Alþýðublaðið - 01.05.1949, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.05.1949, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ____ Sunnudaginn 1. maí 1949. AMERÍKA hefur færzt nær gamla heiminum, ekki ein- vörðungu landfræðilega séð, vegna bættra flugsamgangna, heldur einnig í efnahagsmál- um og stjórnmálum. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr, eru Bandaríkin nú auð- ugasta og öílugasta stórveldið, og áhrifa þeirra hlýtur að gæta mikið í þróun mála um allan heim. Hvað vitum við um þessa þjóð, og hvað vitum við um verkalýðshreyfinguna þar í landi og vandamál hennar? Þjóð Bandaríkjanna getur naumast verið eingöngu for- hertir kapitalistar og rauð- hærðar glæsikonur? — Já, og viðurkenna skal, að þekking okkar á verkalýðshreyfingu Bandaríkjanna er í molum, jafnvel að sumu leyti byggð á misskilningi. iFræðslusamband verka- manna í Noregi hefur látið „Tidens Forlag“ gefa út litla handbók um verkalýðshreyf- inguna í Bandaríkjunum, en Haakon Lie, ritari norska Al- þýðuflokksins samdi. Þótt bókin sé lítil, aðeins 146 blað- síður, dregur hún upp frábær- lega glögga mynd af verkalýðs- hreyfingunni í Bandaríkjun- um; hún er skemmtileg og skýr að frásögn og á skilið að verða lesin. Hér í Evrópulöndum er venja að meta styrkleika verkalýðhreyfingarinnar eftir fulltrúafjölda hennar á þingi, en þar eð enginn verkamanna- flokkur er til í Bandaríkjunum, hafa margir gert sig seka um þá villu að halda að þar væri engi’n verkalýðshreyfing til, ellegar þá, að hún hefði engin áhrif á stjórnmálin. Þá er og hitt, að verkamenn Bandaríkjanna brestur alveg hugsjónalegan grundvöll fyrir baráttu sinni; þeir eru hvorki jafnaðarmenn, kommúnistar eða syndikalistar. Ber ekki á neinum óskum meðal þeirra um það að breyta hinu kapital- istíska þjóðskipulagi. Verka- lýðshreyfing Bandaríkjanna hefur aðeins eitt markmið: hærri laun, styttri vinnutími, enda er líka bæði hart og vægð- arlaust fyrir því barizt, svo sem hin miklu verkföll, námu- manna, hafnarverkamanna, sjómanna, verkamanna í bif- reiðaverksmiðjum og annarra sýna ljóslega. Kemur hér fram mótsögn því að verkamenn kjósa borgaraflokka, enda þótt óvíða sé kjarabaráttan háð af meira vægðarleysi en einmitt þar. Sú spurning hlýtur að vakna, hveru það megi vera, að í landi, þar sem 15—16 milljónir verkamanna er í verkalýðsfélögum, sé enginn verkamannaflokkur til. Skoðunakönnun, sem látin var fram fara fyrir fáum árum, varpar yfir þetta nokkru ljósi. Spurningarnar voru á þessa lund: Hvaða tekjuflokk og hvaða þjóðfélagsstétt skipar ■ þú? Það vekur athygli að allt að því þriðjungur þeirra, sem spurðir voru, sögðust vera í lægsta tekjuflokki, en um leið töldu sig níu af hverjum tíu til millistéttanna þjóðfélags- lega séð. VERKALÝÐSHREYFING AMERÍKU er um marga hluti á öðru þróunarstigi og því öðruvísi en verkalýðshreyfingin í Evrópu. Nýlega er í Noregi kom- in út athyglisverð bók um amerísku verkalýðshreyf- inguna, eftir Haakon Lie, ritara norska Alþýðuflokks- ins. Er lýsing þessarar bókar dregin saman í grein þeirri, sem Iiér birtist. WiIIiam Green, forseti American Redration of Labor (A.F.L.) Úrslit skoðunakönnunarinnar: Tekjur: Stétt: Hæstu tekjur 1% Yfirst. 6% Meðaltekjur 47% Millist. 88% Lagartekjur 21% Verkam. 6% Lægstu tekjur 31%. Könnun þessi er allfróðleg, þar eð hún sýnir ljóslega að stéttameðvitundin, eins og hún kemur fram í Evrópu, þekkist ekki í Bandaríkjunum. Orsak- ir þessa eru ýmsar, en þá fyrst og fremst sú, að bandaríka þjóðin er ung þjóð. Allt fram til síðustu aldamót voru gíf- urlegar breytingar í landinu og þróunin geipi ör; stórar borgir þutu upp eins og gor- kúlur, frjósöm sléttan beið eft- ir þeim, sem vildi rækta hana. Öllum gafst kostur á að græða fé, eða svo héldu menn að minnsta kosti. Hafði þetta í för með sér að stéttaskiptingin varð ógreinilegri og meira breytingum háð en 1 Evrópu. Önnur orsök þess. að ekki var jafn mikil þört íyrir verka- lýðsflokk í Bandaríkjunum og í löndum gamla heimsins, var sú, að verkamenn þar í landi fengu svo snemma atkvæðis- rétt og stjórnmálaréttindi, að ekki reyndist nauðsynlegt, svo sem raun varð á í Evrópu, að stofna verkamannaflokk til að tryggja verkamönnum þau réttindi. Og þar að auki hafa félagsbundnir verkamenn þar aldrei virzt hafa neinn vakandi áhuga á myndun verkamanna- flokks. Bandaríska verkalýðshreyf- ingin er frjálslynd og hlynnt einkaframtakinu, og innan hennar ríkir rótgróinn andúð á hvers konar afskiptum ríkis- valdsins. Það eru ekki meira en rúmir tveir tugir ára liðnir, síðan hún var andvíg félagsleg- um framfaramálum eins og sjúkrasjóðum og ellilaunum. Menn litu svo á, að hlutverk verkalýðshreyfingarinnar væri, að tryggja verkamönn- um svo há laun, að aðrar fé- lagslegar framkvæmdir væru óþarfar. Viðskiptakreppan laust eft- ir 1930 hafði þó í för með sér, að verkamenn tóku að hall- ast að því, að afskipti ríkis- valdsins færu að vera tíma- bær, en þrátt fyrir það, kæra þeir sig ekkert um það ríkis- eftirlit, sem verkamenn Ev- rópu krefjast. Fyrsti annmarkinn á verka- lýðshreyfingu Bandaríkjanna er sá, að hún er klofin í tvö verkalýðssambönd, sem keppa hvort við annað, A.F.L., gamla verkalýðssambandið of C.I.O., nýja verkalýðssambandið. Til- drögin að þessum klofningi voru deila um það, hvort verkalýðshreyfinguna skuli byggj a upp sem iðnsamband eða fagsamband. A.F.L., gamla verkalýðssam- bandið var stofnað árið 1886. Það var þá samband hinna fag- lærðu manna, enda byggðist framleiðslan þá enn á hand- verki. C.I.O. yar stofnað fimmtíu árum seinna. Stofnendur þess voru verkamenn í stóriðjufyr- irtækjum. Margir virðast halda að A.F.L. sé íhaldsöm samtök faglærða verkamanna en C.I.O. sé róttækara. En er betur er að gáð kemur eigi að síður í ljós, að munurinn er ekki ýkja mikill. í báðum verkalýðssamböndunum er ráðandi sú skoðun, að einka- framtakið henti Ameríku bezt, og bæði telja það sína sjálf- sögðu skyldu, að sjá félags- mönnum sínum fyrir bættum kjörum og vinnuskilyrðum inn an hins kapitalistíska þjóð- skipulags. Þá eru þær ástæð- ur sem forðum urðu helzt til sundurþykkju óðum að hverfa. Hafa allmörg fagfélög gengið í C.I.O. hin síðari ár, og sömu- leiðis hafa félög iðnverka- manna gengið í A.F.L. Oftar en einu sinni hefur reynt ver- ið að sameina verkalýðssam- böndin, en til þessa hafa þær tilraunir ekki borið árangur. Verkalýðshreyfingin í Bandaríkjunum, sem nú telur innan vébanda sinna 15—16 milljónir manna, starfar með nokkuð öðrum hætti, eins og hér er stuttlega skýrt frá, og á einnig að baki sér aðra þróun- arsögu en verkalýðshreyfing- Evrópulanda. Enginn skyldi því telja Bandaríkin land án verlcalýðshreyfingar, þvert á móti fara áhrif verkalýðs- hreyfingarinnar þar stöðugt vaxandi. Sigur Trúmans í for- setakosningunum í fyrrahaust var gleggst dæmi þess, því að án fulltingis verkamanna Til í búðimni alan daghaií. Komið og veljið eða símið. SÍLD & FISKUR Erl. verkafólk Frh. af 3. síðn. mesta máta, þar eð á engan hátt hefur verið haft um það samráð við allsherjarsamtök verkalýðsins í landinu. Verði hins vegar úr þessum innflutningi, gengur miðstjórn- in ríkt eftir því, að fólk þetta verði tafarlaust svipt landvist- arleyfi og flutt til heimalands síns, ef það sýnir sig í því að hverfa frá landbúnaðarstörf- um eða leitast við að setjast að í bæjum og þorpum landsins“. hefði hann ekki borið sigur af hólmi. . Hlufafélagíð Hrafna - Flókl Útgerðarfélag Vesfurgöfu 12 HAFNÁRFIRÐI Sími 9318 S

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.