Alþýðublaðið - 19.10.1949, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.10.1949, Blaðsíða 4
4 Útgefandi: AlþýSuflokknrinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Beneðikt Grönðal. Hngfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusimi: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan hX Framsóknarsmettið bak við Rannveigu ÞAÐ er meira en hlægilegt, þegar Tíminn er þessa daga að belgja sig út af möguleikum Framsóknarflokksins til þess að fá þingmann kosinn í Reykjavík við kosningarnar á sunnudaginn, sem hann hefur aldrei getað hingað til. Eða hvað ætti til að koma einmitt við þessar kosningar, að Reyk- víkingar, reykvísk alþýða, færi að kjóss Framsóknarmann á þing? Það nægir ekki, að hafa Rannveigu Þorsteinsdóttur í fyrsta sæti Framsóknarlistans hér í Reykjavík, þó að Tíminn virðist halda það; því að jafn- vell þótt hún væri til þess fall- in að laða einhverja að þeim j lista, þá fælir Framsóknar- markið á honum íbúa höfuð- staðarins nægilega frá þeim lista til þess að gera hann með öllu vonlausan í Reykjavík. Eða, hvað er það, sem Fram- sóknarflokkurinn hefur alþýðu Reykjavíkur og bæjanna yfir- leitt upp á að bjóða við þessar kosningar? Verkalýður og launastéttir höfuðstaðarins minnast um þessar mundir margs, sem Framsóknarflokkurinn hefur að þeim rétt í seinni tíð. Þær minnast gerðardómslaganna, þrælalaganna, frá 1942, sem Hermann Jónasson barði í gegn á alþingi í bandalagi við Ólaf Thors, til þess að halda niðri öllu kaupgjaldi í landinu eftir að búið var að hækka verð landbúnaðarafurða upp úr öllu valdi; þær minnast baráttu Framsóknarflokksins gegn setningu launalaganna 1945, sem fyrst færðu opinberum starfsmönnum nokkra hlutdeild í bættum kjörum þjóðarinnar; þær minnast baráttu Fram- sóknarflokksins gegn setningu laganna um almannatrygging- ar 1946 og svikanna, sem hann gerði sig þar með sekan um við gamla afstöðu sína gagnvart al- þýðutryggingunum; og þær minnast, síðast en ekki sízt, fjandskapar Framsóknarflokks- ins í garð opinberra starfs- manna á alþingi í vor, er þing- menn hans greiddu allir, með tölu, atkvæði gegn uppbótinni á starfsmannalaunin, þótt sann- að væri, að þeir ættu til hennar fullkomna réttlætiskröfu með tilliti til hækkunar á launum annarra stétta. Og þó bítur Framsóknar- flokkurinn nú, við þessar kosn- ingar, höfuðið af skömminni með því að heimta stórkostlega almenna gengislækkun íslenzku krónunnar og lögbindingu alls kaupgjalds í landinu um leið, sem myndi þýða stórhækkað verð á öllum aðfluttum nauð- synjum án þess að nokkur 'MLWÉfURLAörÐ wpwiíl QMiðvikúdagtir T9o okt: T949. m blekkjast af framboði Rann- Klukkan í Sjómannaskólanum — Malbikunar- vélin í Lækjargötu — Enn um afgreiðslu hjá— flugfélögunum. HIÐ MIKLA SIGURVERK, kauphækkun kæmi á móti, og þar með svipta verkalýð og launastéttir Reykjavíkur og bæjanna yfirleitt þeim kjara- bótum, sem þær hafa fengið undanfarin ár, að ógleymdum sparifjáreigendum um allt land, sem sæju verulegan hluta af eign sinni verða að engu á einum degi! En ekki nóg með þetta: Og- an á allt annað er Framsóknar- flokkurinn með kröfur uppi um það, að hinu lýðræðislega kosningafyrirkomulagi bjóðar- innar sé umturnað í afturhalds- átt, hlutfallskosningar afnumd- ar; en það myndi þýða, að flokkur alþýðunnar, Alþýðu- flokkurinn, yrði gerður svo til áhrifalaus á alþingi og í ríkis- stjórn og að verkalýðurinn og launastéttirnar væru raun- verulega sviptar pólitísku jafn- rétti við aðrar stéttir í landinu! Þannig lítur stefnuskrá Framsóknarflokksins út við þessar kosningar. Þess eru eng- in dæmi, að svo freklega hafi verið reitt til höggs gegn kjör- um og réttindum alþýðunnar hér á landi við nokkrar fyrri kosningar. Og svo kemur Fram- sóknarflokkurinn fram fvrir alþýðu Reykjavíkur og býður henni allra náðarsamlegast að kyssa á vöndinn og kjósa síg! Og þetta heldur Tíminn, að al- þýða höfuðstaðarins geri, af því, að Rannveig Þorsteinsdótt- ir hefur látið vélast til þess að vera tálbeita fyrir reykvískar konur í fyrsta sæti Frámsókn- arlistans! ALMENNINGUR er að vonum mjög óánægður yfir því, hversu mikill skortur hefur verið hér á ýmsum nauð- synjavörum, einkum vefnað- arvörum. Menn hafa ekki getað fengið keyptan fatnað út á skömmtunarmiða sína, og kvarta sárlega undan þessu, eins og eðlilegt er. Nú fyrir kosningarnar leitast ýmsir við að gera sér póli- tískan mat úr þessu. Til dæmis hyggst Tíminn nota sér þessa óánægju almenn- ings Framsóknarflokknum í Reykjavík til framdráttar. Segir hann Emil Jónsson bera ábyrgð á vöruskortinum, af því að hann sé viðskiptamála- ráðherra. En mennirnir við Tímann vita þó miklu betur, þótt þeir skrifi svona. Þeir vita, að það er ekki Emil Jóns son, sem ákveður, hversu mik- ið er flutt inn af vefnaðar- vöru. Þeir vita, að sú ákvörð- un er tekin af fjárhagsráði. Þeir vita líka, að í fjárhags- ráði eiga tveir framsóknar- menn sæti. Og þeir vita meira að segja, að þessir tveir fram- sóknarmenn í fjárhagsráði hafa á undanförnum tveim árum ekki mátt heyra það nefnt, að vefnaðarvöruinn- flutningurinn væri aukinn nokkurn skapaðan hlut. Þeir hafa jafnvel lagt fram tillög- ur um, að vefnaðarvöruinn- flutningurinn yrði enn minni en hann hefur þó orðið. Þrátt veigar Þorsteinsdóttur. Þeir sja Framsóknarsmettið á bak við hana. Og það hefur sjaldan ó- frýnilegra verið en einmitt við þessar kosningar. Fleiri falla en Kafrín ÞAÐ er alveg þýðingarlaust fyrir Þjóðviljann að hrópa: Katrín skal á þing. Því að hverjum heilvita manni er ljóst, að því herópi fylgir engin trú. Sjálfur taldi sjálfur höfuð- paur fimmtu herdeildarinnar, Brynjólfur Bjarnason, ekki ó- hætt að vera neðar en í þriðja sæti kommúnistalistans í Reykjavík, ef hann ætti að skríða inn annaðhvort sem þingmaður fyrir höfuðstaðinn eða sem uppbótarþingmaður. En með því að láta Katrínu víkja fyrir honum niður í fimmta sæti listans afsöluðu kommúnistar sér allri von um að hún yrði áfram á þingi, þótt þeir þræti fyrir það. En ekki nóg með það: Reyk- víkingar munu sjá til þess. að Sigfús Annes, sem er í fjórða sæti listans, fari ekki heldur á þing. Þeir vilja ekki hafa Brynjólf, höfuðsmann fimmtu herdeildarinnar hér á landi, fyrir þingmann höfuðstaðarins. Þeir munu því tryggja fall hans í Reykjavík með því að kjósa lista Alþýðuflokksins, sem ekki vantaði 1946 nema 90 atkvæði til að fella þriðja manri kommúnistalistans! Þá skríður Brynjólíur að vísu inn sem uppbótarþingmaður, en Sigfús Annes er þurrkaður út af al- þingi! fyrir þetta hafa mennirnir við Tímann geð í sér til þess að reyna að koma því inn hjá fólki, að Emil Jónsson og Al- þýðuflokkurinn beri ábyrgð á vefnaðarvöruskortinum. SKAMMIR ÞÆR, sem Tíminn birtir út af vefnaðarvöru- skortinum um Emil Jónsson og Alþýðuflokkinn, lenda því allar á framsóknarmönnun- um í fjárhagsráði, þeim Jóni ívarssyni, sem stjórnaði fund- inum í Stjörnubíói um dag- inn, og Sigtryggi Klemenz- syni, sem stjórnar kosninga- skrifstofu Framsóknarflokks- ins. Ekki er gott að vita, hvað Tímanum gengur til að vera svo að segja daglega að skamma þá Jón og Sigtrygg fyrir andstöðuna við véfnað- arvöruinnflutninginn. En ekki getur það orðið Rannveigu til framdráttar. ÞAÐ MUN HELDUR EKKI verða Framsóknarflokknum til framdráttar í kosningabar- áttunni að haga málflutningi sínum eins og hann gerir að því er snertir vöruskortinn. Til þess eru óheilindin of aug- ljós. Almenningur veit nú, að það eru framsóknarmenn, sem ábyrgð bera á því hversu lítið hefur verið flutt til landsins af vefnaðarvöru. Þeim mun meiri sem sú óánægja verður, sem Tímanum tekst að vekja út af vöruskortinum, þeim mun meiri verðúr óánægjan klukkan í turni Sjómannaskól- ans, er alltaf í ólagi. Ég man ekki betur en klukkan hafi ver- iff gefin skólanum, og finnst mér heldur aumt aff henni skuli ekki vera meiri sómi sýnclur en raun er á. Klukkan er alltaf vit-1 laus, svo aff óþarfi er að lýsa hana upp meðan svo er, en þaff var heldur ekki gert meffan hún var rétt og verffur þó að telja aff hægara sé að hafa Ijósaút- búnaff hennar í Iagi en aff gera viff hana ef hún liefur biíaff. Fólk er fariff aff tala um þetta. Það vill hafa þessa sjófnanna- ! klukku í lagi og forstöffumönn- um skólans ber aff sjá um aff svo sé. ÞAÐ VAR GAMAN að sjá hina miklu malbikunarvél að starfi í fyrradag í Lækjargötu. Á einum degi var önnur braut- iri malbikuð og tók þar hvert r.tarfið við af öðru. Að sjálf- sögðu höfum við verið aftur úr með véltækni í gatnagerð, en ef til vill fleygir nú fram á þessu sviði fyrst stór og mikilvirk vél e rtekin í notkun. Að líkindum eru nú til erlendis enn hand- hægari vélar til þessara starfa yfir framkomu Framsóknar- flokksins, þeim mun færri kjósendur munu kjósa hann á kjördegi. Þegar um það er að gera, að kjósa milli Fram- sóknar og aukins vefnaðar- vöruinnflutnings, þá kjósa konur vefnaðarvöruinnflutn- inginn og þann flokk, sem nú berst fyrir aukningu hans, Al- þýðuflokkinn, en ekki Fram- sókn, enda þótt Rannveig sé á lista hennar! Frétlakvikmynd Sig. Nordahl sýnd á ný FRÉTTAKVIKMYND Sig- urðar Nordahl, Minnisverður atburðir verður á ný sýnd í nokkur skipti í Austurbæjar- bíói, og verður fyrsta sýningin þar kl. 7 í dag. Eins og kunnugt er er einn þátturinn úr myndinni af árás kommúnista á alþingishúsið 30. marz í vetur, og sýnir greini- lega skrílslæti þeirr og ofbeld- istilraunir. Einnig eru í myndinni þætt- ir /rá för fimleikaflokks Ár- manns til Finnlands og frá komu Finnska fímleikaflokks- ins hingað í sufnar, en þessi kafli myndarinnar hefur að und anförnu verið sýndur í skólum í Finnlandi. og er vonandi, að við fáum eitt- hvað af þeim. ANNARS ER EKKI aðalat- riðið að fá vélar til gatnagerð- ar, þó að það sé mikilvægt at- riði. Hitt er meira virði, að mal- bikið sé ekki ónýtt. Verkfræð- ingar bæjarins virðast hafa haft rarinsóknir með höndum og til- raunir við gerð Laugavegar og vonandi geta þeir nú byggt á nýrri reynslu. En sjálfsagt hefði verið að steypa Lækjar- götu, svo að ekki þyrfti að vinna við hana á hverju ári. AF TILEFNI BRÉFS hér í pistli mínum í gær, hefur for- stjóri Loftleiða komið að máli við mig. Hann segir að mjög erfitt sé að ákveða stund hverr- ar flugferðar, jafnvel þó að flugveður sé, en vélarnar eru oft í viðgerð eða í skoðun og oft getur það dregizt að þær verði fullbúnar. Þetta þekkja bæði fl'Ugfélögin. Forstjórinn tekur fram, að allir farþegar séu skrásettir og jafnframt skrifuð símanúmer þeirra, sem hafa síma. EN' STUNDUM kemur og fyrir, að sami maður pantar far hjá báðum flugfélögunum og' oft á það sér stað, ef flugferð dregst, að farþegar eru þotnir burt og það án þess að láta skrifstofuna vita. Þetta er vit- anlega óhæf framkoma af hendi farþeganna, en þannig er og framkoma fólks á mjög mörg- um sviðum í þjóðlífi okkar. HVAÐ VIÐ KEMUR hjónum þeim, sem gerð voru að umtals- efni í bréfinu, er sú skýring gefin, að maðurinn pantaði aldrei far. Hann kom bara oft og spurði hvort flogið yrði, sagði ekki til nafns síns og heldur ekki að hann pantaði farið. Það varð ekki annað skil- ið af bréfinu en að hjónin befðu beðið um að nöfn þeirra yrðu skráð á farþegálistann, en nú er upplýst að þau hafi ekki gert bað. Þar með er ljóst að af- greiðslan er ekki sek um van- rækslu. EN AÐALÁSTÆÐAN fyrir því að ég birti bréfið, var sú, að kvartanir um afgreiðslu flugfé- laganna hafa mjög farið vax- andi í sumar — og ég gat búizt við því, af því að það er þjóð- arlöstur okkar, að í staðinn fyr- ir hinar ströngu reglur flugfé- laganna fyrr væri nú heldur farið að slakna á klónni, að starfsfólk væri kærulausara eftir að starfið fór að verða hversdagslegt. En í upphafi var gvo góð regla á þessum málum, að ekki varð á betra kosið og skáru flugfélögin úr öðrum stofnunum hvað þetta snertir. ANNARS VIL ÉG segja það enn einu sinni, að það er nauð- synlegt fyrir þjóðina og flugfé- lögin að meiri og nánari sam- vinna komist á milli þeirra en nú er. n Nei, Reykvíkingar, einnig reykvískar konur, láta ekki Ekki Rannveigiiy heldur vefnaðarvöru

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.