Alþýðublaðið - 10.06.1949, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 10.06.1949, Blaðsíða 8
Gerizt áskrifendor að AlþýðublaSinu. Alþýðublaðið inn á hveri beimili. Hringið ! sírna 4900 eða 4906. Föstudagur lö. júní 1949 Börn og ongliogar* ALÞÝÐUBLABIÐ J Allir vilja kaupa Komið og seljið : | ALÞÝÐUBLABIÐ ' k r Evelyn Siefáns ■«^T I Konrad Nordalil Ejler Jensen forseti norska Alþýðusam- forseti danska Alþýðusam- bandsins. bandsins. Framb- af 1. síðu. danska alþýðusambandsins Yirtist mér vera skipuð úrvals- mönnum.“ „Viðtökurnar í Danmörkú Voru með ágætum. Danir eru ekemmtilegir félagar, þeir vinna af kappi og alvöru, en ekemmta sér líka vel og drengi iega.“ _ á Bð ÁRA AFMÆLI. Hvenæí’ fóruð þið svo til Noregs? „Við fórum með flugvél til Oslóar að kvöldi 21. maí, en morguninn eftir hófust hátíða- höld í tilefni af 50 ára afmæli norska alþýðusambandsins. Þá var hátíðleg móttökuathöfn í atþýðuhúsinu í Osló, tók stjórn norska alþýðusambandsins þar á móti kveðjum, er norska al- jiýðusambandinu bárust í til- efni af afmælinu, og þar voru gjafir til sambandsins af- iientar stjórninni. Alþýðusam- band íslands gaf því funda- hamar, skorinn út af Ríkarði Jónssyni. Er hamarshausinn úrl húrhvelistönn, en skaftið úr hreindýrshorni. A hamarinn er skráð meðal annars: „Ein- ing er afl“. Þá gáfu fagsam- böndin í Noregi 40 þús. krón- ur, er nota skal til þess að ekreyta saiarkynni nýs alþýðu- Iiúss í Osló, en það á að reisa Teipa verður fyrir TELPA varð fyrir bifreio og lærbrotnaði á Kársnesbraut í Fossvogi í fyrrakvöld. Bif- reiðin, sem var fólksbifreið, var á leið vestur veginn, en stúlkan kom á hjóli eftir götu, sem hallar nokkuð inn á veg- inn. Stúlkan var flutt í Landa- kotsspítala. bráðlega. Það vakti almenna glaðværð, þegar Tranmæl gamli, ritstjóri Arbeiderblaðs- ins, kom með margra fermetra stórt málverk, er var gjöí frá blaðamönnum við blöð jafnað- armanna í Noregi. Þegar Kon- rad Nordahl, forseti sambands- ins tók við gjöfinni, varð hon- um að orði: „Hvar í skrattan- um á að geyma þetta þangað til búið er að reisa nýja húsið, Tranmæl minn?“ “ „Eftir hádegið hófust há- tíðahöld í tilefni afmælisins í Klingenberg kino. Flutti Konrad Nordahl þar ræðu og gestir frá öllum fjórum Norður löndunum fluttu árnaðaróskir og kveðjur. Talaði Jón Sigurðs- son af hálfu íslendinga. Enn fremur flutti Einar Gerhard- sen forsætisráðherra ræðu. Þá var sýnd kvikmynd af 50 ára sögu og þróun verkalýðshreyf- ingarinnar í Noregi. Var hún mjög markvís og hafði djúp- tæk áhrif á áhorfendur“. Hvað er að segja af almenn- um þingstörfum? „Þau hófust 2.3. maí. Fulltrú- ar voru rúm 300 og þar af að- eins 16 kommúnistar, allir hin- ir voru alþýðuflokksmenn. Fyrir þinginu lágu 3 stórmál. Hið fyrsta var úrsögn norska alþýðusambandsins úr WFTU, sem var samþykkt svo að segja mótatkvæðalaust. Annað mál- ið var breyting á lögum sam- bandsins, og skal framvegis, samkvæmt hinum nýju laga- ákvæðum lögð megináherzla á að auka framleiðsluna, bæta vinnuskilyrðin og leggja kapp á að gera Noreg ,að landi al- þýðunnar. Þriðja stórmálið va? það, hvort stefna eigi ad því, eins og sakir stánda, að hækka kaup og stytta vinnutíma. Varð þingið algerlega sammála um, að gæta skuli ýtrustu var- færni við að hækka kaup og stytta vinnutíma, meðan við- reisnarstarfinu er enn ekki lokið og alþýðan er að taka framleiðslutækin í sínar hend- Hún nefoisí ,Á heimsenda köldum* og er þýdd af Jóni Eyþórssynf veðurfræðingi. „Á HEIMSENÐA KÖLDUM“ heitir bók eftir Evelyn Stef- ánsson, konu Vilbjáims Stefánssonar landkönnuðar, sem !:om- in er út í íslenzkri jjýðingu Jóns Eyþórssonar veðurfræðings, ; og er þetta önnur bók höfundarins, er gefin hefur verið út í ! íslenzkri þýðingu. Er bók þessi tengd íslandi, og höfundur hennar kemur hingáð til lands. í heimsókn í næsta mánuði ; ásamt manni sínum. ' ® Bókin er 190 blaðsíður að I stærð í stóru broti og skiptist í tólf kafla auk formála þýð- andans og höfundarirís. Nefn- ast kaflar bókarinnar í norður- vegi, Komir þú á Grænlands- grund, Diskey, Grímsey, I Lapplandi, Kiruna og Gálli- vara, Nyrstu byggðir Rúss- iands, Igarka, Nú víkur sög- unni til Alaska, Á Vonarhöfða, Landareign Kanada og Aklá- vík. Fjölmargar ágætár mynd- ir prýða bókina, og éru þær efni hennar mjög til skýring- ar. Bókin er gefin út af prent- smiðjunni 'Odda, sem jafn- fram hefur annazt prentun hennar, en Oddi gaf sömuleið- is út og prentaði fyrri bókina eftir Evelyn Stefánsson, Al- aska, einnig í þýðingu Jóns Eyþórssonar. Höfundurinn nefnir í for- mála sínum þá Halldór Her- mannsson, Steingrím Arason og Helga Briem meðal heim- ildarmanna sinna, en sér í lagi eiginmann sinn, Vilhjálm Stef- ánsson, hinn heimsfræga vest- ur-íslenzka landkönnuð og rit- höfund. Millirilakeppni STJÓRN Verkamannafélags- ins Dagsbrúnar hefur tilkynnt, að verkfall hefjist fimmtudag- inn 16. þessa mánaðar, ef samningar millV Dagsbrúnar pg Vinnuveitendafélags íslands hafa ekki tekizt fyrir þann tíma. Stjórn Dagsbrúnar og fram- kvæmdanefnd Vinnuveitenda- félags íslands hafa ákveðið að leggja málið í hendur sátta- semjara ríkisins. Sanaslys á Siglufirði ÞAÐ SLYS vildi til á Siglu- firði á þriðjudaginn, að maður að nafni Ásmundur Sigurðsson varð fyrir bifrei|j, er hann var á leið frá vinnu í mjölgeymslu síldarverksmiðja ríkisins, og beið bana. ur; hins vegar skuli reistar rammar skorður við því, að sá arður, sem fæst vegna bættra vinnuskilyrða og vinnuaðferða renni annað en til verkalýðs- ins, og á þann hátt á að bæta kjör alþýðunnar í Noregi“. „Umræður á þinginu voru skemmtilegar og fjörugar, full- trúar tóku tugum saman til máls og málflutningur þeirra var karlmannlegur og drengi- legur og öldungis laus við per- sónulegar ýfingar og úlfúð. Einna hæst bar forsetann Kon- rad Nordahl, en Einar Ger- hardsen forsætisráðherra hélt afburða snjalla ræðu, var auð- séð, að hann nýtur mjög mik- ils trausts hjá verkalýðnum, ende er hann verkamaður sjálfur. Bar hann fram alvöru- þrungna áskorun til verkalýðs- ins, að gera sitt ýtrasta við þingkosningarnar í haust“. „Á meðan þingið stóð yfir, var haldinn fjöldafundur á Youngstorgi. Þar talaði m. a. Gunnar Broten,' varaf orseti sambandsins og fulltrúarnir frá hinum Norðurlöndunum. Féll í minn hlut að tala þar“. Rausn Norðmanna var mik- il með afbrigðum, var fulltrú- um meðal annars boðið í skemmtiferð upp í Sundsvoll- en og eitt kvöldið bauð borg- j arstjórn þingheimi í þjóðleik-^ húsið. Þá naut ég þeirrar, ánægju að vera gestur norska sjómannasambandsins einn dag“. FUNDUR UM VINNUVERND Síðan fórst þú til Stokk- hólms. ,,Já, við Jón skildum í Osló. Ég fór til Stokkhólms og sat þar ásamt Kjartani Guðnasyni fund, er fjallaði um verk- smiðjueftirlit og verkamanna- vernd; sóttu þann fund full- trúar frá öllum Norðurlöndum og Hollandi og Belgíu. Að fund inum loknum var okkur boðið að skoða vinnuvernd og að- búnað verkamanna í nokkrum stærstu iðjuverum í Mið-Sví- þjóð, m. a. Boforsverksmiðj- urnar, verksmiðjur Stora kopp- arbergs Begslag, Sandvikens járnverk og timburmyllurnar í Gávle“ Hvað sástu þar markverð- ast? „Heilsuverndin hjá Bofors og íþróttahöllin í Gávle vakti cérstaklega athygli mína: get- ur verið að ég segi nánar frá þessu síðar“. „Við Jón hittumst aftur í Kaupmannahöfn og lögðum af stað heimleiðis með Gullfaxa að morgni hvítasunnudags. Var þá farið að skreyta borg- ina vegna hátíðahaldanna í tilefni af 100 ára afmæli grund vallarlaganna“, sagði Sæ- rnundur að lokum. MILLIRÍK J AKEPPNI í frjálsum íþróttum fór fram í London 6. júní og tóku bátt í henni íþróttamenn frá Bret- landi, Bandaríkjunum, Frakk-> Iandi, Hollandi, Belgíu og Nor- egi. Bandaríkin báru sigur úr býtum í keppninni og hlutu 63 stig, en Bretland varð annað s röðinni og hlaut 52 stig. Frakkinn Hansenne vannt 1609 metra hlaupið á 4:09,8 m'ín., Bandaríkjamaðurinn Ðwyer 100 yards hlaupið á 10,0 sek., Bandaríkjamaðurinn Ault 440 metra grindahlaupið á 53,7 sek., Bandaríkjamaður- inn Fok 880 yards hlaupið á 1:53,0 mín., Bretinn Douglas Wilson tveggja mílna hlaupið á 9:15,6 mín., Bretinn Arthurj Wint 440 yards hlaupið á 47,2 sek., Bandaríkjamaðurinn Dwyer 220 yards hlaupið á 21,9 sek., Bandaríkjamaðurinn Harrison Dillard 120 yarda grindahlaupið á 14,4 sek.„ Bandaríkjamaðurinn Douglaa langstökkið á 7,45 m., Banda- ríkin einnar mílu boðhlaupið á 3:25,4 mín. og Bandaríkjamað- urinn Phillips hástökkið á 1,98 m. Skúli Guðmundsson i stekkur 1,85 á i r g ■ r 8 I ■* 1 ‘ SKÚLI GUÐMUNDSSON stökk 1,85 í hástökki og varð sigurvegari í Höfn á þriðiu- dagskvöldið. Var þetta stiga- keppni íþróttafélaganna í Höfn, en blaðið „BT“ segir svo frá, að Skúli hafi stokkið 1,93 á æfingu, og megi því innan skamms vænta þess, að hann fari yfir 1,90 í keppni. Afrek Skúla á mótinu var eftir stig- um þriðja bezta afrek mótsins, en betri voru hlaup Rich. Greenfort, 5000 m. á 15:17,2 og 1500 m. á 4:03,2 mín. hjónaskilnaðarmá JOE LOUIS, fyrrverandi heimsmeistari í hncfaleik, hef- ur verið ákærður fyrir að bera ábyrgð á því, að 27 ára gömui prestsmaddama hljópst brott frá manni sínum. Presturinn, sem er 33 ára gamall og heitir Matthew Faulkner, krefst þess að fá skilnað Við konu sína og held- .ur því fram, að hún hafi hlaup- izt brott frá honum og tveim- ur börnum þeirra hjóna vegna þess að hún hafi verið í þing- um. við Joe Louis. Jafnframt heimtar prestur- inn, að hinn heimsírægi hnefa- leikakaþpi greiði honum skaða bætur, er nemi hálfri milljÓK dollara. í

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.