Alþýðublaðið - 16.06.1949, Side 7

Alþýðublaðið - 16.06.1949, Side 7
Fimmtudagur 16. júní 1949. ALÞYÐUBLAÐIÐ í GffiR var til moldar borinn Þorvaldur Ólafsson frá Dýra- firði. Hann andaðisí eftir stutta e>ji stranga legu á heimili sínu í Keflavík á hvítasunnudag síðastiiðinn. Þorvaldur var húinn að liggja að mestu leyti tvo mán- uði. Sjúkdóm sinn bar hann með þeirri prýði og stillingu, sem einkenndi hann alla lífs- tíð, æðru- og orðalaust, þótt hann vissi sjálfur vel, hvert stefndi með hiíin ólæknandi sjúkdóm. Þorvaldur var fæddur að Sveinseyri í Dýrafirði 12. jújaí 1883 og var því hart nær 66 á'ra, er hann Iézt. Foreldrar hans, Ólafur Jónsson og Krist- ín Jónsdóttir, bjuggu á Sveins- eyri, og þar ólst hann upp hjá þeim alkunnu dugnaðar- og sæmdarhjónúm, og þar fastnaði hann sér konu sína og byrj- aði búskap. : Árið 1911 giftist hann eftir- lifandi konu sinni, Andreu Guðnadóttur frá Haukadal í Dýrafirði, dugmikilli og at- orkusamri konu, kominni af framtaksfólki, eins og hann sjálfur. Bæði voru þau hión kömin a£ hinni alkunnu og stóru Auðkúluætt. Þau hjón byrjuðu búskap sinn á Sveins- eyri og bjuggu þar í þrettán ár, og á þeim tíma eignuðust þau fimm börn. Þar byrjaði strax að reyna á dug og harðfengi þeirra hjóna, því oft var erfitt að komast áfram á þeim tímum með stóran barnahóp. Stundaði Þorvaldur þá sjómennsku jafnt búskapnum, og sá þá kona hans úm búið meftan hann var fjarvistum oft tímum samari á þilskipum. Árið 1924 flvtjast þau hjón til Þingeyrar í Dýrafirði, og bjuggu þar í sextán ár og þai- eignuðust þau tvö börn í Við- bót; alls áttu þau sjö borö, 2 stúlkur og 5 drengi, öll' hin mannvænlegustu og myndar- börn, reglusöm og atorkusöm’ svo sem þau höfðu alla tíð fyr- ír sér séð og upp við alizt. Á Þingeyri stundaði Þor- valdur sjómennsku og alla konar vinnu, sem til féll, enda þurfti stór barnahópur mikið — þótt vel væri stjórnað; ; svo herjuðu líka veikindi á heilsu þeirra hjóna beggja, en alít komst vel og klakklaust af, onda sleppti hvorki hann né iiún neinu tækifæri til stárfa-, þegar það bauðst. Reglusemi, prúðmennsika, velvirkni og gott skap, ein- kenndi Þorvald alla tíð svo af bar öði'um mönnum; og aldrei fyrr né síðar tók hann svo verk til vinnu, að ekki bæri frágangur þess vott um hirðu og þriínað, hvort sem var til sjós eða lands. Árið 1939 flytjast þau svo til Keílavíkur. Synir og dætur vorú þá mörg farin til suður- landsins á -undan þeim, dæt- urnar giftar í Reykjavík, syn- irnir við sjómennskustörf í Keflavík og áðra vinnu. Það mun hafa dregið þau burt frá átthögunum, að börnin voru farin að tínast burt, en þau viijaö líta eftir hópnum sínum og annazt hann svo lengi, sem hægt væri, og fylgjast með at- höfnum barna sinna, því kær- leikur til þeirra var mikill, enda heímilislif afburða gott og kærleiksríkt. , Þess vegna er nú svo sárt saknað af börnum, maka og vinum, er frá er fallinn hinn trausti og ráðholli faðir, fyrir- myndar heimilisfaðir og ást- ríkur eiginmaður. Samt léttir það sorg, að vita hann ánægð- an með hlutskipti sitt, og vita að á móti honum hefur verið tekið sem barni, sem beðið var eftir í friðsælu föðurhúsi, eins og hann bjó börnum sínum. Eg kveð þig, kæri vinur, og sakna þín eins og svo margir, sem kynntust þér. Þegar sól og sumar kom hér, fluttist þú til enn meiri sólar, til sólarstrand- arinnar, sem þú þekktir og vissir um. Þú sem vildir öllum sól og kærleika, fórst í sól og kærleika. Þannig' er gott að fara. Far þú í íriði, friður guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Vinur. Lesið Alþýðublaðið I Sf 11 fermir í Antwerpen og Rotter- dani 15.—20. júní. M.s. „Lagarfoss" fermir í Leith og Hull 20.—25. júní. FSr fermir í Antwerpen og Rotter- dam 20.—25. júní. .1 * VI 11 fermir í Kaupmannahöfn og Gautaborg 4.—8. júlí. H.f. Eimskipafélag Islands. Félagslíf Ferðafélag íslands ráð'gerir að efna til tveggja skemmtiferða um næstu helgi. önnur ferðin er göngu- og skíðaferð á Tindafjaliajökul (1462 m.) Ekið austur að Múla- koti á laugardaginn og gist þar í tjöldum, en gengið á jökul- inn snemma á sunnudaginn. Komið heim á sunnudagskvöld. Hin ferðin er til Vestmanna- Það er margt að sjá í Eeyjum. Hin feröin er til Vestm.eyja. 1948 fjallar um Eyjarnar og er gott að hafa hana með sér. All- ar upplýsingar. og farmiðar jeldir á skrifstofu Kr. Ó. Skag- fjörðs, Túngötu 5 til hádegis á laugardag. Flygla, píanó og harmonik- ur útvega ég frá stærstu og frægustu hljóðfæraverk- smiðjum í Tékkóslóvakíu: PETROF og FÖRSTER. Einkaumboð. Björn Krisijánsson Reynimel 33. Sími 80210. 3 S S Frh. af 5. síðu. hægt er að efla siðbætandi menningar- og félagslíf, styrki hana til að auka starfsemi sjó- mannaheimilisins á Siglufirði. sem hefur verið svo fjölda- mörgurn innlendum sem er- lendum sjómönnum heilla- drjúgt athvarf, fjarri heimili, vandamönnum og vinum. Veiti henni sitt lið til, að í Vest- mannaeyjum verði sjómönn- um vomm sem fyrst búið ann- að slíkt athvarf, og loks leggi enn einu sinni fram sinn skerf til ræktunarstarfsins, sem fyr- ir 10 árum var hafið að Jaðri, í þeim tilgangi m. a. að gera Jaðar að eftirsóttum dvalar- og' hressingarstað Reykvík- inga, ungra sem gamalla. E. B. Lesið Albýöublaðið 1 ngra jainaoar vatni 18. og 19. júní Laugardagurinn 18. júní kl. 3-5 Sunnudagurlnn 19. júní kl. 10 f. h, Lúðrasveitin Svanur leikur. Setning mótsins; Helgi Sæmundsson varðlörséti S#.J. Ræða: Vilhelm Ingimundarson, forseti S.U.J. Ræða: Helgi Hannesson, forseti A.S.Í. rs- V? Ávörp: Formenn F.U.J.-félagana. Lúðrasveitin Svanur leikur. Handknattleikur: Sunnlendingar og norðlendingar. Fótknattíeikur: Sunnlendingar og norðlendingar. Pokahlaup: ? ? ? Bændaglíma: Flokkur úr Ármanni. K1.2-4e.h. Kl. 20,30 - 2 effir miðnæti Söngur: Áttmenningarnir úr Hafnarfirði syngja. Upplestur: Jóp Norðf jörð leikari frá Akureyri. Gamanvísur: Jón Nórðfjörð leikari. Dans til kl. 2 eftir miðnætti. Fundur: Rætt um stjórnmálaviðhorfið. Framsögumaður Finnur Jónssón alþingismaður. Kl.4-7e.b. Dans. — Mótsslit, Heitur og kaldur mafur á staðnul. Gisting fyrir þá, sem ekki hafa tjöld. Ferðir úr Reykjavík kl. 9 f. h. á laugardag og kl. 2 e. h. I_yrir þá, sem ekki komast að morgninum. Ferðir.úr Hafnarfirði kl. 9 f. h. Upplýsingar í símum 5020, 6724 ög 9362. Þátttaka tilkynnist í sömu síma fyrir kl. 7 í kvöld. ÖLVUN BÖNNUÐ Á MÓTSTAÐ Fjölmenniðja landsmót S.U.J. að Hreðavatni! ■ ■ * ■ *

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.