Alþýðublaðið - 18.09.1949, Page 6
6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Sunnudagur 18. sept. 1949
á víxli þess, sem varð
NAOMI JACOB
r
GAMLAR SYNDIR
Leifur
Leirs:
CANTATA TIL FOKTÍÐAK-
INNAK.
(Cantata d'Antikvaria)
;; Prolog:
ií (Rec:)
|: Dagurinn í dag
| og dagurinn í gær
|j Hugboð, sem enn
hefur ekki ræzt að
fullu og söguleg
staðreynd
sem að nokkrum dögum
liðnum
verður aðeins
lítill söguþáttur . . .
Kór:
Víxillinn, sem féll
á miðnætti
og fæst aldrei að eilífu
innheimtur
því að ábekingarnir
urðu gjaldþrota
kl. 24 Grenv. m. t.
Solo:
(Baryton)
Hið liðna, lagsmaður!
Vínið, varirnar, nóttin!
í silfurglóð mánans
glóðu safírar og smaragðar
á smáragrundunum við ána!
Og minkurinn, sem af
menntuðum sérfræöingum
er talinn syndlaus og meln-
laus
varð gripinn einhverrl glettni
þegar hann gægðist inn
í hvítmélaðan hæ nsnakof-
ann. . .
Kór:
(Kvenraddir)
Hið Xiðna er liðið!
Brotnar flöskur!
Fölvar varir!
Solo:
(Tenór)
Og minkurinn leit
eina léttlynda hænu
sem liúkti á priki
og svaf með öðru auganu
Kór:
(Karlaraddir)
Sú hæna er nú orðin
söguleg staðreynd
Sofið í ró
sögulegu staðreyndir . ..
Kór:
(Kvenraddir)
Soíið í ró, ábekingar
og verður
þótt annað verði ekki
Sofið í ró!
Solo:
(Baryton)
í silfuglóð mánans
glóðu safírar augnanna
undir svörtum brúnum
og frumeldur lífsins
brann á bogadregnum vörum.
Solo:
(Kvenraddir)
Gangið hægt og hljótt
vegurinn liggur
frá því, sem var;
um það, sem er;
til þess sem verður! .
Gangið hægt og hljótt
svo fætur yðar særist ekki
á flöskubrotum hins liðr.a
og þið hnjótið ekki úm
stundargletni, sem
nú er orðin að grjót-
hörðum staðreyndum!
Solo:
(Bassi)
Helvitis minkurinn'-
drap hænuna mína . . .
Kór:
(Universal)
Víxillinn er fallinn!
Ábekingarnir gjaidþrota!
Flaskan brotin!
Kossinn gleymdur
undir violettum varalít!
Minkurinn sleikir útum!
Og hænan steinaefur á báð-
xun!
Epilog:
(Kec:)
Dagurinn i dag
og dagurinn í gær.
í>að kvöldaði í gær
og það kvöldar í dag.
jisgœ
Og minkurinn læðist
á logandi smarögðum
um smáragrundina við ána
laeðist læðist
heim að hænsnahúsinu . . .
Kór:
(Universal. Finale).
Sofðu í ró!
sérfræðingarnir telja
að minkurinn sé meinlaus!
Sofðu í ró!
Sofðuiró!
Leifur Leirs.
(Stórfrægt styrkjaskáld).
Lesið Alþýðublaðið I
fertugsaldri. Hann trúði Kitty
fyrir því, að hann gæti ekki
gengið í herinn vegna þrálátra
veikinda.
Samson ók henni heim í lít-
illi bifreið, sem hann notaði,
þegar hann ók til og frá verk-
smiðjunni. Hann taláði mjög
lítið, en þegar hann skildi við
hana hjá Marsh Hall, hélt hann
Iengur í hönd hennar en nauð-
synlegt var og talaði um það,
hve hún hefði glatt sig með því
að koma. Síðan bætti hann við:
„Við ættum að skreppa eitt-
hvað ’í bílnum einhvern dag-
inn — á sunnudaginn — ef til
vill. Hvað segið þér um það?
Það er ekki gott fyrir yður að
kúldast á verkstæðinu alla
daga frá morgni til kvölds.“
Um veturinn fór hún af og
til í ökuferðir með honum. Þau
horfðu á brimlöðrið í nánd við
Robin Hoods fjörð og Runs-
wick.
Hann reyndi aldrei að slá á
viðkvæma strengi, en þó að
allur heimurinn hefði mátt
hlusta á samtal þeirra, þá vissi
Kitty að samband þeirra var
hættulegt. Hún var farin að
hugsa of mikið um hann, og
það var augljóst, að hann var
aldrei ánægðari en roeð henni.
Það var öðru nær, en að hún
væri „ástfangin“ af. honum.
Oliver var sá eini, sera hjarta
hennar þráði. Samt sem áður
var eitthvað við Samson Leigh,
sem æsti hana.
Vikum saman hafði hún af-
aakað sig, þegar hann bauð
henni í ökuferðir, en svo þá
hún það allt í einu. Henni féll
svo vel að aka svona mílu eftir
mílu án þess að tala, — aðeins
vita af honum við hlið sína.
n.
Eftir nýár fékk hún góðar
fréttir. Oliver bjóst við að fá
frí, og hann kom heim í marz.
Hún gladdist innilega, þegar
hún sá hann, og hann virtist
vera hinn ánægðasti. Hún
spurði Leigh, hvort hún gæti
fengið nokkurra daga frí.
„Maðurinn minn er að koma
heim í orlof. Hann kemur fyrst
hingað, en svo ætlar hann að
heimsækja frændfólk sitt. Efíir
það höfum við hugsað okkur að
vera nokkra daga saman í borg-
inni.“
Hún sá, að svipur hans
harðnaði.
„Honum er þá ekki sama,“ i
hugsaði hún. „Aumingja sam-
son, — ég verð að hætta að sjá
hann.“
r,,Auðvitað, frú Hallam,“
ságði hann. „Látið þér bara
Carter vita, hvenær þér viljið
fara og hvenær þér komið aft-
uf“.
Þennan morgun varð hann
ekki eftir til þess að tala við
hana og reykja vindlinginn
sinn — heldur kvaddi hana í
skyndi og fór.
Oliver var alveg himinlif-
andi yfir því að vera kominn
heim, og hann var hrifnari af
dóttursyninum en orð fá lýst.
Hann hló, — gerði að gamni
sínu og sagði, að stríðið væri
svo að segja búið og bráðlega
myndu þau öll fara að vinna
að því að „treysta friðinn”.
“ ,,Já, okkur mistókst það
heldur betur eftir fyrra stríð,“
sagði Hugh Bland.
„Það verður öðru vísi núna,“
sagði Oliver. „Það er ekki víst,
að við verðum neitt mjúkhent-
ir sigurvegarar, en við verðurn
áreiðanlega vitrari en seinast,“
„É efast um það. Ég efa.st
mjög mikið um það,“ sagði
Hugh Bland.
„Ég efast ekki um það,“
sagði Oliver drýgindalega.
„Jæja; þú ert þátttakandi.
þú yeizt þetta betur en ég.“
Oliver rak upp hlátur, og
Kitty fannst hann vera svo
uógiegur.
„Þú naétt treysta því, að við
TOm enn þá minna en þú.“
Hann sagði henni um ýmis-
Iegt vyarðandi stríðið. Nú var
farið að ganga svo vel í Norður-
J\fríku og bandamenn áttu að-
-eipg.eftir að „reka smiðshögg-
ið“ á allt saman.
‘ ' „En ítalía’“ sagði hún.
,,Hvað- er að segja um Ítalíu?
Mig hefur alltaf langað þangað.
Eigum við að fara þangað, eftir
stríð?“
Hann starði á hana, eins og
hann væri alveg forviða. Henni
fannst bjarminn í augum hans
slokkna og svipurinn harðna.
.jijítalía", endurtók hann.
,,Ég veit ekki. Ég var þar í
fyrra stríði eins og þú mannst.
Hann talaði mjög hægt.
„Ég var norður frá uppi í
fjöIlUnum við Adiege og“ —
-hann-talaði hægar og hægar —
vjí Vicenza11. Hann endurtók
það: „í Vicenza“.
„Elskan mín“, hrópaði hun
ósjálfrátt. ,,Nú man ég það.
Það var þar, sem þú misstir
bezta vin þdnn. Það var maður-
inn, sem gaf þér gamla hring-
inn. Mér þykir fyrir þvi, ao ég
skyldi minnast á Italíu. Vertu
ekki svona raunmæddur, elsku
Nollie minn“.
„Nei, nei“. Rödd hans var
aftur orðin eðlileg.
„Ég hafði ekki hugsað um
það — hann — svo lengi.
Hefurðu þann hring einhvers
staðar? Það gæti verið“, — og
nú hló hann — „gæfumerki
fyrir mig að hafa hann“.
Hann minntist ekki á hríng-
inn aftur, en eftir að þau höfðu
komið við í Croxton, þar sem
þeim hafði verið fagnað ákaf-
lega, ekki einungis af Jabez
gamla og konu hans, heldur og
frú Carter, tók Kitty hringinn
með sér. Daginn, sem Oliver
fór lét Kitty hann fá hann.
Hann stóð og sneri honum á
fingra sér — síðan hleypti
hann brúnum.
„Ég held að það sé bezt, að
ég fari ekki með hann. Ég hef
ekkert leyfi til að ganga með
signethring annars manns. Og
hann, sem var svo mikill mað-
ur — gre-ifi. Nei ég ætla að
skilja hann eftir hjá þér“.
„Jú mig langar svo til, að
þú hafir hann. Gerðu það“,
sagði hún biðjandi rödd. „Jæja
þá — ég hlýði alltaf‘.
Kitty fór norður á bóginn.
Hún hafði verið ákaflega ham
ingjusöm með Oliver. Ekkert
hafði skyggst á gleði þeirra.
Hann hafði verið svo töfrandi,
góður og ástúðlegur.
í ágúst sagði Samson henni,
að Bretar hefðu sett lið á land
í Catania.
„Ég veit ekki almennilega
hvar það er . . “ sagði hún.
„Það er á Sikiley. Þetta er
ákaflega þýðingarmikið“.
„Érum við þá ekki á leið til
Ítalíu?“
„Áreiðanlega". Ilann kveikti
sér í vindlingi og bauð henni.
Hún neitaði, eins og venjulega.
„Það er langt síðan við höf-
um farið í ökuferð", sagði
hann.
„Getið þér komið á sunnu-
daginn? Ég þarf að kreppa til
York og hitta þar mann. Ég
verð ekki hjá honum nema ör-
stuttan tíma“.
, MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSINS: ÖRN ELDING
r~
ÖRN: Það er heppni að ég hef snöruna með mér enn þá; hver ve;t nema mér takizt að hafa not af henni. Gæti ég náð í línuna, sem hliðgrindin er undin upp
með, er ekki vonlaust að við sleppum, \