Alþýðublaðið - 06.07.1949, Blaðsíða 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Miðvikudagur 6. júlí 1849.
Útgefandi: Alþýðuilokkuriim.
Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Fréttastjóri: Benedikt Gröndal.
Þingfréttir: Helgi Sæmundsson.
Ritstjórnarsímar: 4901, 4902.
Auglýsingar: Emilía Möller.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Aðsetur: Alþýðuhúsið.
Alþýðuprentsmiðjan hX
ÞAÐ er ekki nýtt, að and-
stæðíngar Alþýðuflokksins
reyni að eigna sér og þakka sér
stéfnumál hans og baráttumál,
þegar þau eru, þrátt fyrir and-
stöðu þeirra, komin til fram-
kvæmda og hafa sýnt heilla-
rík áhrif sín á kjör alþýðunn-
ar í landinu svo að ekki verður
lengur á móti mælt. En sjaldan
hefur þetta verið reynt af ann-
arri eins áfergju og í ritstjórn-
argrein, sem Morgunblaðið
birti í gær í tilefni af tíu ára
afmæli byggingarfélags verka-
manna í Reykjavík.
„Lögin um verkamannabú-
staði voru upprunalega sett ár-
ið 1929. Fyrsta bæjarféiagið,
sem þau voru framkvæmd í,
er Reykjavík.......... Bæjar-
stjórn Reykjavíkur hefur jafn-
an haft fyllsta skilning á
starfsemi byggingarsjóðsins
og byggingarfélags verka-
manna og gert sitt til þess að
efla starfsemi þess....Sjálf-
stæðisflokkurinn mun halda á-
fram baráttu sinni fyrir auknu
og bættu húsnæði. Hann heíur
s. 1. 10 ár átt drýgstan þáttinn
í framkvæmd laganna um
verkamannabústaði í höfuð-
borg landsins."
Þetta eru nokkrar setningar
til sýnis úr ritstjqrnargrein
Morgunblaðsins í gær. Já,
miklir menn erum við, Hrólfur
minn!
En hann var ekki alveg eins
mikill, áhuginn, sem Sjálf-
stæðisflokkurinn sýndi, þegar
Alþýðuflokkurinn var að berj-
ast fyrir framgangi laganna1
um verkamannabústaði á al-
þingi fyrir tuttugu árum.
„Frumvarp þetta er ekki að-
eins gagnslaust, heldú'r hreint
og beint skaðlegt og aðeins
flutt til að sýnast,11 sagði Ólaf-
ur Thors, formaður Sjálfstæð-
isflokksins, í ræðu, sem hann
flutti þá. Og „það er hægt að
þenja sig og grenja um dimmu,
köldu, röku kjallaraholurnar,“
bætti hann við; „en bað er ann-
ars um þetta tilfinningavæl
jafnaðarmanna eins og sníkj-
urnar, að þeir eru sjaldnast
fyrstir að grípa beiningastaf-
inn, sem þörfin sverfur brýn-
ast að.“ Og enn sagði Ólafur
Thors: „Ég og hæstvirtur þing-
maður Reykvíkinga (það var
Magnús Jónsson) höfum sýnt
fram á, að hætta er á að frum-
varp þetta, ef að lögum verð-
ur, geri það að verkum, að
húsaleiga í bænum hækki
vegna þess, að það mun draga
úr framkvæmdum einstakling-
anna.“ Magnús Jónsson sagði:
„Það er rétt, að það er mest
um vert, að hægt sé að byggja
ódýrt. En ég held, að bezta
ráðið að því marki sé, að gera
engar ráðstafanir.“ Og Jón Ól-
afsson sagði: „Það liggur við,
að ég sjái eftir þeim tíma, sem
fer í að ræða þetta mál.“
Þannig var nú skilningur
Viíleysan með smjörið má ekki halda áfram. —
Ekkert að marka flokkun á innlendri matvöru.
— Bifreiðarstjóri skrifar un~ Krýsuvíkurveginn.
SMJÖRVITLEYSAN undan-
farið hefur verið umræðuefni
hiísmæSranna í bænum. Þegar
líða tók á skömmtunartímabilið
var ekki hægt að fá nema
skemmt smjör fyrir kr. 32.00.
Hins vegar, ef húsmæður áttu
miða gátu þær fengið ágætt
smjör fyrir kr. 5.00 kílóið.
Þeíta er svo mikil hringavit-
Ieysa að engu tali tekur og
ckki nema eðlilegt að húsmæð-
ur skilji þetta ekki og það geri
þeim gramt í geði.
ÉG MINNIST á þetta að marg
gefnu tilefni. Ég veit ekki
hvort nokkur líkindi eru til að
þetta endurtaki sig á því
skömmtunartímabili, sem nú er
hafið, en ef svo er, þá held ég
að skömmtunaryfirvöldin þurfi
að aíhuga sinn gang betur en
hingað til.' Fyrir nokkru komu
tvær kunningjakonur inn í búð
og keyptu smjör. Önnur átti
miða og keypti eitt kíló af
fyrsta flokks smjöri fyrir 5 krón
ur, en- hin átti engan miða og
keypti því slæmt smjör fyrir
32 krónur kílóið.
MÉR ER SAGT, að í raun og
veru sé ekkert orðið að marka
flokkun á innlendri matvöru.
Fyrir skömmu keypti firma hér
í bænum útsæðiskartöflur, sem
vitanlega höfðu verið flokkað-
ar og áttu að vera 1. flokks, en
þegar til átti að taka var megin
hlutinn af kartöflunum þriðja
flokks vara og ekkert viðlit að
selja þær til útsæðis.
STUNDUM HAFA verka-
menn verið sakaðir um vinnu-
svik, og það er ekki hægt að
neita því, að fyrst eftir styr-
jöldina var illa unnið víða, en
það er nú farið að breytast, en
ekki eru vinnusvikin minni hjá
þeim, sem selja sviknar vörur.
Og í raun og veru á að koma
fram ábyrgð á hendur þeim
mönnum, sem þannig haga sér.
BIFREIÐ AST JÓRI SKRIF-
AR: „Fáar vegagerðir á land-
inu hafa verið jafn umdeildar og
austurleiðin um Krýsuvík, sem
ætlast var til að tryggði vetrar-
flutninga ef Hellisheiðar- og
Þingvallaleiðirnar yrðu ófærar
af snjóþyngslum.
MINNIST ÉG þess í því sam-
banai, að af þvílíkri heift hef-
ur verið um mál þetta barist af
formælendum og andmælend-
um, að það hefur náð því að
verða, ekki einu sinni heldur
oft, aðaldeilumálið á þing-
málafundum og í útvarpsum-
ræðum, ég tala nú ekki um
blöðjn,
ATHYGLISVERÐAST ER, að
þessar deilur stóðu á meðan ver-
ið var að koma þessum veg
austur um, nú á síðast liðnum
vetri, þegar vegurinn var fær,
og tekin í umferð, þá að vísu
blossaði snöggvast upp, deilan
um gildi vegarins, en hún þagn
aði fljótléga, því staðreyndin er
sú, sem öllum er kunn, að Krýsu
víkurvegurinn bjargaði höfuð-
staðarbúum í meira en þrjá
má'nuði frá algerum mjólkur-
skorti og bændum austan
fjalls, frá vandræðum og stór
tjóni, en allan þennan tíma var
bæði Þingvallaleiðin og Hellis-
heiðarleiðin ófærar vegna
snjóa, og þétta gerðist þrátt fyr-
ir það þótt Krýsuvíkurleiðin
væri ekki fullgerð og eftir væri
að setja afaníburð í stóra kafla
af veginum og vantaði auðsjá-
anlega breikkanir fyrir bifreið-
ar til að mætast.
EN ÞAÐ HEFUR vakið furðu
mína og fleiri, hvernig á því
stendur að þeir, sem vegamál-
um stjórna, hafa eigi enn haf-
ist handa með að láta fram-
kvæma á vegi þessum nauðsýn-
legar lagfæringar, sem að fram-
an hefur verið talið, og aðrar
þær, sem reynslan hefur sýnt að
þyrftu með.
ÍÍÚ ER SVO KOMIÐ, að
nærri ófært er víða á veginum
vegna ónógs ofaníburðar. Mér
finnst því að miklir örðugleikar
og tjón geti stafað af, ef svo
heldur áfram, sem nú horfir. Ég
skora því á þá, sem vegmálun-
um stjórna, að láta nú þegar
byrja á lagfæringu svo Krýsu-
víkurleiðin verði komin í not-
hæft ástand fyrir næsta haust.“
Sjálfstæðisflokksins og barátta
fyrir lögunum um verkamanna
bústaði fyrir 20 árum.
i'fl
En hvað þá um framkvæmd
þeirra síðan?
„Fyrsta bæjarfélagið, sem
þau voru framkvæmd í, er
Reykjavík,“ segir Morgunblað-
ið í ritstjórnargrein sinni í gær.
Þetta er rétt; en að vísu er það
líka það eina, sem satteríþeim
setningum blaðsins, er vitnað
var í hér að framan. Forusta
Reykjavíkur um framkvæmd1
laganna um verkamannabú-
staði var nefnilega ekki for-
usta Sjálfstæðisflokksins,
heldur Alþýðuflokksins; og á
þetta jafnt við um starfsemi
byggingarfélags alþýðu, sem á
sínum tíma reisti verkamanna-
bústaðina í vesturbænum, og
byggingarfélags verkamanna,
sem er nú að byggja verka-
mannabústaðina í austurbæn-
um. Og alveg hið sama er að
segja um framkvæmd laganna
utan Reykjavíkur. Hér um bil
alls staðar þar, sem verka-
mannabústaðir hafa risið upp,
— í Hafnarfirði, á ísafirði, Ak-
ureyri, Siglufirði, Akranesi,
Sauðárkróki, Ólafsfirði og í
Keflavík — hefur Alþýðu-
flokkurinn haft forgöngu um
stofnun byggingarfélaganna
og framkvæmdir þeirra. Þetta
er sannleikurinn um baráttuna
fyrir verkamannabústöðunum.
Við því skal síður en svo
amazt, •— þvert á móti skal
því fagnað, er andstæðingar
Alþýðuflokksins sjá að sér og
ganga til stuðnings, þótt seint
sé, við hin góðu mál hans. En
þegar slík blekkingaskrif þeirra
birtast, um sögu þessara
mála sem ritstjórnargrein
Morgunblaðsins í gær, þá út-
heimtir öll virðing fyrir sann-
leikanum og sögulegum stað-
reyndum, að þeim sé ekki látið
ósvarað.
Flugferð verður til Færeyja næstkomandi
föstudag.
Væntanlegir farþegar hafi samband við
skrifstofu vora, Lækjargötu 4-
Fhigfélag tslands.
eru grafnir ódýrast af okkur.
Sími 7450.
SCvenféli ig leskirfsjia
efnir til skemmtiferðar 8. júní n-k. kl. 1 e.h. Nánari upplýsingar hjá Ingibjörgu Eiríks- dóttur, sírna 5698, Iielgu Gísladóttur, síma
5672 og Ingibjörgu Hjartardóttur, síma
2321. — Tilkynnið þátttöku sem fyrst.
/ Feröanefndin.
brauí og Birkim|S.
Opin frá kl. 9—12,30 og
2,30—6. - Daglega blóm
og grænmeti. Höfum
ennþá fjölærar og einær-
arplöntur, eihnig keis-
arakrónu og jarðarberja-
plöntur. — Kynnið yður
verðið.
Sigurður Guðmundsson,
garðy rki umaður.
Sími 5284.
Bleyjubuxur,
Sokkabuxur
Smábarnabolir
H. Toft,
Skólavörðustíg 5.
Ath. Vegna sumarleyfa
verður búðin lokuð frá
11.—25. júlí.
Ferðafélag íslands
ráðgerir að fara
gönguferð á Heklu
um næstu helgi. Á
laugardaginn kl. 2 ekið aust-
ur Rangárvelli að Næfurholti
og gist þar í tjöldum. Á
sunnudagsmorgun ekið upp
að Suðurbjalla, en gengið það
an á Heklu tinda. Margír
munu hafa hug á .að sjá
hvernig þar er umhorfs eftir
hamfarir síðustu eldsum-
brota. Komið heim á sunnu-
dagskvöld. Áskriftarlisti ligg-
ur frammi og sé þátttakendur
búnir að taka farmiða fyrir
kll. 6 á föstudaginn í skrif-
stofunni í Túngötu 5.
Ferðafélag Islands
biður þátttakendur í Norður
og Austurlandsferðinni er
hefst á laugardaginn að taka
farmiða fyrir kl. 5 á föstu-
dag. Nokkur sæti laus.
Ferðafélag femplara
ráðgerir að efna til flugferð-
ar til Hornafjarðar með
viðkomu að Kirkjubæjar-
klaustri og Fagurhólsmýri
n. k. laugardag kl. 3 e. h.
í Hornafirði verður gist, en
á sunnudagsmmorgun verð-
ur ekið austur í Almanna-
skarð og Lón. í bakaleið að
Hoffelli og víðar. Flogið til
Reykjavíkur um kvöldið. Á-
ætluð Þórsmerkurferð fell-
ur niður vegna vatnavaxta,
en í þess stað verður farið að
Hreðavatni í Borgarfirði kl. 2
á laugardag og- gist þar. Á
sunnudag að Laxfossum,
Reykholti, Húsafelli og víð-
ar. Komið heim á sunnudags
kvöld. Þátttaka tilkynnist í
BÓKABÚÐ ÆSKIJNNAR,
sími 4235, fyrir kl. 6 á föstu-
dag.