Alþýðublaðið - 11.05.1949, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 11.05.1949, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 11. maí 1949. ALPtÐUBLAÐSÖ 7 fermir í Hull, Rotterdam og Leiör 16.—22, sáaí. r Ls IV rr fermir í Antwerpen 17.—20. Fí Tekið á móti fiutningi til Súðavíkur og Bolungavíkur árdegis í dag. Þing BSRB Framhald af 1. síðu. bandalagsfélaga, að þær séu viðbúnar því að halda fundi í félögum sínum með stuttum fyrirvara og að mæta til viðræðna við þing- fulltrúa og bandalags- stjórn.“ Þá var enn fremur kosin 5 manna nefnd til þess að eiga viðtal við borgarstjóra og bæj- arráð um laun og kjör starfs- manna bæjarins. ----------♦---------- Oddný Magnúsdóttir Frh. af 3. síðu. Oddnýjar uppkomin og sum þeirra gift, en sjálf býr hún í bezta yfirlæti í Stigprýði hjá þeim börnum sínum, sem ekki hafa flogið úr hreiðrinu ennþá. Það verða margir, sem munu flytja Oddnýju árnaðaróskir sínar í tilefni afmælisins og óska henni til hamingju með afrek hennar í strangri og harðri lífsbaráttu. Kunnugur. 15000 kr. á númer 12372 í happdrætti r Háskóla Islands DREGIÐ var í fimmta flokki Happdrættis Háskóla íslands í gær og komu hæstu vinning- arnir á þessi númer: Kr. 15 þúsund á númer 12372 og kr. 5 þúsund á númer 18776. Númer 12372 er fjórðungs- miðar. Voru tveir fjórðungs- miðar seldir í umboði Elis Jónssonar í Reykjavík, einn fjórðungsmiði á Akranesi og einp á Flateyri. Númer 18776 er einnig fjórð- ungsmiðar. Voru tveir fjórð- ungsmiðar seldir í umboði Verzlunar Þorleifs Bjarnason- ar í Hafnarfirði, einn fjórð- ungsmiði í umboði Gísla Ól- afssonar og einn í umboði Marenar Pétursdóttur í Rvík. LAUGARDAGINN 7. MAÍ getur Alþýðublaðið stofnunar „samtaka játningatrúrra presta“, gagnrýni Kirkjublaðs- 'ins á samtökunum og símtáls, er blaðið átti við formann þeirra. í tilefni þessa biður stjórn samtakanna blaðið vi-n-, sarnlegast að birta eftirfar- andi nánari upplýsingar um samtökin, þeim til leiðbeining- ar, er vilja vita hið sanna um þau. Gru ndval 1 ar réglur samtak- anna segja svo k..i starfsgrund- völl þeirra og tilgang: Samtökin byggja á kenning- argrundvelli lútherska heims- sambandsins. En það viður- kenhir Heilaga Ritningu. Gamla og Nýja testamenntið, einu heimild og óskeikulan mælikvarða allrar kenningár kirkjunnar og starfs og ólíiíír játningarrit. lútherskrar kirk|ja, sérstaklega hina óbrey,tfu Ágsborgarjátningu og fjrás||i Lúthers, hreina útlegginggi Guðs orðs. G Tilgangur samtakanna er: a) Að sameina þá presta: og guðfræðinga, er byggja viijS^ ofangreindum grundvelli, U?fi það að bera samhljóða viím um fagnaðarerindið um Jesújffi Krist sem kraft Guðs til hljáfr- ræðis. b) Að efla einingu um trú.og játningu meðal guðfræðinga og presta kirkju vorrar. c) Að efla iðkun evangeli§k- lútherskra fræða. d) Að styrkja og efla évan- geliska leikmannastarfsemi innan kirkjunnar. Meðlimir samtakanna ge.ta orðið allir prestar, kandidatar og guðfræðistúdentar, svo og kristniboðar, vígðir til að boþa Guðs orð og veita stakrameni- in, sem samþykkja grundvall- arreglur samtakanna. í samtökunum eru nú meðlimir, prestar, kandidat,|r og guðfræðistúdentar. ú Víða tíðkast, að prestar þj<íð kirkju myndi með sér félags- samtök eftir stefnum og áhuga málum og þykir sjálfsagt. F. h. stjórnar samtakanna. Sigurjón Þ. Árnason í FRAMIiALDI af grein minni „SÍS og vefnaðarvöru- úthlutunin“ í Alþýðublaðinu 7. þ. m. vil ég, til að fyrir- byggja misskilning, taka fram, að þar greindur hundraðshluti 26 og 30, þýðir hluta SÍS af því, sem fer til verzlana, en hundrá'ðshlutinn 13—14 þýðir hins vegar hlutur SÍS af heild arleyíum fyrir vefnaðarvörur. Skýrslur hafa ekki verið! gerðar yfir skiptingu vefnaðar- vöruléyfa milli SÍS og kaup- manna sérstaklega það tíma- bil, sem Samband vefnaðar- vöruinnflytjenda starfaði, held ur aðeins hver hluti SÍS var af heildinni, og er því sú tala notuð í grein minni. Þetta vildi ég taka fram til að fyrirbyggja misskilning, en það raskar ekki þeirri stað- reynd, að hluti SÍS hefur ver- íð mikið aukinn í tíð núver- andi stjórnar. Iiafnarfirði 9.5. ,49. Óskar Jónsson. Haíursá fluff a® MEIRIHLUTI fjárveitinga- nefndar alþingis Ieggur til að tilmælum ríkisstjórnarinnar í sambandi við afgreiðslu fjár- laganna, að tilraunastöðin á Hafursá verði flutt að Skriðu- klaustri. Verði tillaga þessi samþykkt verður því starfrækt í framtíðinni tilraunastöð i jarðabótum að Skriðuklaustri, óðali Gunnars skálds Gunnars- sonar og konu hans, sem þau hjónin gáfu ríkinu á liðnu hausti. Er lagt til í tillögu meiri- hluta fjárveitinganefndar, að tekið verði allt að 375 000 kr. lán í sambandi við þessar framkvæmdir, en jörðin Haf- ursá seld, eftir að flutningarn- ir hafi farið fram, enda gangi söluverð jarðarinnar upp í lán- ið. UPPB0Ð Opinlbert uppboö verður baldið hjá Hjarð- ariholtá við Reykjanésbrau't hér í bænum (þ. e. við vegamót Reykjþnes:svegar og E'skihlíðar) laugardagkm 14. þ. m. og hefst kl. IV2 e. h. Seldar verða aíls konar, byggin'garvörur, svo öem krossviður, tmálning, femis, lökk, tékk- hufðir, gluggar o. fl. Útgerðarvörur .Jails konar, húsgögn, tré- smíðavólar, svo sem hjól&og. með tilheyriandi, brýnsluvéi ög borvélar. Auk þes'sa alíls fconar smíðatól, ritvélar, saumavélar og margt fieira. Greiðsla fari fraim við hamar&hÖgg. Borgarfógetinn í Reykjavík. Engar mmr ekkerf ffl — segja fcaupmennimii’. En þúsundír manna lesa dagblöðin á hverj- um degi, og fyrirtæki sem þekkja hug fjöld- ans, halda áfram að auglýsa öðru hverju, til þess að minna fólkið á það, hvar vörurnar muni fást, þegar þær koma aftur. Firmanafn, sem er á vörum fjöldans, er margfaldur arður fyrir hóf- legt auglýsingaverð, sem vel er varið. í ÁÍJjýS 1 — Hringið í síma 4900 og 4906. Áuglýslð í Alþýðublaðlnu Olíufélagsins h.f. AÐALFUNDUR Olíufélags- ins. h.f. var haldinn í Reykja- vík þann 26. apríl s. 1. Fundar- stjóri var Sigurður Kristinsson fyrrv. forstjóri, en fundarritari Þórður Ólafsson útgerðarmað- ur. Formaður félagsstjórnarinn- ar, Vílhjálmur Þór, setti fund- inn og gerði ýtarlega grein fyr- ir störfum stjórnarinnar og framkvæmdum félagsins á s. 1. ári. Samningur sá milli Olíu- félagsins og togaraeigenda, se mundirritaður var snemma á árinu 1947, hafði verið fram- lengdur til ársins 1955, og við- skiplin við togaraeigendur farið vaxandi, sem og önnur viðskipti félagsins. Einnig skýrði formaðurinn frá verka- skiptingu þeirri, sem nýlega hefur verið ákveðin milli Olíu- félagsins h.f. og dótturfélags þess, Hins íslenzka steinolíu- hlutafélags. Annast hið síðar- nefnda' nú sjálfstætt öll við- skipti við innlend og erlend skip, þ. á. m. hina samnings- bundnu nýsköpunartogara, svo og benzínsölu til flugvéla á Keflavíkurflugvelli. Þá annast H.Í.S. sölu á eldsneytisolíu til húsa í Reykjavík og Hafnar- firði. og sér um rekstur benzín- og /'.smurningsstöðvarinnar í Hafnarstræti. Hins vegar hef- ur Olíufélagið me'ð höndum innflutning á öllum olíuvörum til H.Í.S. og bókhald beggja fé- laganna er sameiginlegt. Fram- kvæmdastjóri H.Í.S. er Haukur Hvannberg. Framkvæmdastjórinn Sig- urður Jónasson las upp reikn- inga. Rekstrarafgangur á ár- inu varð kr. 336.855,61 og' höfðu eignir félag'sins þá verið afskrifaðar um kr. 580.640,43. Þá skýrði framkvæmdastjór- inn frá því, að nú væri á leið- inni til landsins olíuskip með 17 700 tonn af olíuvörum til félagsins, og að ráðgert væri að flytja inn síðar á árinu um 30 þús. tonn. 'Stjórn félagsins var öll end- urkjörin, en hana skipa: Vil- hjálmur Þór formaður, Skúli Thorarensen varaformaður, Karvel Ögmundsson, Jakob Frhnannsson og Ástþór Matt- híasson meðstiórisendur. Fapífmáti enn ÞORSTEINN HRAUNDAL birti grein í næstsíðasta Mánu- dagsblaði, þar sem hann stað- festir orð fyrir orð hinar ár- angurslausu tilraunir mínar um að fá einhvern mann til að spila á fagott í hljómsveitinni, enda var hann sjálfur efnileg- astur þeirra blásara, sem ég hafði í grein minni frá 21. 3 s. L sagt um, að „hafa gefizt upp eftir nokkurra mánaða glímu“. En það er kynlegt, að lesa út úr þessum orðum mínum lít- ilsvirðingu fyrir íslenzku þjóð- inni í heild eða fyrir honum sjálfum, enda segist hann hafa skilað aftur hljóðfærinu, sem hann taldi ónothæft — mér t:l mikilla vonbrigða. Það er eng- In skömm að því, þótt menn nenni ekki að hamast á hljóð- færi, sem þeim tekst ekki að ráða við án kennara. Hins veg- ar er það von, að faglærður maður, sem hefur spilað í er- lendum hljómsveitum um tutt- ugu ár, kunni að notast jafn- vel við hljóðfæri, sem aðrir telja ónýtt. Þetta sannaði Jan Morávek og þess vegna fékk hann fagottið til umráða. í athugasemd ritstjórans við umtalaða grein, er talað um hina „tilvonandi symfóníu- hljómsveit“. Það er misskiln- ingur, því að symfóníuhljóm- sveitina er búið að stofna fyrir löngu; en að svo stöddu getur hún ekki haldið uppi reglu- legri starfsemi vegna fjár- skorts, en slíkar hljómsveitir þurfa ávallt á einhvers konar styrk að halda. En hún getur ekki heldur talizt fullkomin symfóníuhljómsveit meðan enn vantar nauðsynleg hljóð- færi, eins og menn sjá af þessu. Hins vegar getur verið, að við lifum þann dag, að stofnuð yrði íslenzk ríkishljómsveit. Þeir hæfileikamenn, sem munu fá upptöku í hana, munu vonandi hafa meiri menning- aráhuga en hinir, sem núna spilla fyrir samtökum allra þeirra krafta, sem völ er á til að gera hina núverandi hljóm- sveit starfhæfa. Annars væri slík stofnun andvana fædd. Og það vona ég ekki — í trausti til þessarar þjóðar, sem hefur fætt og klætt mig í tíu ár. Dr. Victor Urbantschitscli. Lesið Alþýðublaðið!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.