Alþýðublaðið - 11.11.1949, Síða 4

Alþýðublaðið - 11.11.1949, Síða 4
A L f>Y Ð LJ B LAÐ! Ð FösíUdágur 11. nóverrtber 1949. Útgefandi: AlþýSuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Svarfasfi bleffurinn ÞAÐ er segin saga, að Morg- unblaðið og bæjarstjórnar- meirihlutinn fá áhuga fvrir sjúkrahúsmálum Reykvíkinga fjórða hvert ár — nokkrum vikum fyrir bæjarstjórnarkosn ingar. Þá er mikið ritað og rætt af íhaldsmönnum um nauðsyn aukinna sjukrahúsa í höfuðstaðnum og fyrirheit gef- in urn framkvæmdir, ef Reyk- víkingar geri svo vel og fram- lengi völd Sjálfstséðisf'.okks- ins í bæjarstjórninni eirtu sinni enn. Þessi saga endurtek- ur sig við allar bæjarstjórnar- kosningar af þeirri einföldu ástæðu, að bæjarstjórnaríhald- ið í Reykjavík sýnir enga við- leitni til þess að efna þessi kosningaloforð sín eftir kosn- ■ ingar. Þá sofnar það á loforð- J unum og rumskar ekki fyrr en 1 fara á að kjósa til bæjarstjórn- ar á ný. Þá loksins rýkur bað upp með andfælum, tekur lof- orðin frá síðustu kosningum undan koddanum, blæs af þeim fjögurra ára ryk og hampar þeim frammi fyrir kjósendum einu sinni enn! Bæjarstjórnarkosningar fara fram í byrjun næsta árs. Morg unblaðíð er líka vaknað til vit- ( undar um, að ástandið í sjúkra- húsmálum Reykvíkinga ss ó- viðunanlegt. Sjálfstæðisflokk- urinn ætlar að gera sér lítið fyrir og kippa þeim í lag, ef hann fær völd sín í höfuð- staðnum framlengd við kosn- ingarnar í janúar. En þetta eru bara sömu skrifin og birtust í ( Morgunblaðinu fyrir síðustu bæjárstjórnarkosningar og hafa birzt í því við bæjarstjórn arkosningar undanfarinna ára síðan það hóf göngu sína. Það er verið að endurtaka sömu loforðin og jafnan áður með það fyrir augum að fá aðstöðu til að svíkja þau einu sinni enn! Morgunblaðið heldur því fram, að sjúkrahússkorturinn í Reykjavík sé sök ríkisvalds- ins. En það virðist ekki hafa hugmynd um, að bæjarstjórn höfuðstaðarins eigi hér ne.inn hlut að máli. Ihaldið segir, að ,,sjálfstæðisstefnan“ hafi ráðið lögum og lofum í Reykjavík allt frá því að Ingólfur Arn- erson nam hér land. En „sjálf- ’ Etæðisstefnan“ í sjúkrahúsmál- um höfuðstaðarins er sannar- lega ekki til að miklast af. Staðreyndirnar liggja fyrir, og dómur þeirra er óvefengjan-1 legur. Reykjavíkurbær rekur! tvö ófullkomnustu sjúkrahús landsins: Hvíta bandið og Far- sóttahúsið. Það er allt og sumt. Önnur afskipti hefur í- haldsmeirihlutinn ekki af þess-1 um málum haft nema að fella úrbótatillögur minnihlutaflokk- anna, jagast við ríkisvaldið og flíka frammi fyrir Reykvíking ( um við sérhverjar kosningar , fögrum loforðum, sem það syík ur svo á einu kjörtímabilinu eftir annað! í tilefni af skrifum Morg- unblaðsins um þessi mál er ekki úr vegi, að það gefi les- cndum sínum við tækifæri kost á að bera saman hlut Reyk- víkinga og íbúa annarra kaup- staða landsins varðandi sjúkra- húsmálin. Hvað eru mörg sjúkrarúm í Hafnarfirði, ísa- firði, Vestmannaeyjum og á Akureyri, svo að nefndir séu fjórir stærstu kaupstaðirnir ut- an Reykjavíkur? Hvað eru sjúkrarúmin í Reykjavík mörg? Hvað þyrfti að liggja eftir Hafnfirðinga, ísfirðinga, Vestmannaeyinga og .Akureyr- inga á sviði framkvæmda í sjúkrahúsmálum til þess að þeir stæðu jafnfætis Reykvík- ingum, sem bæjarstjórnar- meirihlutinn hefur af lands- kunnri rausn sinni miðlað Hvítabandinu og Farsóttahús- inu sem sjúkrahúsum. Þetta er kjarni málsins, og væntanlega stendur ekki á Morgunblaðinu að birta samanburðinn réttan og sannan. Það ætti að koma þessu smáræði í kring fyrir bæjarstjórnarkosningar, því að umræddur samanburður verð- ur sannarlega óljúgfróð heim- ild fyrir fólkið, sem gengur að kjörborðinu í janúar til að kjósa nýja bæjarstjórn, — bæði fyrir Reykvíkinga og íbúa annarra kaupstaða lands- ins. * Það væri vissulega ástæða til þess að ætla, að Sjálfstæð- isflokkurinn ætti litlu fylgi að fagna meðal læknastéttarinnar í Reykjavík. En honum hefur tekizt furðanlega að afla sér fylgis og áróðursfulltingis ým- issa lækna, þrátt fyrir frammi- stöðu sína í sjúkrahúsmálum bæjarins. Nú hefur honum bætz-t úr þeirra hópi nýr liðs- maður, sem samið hefur íyrir Morgunblaðið langa ritsmíð um sjúkrahúsmál Reykvík- inga. Væri ástæða til þess að rita ýtarlega um tilefni henn- ar og ýmis þau atriði, sem höf- undurinn gerir að umræðu- efni, en slíku verður ekki við komið um sinn. Hins vegar verður ekki hjá því komizt, að geta ályktunar höfundarins, svo furðuleg er hún og fjarri lagi. Hún er sú, að Sjálfstæð- isflokkurinn þurfi að fá fram- lengt meirihlutavald sitt í bæjarstjórn Reykjavíkur, eða með öðrum orðum áframhald- andi aðstöðu til að svíkja kosn- ingaloforð sín um úrbætur á sviði sjúkrahúsmála höfuðstað- arins! Það er skiljanlegt, að Morg- unblaðið sýni b æjarmálunum áhuga fyrir kosningar. Það má auðvitað ekki minna vera um málgagn bæjarstjórnarmeiri- hlutans. Hitt er vægast sagt ósvífni, að það skuli hetja kosningabaráttuna með blekk- ingarskrifum um sjúkrahús- málin, svartasta blettinn á samvizku bæjarstjórnaríhalds- Þýzkar kvikmyndir. — Biðraðimar við skó- verzlanirnar. — Svartigaldur. — Reynslan af antabus erlendis og hér heima. — Lygasögur á- hyrgðarlausra manna. xns. Umræður um ufan- ríkismál f brezka þinginu efSir viku UMRÆÐUR um utanríkis- mál fara fram í brezka þing- inu á fimmtudag í næstu viku, ( og verður Ernest Bevin, utan- I ríkismálaráðherra, frummæl- andi af liálfu jafnaðarmanna- ( stjórnarinnar. j Er búizt við, að Bevin muni við þetta tækifæri gera fund utanríkismálaráðherra Vestui’- veldanna í París að umræðu- efni og gefa skýrslu um störf hans og árangur. TJARNARBÍÓ hefur útveg- að sér allmargar þýzkar mynd- ir til sýninga, og er sú fyrsta þeirra „Gullna borgin“, sem ætti fremur að heita „Drauma- borgin“, sýnd þessa dagana. Þýzkar kvikmyndir þóttu hér á árunum alltaf góðar, leikurinn er oftast eðlilegri en maður á að venjast, persónurnar ekki eins uppstiltar og málaðar, ekki eins mikið af glansi og glitri, og sögumar teknar oft úr daglegu lífi fólksins. AÐ VÍSU er þessi mynd ó- sköp hversdagsleg. Stórbónda- dóttir, sem er skotin í verk- fræðingi en fær ekki fyrir pabba sínum, stelst til borgarinnar og lendir þar í klónum á flagara, hröklast ólétt heim og hendir sér í fenin. Maður er búinn að sjá hundrað. myndir og lesa hundruð sagna með líku efni og næstum því sama endi, svo að þetta hrífur ekki. En þarna er fallegt fólk og náttúrlegt flest. ÞAÐ ER hins vegar fagnaðar efni, að hingað eru fengnar þýzk ar myndir, þá höfum við úr meira að velja, en bezt væri að fá nýjar þýzkar myndir, því að athyglisvert verður að kynnast þeim nýju viðhorfum, sem Þjóð verjar hafa nú við að eiga og á- sem er hreinlegast að rannsaka ÞJÓÐVILJINN hefur síðan á kosningadaginn verið furðu- lega þögull um kosninga- bombu Sigfúsar Sigurhjartar- sonar, „saltfiskshneykslið“, sem hann taldi sig vera að fletta ofan af í útvarpsum- ræðum stjórnmálaflokkanna fyrir kosningar, síðara kvöld þeirra, þegar aðeins ein stutt ræðuumferð var eftir og því lítill sem enginn tími til andsvara. En í gær er Þjóð- viljinn aftur að minna á þetta mál og brígzla öðrum flokk- um, þar á meðal Alþýðu- flokknum, um að hafa þagað um það. Segir Þjóðviljinn þó, að ritstjóri Alþýðublaðsins hafi „tekið afstöðu með salt- fisksmönnum í útvarpsráði", eins og hann orðar það, með því að greiða því atkvæði þar, að hálfopinber stofnun, sölu- samband íslenzkra fiskfrain- leiðenda, fengi að gera at- hugasemd í útvarpinu við árás Sigfúsar Sigurhjartar- sonar á sölusambandið í út- varpsumræðunum! AÐ þessu tilefni gefnu þykir Alþýðublaðinu rétt að benda á, að framkoma Sigfúsar Sig- urhjartarsonar í þessu máli var síður en svo til þess fall- in, að gera sakargiftir hans sennilegar. Það vekur ekki tiltrú neins hugsandi manns, þegar slíkar sakargif.tir cru fram bornar rétt fyrir kosn- ingar, og þar að auki í póli- tískum útvarpsumræðum, sem rétt eru að verða á enda, þannig, að augnablikið er bersýnilega valið með það fyrir augum, að hvorki sé tími né tækifæri til andsvara. Það er því ekki nema mjög eðlilegt, að menn hafi tekið saltfiskshneykslissögu Sigfús- ar Sigurhjartarsonar með fullkominni varúð. Og furðu- leg ósvífni er það af Þjóð- viljanum, að brígzla meiri- hluta útvarpsráðs, þar á með- al ritstjóra Alþýðublaðsins, um að hafa tekið afstöðu með öðrum aðilanum gegn hinum í þessu máli, þó að hann leyfðj sölusambandi íslenzkra fiskframleiðenda að gera hóg- væra athugasemd í útvarpinu við málflutning Sigfúsar Sig- urhjartarsonar. Sjálfur hafði Sigfús notað útvarpið til allt annars en hógværrar árásar á sölusambandið; og var það eftir það ekkert annað en sið- ferðisleg skylda útvarpsins, sem á að sýna fyllstu óhlut- drægni, að birta athugasemd sölusambandsins. Útvarpsráð tók með því enga afstöðu til málsins. Það leyfði aðeins að staðhæfing fengi að koma fram í útvarpinu á móti stað- hæfingu. Það taldi, að undan- teknum fulltrúum kommún- ista og Framsóknar, ekki sætt að meina sölusambandinu mál í útvarpinu eftir að á það hafði verið ráðizt þar. HITT er svo allt annað mál, hvort það væri ekki rétt af dómsmálastjórn landsins, a'5 láta fara fram rannsókn á sakargiftum Sigfúsar Sigur- hjartarsonar til þess að hið sanna í þessu máli komi óve- fengjanlega fram. Því að jafnvel þótt Sigfús hafi flutt mál sitt þannig, að menn hafi haft fulla ástæðu til að taka hneykslissögu hans með mestu varúð, þá er það þó allt af nokkurt alvörumál, að um- boðsmaður sölusambands ís- lenzkra fiskframleiðenda skúli vera sakaður um að hafa notað sér aðstöðu sína til þess að hagnazt um milljón ir á því að vera bæði seljandi og káupandi íslenzks saltfisks suður á Ítalíu. Og með því að um þetta er skírskotað til skýrslu til sölusambandsins frá öðrum umboðsmanni þess erlendis væri það fyrir allra hluta sakir hreinlegast, að mál þetta yrði upplýst til ful'ls með rannsókn, enda þótt mönnum þyki það undarlegt, að Sigfús Sigurhjartarson skuli ekki hafa hreyft því fyrr, þareð upplýst hefur ver- ið, að honum hafi verið skýrsla sú, sem hann studdist við, kunn fyrir mörgum mán- uðum síðan. lirifum þeirra. Austurbæjarbíó sýndi eina nýja þýzka kvik- mynd fyrir nokkru og íjallaði hún um baráttuna við svarta- markaðsbraskarna. Það var at hyglisverð kvikmynd og merki leg. UNDANFARNA DAGA hafa verið miklar biðraðir við ýmsar skóverzlanir. Aðallega munu verzlanirnar hafa verið að selja gúmmístígvél og bomsur. Fyrir nokkru gerði ég fyrirspurn um þessar nauðsynlegu vörutegund ir, og var mér þá sagt, að svo mikið lægi af þessum vörum á hafnarbakkanum, að þegar þær kæmu, myndu þær fullnægja markaðinum. Annað hvort hef- ur þetta reynzt rangt, eða að enn er ekki allt komið til verzlan- anxia. ÉG SÉ ENGIN önnur ráð en að fara að skammta gúmmískó- fatnað, ef það þá bætir nokkuð úr. Konur standa í biröðunum 3—5 klukkustundir og margar fá ekki neitt. Hins vegar kaupa sufnar mörg pör og eru nú dæmi til þess að sumar stelpur eiga jafnvel þrennar bonsur í þrem ur litum. Það er eins og að eiga, við svartagaldur að fást við þessi mál. En flestum hlýíur að renna til rifja, að sjá konur standa núna á morgnana í kuid anum klukkustundum saman og fá svo ekki neitt. ÉG LAS nýlega í dönsku blaði um umræður, sem farið höfðu fram í bæjarstjórn Kaupmanna hafnar. Þar var frá því skýrt, að í sjúkrahúsum borgarinnar væi’i farið að lækna áfengissjúk linga með hinum kunnu anta- bus-pillum. Fyrir nokkru var allmikið rætt um þetta lyf gegn éfengisjúkdómum hér og fyrir atbeina áfengisvarnanefnda var það fengið hingað og ýmsir hafa notið þess. Sögur ganga um það, að það hafi reynzt ákaflega mis jafnlega. Og er það ekki tiltöku mál. í SJÚKRAHÚSUM Kaup- mannahafnar, þar á meðal í Komunehospitalet, hefur reynsl an orðið sú, að helmingur sjúkl inganna hafa fengið lækningu. Hér er sagt að flestir sem hafi notið lyfsins hafi ekki fengið neina lækningu, en þetta mun vera kerknismál ábyrgðar- lausra manna. Vitanlega er lyf- ið ekki annað en hjálpariyf. Það er augljóst, að það getur ekki annað en aðeins stutt veikan vilja sjúklingsins til þess að berjast á móti fýsninni. MIKILL FJÖLDI drykkju- sjúklinga vilja berjast gegn nautninni, en þpir eru misjafn lega sterkir. Lyfið hjálpar þeim, ef þeir gæta þess að neyta þess undireins og þeir finna að fýsn- in er að læðast að þeim. Maður, sem árum saman hefur verið drykkjumaður, og þó alltaf skil ið háskann, sagði við mig í haust, að sér hefði gefizt bezt, að hafa lyfið ætíð við hendina og taka það undireins og hann, (Frh. á 7. síðu.) ,

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.