Alþýðublaðið - 10.06.1949, Blaðsíða 6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Föstudagur 10. júiií 1849
RYKGUSAN. \
Stutt samta! á götuhorm viö:
við þá voldugustu í bæmirn.
Ég kom fyrir Iiornið. Og um
leið og ég kom fyrir hornið,
kom hún beint í flasið á mér,
blindaoi mig gersamlega, strauk
mér um vangana, heldur frekju
lega, laumaðist niður með
skyrtuhálsmálinu, smeygði sér j
jafnvel inn fyrir fötin, og til j
jiess að setja kórónuna á þetta'
allt saman, neytti hún færis,
þegar mér varð það á að opna
munninn, og fór upp í mig
og kitlaði mig í báða fölsku
gómana ■— seildist jafnvel alla'
[eið niður í kok og fór eitthvað ,
að fikta við úfinn, eða heila- i
dingulinn — — —
Að vísu hef ég ekkert á móti
hæfilegum atlotum, en þetta
íannst mér. fullmikið af því
góða. Mér er nefnilega mein-
illa við að farið sé upp í mig.
Einkum og sér í lagi, ef eitthvað
er farið að fikta við heiladingul-
inn. Ég hóstaði og skyrpti, og
þegar ég náði að lokum andan-
um, varð mér það á að bölva. !
„Skárri eru það nú bölvuð
óhemjulætin!“ varð mér að
orði. Það er að segja, — þetía
er ekki það, sem mér varð að
orði, nei, það var víst ekki
heldur prenthæft.
„O, láttu ^kki svona. Ætli
þér sé eins leitt og þú lætur.,
Ég þekki ykkur!“ i
,,Það lítur út fyrir það að
minnsta kosti, áð þú sért til í
að kynnast mönnum allnáið. Að
fara alla leið ofan í kok! Ekki
nema það þó!“ I
„Ha, ha, ha, — — veiztu þá
ekki hver ég er!“ I
„Að vísu hef ég grun um það,
en þar eð ég kæri mig ekki um
að vera beinlínis ókurteis, jafn-
yel ekki þótt mér sé sýnd
rammasta óvífni, kæri ég mig
ekki um að ræða það nánar“. j
„Og falsarinn! Jæja, þá skal
ég segja þér hver ég er. Ég er
ekkert feiminn við það. Ég
er sú, sem tek við stjóminni,
þar, sem þið standið ráðalausir
og gapið! þið, með allar ykkar
framfarir, tækni, hreinlætis-
; bauk, heilbrigðisráðstafanir,
borgarmenníngu og gort á öll-
um sviðum. Ég er sú, sem
j storka öllum ykkar verkfræðing
um, skipulagninganefndum,
borgarráðum, bæjarstjómum,
fegrunarfélögum, borgarafunl-
, um, stjórnmálaloforðum og
f baktjaldamakki! Þið ráðið
ekkert við mig!“
Vlcki Baum
HOFUÐLAUS ENGILL
„Er þetta nú ekki eitthvað
orðum aukið“.
„Orðum aukið! Villtu að ég
faðmi þig einu sinni enn!“
„Nei, fyrir alla muni!“ hróp-
aði ég, og var nú fyrst að ná
aftur sæmilegri sjón eftir atlot
hennar. „Nei, fyrir-alla muni!“
„Jæja, ekki það karlinn,
Gættu þín þá, þegar þú kemur
íyrir næsta götuhorn. Sérðu
þessa garpa á bílnum þarna,
sern æða um allar götur og
dreifa á þær vatni? Þeir halda,
að þeir geti ráðið niourlögum
mínum með nokkrum vatns-
dropum, bjálfagreyin! En um
leið og vatnið er sígíð niður í
götuna eða gufað upp, rís ég úr
dáinu, gretti mig á eftir þeim
og espa mig um allan helming.
Þá fyrst kemur fjör í mig, lags-
maður. Þá smýg ég niður í kok
á hverjum manni og kitla þá
unz þeir fara að kósta og ræskja
sig. Fyrir leemur líka, að ég get
sært þá svolííið í hálsinn og
búið þar í haginn fyrir nokkra
sýkla. . . Ég veíi; að baráttan
við mig kostar ykkur mörg
búsund krónur á ári í beinum
útlátum, auk óbeina tapsins við
kvef og aðra sjúkdóma, en mér
þykír bara gaman að -því, að
einhverju skuli vera til rtiín
kostað. Og svo þykist þið kunna
ráð við öllu. Þið þykist hafa
byggt þessa borg. og ráða í henni
lögum og lofum. En, — — —
það er ég sem ræð! Ha, ha, ha!
Það er ég sem ræð!“
Og um leið og hún vatt sér
fyrir götuhornið í fangið á feit-
um, snaggaralegum miðaldra
manni. „Bless! bið að heilsa
bæjaryfirvöldunum, verkfræð-
ingunum og fegrunarfélag-
inu . . .“
Nú greip feiti, snaggaralegi
maðurinn fyrir augun. Svo fór
hann að hósta. . . .
LOFIS MÖNNUNUM
AÐ SOFA
Útvarpsleikrits, — sjá for-
síðu 9. tbl. Útvarpstíðinda, —
verður nánar getið innan
skamms í dálki þessum.
SKIPAUTGCRÐ
RIKISINS
Tekið á móti flutningi til
Siglufjarðax í dag.
Faðir Eusebio kom inn og
bar tréfötu með einhverju
skolpi í, og hempan hans
flæktist fyrir horuðum, göml-
um fótum hans.
„Hvert eigum við að fara
með þá hina?“ spurði ég hann.
,,Eg get ekki látið þá hósta hér
og kafna í reyk.“
Hann leit af mér yfír röðina
af særðu möhnunum og aftur
á mig og brosti, en ég skildi
ekki alveg hvað fólst í brosinu.
„Reynið að finna þeim stað
í horni á svölunum,“ sagði
hann. „Þessu er bráðum lokið.“
Eg fór út á svalirnar til að
reyna að finna stað handa
veiku hermönnunum mínum.
allan daginn hafði ég verið
önnum kafin við að vinna ým-
Ls konar nauðsynleg störf. Það
var ágætt fyrir mig til að
gleyma sjálfri mér og óttan-
um, sem bjó í huga mér ,og
skelfingunum úti fyrir.
Uti við hliðið heyrðist glam-
ur óg gauragangur bardagans,
og auðheyrt var, að barizt var
í návígi.
Þetta voru endalokin á út-
rás Berzábals majórs og enda-
lok Granaditas.
Eg þurrkaði mér um augun,
en vatnið hélt áfram að
streyma úr þeim, og ég horfði
á eitthvað, sem helzt hefði get-
að verið orrusta, máluð af ein-
hverjum meistara frá endur-
reisnartímabilinu. Það var
uppgerðarlegt, líkt og á leik-
sviði, algerlega óeðlilegt. En
Spánverjar tóku ef til vill
dauða sínum á þennan hátt.
Uppgerðar læti og gauragang-
ur til þess síðasta. Þeir kalla
það La Gloria. Kannski gerir
það dauðann auðveldari fyrir
þá, að gera hann að sýningar-
atriði. Ég vona, að svo sé; ég
vona það við tign hins spænska
himins þeirra.
Þeir voru aðeins átta eftir,
og þeir hörfuðu inn í húsa-
garðinn, skref fyrir skref, og
börðust um hvern þumlung,
sem þeir yfirgáfu. Þeir höfðu
engan tíma til að hlaða byssur
sínar, eða þeir voru alveg bún-
ir með skotfæri sín. En með
sverðum sínum og byssustingj-
um veittu þeir andstæðingun-
um allt það tjón, sem þeir
máttu.
Felipe var enn á meðal
þeirra. Andreas Ruiz einnig.
Það furðulega hafði skeð, að
hann hafði yfirgefið flokk
hinna hugdeigu og var nú eínn
hinna fífldjörfustu. Berzábal
majór var fyrir hinum þunn-
skipaða hópi sínum og hafði
tvo unga liðsforingja hvorn til
sinnar handar. Annar bar fána
Spánar, rauðan og gulan, hinn
flagg herdeildarinnar. Enn
fremur var faðir Septién, og
hélt krossi sjnum á lofti móti
uppreisnarmönnunum — og
þetta, þennan prest og tilburði
hans var ég viss um að hafa
séð á málverki fyrr. Ef til vill
var það krossinn eða einhver
rótgróin feimni Indíánanna að
gangá inn í eins glæsilegan
húsagarð óg þennan, en eftir
hinn ótrúlega ofsa árásarinnar
virtist hópurinn, sem þyrptist
inn yfir þröskuldinn og hrakti
burtu menn okkar með sveifl-
ahdi hnífum og öxum, næstum.
Stillilegur. J
Ungi liðsforinginn, sem bar
merki herdeildarinnar féil
fyrstur og síðan sá, sem bar
fánann. Berzábal greip fánann
áður en hann var fótum troð-
inn. Hann hélt honum fast að
brjósti sér undir vinstri hand- |
legg og barðist með þeirri
hægri. Felipe og Ruiz hlupu
hvor til sinnar handar honum |
og skýldu honum, meðan hann'
hörfaði alveg heim að húsinu.
Þá sá ég, í fyrsta skipti þennan
dag, líkt og þoku hefði létt
upp,' andlit, sem ég þekkti í
þessum ógreinanlega fjölda
uppreisnarmannanna.
-- „Domingo!“ æpti ég. „Do-
mingo!“
_ Það varð allt svart fyrir mér
andartak, og ég man ekkert
nema það, að ég var komin
hálfa leið niður stigana, og það
kom í hug mér einhver óstjórn-:
leg og óljós hugmynd um það,
að Domingo myndi vernda Fe-
lipe, ef hægt væri að láta hann
þekkja húsbónda sinn. En Ðo-
mingo sá ekkert og þekkti ekk-
ert, og það hefði verið alveg
sama, þó að hann hefði gert
það. Það v-oru hundruð þús-
unda hans líkar, sem ruddust
áfram að baki hans, milljónir
Endíána, sem ég gat ekki skilið
óg gátu ekki skilið mig.
Eitt hinna sex spjóta, sem
stungið var í líkama hins hug-
prúða Berzábals, var spjót Do-
mingos. Felipe náði fánanum |
úr höndum hins falina for-
ingja, óhreint gljásilkið fauk
fyrir andlit''hans, og þannig
skaut hann síðasta skotinu án
þess að miða nokkuð.
Uppreisnarmennirnir þyrpt-
ust hægt og sígandi gegnum
brennandi hliðið inn í húsa-
garðinn. Ég var undir boga-
hvelfingunum, þegar ég sá, að
Felipe gekk í áttina til mín.
Hann gekk og brosti eins og
ölvaður maður.
„Mig svimar dálítið,“ sagði
hann. „Caralinda; þú ert hér?
Gott, gott,“ sagði hann. ,.Hvar
ertu? Eg get ekki séð þig.“
Hann staulaðist til mín. Eg
tók á móti honum, er hann féll
máttlaus áfram. Við stóðum á
bak við súlu. Uppreisnarmenn-
irnir vora ekki komnir svo
langt enn þá; þeir hoppuðu og
dönsuðu og hrópuðu siguróp í
kringum vatnsþróna í miðjum
húsagarðinum.
Það bar allt að í einu. Það
vax ekki hægt að hugsa mikið,
heidur treysta á eðlishvötina.
Eldhúsið. Dyrnar út að fljót-
ínu. Eg fór að reyna að toga í
Felipé, en hann var mjög þung-
ur.
„Það blæðir dálítið úr þér,“
sagði ég. „Undir eyranu á þér.
Það storknar.“
Eg hélt höfði hans í kjöltu
mínni og þrýsti hendi minni
yfir skurðinn, sem hnífurinn
haföi sært hann. Blóðið
streymdi út, ekki meira en það
hafði gert úr sárinu á enninu,
ekld nærri eins rautt. Hann
hreyfði varirnar. Hann var enn
brosandi.
„Eg heyri ekki hvað þú seg-
ir; ég — Felipe?“ sagði ég
hátt. Eg laut alveg niður að
andliti hans og ég held, að
hann hafi sagt enn einu sinni:
„Gott. Buena.“ Hann tók hönd
mína af sárinu •— hún var
klístrug af blóðinu — og
þrýsti fingrum mínum á augu
sín. Það voru hin ógleyman-
legu ástaratlot okkar. Ég fann
slagæðina í augnalokum hans,
hægari, veikari. Eg strauk yfir.
varir hans og þreifaði eftir
hjartaslögunum. Vertu hjá
mér, e'Isku hjartað mitt; vertu
hjá mér dálitla stund ennþá.
Hönd hans rann niður, en
mín var kyrr, þar til ég fann
ekkert hreyfast lengur undir
lófa mínum.
Þegar ég var barn á Klein
Werra, hafði ég fundið rauð-
brysting. Ilarn hafði svo fal-
MVNDASAOA ALÞÝDUBLAÐSINSs
ÖRN ELDING
ÖRN: Það sér líka á! Þið hafið ekki
einu sinni dregið lendingarhjólin
upp! Ég skil ekkert í hvernig þið
hafið komizt hjá því að drepa
ykkur!
GRÁSKEGGUR: Svona rækir þú
-■ A
erindi þín, þrjótur. Ræðst á inu! Komdu með sjóðinn!
manninn og stelur sjálfur gull- SVARTSKEGGUR: Miskunn!