Alþýðublaðið - 30.07.1949, Side 4

Alþýðublaðið - 30.07.1949, Side 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Laugardag'Uí 30.. júlí 1949 Útgefandi: Alþýðuflokkuriim. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Beneðikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Albýðuprentsmiðjan hX Vonarljós Þjóð- viljans. BLÖÐ KOMMÚNISTA um allan heim linna ekki látum í hatri sínu og heift í garð brezku jafnaðarmannástjórnar- innar. Þjóðviljinn hér berg- málar dag eftir dag níð þeirra og rog um brezku verkalýðs- hreyfinguna og ríkisstjórn hennar. Það eru Rússar, sem gefa fyrirskipanirnar, en fyrir atbeina Kominform koma úti- bú Moskvu áróðri þeirra á framfæri hvert í sínu landi. Kominform hefur markað þá stefnu kommúnista, að jafnað- armenn séu höfuðóvinurinn. Þess vegna er það vissulega skiljanlegt, að þeir leggi allt kapp á að berjast gegn jafnað- armannastjórninni á Bretlandi, því að ekkert er hinum alþjóð- lega kommúnisma meiri þyrn- ir í augum er. það meginvirki jafnaðarstefnunnar, sem Bret- land varð við kosningarnar þar í landi eftir styrjaldarlokin. Kommúnistar hafa reynt, að torvelda jafnaðarmannastjórn- inni á Bretlandi framkvæmd sósíalismans eins og geta þeirra hefur hrokkið til. Þeir hafa efi'.t til pólitískra verkfalla þar í landi. hvenær sem þeir hafa séð sér Ieik á borði. með það fyrir augum að lama atvinnu- líf og efnahag þjóðarinnar. Síðasta tilraun þeirra þessa efnis var hafnarverkfallið í London á dögunum, en til þess var stofnað af forsprökkum Kominform, og hið endur- reista alþjóðasambana komm- únista styrkti frumkvöðla verkfallsins fjárhagslega, og að sjálfsögðu luku blöð kommún- ista um allan heim á bað lofs- orði. Leikur enginn vafi á því. að kommúnistar eiga sér þá ósk æðsta, að valdatími brezku j af naðarmannast j órnarinnar verði á enda í lok yfirstand- andi kjörtímabils, þó að þá tæki að sjálfsögðu við stjórn íhaldsmanna. Þá væru komm- únistar leystir frá þeirri raun, að gervallur heimurinn gerði þeim mjög svo óþægilegan samanburð á Bretlandi jafnað- arstefnunnar og Rússlandi kommúnismans. * Þjóðviljinn hefur iðulega verið að fræða lesendur sína á því, að brezka jafnaðarmanna- stjórnin stæði höllum fæti. Skriffinnar íslenzka kommún- istablaðsins hafa algerlega lok- að augunum fyrir því, að brezk- ir jafnaðarmenn hafa unnið svo marga glæsilega sigra við aukakosningar á kjörtímabil- inu, að það er einsdæmi í brezkri stjórnmálasögu. Þá varðar ekkert um slíkar stað- reyndir. Þeir vilja brezku jafn- aðarmannastjórnina feiga, og það er þeim nóg! Þo er ems og Þjóðviljinn ef- ist um það öðru hvoru, að stjórnmálaviðhorfin á Bret- landi séu í samræmi við þrár og óskir kommúnista. Þá setjast skriffinnar hans við og leiða hugann að öllum hugsanlegum möguleikum á falli brezku j af naðar mannast j órnar innar. Frétt á forsíðu blaðsins í gær er árangurinn af þeirri leit. Segir þar, að ef Bandaríkin fvipti Breta Marshallaðstoðinni sé hægt að tryggja, að Alþýðu- flokkurinn tapi næstu þing- kosningum á Bretlandi. Þetta vonarljós Þjóðviljans hefur kviknað við skrif aftur- haldsblaðanna í Ameríku. ,,Daily News“ í New York vill, að Bandaríkjaþing neiti Bret- um um Marshallaðstoð, meðan brezkar atvinnugreinar eru þjóðnýttar, og „Wall Street Journal“ tekur undir þá kröfu, sem sett hefur verið fram á Bandaríkjaþingi, að lönd, sem þjóðnýta undirstöðuatvinnu- greinar, séu svipt Marshallað- stoð. Það hlakkar í skriffinn- um Þjóðviljans, þegar þeir iesa þennan fagnaðarboðskap afturhaldsblaðanna í Banda- ríkjunum, og þeir hugsa með sér: Ef Wall Street lætur þetta af sér leiða, þá tapar Alþýðu- flokkurinn næstu þingkosning- um á Bretlandi. En hér er um átakanlega blekkingu að ræða, því að þetta vonar’jós kommúnismans og afiurhaldsins slokknaði við hinn glæsilega kosningasigur Trumans forseta og demókrata í Bandaríkjunum. Valdhafar Bandaríkjanna fara hvorki í þessu né öðru að kröfu „Daily News“ í New York og „Wall Street Journal“. Þeir hafa hvað eftir annað vísað á bug þessari kröfu afturhaldsaflanna 1 Bandaríkjunum, og þeir eru staðráðnir í að gera það enn, eins og glöggt má ráða af yfir- lýsingum Trumans og Ache- sons. En Þjóðviljinn þegir um þetta af því að hann skortir drengskap og sanngirni til játa, að Truman og Acheson séu forustumenn hinna frjáls* lyndu afla í Bandaríkjunum. ❖ Hins vegar tyggur Þjóðvilj- inn upp lygar Kominform og Rússa um valdhafa Bandaríkj- anna og bætir því allaiafna við, að þar í landi vofi yfir hrun og öngþveiti. Svo mæla börn som vilja. En vel á minnzt: Er ekki afkoma Bandaríkjanna bað sæmileg, að Tító horfi i þá átt í ýon um fjárhagsaðstoð. síðan honum var útskúfað af Kominform og Júgóslavía einangruð af Rússum og lepp- ríkjum þeirra, sem brutu á henni gerða samninga um verzlun og viðskipti? Sú tilgáta hefur komið fram erlendis, að leynifundur Kom- inform í Prag, sem Einar Ol- geirsson sat á dögunum, muni hafa ákveðið, að kommúnistar skyldu enn herða áróðurinn í garð Bretlands og Bandaríkj- anna, forustuþjóða lýðræðisins, frelsisins og mannréttindanna. Svo mik'ð er víst, að sjaldan eða aldrei eftir ófriðarlokin munu kommúnistar hafa ham- azt meira í fjandskapnum við þessi ríki en einmitt nú. Þjóð- viljinn er í því efni síður en svo eftirbátur kommúnista- blaða nágrannalandanna. Ein- ar Olgeirsson hefur því auð- sýnilega ekki farið erindis- lejí-su til Prag. Ummæli Vilhjálms Síefánssonar. — Er bók- menntasmekk íslenzku þjóðarinnar að hraka? Ruslið í gluggum bókaverzlananna. Veðrið í gær Klukkan 15 í gær var suð- austlæg átt á Suðvesturlandi, en norðan og norðaustanátt norðan og austan lands. Hiti var 11—16 stig, mestur í Möðrudal, en lægstur á Dalatanga. í Reykja- vík var 12 stiga hiti. Messur á morgun Hallgrímskirkja: Messað á morgun kl. 11 f. h. Séra Sigur- jón Árnason. VILHJÁLMUR STEFÁNS- j SON landkönnuður, sem nú er ; á förum héðan, hefur látið orð falla um það, að í bókmenntun- um standi íslendingar framar öllum öðrum þjóðum. Þetta mun rétt vera. Að minnsta kosti mun engin þjóð lesa eins j tnikið og hvergi mun vera gefið út eins mikið af bókum og tíma- ritum miðað við rnannfjölda, enda höfum við á undanförnum 10 árum gefið út allt að einni bók á dag að meðaltali. EN VERT ER að veita því at- hygli, að ekki er allt sagt með því, hve mikið er gefið út og hve mikið er lesið. Þjóð er ekki metin á bókmenntamælikvarða eftir því, hve mikið af rusli er hjá útgáfufyrirtækjum hennar, heldur ekki eftir því, hve mikið af rusli þjóðin hefur handa á milli og les. Þá fyrst er hægt að meta afstöðu hennar til bók- mennta, þegar menn vita hvaða bækur eru gefnar út og hvaða bækur þjóðin vill helzt lesa. Á SÍÐUSTU TVEIMUR árum hefur bókmenntasmekk ís- lenzku þjóðarinnar hrakað. Að minnsta kosti hefur útgáfa á alls konar . rusli færzt rnjög í aukana. Ástæðan fyrir því er vitanlega sú, að útgefendur finna, að ruslið selst bezt. Að vísu hafa nær allir útgefendur, sem ég þekki, unun af því að gefa út góðar bækur og gagn- legar, en þeir verða oft að grípa S s$ Minister i den idandske regjering” \ ÞJÓÐVILJINN heldur bví fram, að forustumenn ís- lenzka Alþýðuflokksins þykist í hópi erlendra sam- herja vera meiri menn en þeir séu. Þessi heimskulegi þvættingur er erv.iurtekinn x hverri sorpgreininni af annarri, og vakir bersýni- Iega fyrir skriffinnum kom- múnistablaðsins að tyggja upp lygina nógu oft, ef verða mætti til þess, að ein- hverjir líitlsigldir lesendur Þjóðviljans og fylgismcnn Moskvutrúarinnar hér leggi trúnað á bull þetta að lok- um. I.engra verður naum- ast gengið í þjónkuninni við lygina og fyrirlitningunni á lesendum blaðsins og fyigj- endum flokksins. MARGUR HELDUR MIG SIG má segja um kommúnista í þessu sambandi. Sannleik- urinn er sem sé sá, að eini íslenzki stjórnmálamaður- inn, er staðinn hefur verið að því erlendis að þykjast hafa á hendi trúnaðarstarf og forustuhlutverk, sem honum hefur aldrei verið falið, er Einar Olgeirsson. Þegar hann talaði á úti- fundi kommúnista í Osló um árið, sællar minningar, titlaði sem sé aðalblað kommúnista í Noregi hann sem „minister i den is- landske regjering“ í auglýs- ingu sinni um fundinni HEIMILDARMAÐUR „Frihet- en“ uiru ráðherradóm Einars Olgeirssonar hefur vafa- laust verið Einar Olgeirssor. sjálfur, og svo mikið er víst, að fréttin af þessari „upp- hefð“ Einars var aldrei bor- in til baka í blaðinu. Einar Olgeirsson talaði á útifund- inum í Osló sem „minister i den islandske regjering“. Hann hefur sjálfsagt hald- ið, að blað norskra komm- unista væri svo sjaldséð hér á landi, að íslendingar myndu ekki hafa spurnir af því, hvernig það hefði titl- að hann og þess vegna væri honum óhætt að skarta með þessari stolnu skrautfjöður í höfuðborg Noregs. En þetta fór á annan veg, því að umrætt eintak af ,Fri- heten“ barst hingað til Reykjavíkur, og Alþýðu- blaðið gerði heyrinkunna söguna um a.þingismann- inn, sem þóttist vera ráð- herra, þegar hann var kom- inn til útlanda. Einar Ol- geirsson hefur verið álika þóguU um þetta og P 't/t - förina x sumar. En þögn r. sama og sambvkki. Eimv L hefur að sjálfsögðu séð, að vænlegast að þegja þarna liljóði. tilgang’Iaust væri að be'S á moti þessu og því taiið EN FRÓÐLEGT VÆRI að vita, hvað einar Olgeírsson titlar sig, þegar hann til dæmis situr leynifund með flokksbræðrum sínum í Tékkóslóvakíu og veit. að aldrei muni geta spurz.t til íslands, * hvað hann segi. Maður, sem þykist úti í Noregi vera ráðherra heima á xslandi og lætur titla sig sem slíkan í blaði flokks- bræðra sinna, er áreiðan- lega ekkert smámenni í frá- sögn sjálfs sín, þegar hann situr leynifund Kominform fynr austan járntjaldið. MEÐ HLIÐSJÓN AF ÞESbU er það síður en svo undrun arefni, þó að Þjóðviljinn haldi, að forustumenn Al- þýðuiiokksins á íslandi ber- ist mikiö á í h'.-pi eriendra samherja sinna og staðhæfi sli’.t í mcrgum og lö.igu’n ritsmvðum Hann ætlar auð- vitað öð’ um það, að þcir faili i ssru freistni og rarr hefur á orðið um Einai Ol- geiiss' n Það er kan jski mannlcgt. En ósköp er hæu við, < ð liltð mark verði tck- ið á þessrm þvæítingú til ruslsins til þess að græða á, svo að þeir fái upp í kostnað við útgáfu á góðu.m bókmenntum. ÞETTÁ ER ÍSKYGGILEGT 'ímanna ták.n. Nú eru búðar- gluggarnir fullir af „Eineygða (.ljöflinum“, „Falda fjársjóðn- um“, „Morðinu í bakhúsinu“, „Nöktu holdi“ og „Svívirtu rakleysi“, eða hvað þessar smá- bækur allar heita, og svo bæt- ast við slefumakaðar ástarsög- u.r með „happy end“, stálmubl- um, silkikjólum og súkkulaði- andlitum, en erfitt reynist að láta útgáfur eins og bækurnar um drenginn Frans, Grær.n varstu dalur, sem á raunar eft- ír að Jást reynsla af, og aðrar ágætar þýddar bókmenntir, ná út til fjöldans. Hér er þó um að ræða bókmenntir, sem nauð- Synlegar eru hverju manns- barni, — og betri skemmtilest- ur get ég heldur ekki hugsað inér. ALLT STEFNIR AÐ ÞVÍ að þurfa ekki að hugsa. Þetta er gamalkunnug forynja erlendis, on hér hefur hún sýnt smettið íyrst nú nýlega. Ég' get ekki fvarað því, hvað veldur þessu •íér á íslandi, nema ef vera skyldi vaxandi hraði, aukin niðursuða á andlegri vizku, hórarí í skáldskap og listum og alvöru- og samvizkuleysi þeiri’a, sem selja og kynna list- ir og bókmenntir. MÉR DETTUR EKKI í HUG að neita því, að það er óralangt frá því að við íslendingar séum sokknir eins djúpt og margar aðrar þjóðir í þessu efni. Það er til dæmis gott og gleðilegt dæmi, hve vel íslendingasög- urnar seljast, að maður kemur varla inn á heimili þar sem ckki er meira eða minna af góðum bókmenntum, en ég nota þetta tækifæri í dag til þess að ræða um þetta vegna þess, að nú eykst sorinn í gluggum bóka- verzlananna um allan helming. Mér virðist til dæmis sem eitt útgáfufélagið sé hætt að gefa lit nokkuð rnnað en rusl. Hannes á horninu. Tveir bátar fengu síld í Faxaflóa í fyrrinóft. LÍTIÐ HEFUR orðið úr síld veiðinni í Faxaflóa það sem af er. Síðasta sólai’hring fengu herpinótabátarnir enga síld, en þeir hafa verið 7 á veiði- svæðinu. Aftur á móti eru þrír reknetabátar að veiðum og fengu tveir þeirra afla í fyrri- nótt, annar 70 tunnur en hinn 60 tunnur, en einn rekneta- báturinn fékk engali afla, Þrátt fyrir þessa litlu síld- veiði, telja sjómenn, að tölu- verð.síld sé í Faxaflóa, en hún er mjög djúpt, og því erfitt að fást við hana.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.