Alþýðublaðið - 11.05.1949, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.05.1949, Blaðsíða 4
4 alþyðublaðið Miðvikudagur 11. maí 1949. Úígefandi: Alþýðuflokkurinn. Riístjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Beneclikt Grönðal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan bX Vesían og ausfan JárnfiaEdsins KOMMÚNISTAR eru sem kunnugt er miklir talsmenn allra kauphækkana í Vestur- og Norður-Evrópu, þar _sem þeir eru ekki við völd; og miklir andstæðingar al'lra skattaálagna á alþýðuna. Það er því ekki að furða þótt til sé fólk, sem bindur ýmsar vonir við það, að svo ágætir menn kæmust til valda í lönd- um Vestur- og Norður-Evrópu og fengju að sýna, hvernig þeir fara að því að stjórna. En hvernig er þetta þá í Austur-Evrópu, þar sem kom- múnistar eru við völd? Eru ekki kommúnistar talsmenn nákvæmlega sömu kauphækk- ana þar? Og verja þeir ekki alþýðuna gegn öllum skatta- álögum í þeim löndum, sem svo lukkuleg eru að hafa þá við völd? Þetta gæti verið lærdóms- ríkt að taka til athugunar; og það því fremur, sem allt af fáum er þetta kunnugt vestan við járntjaldið. I greinargerð varðandi ný- gerða kaup- og kjarasamninga í „alþýðulýðveldi" kommúnista á Ungverjalandi í byrjun þessa árs, segir hið kommúnistíska landssamband verkalýðsfélag- anna þar: „Það höfuðsjónarmið, sem hafa verður við ákvörðun kaupgjalds í sósíalistískum á- ætlunarbúskap, er það, að heildarupphæð kaupgjaldsins, sem kemur fram sem kaupgeta á markaðinum, sé ekki hærri en verðmæti þeirrar vöru, sem framleidd er. Frá sjónarmiði áætlunarbúskapar ber alveg að vísa á bug hugmyndinni um kauphækkanir, sem ef til vill geta verið stundarhagur fyrir ákveðnar stéttir, en aðeins á yfirbórðinu þýða betri borgun vinnunnar, þar sem þær hafa í för með sér verðbólgu og minnka verðgildi peninganna. Markmiðið á þvert á móti að vera, að auka kaupgetu laun- anna með því að auka magn og gæði þeirra vara, sem koma á markaðinn.“ Þannig farast forsprökkum kommúnista orð á Ungverja- landi, þar sem þeir eru við völd. Þar kveður óneitanlega við nokkuð annan tón en þann, sem er í ræðum þeirra og rit- um vestan járntjaldsins. Það er mikið satt í því, sem í greinargerð hins ungverska landssambands verkalýðsfélag- anna er sagt. Sá sannleikur hefur og oft verið sagður í Vestur- og Norður-Evrópu í sambandi við rökræður um kaupgjaldsmál og dýrtíðarmál. En hér mega kommúnistar ekki heyra hann nefndan. Þeir heimta í Vestur- og Norð- ur-Evrópu ár eftir ár einmitt þær kauphækkanir, sem „ef til vill geta verið stundar hag-. ur fyrir ákveðnar stéttir, en aðeins á yfirborðinu þýða betri borgun vinnunnar, þar sem Ðraugagangur í landinu. — Fylgislaus flokks- formaður. — Hvað skyldu kýrnar segja, ef þeir væru sendir upp að Korpúlfsstöðum? UNDANFARIÐ hefur verið draugagangur í Iandinu. Þrír þingmenn hafa risið upp á al- þingi með dauð orð á vörunum og heimtað afnám réttarbóta, sem alþýðan hefur í áratuga bar áttu aflað sér. Allir eru þessir menn í Sjálfsfæðisflokknum, enda var þaðan vís von á slík- um vofum. Sem betur fer hafa íslendingar litía trú á draugum, enda er sýnt að ekki er tekið tillit til orðaskaks þeirra. Jafn- vel ekki málgagn Sjálfstæðis- fiokksins tekur tillit til þess. ÞÁ HEFl'R dauður stjórn- málamaður risið upp á aftur- lappirnar í Tímanum með kenningar um stjórnarhæfni fimmtu herdeildarinnar. Hina sömu sögu er hægt að segja ura þennan draug og hina þrjá, jafn- vel ekki flokkur hans tekur til- lit til hans. Munu þess engin dæmi að formaður stjórnmála- flokks standi eins fylgissnauður á alþingi innan síns eigin flokks og Hermann Jónasson. VEGAMÁLASTJÓRNIN hef- ur undanfarið verið að skvetta vatni í holurnar á Hafnarfjarð- arvegi. Oft hafa menn furðað sig á vinnubrögðum vegamála- stjórnarinnar, en þetta mun slá öll rriet. Holurnar í Hafnar- fjarðarvegi hafa valdið bifreiða eigendum stórkostlegu tjóni. En í stað þess að lagfæra þær eins og mönnum er sæmandi, er kákað við það af engu verks- viti. ÚTSVARSGREIÐANDI skrif ar. Það er auðséð, að þú er al- inn upp á mölinni og þekkir ekki aftur, eða fram á kú. Mér datt þetta í hug, er ég las til- lögu þína um að gera bæjar- fulltruana og verkfræðinga og arkitekta bæjarins að fjósa- mönnum á Korpólfstöðum! Hvað heldurðu að heiðarlegar og Hvað hellurðu að heiðarlegar og samviskusamar og stundvísar kýr, sem skila sinni lögboðnu mjólk á tilsettum tíma, segðu- þegar fjósamennirnir kæmu kl. hálf ellefu til að gefa þeim, hlaupa svo eftir hálf tíma frá hállfunnu verki til þess að lesa Alþýðublaðið eða að tala í síma eða fá sér kaffi eða tala við bol- ann, ef honum skyldi þóknast að baula? HVAB HELDURÐU, að kýra ar segðu, þegar þ ;ir færu að brjóta á sér leggina í holunum á malbikuðum fjósflórnum, eða hvernig heldurðu, að þeim lit- ist á, þegar flórinn væri ekki mokaður dag eftir dag, og allt væri eftir þessu? ÉG ER BARA HRÆÐDUR UM, að kýrnar færu að sletta til klepróttum halanum og' hafa allt ,,á hornum sér“ eins og þú. Og svo kæmi niðurjöfnunar- nefndin að mjólka! Ég er hreint ekki viss um, að kýrnar yrðu eins þægar eða dropadrjúgar eins og skattgreiðendurnir eru nú, og kynnu jafnvel að finna upp á því að sparka í mjólkur- fötuna og geldast á stuttum tíma. NEI UPP AÐ KARPÓLFS- STÖÐUM skaltu ekki senda þetta fólk, a. m,-k. ekki til að inna neitt starf af hendi. Hins vegar er fallegt á Korpóifsstöð- um, og nóg húsnæði á hlöðu- loftinu og heilnæmt að dveljast þar fyrir þá, sem eru á eftir- laun og ekki þurfa neitt að starfa. Þaðan er líka stutt upp í Hamrahlíð. Þaðan er fagurt útsýnil yfir hitaveitustokkana, og þegar snjór er, væri gaman að dútla við að leggja svig- brautir og byggja skíðastökk- palla í hlíoinni. SKAMMT ER LÍKA niður að sjó, og þar er sandur, sem gaman er að búa til bogamynd- uð hús úr, með hringmynduð- um húsum fyrir framan, og hús in gætu verið alveg hvert ofan í öðru til þess að „spara pláss- ið“, þó að sandurinn sé annars nógur. Kannske annars, að þú sendir þetta fólk upp að Korpólfsstöðum! Gerðu það og helzt strax“. Sextugasti aðalfundur Bóksalafélags íslands NÝLEGA hélt Bóksalafélag íslands 60. aðalfund sinn. í stjórn voru kosnir: Gunnar Einarsson formaður, Björn Pétursson gjaldkeri, báðir end urkjörnir, Lárus Blöndal Guð- mundsson varaformaður, Egill Bjarnason ritari og Ragnar Jónsson lögfræðingur skjala- vörður. Félagið mun minnast 60 ára afmælis síns á hausti kom- anda. þær hafa í för með sér verð- bólgu og minnka verðgildi peninganna.“ Þeir eru bara ekki alveg eins hrifnir af slík- um kauphækkunum í Austur- Evrópu, þar sem þeir sjálfir eru komnir til valda! Þar eru þeir fljótir að snúa við blaðinu og segja: „Markmiðið á þvert á móti að vera, að auka kaup- getu launanna með því að auka magn og gæði þeirra vara, sem koma á markaðinn“! Og þeir láta ekki sitja við orðin ein: Þeir banna að gera verk- föll til að knýja fram kaup- hækkanir. í Austur-Evrónu er enginn verkfallsréttur til ieng- ur! Þannig er nú kommúnisminn í reynd, þar sem hann er kom- inn til valaa. En hvað þá um skattaálög- urnar á alþýðuna, sem komm- únistar berjast svo skeleggir á móti í Vestur- og Norður-Ev- rópu? Það skyldi þó aldrei vera, að alþýðan í sjálfri para- dís kommúnismans, austur á Rússlandi, yrði að sætta sig við skattaálögur, sem eru þéttings miklu þyngri en „al- þýðuflokksskattarnir“ hér á ís- landi, sem Þjóðviljinn ber sig svo upp undan um þessar mundir í sambandi við tekju- öflun ríkisins til þess að mæta hallanum. sem enn er á fjár- íögunum! Hvernig fer sovétstjórnin Þau börn, sem fædd eru á árinu 1942 og eru því skólaskyld frá 1. sept. n.k., skulu koma koma • til innritunar og prófa í barnaskólum bæjarins föstudaginn 27. maí n.k. kl. 1 e. h. F ræðsluf uiltrúinn. tilkynna: Vegna orðsendingar Trolle & Rothe h.f. til bif- reiðavátryggjenda skal það tekið fram, að bif- reiðaeigendur eru vitanlega algerlega óbundnir af öllum samningum milli Trolle & Rothe h.f. og Almennar tryggingar h.f., og er þeim því heimilt að tryggja bifreiðar sínar hjá hvoru félaginu sem er. Ágreiningur um túlkun samn- ings á milli félaganna mun að sjálfsögðu ekki verða leiddur til lykta með blaðaauglýsingum. Almennar tryggingar h.f. Hef til sölu 4ra herbergja íbúðahæð í húsi í bygg- ingu við Langholtsveg, 4ra herbergja íbúð í nýju húsi við Karfavog, 4ra herbergja kjallaraíbúð í Teigahverfinu. Auk þess margar íbúðir í skiptum. BALDVIN JÓNSSON hdl. Sími 5545. Austurstræti 12. Ég undirriiaSur gerisl hér meS kaup- andi að Alþýðubiaðinu Auglýsið í Alþýðubiaðinu að standast straum af ríkisbú- skap sínum? Hún gerir það fyrst og fremst með því, að leggja sölu- skatt á öll matvæli og hráefni, sem hún fær frá .rússnesku bændunum, ’ og sá söluskattur er svo hár, að hann nemur um tveimur þriðju til þremur fjórðu af öllum tekjum sovét- ríkisins; enda verður allur al- menningur að kaupa nauðsynj- ar sínar við tvöföldu verði á við það, sem framleiðsla þeirra kostar! Þannig er háttað tekjuöflun sovétstjórnarinnar í paradís kommúnismans austur á Rúss- landi. Sennilega myndi kom- múnistum ekki þykja slíkar skattaálögur nein fyrirmynd, ef framkvæmdar væru af lýð- ræðisstjórn vestan járntjalds- ins. En austur á Rússlandi þykja þær sjálfsagðar! Þannig stangast hjá komm- únistum orð og gerðir. Vestan járntjaldsins, þar sem þeir eru ekki við völd, lofa þeir gulli og grænum skógum, beimta kauphækkanir og neita að sam- þykkja nauðsynlegustu skatta- álögur. En austan járntjalds- ins, þar sem þeir eru einráðir, banna þeir verkföll til að knýja fram kauphækkanir og binda allri alþýðu manna drápsklyfj- ar skatta, sem ekki eiga sinn líka í öllum heiminum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.