Alþýðublaðið - 09.04.1949, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 09.04.1949, Blaðsíða 5
Laugardagur 9. apríl 1949. 'ALÞÝPURLAfHP Hllmar Foss Iögiltur skjalaþýðandi og dómtúlkur. HAFNARSTRÆTI 11, j II. hæð. — Sími 4824. Prófessor Richard Beck: Yesfur-íslenzkur verkalýðs- forinil helðraðer Henrik Sv. Björnsson hdl. Málfluíningsskrifstofa. Austursrtr. 14. Sími 81530. JEinar Björnsson : kosinn þingfemplar fyrir næsfa ár AÐALFUNDUR Þingstúlku ÍReykjávíkur var haldinn sunnudaginn 27. marz s. 1. Á íundinum áttu sæti 130 full- trúar. Fundurinn hófst með Btigveitingu og voru stigheiS- endur 14 að tölu. Þingtempl ar Guðgeir Jónsson gaf skýrslu um störf þingstúkumi ar s. 1. sfarfsár. Lagðir voru fram reikning hr og skýrsla um störf regl- unnar að JaSri, af formanni Jaðarsstjórnar Sigurði Guð- mundssyni, en aS Jaðri hafa Verið miklar framkvæmdir á Btarfsárinu. Reistur stór og Vandaður samikomusalur er rúmar milli 200—300 manns, gróSursettar plöntur svo íhundruðum skiptir, iandið trutt og framhaldandi ræktun J>ess undirbúin. Þá gaf formaður hú'sráSs, Freymóður Jó'hannsson, Skýrsilu um störf þess og lagð ir voru fram reikningar hús- byggingarisjóðs. Skýrsla um hjálparstöð Þingstúkunnar, Bem á bennar vegum hefur yerið starfrækt >rnidanfarin ár, Sýndi að 25 má'l' hefðu á þessu starfsári ikomið þar fyrir. Ýmsar ályktanir og tillög- íur voru samþylkktar á fundin ium m. a. „Aðalfundur Þingstúku Reykjavíkur haldinn 27. marz 1949 undrast stórllega þann seinagang, sem málefni bind ínidismanna hafa orðið fyrir á yfirstandandi Alþingi — fyr- ár því skorar fundurinn á hátt yirt Alþingi að taka þau mál nú þegar fvrir og afgreiða þau |tafanlaust.“ „ASalfundur Þingstúku .Réýkjavikur skorar á háttvirt Alþingi að það felli fram- komna hreytingartillögu frá Sigurði Kristjánssyni alþm. yið frumvarp til fjárlaga fyrir Srið 1949, um að felldur yerði niður istyrkur til bind- indissta'rf:seminnar“. Þingtemplar fyrir næsta starfsár var kjörinn Einar Björnsson, Guðgeir Jónsson er veriS hefur Þ. T.-þrjú undan ífarin ár báðst undan enclur- kosningu að þessu sinni, aðr- ir sem framkvæmdanefndina fekipa eru þessir: Ingólfur Geirdal, Ingibjörg ísaksdóttir, Guðm. Illugason, Hjörtur Hans j, (Frh. á 7. síðu.) T. C. Carrol, frú Fljózdal og ,Frederick H. Fljózdal. Myndin var tekin í hinu f jölmenna samsæti í Chicago, er Fljózdai var heiðraður á 79 ára afmæli hans. VESTUR-ÍSLENZKA verka- lýðsforingjanum Frederick (Fred) H. Fljózdal,. heiðursfor- seta Bandalags járnbrautar- manna (Brotherhood of Main- tenance of Way Employees) í Detroit, Michigan, var nýlega haldið fjölmennt og virðulegt .samsæti í Chicago, í tilefni af 79 ára afmæli hans (þ. 19. des. s.l.); einnig áttu þau hjónin stuttu áður 55 ára hjúskaparaf- mæli. Var' það stjórnarnefnd banda lagsins, sem stóð að þessu sam- sæti til heiðurs hinum vinsæla og mikilsvirta leiðtoga þess. en einnig sátu veizluna forustu. menn annarra félaga járnbraut- arverkamanna og fjöldi félags- manna bandalagsins, eða alls um 150 manns. Forseti banda- lagsins, herra T. C. Carroll. hafði samkomustjórn með höndum. Heiðursgesturinn var sæmdur höfðinglegri gjöf og konu hans afhentur fagur blóm vöndur. Kom hér glöggt fram, eins og svo oft áður, hverra vin- sælda og virðingar Fljózdal nýtur af hálfu félagsbræðra sinna, og gætti hins sama í hlýjum ummælum um hann og starf hans í frásögnum um samsætið, bæði í blaðinu Lab- or allsherjarmálgagni amer- ískra verkamanna, sem lét svo um mælt, að bandalagið hefði á forsetaárum hans unnið mikil- væga sigra og í málgagni þess, er fór svofelldum orðum um hann: „Afrek félagsbróður vors Fljózdals sem forseta bandalags vors á erfiðu árunum 1922— 1940 standa óhögguð. Er hann nú nálgast ævikvöldið, nýtur hann ríkrar aðdáunar vegna virðulegrar framkomu sinnar, festu og skilnings á vandamál- um vorum.“ Þetta er fagur vitnisburður. Áður hafði bandalagið á eftir- minnilegan hátt vottað Fljózdal virðingu sína og þakklæti fvrir frábært forustustarf er það káus hann heiðursforseta sinn á ársþingi sínu haustið 1940, þegar hann baðst undan endur- kosningu sem forseti eftir 18 ár samfleytt í þeim vanda- og virðingarsessi. Hin mörgu kveðju- og þakkabréf, sem hon- NáRKÖL Hennefikkofje — BiASöL Salafolje Frá JOHAN C. MARTENS & Co., Bergen. Þessár olíur eru þekktar tnn allan heim tjl niSursuðu á ails konar sjávarafurðum og til salatgerðar. Lækkað verð. Afgreiðsla strax gegn gjaldeyris- og innflutnjngs leyfuni. Einkaumboð fyrir ísland: VI Reykjavík. Sími 1570. um bárust á þeim tímamótum frá amerískum vsrkamanna- leiðtogum og forsetum járn- brautarfélaga, sýndu það ótví- rætt, hvers trausts hann naut og hve mikil ítök hann átti í hugum starfsbræðra sinna, og er sú afstaða þeirra til hans óbreytt, eins og afmælissam- sætið ber fagurt vitni; enda hefur hann, síðan hann lét af forsetaembættinu, sem áður, ó- trauður haldið áfram að .vinna félagssamtökum járnbrautar. verkamanna og verkalýðshreyf- ingunni í heild sinni. En lesendum til fróðleiks má minna á það, að til bandalags járnbrautarmanna þeirra, sem hér er um að ræða, teljast um eða yfir fimm hundruð þúsund- ir slíkra starfsmanna í Banda- ríkjum Norður-Ameríku, Cana- da, Alaska og Canal Zone. Lljózdal er íslendingum að góðu kunnur. ekki sízt vestan hafs. En löndum hans heima fyrir mun sérstaklega í fersku minni, að hann var einn af fimm fulltrúum, sem Banda_ ríkjastjórnin sendi á alþingis- hátíðina 1930. Hef ég áður (í Almanaki Ó. S. Thorgeirssonar fyrir árið 1936) rakið allýtar- lega ævisögu hans og starfsfer- il, og var sú grein á sínum tíma endurprentuð hér í blaðinu; | vísast því til hennar til frekari fræðslu um þennan mikilhæfa og merka landa vorn. Nokk- urra megindrátta skal þó getið hér. I Fljózdal er fæddur 19. des. 1869 (ekki 1868, eins og segir í Almanakinu) að Aðalbóli í j Hrafnkelsdal í Norður-Múla- sýslu sonur hjónanna Árna Brynjólfssonar og Kristrúnar ! Jónsdóttur; nær tíu ára að aldri fluttist hann vestur um haf j með fósturforeldrum smum, Eiríki Jónssyni og Vilborgu Stefánsdóttur frá Rangá í Hró- arstungu; námu þau land ná- lægt Minneota, Minnesota; bjuggu síðan um hríð að Akra, Norður-Dakota, en eftir það ; um fjöimörg ár, í Nýja-íslandi. 1 Snemina varð Fljózdal að fara að hafa ofan af fyrir sér. og varð skólaganga hans því af skornum skammti, en hann hef- ur bætt hana upp með víðtæk- um lestri og bréflegu námi á fullorðinsárum. Hann hóf járn- i þrautarstarf sitt í Duluth, Minne 1 sota, árið 1889, en var síðan l bóndi um allmörg ár í Warren,! Minnesota. ÁriS 1898 hvarf hann aftur að járnbrautarvinnu og var um mörg ár verkstjóri, jafnhliða því og hann gegndi ýmsum trúnaðarstöríum í þágu starfsbræðra sinna. Hann var kosinn varaforseti Banda- | lags járnbrautarmanna 1918, en forseti þess 1922, eins og fyrr I getur, að ótöldum mörgum j öðrum mikilvægum störfum í þágu þess. Hann var lengi rit- stjóri málgagns járnbrautar- manna og fulltrúi þeirra í rit- stjórn blaðsins Labor, sem að ofan er nefnt. Hefur hann sam- ið fjölda ritgerða um þjóðfé- lagsmál og um áhugamál járn- brautarmanna, en hann hefur jafnan verið hinn árvakrasti málsvari þeirra, eins og sæmdi foringjastöðu hans. Fljózdal er kvæntur myndar- og ágætiskonu af sænskum ætt- um, og eiga þau hjón fimm mannvænleg börn. Að vísu hefur það orðið hlut skipti hans, að starfa lengstum í fjarlægð frá byggðum landa sinna vestan hafs, en hann er og hefur alltaf verið ágætur ís- lendingur, ræktarsamur við ætt og erfðir. Var honum að því hið mesta ánægjuefni, er hann var kjörinn einn af fulltrúum Bandaríkjanna á alþingishátíð- ina. En samfara ræktinni til ís- lands og íslenzkra erfða ber hann í brjósti hollan metnað fyrir hönd landa sinna, og er það í rauninni hin heilbrigðasta þjóðrækni, því að hver sú þjóð eða þjóðarbrot, ssm glatar sjálfsvirðingu sinni, á sér ekki von langra lífdaga. Vikið hefur verið að því, hve eftirminnilega Fljózdal var hylltur, þá er hann sagði af sér forsetaembætti Bandalags járn- brautármanna haustið 1940. Við það tækifæri fórust William Green, forseta Bandalags am- erísku verkalýðsfélaganna (Am erican Federaiion of Labox) þannig orð um hann: „Enginn getur til fullnustu metið gildi hinnar ógætu starf- semi þinnar um margra ára skeið. Þú hefur unnið þér var- anlega aðdáun embættismanna og félagsmanna í alþjóðfélags- skap þínum og einnig innan. Bandalags amerískra verkalýðs félaga.“ Starfsferill Fljózdals er því að sama skapi glæsilegur og störf hans hafa orðið ávaxtarík í þarfir stéttarbræðra hans. Ekki er lieldur langt að leita skýringarinnar á því, hvers vegna hann hefur hafizt úr réttri og sléttri verkamanns- stöðu í mestan virðingarsess meðal samverkamanna sinna. Hann hefur verið trúr sjálfurn sér og umbótahugsjónum þeirn, er hann gekk á hönd snemma ævinnar. Og sú trúfesti hefur gert sögu hans ævintýrið um fátæka sveitapiltinn íslenzka, sem varð hæfur og virtur mál- svari hundruð þúsunda starfs- bræðra hans, járnbrautarmanna í Norður-Ameríku, og enn víð- ar um lönd. Er þjóðin að taka upp hætti ó- menningar og siðleysis? ! .........—..•» ' Rödd utan af landi um árásina á alþingishúsið. ÞAÐ ERU sorglegar fregnir, sem berast um landið og út um heiminn af viðburðunum í Reykjavík. Alþingi ræðir eitt mikilsverðasta mál, sem fyrir því hefur legið. Þingmenn og ráðherrar deila harðlega, jafn- ! vel að einhverjir þeirra tapi stjórn á framkomu sinni, en ' það er eðli lýðræðisins. að rök- ræða með og móti, og annar að- (i-linn’ sigrar, í þessu tilfelli rík- j isstjórnin. En hún bar fram þá j tillögu, sem deilt var um, og 37 ' samþykktu. að ísland yrði stofn . aðili að Atlantshafsbandalagi, í eri 13 voru á móti. Þetta var hreinn og ókveðinn meirihluti | þingsins, og að lýðræðislegum reglum bindandi fyrir þjóðina og málið útkjáð. En þá kemur fram nýr og óvæntur þáttur. Fjölmennur hópur safnazt sam- an við alþingishúsið og tekur upp grjót-, moldar- og eggja kast á húsið og fólkið. Margar rúður eru brotnar og menn verða fyrir meiðslum af gler brotum o. fl. Lögreglan verður að dreifa mannfjöldanum með kylfum og síðast með táragasi. íslendingar eru taldir standa á háu menningarstigi og sér- staklega sé alþýðumeriningin á- háu stigi, þó þróast skrílmenn- ing ^og skrílsæði í íslenzku þjóðflfí eins og aburðirnir við alþingíshúsið benda til. Er hér að ræða um stundarfyrirbæri, eða eru íslendingar að glata menningu sinni? Er þjóðin að taka upp hætti ómenningar og siðleysis? Er aitthvað að verki til þess aö tortíma m.enningu vorri? (Úr ,,Skaganum“ á Akranesi.}'

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.