Alþýðublaðið - 16.06.1949, Blaðsíða 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Fimmtudagur 16. júní 1949.
Ctgefanöi: Alþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Fréítastjóri: Benedikt Gröndal
Þingfréttir: Helgi Sæmundsson,
Ritstjórnarsímar: 4901, 4902.
Auglýsinjggr: Emilía Möller.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Aðsetur: Alþýðuhúsið.
Aiþýðuprentsmiðjan JbUL
Yfirlýsingin, sem kom Reykvíkingum algerlega
á óvart. — Sækjum sérfræðinga. — Að steypa
Hverfisgötu og Laugaveg öðrum megin.
Laumuför Einnars 0
geírssonar tfl Prag
ÞJOÐVILJINN viðurkenndi
það í gær, að það væri rétt
hermt, sem sagt var hér í
blaðinu í fyrradag, að Einar
Olgeirsson hefði nýlega farið
til Prag tíl að sitja þar ráð-
Etefnu Kominformkommún-
ista. Þarf því ekki lengur vitn-
anna við um það. En um leið
og Þjóðviljinn viðurkennir
þetta reynir hann að afsaka
það með skírskotun til þess,
að Einar hafi einnig farið til
Prag fyrir fjórum árum, þá á
vegum ríkisstjórnarinnar, án
þess að nokkuð hafi þótt við
það að athuga. Þetta yfirklór
er þó ekki aðeins aumlegt,
heldur og hlægilegt; því að
ejálfsögðu er það sitt hvað,
hvort maður er sendur héðan
til Prag af stjórnarvöldunum í
opinberum erindum, viðskipta-
erindum, eins og Einar var þá,
eða hvort hann fer þangað á
iaun, fyrir flokk sinn, eins og
hann gerði nú, til þess að sitja
þar samkundu aíþjóða sam-
særisfélagsskapar, sem allir
vita að stendur í þjónustu
Rússlands og er fyrst og
fremst notaður heimsyfirráða-
stefnu þess til framdráttar.
Þetta veit Þjóðviljinn líka of-
urvel og því þagði hann vand-
lega um för Einars til Prag
að þessu sinni, þar til honum
var nauðugur einn kostur, að
játa hana.
Það er rétt að minnast þess
í sambandi við laumuför Ein-
ars Olgeirssonar á Komin-
formráðstefnuna í Prag, að
flokkur hans, sem ekki kallar
sig kommúnistaflokk, heldur
ýmist „sameiningarflokk al-
þýðu“ eða „sósíalistaflokk“ og
við hátíðlegustu tækifæri
jafnvel hvort tveggja, hefur
aldrei viljað viðurkenna það,
að hann hefði neitt samband
við Kominform, hvað þá að
hann tæki við nokkrum fyrir-
mælum frá Moskvu. Hafa for-
sprakkar flokksins gert sér
mikið far um að bera á móti
þessu, þegar það hefur verið
á þá borið, enda hin síðari ár
jafnan verið lagt allt kapp á
það, að blekkja fólk um hið
sanna eðli og tilgang flokks-
ins. Var breytingin á nafni
hans á sínum tíma vitanlega
eingöngu gerð með það fyrir
augum; og sama má segja um
alla þá þjóðrækni, sem for-
sprakkar þessa flokks hafa
hræsnað fyrr og síðar. IJvoru
tveggja hefur þessu verið
hampað framan í almenning;
en fyrir hitt hefur verið þrætt,
að flokkurinn hefur alla tíð
staðið í leynilegu sambandi
við Moskvu og nú síðustu ár-
in einnig við Kominform, tek-
íð við fyrirmælum þaðan og
verið fimmta herdeild Rúss-
lands hér á landi.
En nú hefur verið flett of-
an af þessu laumuspili. Það
tókst ekki að halda för Einars
GÖTURNAR í Reykjavík
hafa löngum verið umræðu-
efni meðal bæjarbúa. Þetta er
ekki óeðlilegt. Gatan er vett-
vangur þeirra, borgin hefur
vaxið ákaflega ört og flestar
götur eru of mjóar, en auk
þess hefur frá upphafi ríkt hið
megnasta sleifarlag um alla
gerð þeirra og útbúnað. Alla
tíð hefur meirihluti bæjar-
stjórnar talið það vera árás á
sig, ef fundið hefur verið að
gatnagerðinni og bent hefur
verið á það, að ekki væru hafð
ar hinar réttu aðferðir um gerð
þeirra og útbúnað. Alla tíð
hefur meirihluti bæjarstjórnar
talið það vera árás á sig, ef
fundið hefur verið að gatna-
gerðinni og bent hefur verið á
það, að ekki væru hafðar hin-
ar réttu aðferðir um gerð
þeirra. Því vekur það þægilega
undrun, þegar helztu postular
meirihlutans lúka upp sínum
munni, taka undir aðfinnsl-
urnar og Iýsa því jafnvel yfir,
að enginn viti í raun og veru
hvernig eigi að gera götur höf-
uðstaðarins úr garði.
ÞETTA gerðist á bæjar-
stjórnarfundi nýlega. Einn
virðulegasti og elzti fulltrúi
meirihlutans, maður, sem hefur
Gtjórnað bænum og verið for-
eeti bæjarstjórnar í áratugi,
reis upp fullur gremju og tók
undir ádeilurnar. Það var
hann, sem sagði þau eftir-
minnilegu orð, að það yrði að
viðurkenna að enginn vissi
hvernig gera ætti götur í borg-
inni.
ÞAÐ SKAL viðurkennt, að
þetta eitt er stórt spor., Það er
mjög þýðingarmikið atriði, þeg-
ar loksins er búið að koma því
inn í hausinn á þeim, sem
stjórna og eru orðnir rótgrónir
í stjórnsemi sinni, að aðferðir
þeirra og framkvæmdir hafi æ-
tíð verið út í bláinn. Þegar svo
er komið, er hægt að fara að
gera sér vonir um að snúið
verði við og eitthvað það gert
sem Ieiða muni til lausnar á
vandamálinu.
EN VERÐUR það nú svo! Mér
skilst, að komið hafi fram til-
laga í bæjarstjórn að skipa
einhverja nefnd í málið. Það
finnst mér hlægilegt. Hvað
eigum við að gera með nefnd?
Ungur verkfræðingur hefur nú
sagt lausnarorðið, sem verka-
menn og vinnukonur hafa í
áraraðir verið að tönglast á —
og með því gert sig að athlægi
í augum meirihlutans, að grá-
^rýtið væri óhæft til gatna-
gerðar, en sjálfsagt að reyna
blágrýtið.
EG HEFI ENGA trú á því,
að nefnd leysi þetta mál frekar.
Væri ekki reynandi að fá hing-
að erlenda menn, sem kunna að
gera götur, til að leggja verkið
fyrir verkfræðinga bæjarins,
því að ég hef fyrir löngu tapað
trúnni á það, að þeir sjáifir
geri það sem gera þarf. Verk-
fræðingurinn Knud Zimsen var
borgarstjóri í áratugi, verkfræð-
ingurinn Jón Þorláksson í mörg
ár, verkfræðingurinn Valgeir
Björnsson bæjarverkfræðingur
lengi og verkfræðingurinn Bolli
Thoroddsen sömuleiðis um
iangt skeið.
EN EKKERT SÁU þeir í
þessu efni — nema vitleysuna,
hlustuðu ekki á ómerkilega
verkakalla og lítilmótlegar
vinnukonur, sem þvöðruðu um
blágrýtið. Hvaða vonir getur
maður svo sett á þessa verk-
fræðinga okkar?
VIÐ SKULUM FÁ hingað
erlenda menn, sem kunna að
gera götur. Við skulum fá þá
til að segja okkur hvers vegna
malbikið bráðnar í 15 stiga hita
í Reykjavík, þegar það bráðnar
ekki í 40 stiga hita í Kaupm.-
höfn og París. Við skulum fá
þá til að kenna okkur að brúka
blágrýti og fá þá til að segja
okkur hvernig við eigum að fá
bindiefni í göturnar.
EN VIÐ ÞURFUM hins veg-
ar ekki að fá þá til að segja
okkur eitt mjög veigamikið at-
riði, því að það geta verka-
karlar og bílstjórar sagt okkur.
Nú er ^vo komið, að varla er
hægt að aka inn Hverfisgötuna
vinstra megin, og heldur ekki
niður Laugaveginn vinstra meg
ín. Ástæðan er sú, að á báðum
þessum götum er einstefnu-
akstur og ákaflega mikil um-
ferð.
HELMIN GINN af báðum
þessum aðalumferðagötum bæj-
arins á að steypa. Það á að
steypa Hverfisgötuna og Lauga-
veginn vinstra megin, en mal-
bika hægra megin, þar sem
bungi umferðarinnar er ekki.
Og ef þetta er gert, þá þurfum
við ekkert að hugsa um þessar
götur í næstu 15 ár, miðað við
þol Suðurlandsbrautar og
Strandgötu í Hafnarfirði.
EN GERA bæjaryfirvöldin
þetta? Eg efast mjög um það.
inosmo? ungra jainaoarmanna
að Hreðavatni um helgina
—------------#-----
Ungir jafoaðarinenn af öilu landinu
muiHi fiölmenna á mótið.
LANÐSMÓT Sambands ungra jafnaðarmanna verður að
þessu sinni haldið að Iíreðavatni á laugardag og sunnudag
næst komandi. Þátttaka í mótinu er þegar orðin mikil, sækja
það ungir jafnaðarmenn úr flestöllum FUJ-félögum á Iandinu,
enda er mikill starfsáhugi ríkjandi innan þeirra og mótsskráin
fjölbreytt og skemmtileg. Mótstjóri verður Helgi Sæmundsson,
varaforseti Sambands ungra jafnaðarmanna.
Landsmótið hefst kl. 3 síð-
degis á laugardaginn með því,
að Lúðrasveitin Svanur leikur,
en hún verður með í förinni
héðan úr Reykjavík. Því næst
setur Helgi Sæmundsson mót-
ið.
Að setningu mótsins lokinni
hefjast ávörp og ræður. Flytur
Vilhelm Ingimundarson forseti
SUJ fyrstur ræðu, en á eftir
honum talar Helgi Hannesson
forseti Alþýðusambands ís-
lands, en hann verður gestur
ungra jafnaðarmanna á mót-
inu. Þá flytja formenn allra
FUJ-félaganna ávörp.
Um kvöldið verður skemmt-
un. Syngja þá Áttmenningarn-
ir úr Hafnarfirði Jón Norðfjörð
leikari frá Akureyri les upp og
syngur gamanvísur, en að lok-
um verður dansað til klukkan
2 um nóttina.
Á sunnudaginn fyrir hádegi
verða ýmis konar íþróttir til
skemmtunar, handknattleik-
ur og knattspyrnuleikur milli
Sunnlendinga og Norðlendinga
og flokkur úr Ármanni sýnir
bændaglímu.
Eftir hádegið á sunnudaginn
verður fundur um stjórnmála-
viðhorfið, flytur Finnur Jóns-
ron alþingismaður framsögu-
1 ræðu, en hann verður boðs-
í gestur ungra jafnaðarmanna á
mótinu. Dansleikur verður
frá kl. 4—7 þann dag og þá
fara fram mótslit.
Þeir, sem taka þátt í mótinu,
verða að hafa með sér svefn-
poka, en gistingu geta þeir
fengið, sem ekki hafa tjöld.
Skrifstofa félagsins verður
opin á þjóðhátíðardaginn frá
3—5 síðdegis, vegna þeirra,
sem ef til vill eiga eftir að til-
kynna þátttöku.
1350 érsféiagar og S3
ævifélagar í Skóg-
ræktarfélagi Rvíkur
AÐALFUNDUR Skógrækt-
arfélags Reykjavíkur var
haldinn í Reykjavík miðviku-
daginn 8. júní. Félagatala er
svipuð og fyrir ári eða um
1350 ársfélagar og 83 ævifélag-
ar.
Starfsemi félagsins í Foss-
vogsstöðinni er míkil og vax-
andi. Munu nú vera trjáplönt-
ur í uppeldi í stöðinni svo
skiptir hundruðum þúsunda.
Er og í ráði að byggja þar
vinnu- og geymsluskála.
Allverulegur hluti Heið-
merkur hefur verið girtur. Lét
bæjarstjórn Reykjavíkur
framkvæma það verk, en
starfsmenn skógræktarfélags-
ins unnu það undir stjórn
Einars Sæmundssonar.
Hugmynd stjórnar skóg-
ræktarfélagsins varðandi Heið-
mörk er sú, að félög og starfs-
mannahópar og aðrir, sem þéss
Það er miklu erfiðara að rífa
upp steinsteypíar götur tvisv-
ar á ári, heldur en malbikað- 1 óaka, fái úthlutað þar spildum
ar götur. Og við slik vinnu- til skógræktar og umráða.
brögð losnum við aldrei. Það Gefir stjórnin ráð fyrir, að
getið þið reitt ykkur á! plöntur verði látnar ókeypis í
Hannes á hornimi. té þessum aðilum.
Olgeirssonar á Kominformráð-
Gtefnuna í Prag leyndri, þó að
lævíslega væri að farið og í
veðri látið vaka, að hann væri
aðeins að fara sem fulltrúi al-
þingis á hundrað ára afmælis-
hátíð dönsku grundvallarlag-
anna. Og nú vita menn það
loksins hér á landi, hvernig
þeir Einar og félagar hans
hafa logið að þjóðinni ár eftir
ár.
Og hvaða menn eru það svo,
sem Einar Olgeirsson þurfti
endilega að hitta fyrir flokk
Binn suður í Prag? Fyrst skal
að sjálfsögðu frægan telja:
Georgi Malenkov, rifara rúss-
neska kommúnistaflokksins
og fulltrúa Jósefs Stalins í
Kominform. Vitað er, að hann
var á ráðstefnunni í Prag, og
þarf þá ekki frekar að því að
spyrja, hvaðan „línan“ hefur
verið lögð. En auk hans er rétt
að nefna, þótt ekki væri nema
þrjá, sem voru þar og okkur
eru ekki alveg ókunnugir af
fréttum; það eru þeir Maurice
Thorez, forsprakki franskra
kommúnista, Palmiro Togli-
atti, foringi ítalskra, og Harry
Pollitt, forustumaður brezkra
kommúnista. Eins og menn
muna, var töluvert um þessa
þrjá menn talað í fréttum í
vetur. Þá lýstu þeir því nefni-
lega yfir, hver fyrir hönd síns
flokks, að þeir myndu, hve-
nær sem til ófriðar kynni að
koma, fagna rauða hernum, ef
hann réðist inn í lönd þeirra,
og veita honum alla þá aðstoð,
sem unnt væri!
Það var að fótskör þessara
höfðingja sem Einar Olgeirs-
son settist suður í Prag; og frá
beim hefur hann það andlega
vegarnesti, sem hann er nú
kominn með heim til Islands.
Má því máske vænta þess, að
hann eigi nú ekki alveg eins
erfitt með að svara því, hvað
íslenzkir kommúnistar ætli að
gera, ef rauði herinn réðist ein-
hvern tíma á Island, eins og
hann átti í vetur, þegar Al-
þýðublaðið lagði þá spurningu
fyrir hann hvað eftir annað án
þess að fá svar!