Alþýðublaðið - 25.10.1949, Side 4

Alþýðublaðið - 25.10.1949, Side 4
trtgefandl: AlþýSnflokknrlnm. Ritstjórl: Stefán Pjetnrsson. Préttastjóri: Beneðikt Gröndal. Þtngfréttir: Heigi Sæmundsson. Bitstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. AfgreiSslusimi: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Aiþýðuprentsmiðjan hJL Hin mikla kjörsókn ÞÁTTTAKAN í kosningun- um á sunnudaginn sýnir, að íslendingar gera sér glögga grein fyrir skyldu kjósendanna í lýðfrjálsu landi. Þátttakan var mjög mikil og það um allt íand, enda voru veðurskilyrði á kjördegi mjög hagstæð, þeg- ar tekið er tillit til árstímans. Vegna þess að ákveðnir voru að minnsta kosti tveir kjördag- ar í sveitum, gat talning at- kvæða ekki hafizt eins fljótt og venjulega, en þjóðin öll bíður úrslitanna með mikilli ó- þreyju. í dag munu þó úrslit kunn í flestum kjördæmum landsins og séð verða, hvernig alþingi verður skipað á næsta kjörtímabili. Þá vaknar að sjálfsögðu hin stóra spurning, hvaða stjórn muni fara hér með völd á næstu árum, en um það verður að sjálfsögðu hvorki rætt né fjallað fyrr en kosningaúrslit hafa borizt úr öllum kjördæmum. Á þessu stigi málsins verður engu um það spáð, hver verða! muni úrslit kosninganna. Allir flokkar hafa háð kosningabar- áttuna af mikilli hörku, og' þeim hefur orðið vel ágengt í hvatningu sinni til kjósenda, að sækja vel kjörfundi. Þessu ber að fagna, því að mikil kjörsókn tryggir, að kosning- arnar gefi rétta mynd af þjóð- arviljanum. íslendingar hafa við þessar kosningar enn einu sinni sýnt, hve mjög þeir láta stjórnmálin til sín taka, en það er sannarlega eitt höfuðskilyrði þess að lýðræðisfyrirkomulag- íð njóti sín. Það verður ekki um það deilt, að úrslit kosn- ínganna hljóta að sýna vilja þjóðarinnar, þegar svo almenn þátttaka er í þeim. Verði kosn- í'ngaúrslitin óhagstæð málstað, sem ætla má, að eigi rík ítök í hugum íslendinga, yrði þar því um sjálfskaparvíti að ræða. En vissulega er ekki ástæða til að óttast slíkt. Hins vegar hefði verið ástæða til svartsýni í þessu efni, ef verulegur hluti kjósenda hefði látið kosning- arnar lönd og leið og setið heima, en hinir áköfustu og öfgafyllstu fjölmennt á kjör- staði. Kosningarnar munu hafa farið mjög vel fram hvarvetna um land, og ber það íslenzku þjóðinni fagurt menningar- vitni. Hins vegar var kosninga- athöfnin í höfuðstaðnum mikl- um erfiðleikum háð, þar sem tveir aðalkjörstaðirnir eru ör- skammt hvor frá öðrum í mið- biki borgarinnar og umferðin að þessu sinni meiri en nokk.ru sinni fyrr, enda nam tala nýrra kjósenda í Reykjavík þúsund- um. Satt að segja má það furðu legt teljast, að kjörstaðirnir í höfuðstaðnum skuli ekki ákveðnir fleiri og dreifðari en ALÞVÐL'BLAÐIO ÞriSjudagur 25. október 1949 tíðkazt hefur til þessa. Hag- ræði breyttrar skipunar þess- ara mála yrði mikið og ótví- rætt fyrir kjósendurna, stjórn- málaflokkana og lögregluna, sem á kjördegi vann erfitt starf og vandasamt af mikilli prýði. Erlingur Pálsson yfirlög- regluþjónn hefur í blaðavið- tali gert þetta mál að um- ræðuefni og bent á nauðsyn þess, að kjörstöðum sé fjölgað. Þetta eru orð í tíma töluð. Það er sjálfsagt mál, að hér eftir verði að minnsta kosti kosið í Laugarneskólanum og Austur- bæjarskólanum auk Miðbæjar- barnaskólans og Iðnskólans. Réttir aðilar ættu að taka þetta mál upp og koma fram nauð- synlegri breytingu á fyrir- komulagi kosningaathafnarinn- ar í Reykjavík fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar í vetur. Eftir að einu sinni hefði verið breytt til, er ósennilegt, að nokkur vildi hverfa aftur að því fyrirkomulagi, sem nú er. Tilmælum Alþýðuflokksins um vinnu á kjördegi var þann- ig tekið, að mun fleiri störf- uðu á kosningaskrifstofu A- listans nú en við kosningar undanfarinna ára. Þeir, sem fylgdust með því, er fram fór á kosningaskrifstofu flokksins, þurftu ekki að vera í vafa um, að þar var starfsfúst fólk að verki. Alþýðublaðið vill þakka öllum hinum mörgu, sem lögðu flokknum lið við kosningarnar og vonast til þess, að hlutur kjósendanna hafi ekki eftir legið. En að fengnum úrslitum al- þingiskosninganna, fer í hönd undirbúningur nýrrar orrahríð ar. Eftir nýár fara fram bæjar- og sveitarstjórnarkosningar í öllum kaupstöðum og kauptún- um landsins. Úrslit þeirra eru á sína vísu ekki síður örlaga- rík fyrir fólkið í landinu en úrslit alþingiskosninganna, sem nú eru um garð gengnar. Það skiptir þess vegna miklu máli að vandað sé sern bezt einnig til þeirra kosninga. Al- þýðublaðið heitir því á alla stuðningsmenn Alþýðuflokks- ins að hefjast nú þegar handa um undirbúning bæjar- og sveitastjórnakosninganna í vetur. BjörgunarkaSlar við Tjörnina Fagur kjördagur. — Mikil sókn. — Umferðin og bifreiðafjöldinn. SLY SAVARNAFÉLAGIIÐ hefur nú sett kaðla á nokkra staði við Tjörnina, en það er siður félagsins á hverju hausti þegar tjörnina fer að leggja, þar eð oft ber við, að börn og‘ unglingar fara út á tjörnina meðan ísinn er ó- traustur, og hafa kaðlarnir oft verið notaðir í þeim tilfellum, þegar óhöpp hafa komið fyrir. Kaðlarnir eru nú á eftirtöld- um stöðum: í anddyri Búnað- arfélagshússins, í vinnuskúr fyrir framan Miðbæjarskólann, í ísbirninum við suðurenda Tjarnarinnar og við Tjarnar- bíó. Hver kaðalkippa er um 20 metrar á lengd. Stundum hef- ur viljað á því bera, að kaðlar Slysavarnafélagsins hafi horf- ið, en félagið treystir því, að almenningur sýni skilning á þessari varúðarráðstöfun og grípi ekki til kaðlanna nema í brýnni nauðsyn, ef slys ber að við Tjörnina. Nú er mjög veikur ís á Tjörninni, og er fólki ráðlagt að fara ekki út á ísinn. í gær- morgun fór barn niður um ís- inn, ,en var bjargað af manni, er gekk þar hjá, en við bað að ná í barnið fór maðurinn sjálf- ur niður um ísinn og stóð upp í mitti í vatninu, er hann var aðstoðaður í land. Þess má geta í þessu sambandi, að lögreglan er vön að hafa menn á öllum vöktum við Tjörnina, þegar veikur ís er á henni ENGAN TALAÐI ÉG við í uýafstaðinni kosningabaráttu, sem gerði ráð fyrir eins mikilli kjörsókn og raun hefur orðið á. Þvert á móti töldu mjög marg- tr að kjörsókn yrði lítil, að menn væru óánægðir með svo margt, en gætu ekki kosið kommúnista og myndu því taka þann kostinn að sitja heima. Þessi hefur ekki orðið raunin á. Það er ekki einungis hér í Reykjavík, sem kjörsókn hefur orðið meiri en nokkur bjóst við, heldur er útkoman eins í nær öllum kjördæmum. í MIKLUM fjölda kjördæma hefur kjörsóknin orðið yfir 90 af hundraði og í mörgum 95 af þundraði og nokkrum kjördeild um allt að 100. Það er alveg víst að þetta boðar einhver ptraumhvörf hver svo sem þau eru, og engin getur sagt með Vissu, þegar þetta er ritað, en þið sjáið um líkt leyti og þið iesið þetta. VEÐRIÐ VAR dásamlega gott hér í Reykjavík á kosningadag- inn, og svo mun hafa verið um land allt. Óþarfi hefði verið að hafa kjördagana tvo, vel hefði verið hægt að Ijúka kosning- unni á einum degi í þessari veð- urblíðu, en sú ákvörðun, að hafa kjördagana fleiri en einn, hefur dregið úr sókninni fyrsta daginn í sveitunum að minnsta kosti sums staðar. En þetta gerði svo sem ekki mikið til. Við fáum útrslitin aðeins sól- arhringi seinna en annars hefði verið. SÓKNIN HÉR í Reykjavík fyrir hádegi var furðulega lítil og virtist benda til þess, að spá- dómar þeirra, sem töldu að kjör sókn yrði mjög lítil myndu ræt- ast, og svona var það fram til klukkan 3, en eftir það var sóknin jöfn og hröð, svo að klukkan rúmlega 11 um kvöld ið voru 26 þúsund búin að kjósa. Var þá, þegar sýnt að allir spádómar um léleg'a kjör- cókn myndu reynast rangir. ÞAÐ VAR ERFITT að halda uppi góðu skipulagi á aðalgöt- um sem lágu að kjörstöðunum tveimur, enda hafði ég óttast það. En þegar á allt er litið verð ur að álíta að lögreglunni hafi tekizt vel starf sitt. Mörg hundruð bifreiða voru í gangi Cyrir flokkana fjóra, og svo að cegja allan daginn var látlaus bifreiðastraumur niður Lauga- veg, Um Bankastræti og Lækj- argötu. Stundum varð löng bið hjá bifreiðum á þessari leið og oft kom það fyrir að lestin var alyeg óslitin allt frá Marteini og að Miðbæjarbarnaskólanum. ÞEGAR ÉG SÁ þetta síðdegis taldi ég alveg víst að það myndi tefja kosninguna og draga úr kjörsókninni. En raunin varð ekki sú og mun helzt hafa vald- ið að gífurlegur fjöldi fólks vildi heldur ganga á kjörstað en iáta aka sér, enda var veðrið til þess þennan fagra haustdag. Yíirlýsing frá dóms mála ráðuneyf inu Afhjúpun fíiia fólksins” Frá dómsmálaráðimey tinu liefur blaðinu borizt eítir- farandi: ÞAÐ var fremur hljótt um „fína fólkið“ í Þjóðvarnarfé- laginu í sambandi við hinar nýafstöðnu kosningar. Spar- aði það þó ekki stór orð um það í vor, eftir að alþingi hafði samþykkt aðild íslands að Atlantshafssáttmálanum, að það ætlaði sér að bjóða fram og bjarga þjóðinni við næstu kosningar. En er nær þeim dró, var sjaldnar og sjaldnar á þetta minnzt í „Þjóðvörn“, og kom það að vísu engum, sem vel til þekkti, á óvart. HÉR í BLAÐINU var aldrei nein dul á það dregin, hvers konar félagsskapur Þjóðvarn- arfélagið væri, — að það væri gildra, útbúin af kommúnist- um með það fyrir augum að veiða auðtrúa sálir til fylgis við flokk þeirra. Hitt var aldrei meining kommúnista, að Þjóðvarnarfélagið færi að hafa menn í kjöri við alþing- iskosningar og keppa þar við þá. Og þegar „fína fólkið“, sem þóttist ætla að bjarga landinu og þjóðinni, fór að hafa orð á sérstökum fram- boðum, sögðu hinir austrænu | nei. Og ekki var þá frekar i um það talað. „Fína fólkið“' lagði hreinlega niður skottið j og lét reka sig á framboðs- fundi kommúnista til að „vitna“ þar fyrir þá og hvetja til að kjósa lista þeirra. Má þar til nefna Hallgrím Jónas- son, Aðalbjörgu Sigurðardótt ur og Sigríði Eiríksdóttur. Svo ósjálfstæðir bandingjar reynd ist þetta fólk vera í höndum hinna austrænu, að einn úr hópnum gerðist meira að segja frambjóðandi fyrir kommúnista, þó hann þættist að vísu of fínn til þess að ganga formlega í flokk þeirra. Þ J ÓÐ VARN ARFÉL AGIÐ af- hjúpaði sig þannig, er að kosningum dró, sem alger- lega viljalaust verkfæri kom- múnista, eins og Alþýðublað- ið sagði frá uppliafi að það væri. Og í fullu samræmi við hið vesalmannlega hlutverk félagsins var og blaði þess, „Þjóðvörn“, stjórnað, enda margra ára laumukommún- isti í framsóknargæru, Berg- ur Sigurbergsson, svokallað- ur viðskiptafræðingur, lát- inn stjórna því eftir að Finn- bogi Rútur Valdimarsson var orðinn húskarl á heimili Brynjólfs Bjarnasonar og frambjóðandi hans í Gull- bringu- og Kjósarsýslu. Þar var síðustu dagana fyrir kosningar sannarlega ekki verið að fara í neina laun- kofa með það, að Alþýðu- flokkurinn væri „höfuðóvin- vinurinn“ eins og hjá komm- únistum. Var og öllu síðasta blaði „Þjóðvarnar" fyrir kosn ingarnar eytt í það, að reyna að skaða Alþýðuflokkinn með kommúnistísku fleipri um „klofning“ innan hans. En ekki voru það nú merkilegri persónur, sem út úr honum úttu að hafa klofnað, en séra Sigurbjörn, Finnbogi Rútur og aðrir álíka „fínir menn“, sem ekki er vitað að hafi komið nærri neinu flokks- starfi síðasta áratuginn, enda séra Sigurbjörn aldrei í flokknum verið. Mun Alþýðu flokkurinn standa fullkom- lega jafnréttur fyrir því, þótt slíkir menn gerist nú berir að því, sem fyrir löngu hefur verið vitað, að þeir gerðu, •— að ganga undir hnútasvipu Brynjólfs fyrir stríðsvagni kommúnista. „ÚT AF GREIN PÉTURS GUÐMUNDSSONAR, biíreiða stjóra, í Vísi hinn '13. þ m., vill ráðuneytið taka eftirfar- andi fram: I rannsókn þeirri, sem dóms málaráðuneytið á sínum tíma fyrirskipaði út af starfsemi við skiptaráðs kom m. a. fram grunsamlegt athæfi í sambandi við innflutningsleyfi íyrir bif- reið, er viðskiptaráð hafði sam þykkt að gefa út á nafn Óskars B. Bjarnasonar, efnafræðings. Grein Péturs Guðmundssonar er samhljóða því, sem af hans hálfu kom fram í réttarhöldun um um þetta leyfi. Studdist framburður hans við ýmislegt annað, er fram kom í málinu, enda hefur ráðuneytið nýlega ritað rannsóknardómaranum, Gunnari A. Pálssyni, lögfræð- ing, og lagt fyrir hann, að halda áfram rannsókn þessa máls, „og yfirheyra meðal ann arra um það nánar þá Jón Ein- arsson, Árna Einarsson, Óskar B. Bjarnason og Hauk Helga- son, svo og aðra þá, sem fram haldsrannsóknin kann að gefa tilefni til“.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.