Alþýðublaðið - 11.11.1949, Blaðsíða 6
6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Föstudagur 11. nóvembev 1949.
NÓTT ÐAGSINS
(Opus nr. 00).
í logni stormsLns
galar þögnin á öðrum íæti
út í firrSl nálægðarinnar
en kolsvartar stjörnur
lýsa slompuðum deginum
inn í upphækkað hyldýpi
hesthússstallsins
og stálkrómuð ský
eagtenntrar sorgar
í endurbættri útgáfu
dansa á pólitískum
hjólaskautum
meðan léttúðin
steglir í sig harðfisk
kvöldroðans
Leifur Leirs
(poet. absolutiumas).
Vöðvan
Ó. Sigurs:
ÍÞRÓTTABÁLKUR.
Það er fryst og fremst Reykja
víkursýningin og íþróttimar.
Hreinasta skömmi Bravo, bravo,
bravo; þarna er verið að ’sýna
hitt og þetta gamalt og nýtt
rusl, — en ekki er sýndur þar
einn einasti íþróttamaður í
keppni. Ég bara spyr — hvað
hefur rétt Reykvíkinga úr kútn
um, — og öll íþróttafélagahapp-
drættin munu svara fullum
kassa: íþróttirnar! Auðvitað í-
þróttimar!
Nei, það er svo margt og mik
ið, sem vantar á að íþróttahreyf
ingunni séu gerð makleg skil á
þessarri sýningu, að: það gegnir
hreinustu furðu og verður ao
skoðast sem viljandi eða óvilj-
andi naglaskapur í vorn garð.
Þarna er til dæmis engin við-
unandi statistík, sem sýni hvar
Reykvíkingar standa samkvæmt
finnsku stigatöflunni og saman
borið víð aðrar höfuðborgir
heimsins eftir mannfjölda, og
með tilliti til þess, að við erum
íslendingar. Ekki heldur nein
statistík yfir alla sigrana, sem
við höfum unnið á erlendum
vettvöngum, áður en við k-eppt-
þar með taldir allir slikir knatt
spyrnusigTar. Ekki heldur
Statistik um það, hvað mörgum
útlendingum við höfum, með
þátttökum okkar í íþróttakeppn
um á erlendum leikvöngum,
snúið frá þeirri einu og háska-
legu villutrú, að hér byggju
Eskimóar!
Og ekki nóg með það! Þarna
vantar gersamlega nokkra út-
stoppaða íþróttamenn í keppni.
Til dæmis útstoppaða íþrótta-
menn í hástökki; það mætti sem
bezt láta hann hanga í böndum
úr loftinu og láta hann stökkva
2.35 m. og setja heimsmct.
Húrra, húrra, húrra! Það er gam
an að vera uppstoppaður íþrótta
maður, strákar! Og svo mætti
standa stóru letri á veggnum, að
Reykvíkíngar væru fyrsta og
eina þjóðín, sem synti Viðeyjar
sund! Og auk þess ættu svo að
vera þarna á hverju kvöldi leik
fimissýningar karla og kvenna,
glímur, naglaboðhlaup og kassa
boðhlaup auk pokahlaups,
strætisvagnahlaups og Hærings
hlaups.
íþróttamenn: Bæði dauðir og
AtPHOMSEDAUDET
S A P P
ringulreið þess dásamlega lífs,
sem vekur öfund ungra manna
og drauma kvennanna draum-
iyndu. Hvað gekk að þeim öll-
um saman? Hvaða drykk bar
hún þeim? Hann reyndi hinar
hræðilegu kvalir bundins og
hjálparvana manns, sem sæi þá
konu, er hann elskar, svívirta
fyrir augum sér. Og samt gat
hann ekki tekið ákvörðun um
að tæma kassann í skyndi með
lokuðum augum.
Nú var komið að hinum blá-
fátæka og óþekkta leturgraf-
ara, sem hafði ekki annarri
og lifandi! Ég heiti á ykkur að , frægð fyrir að fara en þeirri,
hefja raunliæfar hefndarráð- er Dómblöðin veittu honum.
stafanir, við næstu kosningar,
n-ema þessu verði þegar kippt í
lag!
Með íþróttakveðjum.
Vöðvan Ó. Siguvs.
P.S.
Við höfum einnig berið beðn-
ir að birta þá athugasemd frá
sýningargesti, að í statistík þá,
sem birt er um starfsemi Ríkis
útvarpsins, vanti í prósentu-
reikninginn þann tíma, sem far
ið h-efur af útvarpstímanum í
,,truflanir“, ,afsakið þetta hlé
sem stafaði af smávegis bilun“
og „helgahjörvar".
••
Onnumst kaup og
og allskonar samningagerð-
ir.
SALA og SAMNDíGAR
Aðalstraeti 18.
Sími 6916.
Kaupum
fíöskur og glös.
Efnagerðin Valur.
SÆKJUM HEIM.
Hverfisgötu 61.
Sími 620-5.
Kaypum fuskur
Baldursgötu 30.
Bústað sinn í þessu helgiskríni
átti hann eingöngu að þakka
hinni miklu ást, sem hún var
til hans. Bréfin frá Mazas voru
mjög niðurlægjandi, heimsku-
leg, klaufaleg og full við-
kvæmni, líkt og bréf hermanns
til unnustu sinnar í sveitinni.
En á bak við viðkvæmniha og
hin hversdagslegu orð varð
maður var við alvöruhreim í
ástríðu hans. Þar gat að líta
virðingu fyrir konunni og
sjálfsgleymsku, sem greindi
hann frá hinum. Það lýsti sér
í því, þegar hann bað Fanny
til dæmis fyrirgefningar á því,
að hann hefði drýgt þann.glæp
að elska hana of heitt. Einnig
kom slíkt í ljós, er hann stóð í
biðherbergi réttarsalsins að
dómi sínum loknum og sagði
ástmey sinni frá fögnuði sínum
vegna þess, að hann vissi, að
hún hafði verið sýknuð og var
frjáls. Hann kvartaði ekki und- j
an neinu. Hann átti það henni
að þakka, að hann hafði lifað
tvö ár í slíkri fullkominni,
himneskri hamingju, að minn-
ingin mn hana nægði til þess
að fylla líf hans fögnuði — að
bæta hið hryllilega hlutskipti
hans Og hann lauk með því að
biðja hana bónar.........
„Þú veizt, að ég á barn uppi
í sveit. Móðir þess dó fyrir
löngu. Drengurinn býr hjá
gamalli frænku sinni á svo af-
skekktum stað, að þar mun
i fólk aldrei heyra um vandræð-
in, sem ég hef ratað í. Ég hef
sent þeim þá peninga, sem ég
átti eftir. Ég sagðist vera að
fara í langa ferð. Nú treysti ég
þér, elsku Nini mín, til þess að
spyrjast fyrir um vesalings
litla snáðann öðru hverju og
láta mig vita um hann“.
Áhugi Fanny lýsti ser í öðru
bréfi, sem var fremur nýtt,
varla sex mánaða gamalt: ,,Ó,
hversu góð þú varst að koma!
Hve fögur þú ert! Hve ilmur
inn af þér var sætur við hlið
fangajakkans míns! Ilmurinn
kom mér til að skammast mín
svo mikið . . . . “
að hitta hann?“ spurði Jean
grimmdarlega og hætti lestrin-
um.
„Með löngu millibili. Það
er bara sem góðverk í augum
mínum.“
„Jafnvel síðan við höfum
byrjað að vera saman?“
„Já, einu sinni — aðeins
einu sinni — í heimsóknarstof-
unni í fangelsinu. Enginn get-
ur hitt þá á nokkrum öðrum
stað.“
„Já, þú ert góð stúlka!“
Hugsunin um, að hún hefði
heimsótt þennan peningafals-
ara, þrátt fyrir samband sitt
við hann sjálfan, gerði honum
enn gramara í geði en allt hitt.
Hann var of stoltur til þess að
nefna það.
En síðasti bréfabunkinn,
sem bundinn var saman með
bláu bandi, leysti alla reiði
hans úr læðingi. Bréf þessi
voru skrifuð með fíngerðri,
hallandi skrift. Þáð var rithönd
konu.
„Ég skipti um búning eftir
vagnasýninguna. Komdu i bún-
ingsherbergið mitt.“
„Nei, nei — léstu þetta
ekki.“
Hún fleygði sér á hann,
greip allan búnkann og kastaði
honum á eldinn. Hann skildi
heldur ekki í fyrstu, hvernig í
öllu lá; jafnvel ekki er hann sá
hana krjúpa við kné honum
og leit andlit hennar, rjótt af
endurskini eldsins og játning-
unni, sem hún skammaðist sín
fyrir.
„Ég var ung. Það var Caou-
dal, heimskinginn sá. Ég gerði
það, sem hann vildi.“
Þá fyrst skildi hann, og hann
náfölnaði sem dáuðinn.
„Ójá— Shappó — öll harp-
an!“ Hann ýtti henni i burt
með fæti sínum líkt og óhreinu
dýri og bætti við: „Farðu frá
mér! Sner-tu mig ékki! Þú
veldur mér ógleði!“
Óp hennar drukknaði í hroða
légu þrumuhljóði, sem varð
mjög langt og virtist mjög ná-
lægt, en í sama augnabliki lýsti
bjartur glampi upp herbergið.
Eldur! Hún spratt dauðhrædd
á fætur, greip ósjálfrátt vatns-
könnuna, sem stóð á borðinu,
og tæmdi úr henni á bréfahrúg
una, sem hafði kveikt í sóti
vetrarins. Síðan tæmdi hún úr
blómakönnunni og öðrum
vatnskönnum. Svo sá hún, að
hún gat ekkert gert og logarn-
ir voru teknir að teygjast út í
herbergið. Þá hljóp hún út á
svalir og æpti: „Eldur! Eldur!“
Herra og frú Hettéma komu
fyrst á vettvang, síðan hús-
vörðurinn og lögreglan.
„Látið eldspjaldið niður,“
öskruðu þau. „Earið upp á þak-
„Þú hefur þá haldið hitam iö’ Fatn! Vatn! Nei, ábreiðu!“
Þau störðu skelfd á útataða
heimilið sitt, sem hafði orðið
fyrir þessari innrás. Elskend-
urnir stóðu þarna einir og yfir-
gefnir, er uppnáminu var lokið
og eldurinn slökktur, — þegar
svört mannþyrpingin undir
gasljósinu niðri á strætinu
hafði dreyfzt og nágrannar
þeirra höfðu snúið aftur á-
hyggjulausir til íbúðar sinnar.
Þau stóðu þarna mitt í þessari
ringulreið, innan um vatn,
sótklessur, gegnvot húsgögn,
sem lágu á hliðinni hingað og
þangað. Þau voru döpur í
hjarta og huglaus. Þau skorti
afl til að endurnýja deilur sín-
ar eða laga til í herberginu.
Eitthvað ógnandi og niðurlæg'j
andi hafði hafið inmæið sína í
líf þeirra. Og þau gleymdu
sinni fornu óbeit og sváfu nótt
þessa í leiguhúsinu.
Fórn Fanny hlaut þau örlög
að verða til einskis. Elskhuginn
kunni heila kafla úr þessum
brenndu, horfnu bréfum utan
að. Og þessir kaflar lögðu
minni hans í einelti, spruttu
fram í kinnar hans í blóðöld-
um, líkt og vissir kaflar í sorp-
ritum. Og þessir fyrrverandi
elskhugar ástmeyjar hans voru
næstum allir frægir menn.
Hinir dauðu héldu lífi. Myndir
og nöfn hinna lifandi sáust alls
staðar.. Fólk talaði um þá í ná-
vist hans, og í.hvert sinn fann
hann til þjakandi óþæginda,
líkt: og fjölskylduband væri
slitið á kvalafullan hátt.
Þar eð vandræði hans
skerptu vit hans og augu, tók
hann brátt að sjá hjá Fanny
merki fyrri áhrifa úr lífi henn-
ar„ Hann kom auga á þau orða-
tiltæki, þær hugmyndir og
venjur, sem hún hafði tileink-
að sér og haldið við. Hann
kannaðist við þann kæk henn-
ar að rétta. út þumalfingurinn,
líkt og hún væri að mynda og
móta hlut þann, sem hún talaði
um. Svo sagði hún um leið: „Þú
getur séð það héðan“ Þessi
kækur var frá myndhöggvar-
anum. Hjá Dejoie hafði hún
tekið að láni æði sitt í löng orð,
einnig vinsælu vísurnar, sem
hann hafði gefið út í safni, sem
var frægt í hverjum krók og
kima Frakklands, og einnig
stranga dóma sína um nýtízku
bókmenntir.
Hún hafði tileinkað sér þetta
allt og samlagazt því öllu. Hún
hafði hrúgað hverri mótsögn-
inni ofan á aðra með hinni
undraverðu lagmyndun, sem
gerir það mögulfegt að segja
með vissu um aldur og bylt-
ingar jarSarinnar á hinum mis-
munandi jarðfræðilfegu tíma-
bilum. Ef til vill var hún ekki
jafn gáfuð og honum hafði
fyrst fundizt hún vera. En gáf-