Alþýðublaðið - 11.11.1949, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 11.11.1949, Qupperneq 1
aflur í mm UNNU AUKAKOSN- INGU í KENSINGTON BREZKI Alþýðuflokkminn hefur unnið nýjan kosninga- oigur og náð á ný meirihluta í bæjarstjórn Lundúnaborgar, þrátt fyrir ákafar árásir allra biaða borgaraflokkanna á jafn- aðarmannastjórnina, en þau fullyrtu, að hún hefði glatað trausti þjóðarinnar og riðaði til falls. Aukakosningin átti sér stað í Kensington, en íhaldsfiokk- urinn hafði unnið kjördæmið með vfirburðum í bæjarstjórn- arkosningunum í apríl í vor. Þá greiddu 42 % kjósenda at- kvæði, en nú 52%. Sögðust jafnaðarmenn hafa tapað kjör- dæmi þessu í vor vegna hinnar lélegu kjörsóknar, og sýna úr- slit aukakosningarinnar, að sú skýring hefur verið á rökum reist. Við aukakosninguna hlaut Alþýðuflokkurinn 14 000 at- kvæði, en Ihaldsflokkurinn 13 000 atkvæði. Hefur Alþýðu- flokkurinn eftir aukakosningu þessa tveggja atkvæða meiri- hluta í bæjarstjórn Lundúna- borgar, en eftir kosningarnar í apríl voru bæjarfulltrúar Al- þýðuflokksi-ns og íhaldsflokks- ins þar jafnmargir. ostaði 2,6 milljónir króna ÞJÓRSÁRBRÚIN NÝJ.A var opr.uð til umfcvðar í gærdag við hátíðlega áthöfn. Samgöngumálaráðherra flutti við það tækifæri rseðu og lýsti opnun brúarinnar, en viðstaddir voru vegamálastjóri, verkfræðingar og starfsmenn vegamálaskrif- stofunnar, starfsmenn, er unnið höfðu að brúarsmíðinni, at- vinnumálaráðherra, formaður fjárhagsráðs og viðskiptanefnd- ar og sendiherra Breta hér á landi, auk margra fleiri gesta. í ræðu sinni gat samgöngu- málaráðherra þess, að vegna I ess hve áliðið væri hausts hefði ekki þótt fært að safna saman fjölmenni til brúar- vígslu; hins vegar hefði ekki þótt hlýða að láta óminnzt með cllu þessarar merku sam- göngubótar Sunnlendinga. Síð- an fór ráðherrann nokkrum orðum um framkvæmd mary- virkisins og þakkaði öllum, er þar hefðu að unnið, vegamála- stjórninni, verkfræðingunum og verkamönnunum og öðrum, er á einn eða annan hátt hefðu •rtuðlað að þessu mikla mann- virki. Að lokum lýsti hann brúna opna til umferðar. Á eftir var ekið að Selfossi og þar snæddur kvöldverður, en þar flutti meðal annarra vegamálastjóri ræðu og lýsti brúarsmíðinni og framkvæmd- um við hana. Lengd brúarinnar er samtals 109 metrar, þar af 85 metra íangur stálgrindabogi, en við báða enda er 12 metra landhaf Churchill, Falkberget, Sikelliarios, Halldór K. Laxness eða Lagerkvisf ? A stálbitum. Gólf brúarinnar er úr járnbentri steinsteypu og er akbrautin 4,1 metri á breidd. | Burðarþol brúarinnar er miðað við það að tveim bifreiðum, | ánnarri 25 tonn að þyngd, en, íiinni 9 tonn, sé ekið um hana Eamtímis. Einnig er burðarþol- '3 miðað við að brúin beri 350 kg. þunga á hvern fermetra1 brúargólfsins, eða samtals 120 tonn dreifð iafnt yfir aðalhafið. Brúargólfið er í 19 metra hæð yfir venjulegt vatnsborð, og er sú mikla hæð nauðsyn- leg til þess að ekki verði of bratt upp brekkuna frá aust- urenda brúarinnar. Varð því að gera 6 metra háa fyllingu við vesturenda brúarinnar. Uppdrætti að gerð brúar- innar og tilhögun gerðu verk- fræðingar vegamálastjórnar- innar, þeir Árni Pálsson, Ólaf- ur Pétursson og Snæbjörn Jónsson, en brúin er smíðuð í Bretlandi hjá sama firma og smíðaði Ölfusárbrúna. Nokkrir brezkir brúarsmiðir dvöldust hér í sumar ogT settu brúna upp ásamt íslenzkum verkamönn- um; yfirsmiður við stálsmíðina var brezkur, en við brúarsmíð- ina að öðru leyti Sigurður Björnsson, sem alls hefur smíðað um 80 brýr á vegum vegamálastjórnarinnar síðan 1912. Rithöfundarnir, sem ííklegastir þóttu til að fá Nobelsverðlaunin í ár. •-------♦-------- FIMM RITHÖFUNDAR komu til greina við lithlutun bók- menntaverðlauna Nobels að þessn sinni. Voru það Winston Churchill, norski rithöfundurinn Jolian Falkberget, Grikkinn Sikellianos, Halldór Kiljan Laxness og Svíinn Pár Lagerkvist. Segja Norðurlandajblöðin svo frá, að enginn þeirra liafi fengið nieira en helming atkvræða í sænska akademíinu, eins og til þarf. Flest af sænsku blöðunum harma það, að ekki náðist sam- komulag um neinn verðlauna- höfund í akademíinu. Sum þeirra tóku afstöðu með ein- etökum rithöfundum, og tók Göteborgs Handels och Sjö- farts-Tidning til dæmis afstöðu með Churchill. Dagens Nyhet- er lét í ljós þá von, að aka- demíið fyndi næsta ár mann á borð við O’Neil eða Elliot og benti á, að ameríski rithöfund- urinn Faulkner væri slíkur maður. Það hefur ekki verið stað- Eest, hvaða rithöfundar komu til greina að þessu sinni, þótt norrænum blöðum beri saman um áðurnefnda menn. Ritari akademísins, dr. Anders Öst- erling, sagði, að það hefði ekki verið skortur á mönnum, sem olli því, að verðlaunin voru ekki veitt að þessu sinni. Hið sama hefur komið fyrir áður, til dæmis 1918 og' 1935. Kostnaður við brúargerðina, að vegfyllingunni meðtalinni, er rúmar 2,6 milljónir króna, og er það xtjkkru minna en á- ætlað var. I ræbu sinni gat vegamála- stjóri þess, að á síðustu árum hefðu framkvæmdir á sviði brúagerða verið meiri en nokkru sinni fyrr. T. d. hefði núverandi samgöngumálaráð- herra vígt þrjár stórbrýr, að meðtalinni Þjórsárbrúnni. Hin- ar eru Ölfusárbruin og brúin á Jökulsá á Fjöllum; og nú er í smíðum ný stórbrú á Blöndu. Alls mun vera búið að byggja brýr á öllu landinu, sem nema samtals 20 kílómetrum að lengd, og þjóðvegakerfi lands- ins er orðið rúmir 6000 kíló- metrar. Bruninn í Sandgerði ■< v Þessar myndir voru teknar, er bruninn varð í Sandgerði á miðvikudassnóttina var. Tító segist eiga stuðningsmennn í ölium leppríkjum Rússa ..........•» Gefur i skyn, að hann elgi jafnvel já- bræður í ráðstjórninni í Moskvuí -------------------».----.. TÍTÓ MARSKÁLKUR, einræðisherra Júgóslavíu, hefur átt viðtal við fréttaritara norska útvarpsins og danska blaðsins „Politiken", þar sem hann staðhæfir, að hann njóti fylgis margra áhrifamánna kommúnista í leppríkjum Rtissa í deilu sinni við valdhafana í Moskvu og Kominform.. Segir Tító, að hann sé einkum fylgissterkur innan kommúnistaflokksins í Tékkóslóvakíu og telur jafnvel ekki óhugsanlegt, að hann eigi stuðningsmenn og jábræður innan sjálfrar ráðstjórnarinnar í Rússlandi. Aðspurður sagðist Tító ekki búast við því, að Rússar eða leppríkin, sem þeim eru háð- ust, reyndu að hefja vopnaða árás á Júgóslavíu, enda væri fyrirfram vitað, að Júgóslav- ar myndu verja land sitt af fullkominni hörku og aðstaða Júgóslava væri að mörgu leyti mjög hagkvæm, ef til slíkra ííðinda drægi. Gaf Tító í skyn, að deila hans við Kominform og valdhafana í Moskvu myndi halda áfram að vera tauga- stríð, og lítur út fyrir, að hann geri sér von um, að hann verði sigursælli í þeirri viðureign en andstæðingar hans. Fullyrti Tító, að hann ætti fylgi að fagna meðal kommúnista í öll- um leppríkjunum, en tók sér- staklega fram, að áhrifa skoð- anabræðra hans nyti við í rík- um mæli í Tékkóslóvakíu, enda er því haldið fram, að (Frh. á 7. síðu 1

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.