Alþýðublaðið - 25.10.1949, Side 6

Alþýðublaðið - 25.10.1949, Side 6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Þriðjudagur 25. október 1949 AÐSENT BREF. Filipus Bessason hreppstjóri: Ritstjóri sæll! Margt er nú rabbað og rætt, og hefur svo alltaf verið um kosningar. Sýnist sitt hverjum, og er það heldur ekki nein ný- lunda, þegar slíkur merkisat- burður er í nánd. Satt að segja er ég fyrir löngu orðinn leiður á þessum hávaða fyrir kosning- ar, og hef hugleitt mörg ráð til þess að losna við hann, eða öllu heldur, losa þjóðina við hann; hef ég getið sumra þeirra hérna í dálkunum, en þð aðeins þeirra, eem hugsuð voru í gamni, og hefur mér gengið það til, að þá hugði ég hættu á, áð orð mín væru tekiii sem skop eitt, ef ég kæmi með þau alvarlegu ráðin. Hef ég og' orðið þess áskynja, að margir hafa tekið skop mitt al- varlega, og kom mér ekki að óvörum. En margt hef ég samt hugsað í laumi uxn „þöglar kosningar" og hvernig þær mætti fram- kvæma. Efast ég nú orðið um, að þær séu framkvæmarftegar, en hins vegar þykist ég þess fullviss, að Lækka mætti hávað- ann svo nokkru næmi, og um leið búa svo um hn,ótana, að ekki veldust lakari menn á þing en nú er, og er það að sjálf- sögðu mlkil fulÍyr@Lng“. „Stórt orð Hákot“, sagði hann. Ekki veit ég hvort ég á að gera ráð þetta kunnugt al- menningi, þvi að þá væri mér öllum lokið, ef það væri tekið sem skop, þar <eð ég met réðið Hins vegar dylst mér ekki, að eeint verði ráðið að framkvæmd, ef ég þegi Um það, því að ekki S ég það vísl, að aðrir detti ofan á það og komi því á framfæri. Jæja, — kannski ég hengi mig, er haft eftir karlinum. Kannski ég leggi málið undir dóm almennings. Það kann að verða hlegið að því núna, og er það fyrir sig, ■— en hver veit nema það verði tekið alvarlega seinna- Ráð mitt er það, að ehginn, eða öllu heldur allir lands- manna verði í framboði til þings, og enginn undantekinn né fram knúin öðrum fremur. Sérhverjum manni í sýslunni heimilt að kjósa hvern þann sinn samsýslunga, sem hann hef ur mest álit á, og skuli hann hafa afhent heppstjóra kjörseðil pinn, ári áður en kjörtímabilið er útrunnið. Má fastlega gera ráð fyrir, að dreyfð verði at- kvæðin, og margir tilnefndir, og er það þó ekki víst. Þetta er hin fyrsta umferð kosninganna. Önnur er sú, að ellefu þeirra manna, sem flest hljóta atkvæðin kjósi á sama hátt úr sínum hópi tvo rnenn, sem þeir hafa m-sst álit á, og skal þá sá, sem flest hlýtur at- kvæðin, skoðast réttkjörinn þingmaður sýslunnar, en sá, sem næstflest hlýtur, varamaður hans. Skal sýslumaður, eða fó- geti, boða þessa 11 menn til kjörfundar samstundis, er hreppstjórar hafa sent honum atkvæðakassa, og hann talið at- kvæðin, og ekki leyfa þeim að ræðast við, eða fara út úr húsi, fyrr en þeir hafa skilað at- kvæði sínu, og ætti það að koma t veg fyrir allan áróður, þar eð ekkert mundu þessir ellefu menn vita um hvers annars kjör, fyrr en sýslumaður stefndi þeim til sín, og skal hann þó, — til öryggis orða stefnuna þann- ig, að engum þeirra sé ljóst, þeg ár hann fer að heiman, hvort honum sé stefnt til sýlumanns eem kjörmánni eður sökudólg. Með þessu móti, æftu þeír einir að komast á þing, sem þeir menn, er samsýslungar telja bezt og dómbærasta, hafa mest álit á. Ætti það að jafn- ast á við ,,köllunina“ til stárfs- ins, sem nú ræður mestu, og ef- ast ég þó ekki um að hún sé af hreinum toga spunnin og góð, það sem hún nær. Legg ég svo tillögu mína und ir dóm almennings; má vel vera, að lítt breytist þingmannavalið þótt hún væri upptekin, — en töluvert mundi draga úr hávað anum, og er þá nokkuð á unn- ið. Virðingarfj’llst Filipús Bessason hreppstjóri. ÁLPHONSEDAUÐET Önnumst kaup og sölu fasteigna og allskonar samningagerð- ír. SALA og SAMNINGAB Aðalstræti 18. Sími 6918. I. KAFLI. „Komdu og horfðu á mig. Ég kann vel við lit augna binna. Hvað heitirðu?" ,,Jean.“ „Aðeins Jean?“ „Jean Gaussin.11 „Ég get séð, að þú ert frá Suður-Frakklandi. Hvað ertu gamaU?“ „Tuttugu og eins ár.“ „Listamaður?11 „Nei, frú.“ „Ó, því betra.“ Þessar stuttu setningar heyrðust varla mitt í hrópum og hlátri og dunandi danslög- t um á grímudansleik júnínótt nokkra í vinnusal Déchelettes. Samtal þetta átti sér stað á milli manns í búningi hljóð- pípuleikara og konu í egypzk- um Arababúningi mitt á með- al pottapálma og risaburkna á blómasvölunum uppi yfir vinnusalnum. I Hljóðpípuleíkarinn veitti! cvör við ýtarlegri yfirheyrslu konunnar í egypzka búningmim af hreinskilni sinna ungu ára, af andvaraleysi og með fegins- andvarpi Suður-Frakkans, sem hefur verið þögiill langa hríð. Hann var ókunnur öllum þess- um hóp listmálara og mynd- höggvara og hafði við komuna tafarlaust misst sjónar af vini sínum, sem hafði komið með hann með sér. Hann hafði slangrað um í næstum tvo tíma. Hið laglega, bjarta and- lit hans var nú brúnað og giiMi roðið af sólinni, hár hans stutt og hrokkið líkt og gæruskinns- búningur hans. f>að var langt frá því, að hann grunaði, hví- líka aðdáun hann vakti allt í kringum sig, né heyrði hvísl kvennanna. Dansandi konur ráku axlir sínar stinningsþétt í hann, kvendi, sem voru heimagangar ' t vinnusölum listamanna,1 hlógu og hentu gaman að hljóðpípunni, sem hann hafði slöngvað sér um öxl, og að fjallabúningi hans, þykkum og óþægilegum í hita sumarnæt- urinnar. Kona nokkur í jap- önskum búningi nieð háa hár- kollu, sem haldið var uppi af stálhnífum, og með augu út- ’nverfabúans raulaði, er hún gkotraði ástaraugum til hans: „Ah, qu’il est beau, qu’il est beau, le postillon--Ó, hversu fagur hann er, hversu fagur hann er, póstvagnstjórinn.“ En kona nokkur í spænskum búningi í fylgd stigamannafor- ingja rak hvítan jasmínublóm- vönd af ákafa beint framan í hljóðpípuleikarann. Hánn skildi ekki þessa ást- leitni, ímyndaði sér, að hann litLóskop hlægilega út og faldi sig Ioks í svölum skugga blómasvalanna á legubekk uppi við vegg undir blöðum pálmanna. Þessi kona hafði tafarlaust komið og setzt við hlið hans. Ung, fögur? Hann hefði ekk> getað sagt til um það. Fram uhdan djúpum fellingum bláa ullarklæðisins, sem þrýstinn líkami hennar vaggaði sér í !íkt og bylgjur, birtust tveir þrýstnir og lögulgeir handlegg- ir, naktir upp að öxl. Hinar smágerðu hendur hennar, íilaðnar hringum, og galopin augu hennar, sem virtust ó- eðlilega stór vegna hinna ein- kennilegu skartgripa úr jámi, er héngu niður á enni hennar, allt þetta myndaði sam- ræmda heild. Arafalaust leikkona. Margar leikkonur komu í vinmisal Déchelettes. Þessi hugsun varð ekki . til að gera honum rórra Innan brjósts, þar eð honum stóð mikil ógn af þess háttar fólki., Hún sat mjög nálægt honum og studdi hönd undir kinn og alnboga á hné sér. Og rödd hennar var í senn al- vöruþrungin og sæt, og í henni var dálítill þreytutónn. .wFrá Suður-Frakklandi? Cfetur það verið? Og svona Ijóst hár! En hve það er ein- kennilegt!” s Síðan vildi hún vita, hve lengi hann hefði búið í París, hvort próf hans fyrir upptöku í utanríkisþjónustuna, er hann var nú að búa sig undir, væri mjög erfitt, hvort hann þekkti margt fólk, og hvernig stæði á því, að hann væri hér í boði hjá Déchelette yftr í Rómar- stræti svo langt frá Latínu- hverfi stúdentanna. Hann sagði henni nafnið á stúdentinum, sem hafði komið með hann í boðið: ,,La Gour- qqrie, ættingi skáldsins. Þér hafið. eflaust heyrt hans get- ið.“ Þá breyttist svipur kon- unnar, varð skyndilega dimm- ari. En hann tók ei eftir slíku. Hann var á þeim aldri, er aug- un ljóma án þess að sjá. La Gournerie hafði lofað, að skáldið, frændi hans, yrði boð- inn og hann skyldi kynna þá. „Ég er svo hrifinn af Ijóð- um hans!“ sagði hann. „Ég mun hafa svo garnan af að kynnast honum!“ Hún brosti af samúð að sak- leysi hans. Hún brosti, yppti öxlum á yndislegan hátt og ýtti um leið bambusviðarblöð- um til hliðar með hendi sinni | og leit niður í salinn til þess að vita, hvort hún gæti ekki komið auga á hinn mikla mahn hljóðpípuleikarans. ■ Veizlugleðin var nú orðin jafn tryllingsleg og í ævintýri væri. Vinnusalurinn, sem frek- ar hefði mátt kalla geysistórt anddyri, því að þar var lítið sem ekkert unnið, var risahár til loftsins. Hann náði alveg upp undir þak. Þetta var risa- vaxið herbergi. Ljósu og léttU sumargluggatjöldin, hlífðar- gluggatjöldin úr smágerðu strái eða næfurþunnu lérefti, lakkmáluðu, hreyfanlegu vængjahlífarnar, marglitt gler- iö, guli rósavöndurinn, sem skreytti háa arininn, er var byggður í stíl Endurreisnar- tímabilsins — allt þetta var uppljómáð áf misinunandi, einkennilegum bjarma frá ó- teljandí ktnverskum, persnesk- um, máriskum og japönskum Ijóskerum. Sum voru úr göt- uðu járni, útskorin líkt og dýr á musteri Múhammeðstrúar- manna, önnur voru úr marglit- um pappa, sem var stæling af ýmsum évöxtum. Enn önmir líktust opnum blævængjum, blómum, fuglum og slöngum. Og bláleitir rafljósabjarmar deyfðu við og við allar þessar jjúsundir ljósa með skærri birtu sinni. Þeir vörpuðu kuldalegu glitri líkt og tungls- geislar á andlitin og naktar axlimar, á alla töfraskugga búninga og fjaðra, armbanda og silkibanda — á allt þetta fólk, sem tróðst hvað innan um annað á dansgólfinu og sat í röðum hvað uppi af öðru í hol- lenzka stiganum með þykka og mikla handriðinu. Stigi þessi lá upp á blómasvalirnar á fyrstu hæð, ’ en þar uppi gnæfðu stóru fiðlurnar og tón- prik hljómsveitarstjórans, sem var sveiflað fram og aftur, í tryllingú Úr sæti sínu sá ungi maður- inn allt þetta í gegnum flækju i grænna blaða, blómgaðra MYINDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSÍNS: ÖRN ELD5NG ÞEIR ÖRN OG SIGGI fara nú með fangann til her bergis Sigga og hressa hann á heitu kaffi. Að því loknu sendir Örn Sigga eftir prinsessunni.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.