnska tónskáldsins Toivo Kuula um brennivínsberserkifm Brúsaskegg' („Polska'O, enda var Kúula meðal ágætustu kór lagahöfunda, sem Norðurlönd hafa alið. — Næst á sqngskráníii var lofsöngurinn „Panis ange- licus“ eftir César Franck, Qg má deila um þá smekkvísi, sán þessi niðurröðun ber vithi, enda þótt bæði séu lögin ágæt, hvort með sínum hætti. Frú Inga Hagen Skagfield söng ejn. söng í síðarnefnda laginu, en virtist ekki vera sem bezt fýr irkölluð, enda lá einsöngshlut verkið ekki heppilega fvfír hana. og mjög erfitt að koma ínn á miðri söngskemmtun og syngja eitt lag, eða tvö, eihs og frúin varð að gera hér. —• Síðasta lagið ,var „Söngur and anna yfir vötnunum" eftir Schubert, mjög fagurt lag og skáldlegt, og var vel sungið. Undirritaður heyrði samsöng kórsins s. 1. þriðjudag, og mtm söngurinn naumast h.afa teki-zt vel þá og á fvrsta samsöngn- um, sem var kvöldinu áður. Síðara kvöldið bar talsvert á óhreinum söng, tenórarnir virt ust þrótílitlir. og raddirnar yfir leitt ekki eins glæsilegar og stundum áður hefur verið. í þessum kór. En þessir ágallar hurfu í skugga þess, hve söiig skráin var óvenju athyglisverð, og má því segja, að samsöngur inn væri í heild ánægjulegur, J. þ. ;

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.