Alþýðublaðið - 10.06.1949, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Föstudagur 10. jvijií 1949
Glaít fólk við garðyrkjustörf. — Bréf um garð-’
löndin og hlutverk Fegrunarfélagsins.
tjtgefandi: Alþýðuflokkuriim.
Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Fréttastjóri: Renedikt Gröndal.
Þingfréttir: Helgi Sæmundsson.
Ritstjórnarsímar: 4901, 4902.
Auglýsingar: Emilía Möller.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Aðsetur; Alþýðuhúsið.
Alþýðuprentsmiðjan h-f.
ÁHUGI fyrir skógrækt hef-
ur stóraukizt hér á landi und-
anfarin ár, enda hefur verið úr
því skorið, að hægt sé að klæða
landið skógi. ísland var í forn-
öld skógi vaxið milli fjalls og
fjöru, en menn, dýr og nátt-
úruöfl lögðust á eitt um að
eyða honum. Má því með sanni
segja, að þeir, er hafizt hafa
handa um hinar umfangsmiklu
skógræktarframkvæmdir, séu
að bæta fyrir syndir feðranna
og græða kalsár ættarlandsins.
Þeir hafa unnið mikið og gott
starf af fórnfýsi og ósérhlífni
og séð ágætan árangur iðju
sinnar. Þjóðin stendur í þakk-
arskuld við þessa menn, og
hinn almenni áhugi fyrir skóg-
ræktinni sýnir, hvern hug
landsmenn bera til skógrækt-
armálanna.
, Fyrir nokkrum dögum komu
hingað til lands þrír tugir
góðra gesta frá Noregi. Höfðu
þeir meðferðis hundrað þúsund
trjáplöntur, sem gróðursettar
verða nú í vor víðs vegar um
Suðurland. Jafnframt hefur
hópur íslendinga farið til Nor-
egs þeirra erinda að vinna þar
að skógræktarstörfum. Er hér
hafin merkileg samvinna milli
Norðmanna og íslendinga, og
vonandi á hún eftir að aukast
og eflast í framtíðinni.
Sambúð íslendinga og Norð-
manna hefur löngum verið
góð, og oft höfum við íslend-
ingar fengið heimsókn mætra
gesta frá Noregi. Þó mun ó-
hætt að fullyrða, að hinir
norsku skógræktarmenn séu
aufúsugestir flestum öðrum
fremur, og hér er lagður
grundvöllur að samvinnu, sem
áreiðanlega reynist báðum
þjóðunum og sambúð þeirra til
góðs. íslendingar geta mikið
af Norðmönnum lært í skóg-
ræktarmálum, hvort heldur
menn af íslandi fara til Noregs
til að vinna þar skógræktar-
störf eða gestir frá Noregi
koma hingað til að vinna hér
skógræktarstörf og miðla lands
mönnum af þekkingu sinni og
reynslu í þessu efni. Samvinna
þessi mun skerpa áhuga ís-
lendinga í skógræktarmálum
og vekja þeim bjartsýni og
djörfung í starfi sínu við að
klæða land sitt skógi á ný.
Þeir, sem eru andvígir nor-
rænni samvinnu eða vantrúað-
ir á árangur hennar, finna
henni löngum það til foráttu,
að hún sé fremur í orði en
verki. Slíkar raddir gerast nú
ærið hjáróma, enda hefur nor-
ræn samvinna sannað gildi sitt
á glöggan og óvefengjanlegan
hátt, ekki hvað sízt á dögum
síðari heimsstyrjaldarinnar og
eftir að henni Iauk. Samstarf
íslendinga og Norðmanna í
skógræktarmálunum ber nor-
rænni samvinnu fagurt vitni.
Þar er vissulega ekki um að
ræða orðaglamur og skvaldur,
heldur raunhæft samstarf og
UNDANFARNA ÐAGA hef-
ur fólk unnið af kappi í görð-
um sínum í Vatnsmýri og
Kriglumýri. Hefur verið gam-
an að sjá fólk þarna að vinnu
encla hefur það veriff glatt og
ánægt, enda verffa þaff flestir,
sem eyffa tóstundum tínum viff
vinnu í görffum. Yfirleitt eru
garðar alltof fáir hér og þyrfti
sem skjótast aff auka þá. Fvrir
alllöngu fékk ég eftirfarandi
bréf frá „Garðeigenda" um
þessi mál og þó að nokkuff sé
um liðiff síðan það var skrifað
er þaff enn þá í fuílu gildi.
„FÝRIR NOKKRU var í einu
dagblaðinu verið að hvetja
Fegrunarfélagið til að gangast
fyrir því, að kálgarðarnir í
Vatnsmýrinni yrðu lagðir nið-
ur vegna þess hvað þeir væru
ljótir, og stungið upp á því að
gera þar skemmtigarð. Mér
finnst að svo mikið sé en ógert
í skemmtigarðinum við tjörn-
ina að ráðlegra væri að full-
gera hann, áður en kálgarðarn-
ir eru teknir af okkur.
AUK ÞESS er nú talað um að
gera skemmtigarð suðvestan í
Öskjuhlíð. Virðist mér þar á-
kjósanlegri staður fyrir slíkan
garð og ærið verkefni fyrst um
sinni. Það eru margir menn
sem rækta kartöflur í Aldamóta
og Gróðrarstöðvargörðum og
það er alveg víst að meirihluti
þeirra, sem rækta þar kartöflur,
nú, hætta þeirri starfsemi með I
öllu, ef þeir yrðu að stunda
hana langt frá bænum t. d. í
löndum bæjarins í Mosfellssveit.
ÞESSI KARTÖFLURÆKT
er hjá flestum tómstundavinna,
sem gefur ekki fé í aðra hönd,
en hins vegar notalegt að geta
sótt nýjar kartöflur í matinn
þegar sumri fer að halla. Fæstir
þessara manna eiga bíla og ef
þeir þurfa að kaupa sér bíl í
hvert sinn, sem þeir þurfa að
hirða um garðana kostar það
meira fé en nokkru sinni getur
fengist fyrir uppskeruna þó góð
væri og reiknuð á hæsta verði,
og má segja að þá sé til lítils
barizt.
„ÞAÐ ERU ÁREIÐANLEGA
nóg verkefni fyrir Fegrunarfé-
lagið fyrst um sinn þó það færi
ekki með þessu að koma í veg
fyrir sjálfsbjargarviðleitni
manna og ekki hvað sízt þegar
um er að ræða vöru, sem kost-
ar erlendan gjaldeyri í öllu
gjaldeyrisleysinu.
HINS VEGAR FINNST mér
ekki óeðlilegt að Fegrunarfélag
sameiginlegt átak til fram-
gangs glæsilegri hugsjón. Nor-
ræn samvinna á einmitt að
byggjast á slíkum grundvelli,
og það gerir hún í æ ríkara
mæli.
❖
Skógræktin á íslandi hefur
færzt mjög í vöxt að undan-
förnu, en þó þarf enn aukna
skipulagningu í þágu hennar.
Þess ætti að vera auðveldur
kostur, vegna hins almenna
áhuga, sem hér ríkir fyrir
skógræktarmálum. Ungmenna-
félögin og íþrótt ifélögin ættu
ið ynni að því í samráði við
garðyrkjuráðunaut bæjarins, að
umgengni um garðana yrði
betri en hún er nú bæði af
hálfu bæjarins og einstaklinga.
Veitti sannarlega ekki af, að
bærinn Iéti lagfæra þarna, þvi
hann hefur lítið gert að því í
þau 14 ár, sem ég hef haft þarna
garð, landið er illa framræst
upphaflega með opnum skurð-
um, sem eru að miklu leyti
samanfallnir og væri fyllsta
þörf að endurbæta það, en samt
með öðrum hætti en síðastliðið
vor þegar jarðýta var send til
að rífa niður grasgeira sem
myndast höfðu milli sumra
garðanna og ýtti hún þeim út í
garða hér og hvar í stað þess að
flytja draslið burtu, auk þess
braut ýtan garða sumra manna
svo niður að þeir.lögðu ekki í
að vinna þá.
SÉU GARÐLÖND VEL
HIRT finnst fér fjarstæða að
halda því fram, að óprýði sé að
þeim. Og starfsemi Fegrunar-
félagsins ætti að vera í því
fólgin að fegra og bæta en ekki
að rífa niður það, sem einstak-
lingarnir hafa gagn eða ánægju
af“.
Færeyingar seija
Spánverjum fisk
fyrir 17 milljénir
UNDIRRITAÐUR hefur ver-
ið viðskiptasamningur milli
Danmerkur og Spánar, en
samkvæmt honum er meðal
annars ákveðið, að Danir selji
Spánverjum fisk fyrir 20
milljónir danskra króna.
Leggja Færeyingar til megin-
hlutann af fiski þessum eða
magn, er nemur 17 milljónum
króna, og auk þess hefur verið
samið sérstaklega um sölu á
26 000 smálestum af saltfiski
frá Færeyjum til Spánar.
Færeyingar áttu fulltrúa í
samninganefndinni í samræmi
við hina nýju skipun á sam-
bandi Færeyja og Danmerkur.
Fulltrúar Færeyinga í nefnd-
ínni voru Poul Niclasen ríkis-
þingmaður og Jacob Hansen
fiskútflytjandi.
FLUGVÉLAR LOFTLEIÐA
fóru 6 ferðir með farþega inn-
anlands í gær, 2 til Vestmanna-
eyja og til ísafjarðar, Sands,
Akureyrar og Bíldudals eina á
hvern stað.
að láta þessi mál til sín taka
í ríkara mæli en nú er, enda
er það í samræmi við tilgang
þeirra og stefnuskrá. Æska
landsins ætti að stíga á stokk
og strengja þess heit, að
draumurinn um skógi vaxið ís-
land geti rætzt.
Þegar slík þjóðarhreyfing er
vakin í sambandi við skóg-
ræktarmálin, er ekki að efa
það, að framtíðarsýn Hannesar
Hafsteins, sem hann lýsti í
aldamótaljóðunum, verði að
veruleika og íslenzk menning
aukist í lundum nýrra skóga.
!
Rólegur eldri maður ósk-
ar eftir herbergi til leigu,
sem næst miðbænum. ■—
Tilboð merkt: ,,Rólegur“
sendist blaðinu fyrir 25.
þ. m.
T j ö l d
S ól skýli
fyrirliggjandi,
allar stærðir.
Geysir h.f.
Veiðarfæradeildin.
Úra-viðgerðir.
Fljót og góð afgreiðsla.
Guðl. Gíslason,
Laugavegi 63.
Sími 81218. Sími 81218.
ÞÓRARINN JÓNSSON
löggiltur skjalþýðandi
í ensku.
Sími: 81655. . Kirkjuhvoli.
K N ¥
l# y a
Vinnubuxur
nýkomnar.
r 5 '’ít
POfSOllÖ,
Þórsgötu 14.
og vaxbónun
b í i a
H.F. RÆSIR
il
Myndir og málverk eru
kærkomin vinargjöf og
varanleg heimilisprýði.
Hjá okkur er úrvalið
mest. Daglega eitthvað
nýtt.
RAMMAGERÐIN,
Hafnarstræti 17.
Henrik Sv. Bjömsson
hdl.
Málflutningsskrifstofa.
Austurstr. 11 Súnj 81530.
Til leigu
Vörugeymsia
ca. 100 ferm. gólf. Þurrt
og gott hús. Upplýsingar
í síma 9467.
Köld borð og
heifur veizlumalur
sendur út um allan bæ.
SÍLD & FISKUR.
Kaupum fuskur
Baldursgötu 30.
Minningarspjöld
Jóns Baldvinsonar forseta
fást á eftirtöldum stöðum:
Skxifgtofu Alþýðuflokksins.
Skrifstofu Sjómannafélags
Reykjavíkur. Skrifstofu V.
K.F. Framsókn. Alþýðu-
brauðgerðinni Laugav. 61.
í Verzlun Valdimars Long,
Hafnarf. og hjá Sveinbimi
Oddssyni, Akranesi.
Barnaspítalasjóðs Hringsins
eru afgreidd í
VerzL Augustu Svendsen.
Aðalstræti 12 og í
Bókabúð Austurbæjar.
Smurf brauð
©g sniffyr.
Til í búðinni allan daginn.
Komið og veljið eða símið.
SÍLD & FISKUR.