Alþýðublaðið - 13.11.1949, Side 3
Sunnudagur 13. nóv. 1949.
ALÞÝÐUBLAÐÍÍ)
l FRAMORGN! TIL KVOLDSI
[l ■ i c ■ i i ■ b ■ .. ■ e i i ■ ■ i ■ > > ■ t n 11 ■ c i
í DAG er sunnudagurinn 13.
nóvember. Fæddur Benedikt
Jónsson Gröndal árið 1764,
Árni Magnússon árið 1663 og
Esaias Tegnér sænkt skáld árið
1782. Hákon fimmti kjörinn
kongur yfir Noregi með þjóðar
atkvæðagreiðslu árið 1905.
Sólarupprás er kl. 8,49. Sól-
arlag verður kl. 15,34. Árdegis
háflæður er kl. 10,25. Síðdegis
háflæður er kl. 23.00. Sól hæst
á lofti í Reykjavík kl. 12.12.
Helgidagslæknir: Oddur Ólafs
6on, Máfahlíð 12, sími 80686.
Næturvarzla: Lyfjabúðin
Iðunn, sími 1911.
Næturakstur í nótt og aðra
nótt: Bifreiðastöð Hreyfils sími
.6633.
í Flugferðir
ÁÐA: í Keflavík kl. 3,40—4,25
í fyrramálið frá New York,
Bonston og Gander til Oslóar,
Stokkhólms og Helsingfors.
Skip-Bfréttir
Laxfoss fer frá Reykjavík kl.
8. frá Borgarnesi kl. 13, frá
Alíranesi kl. 15. Frá Reykjavík '
kl. 17, frá Akranesi kl. 19.
Hekla er á Vestfjörðum á suð
urleið. Esja er í Reykjavík.
Herðubreið fór frá Reykjavík
Bíðdegis í gær austur um land
til Fáskrúðsfjarðar. Skjaldbreið
yar væntanleg til Reykjavíkur í
xnorgun, að vestan og norðan.
Þyrill var í Keflavík í gær.
Helgi fer frá Vestmannaeyjum
annað kvöld til Reykjavikur.
Hermóður var á Vestfjörðum í
gærdag á leið til Strandahafna
Og Skagastrandar.
Foldin er í Reykjavík Ling-
Etroom er í Amsterdam.
Arnarfell er í Gdynia. Hvassa
fell fer frá Kotka á morgun á-
leiðis til Reykjavíkur.
r
Ufvarpsskák.
1. borð: Hvítt: Reykjavík. Jón
Guðmundsson og Konráð Árna-
son. — Svart: Akureyri: Jón
Þorsteinsson og Júlíus Bogason.
b c d
f
g h
i i i í t
im. m§
ijit!
1 'W?í
-'W. 'X
m
to
LO
! % ''r
!1 , •'ív
• ]:í f! fi t t y
Hvítt:
1. d2—d4
2. c2—c4
Svart:
d7—d5
Nýja Þjorsárbrúin
Myndin var tekin á fimmtudaginn, er Þjórsár brúin nýja var opnuð til umferðar. Gamla brúin.
sést framan við hana á myndinni.
Brúðkaup
í gær voru gefin saman í
hjónaband af séra Jóni Thorar-
ensen, stud.. phil. Ellen Aberg,
Egilsgötu 22. og stud. jur.
Sveinn Snorrasonar, Lárussonar
SÍmritar frá Seyðisfirði. Heiir.ili
tmgu hjónann verður á Reyni-
mel 39.
V
Messur
Fossvogskirkja: Messa kl. 2;
Eéra Garðar Svavarsson.
Laugarneskirkja: Barnaguðs-
Jjjónusta kl. 10; séra Garðar
Svavarsson.
Fríkirkjan: Ehgin messa í dag
vegna viðgerðar á kirkjunni.
Hafnarfjarðarkirkja: Messað
kl. 2. Sunnudagaskóli KFUM
ki. 10. Séra Garðar Þorsteins-
Eon.
Söfn og sýningar
Reykjavíkursýningin opin kl.
14—23.
Málverfcasýning Gunnars
Gunnarssonar í Listamanna-
ÚTVARPIÐ
20.20 Einleikur á fiðlu (Björn
Ólafsson).
20.40 Erindi: Bókasöfnun (Sig-
fús Blöndal bókavörður).
21.00 Tónleikar (plötur).
21.15 Upplestur: Kristján Ein-
son frá Djúpalæk les
frumort kvæði.
21.30 Tónleikar.
22.10 Danslög (plötur).
skálanum! Opin kl. 11—23.
Náttúrugripasafnið:. Opið kl.
13,30—15,
Þjóðminjasafnið: Opið kl. 13-
15.
Safn Einars Jónssonar: Opið
kl. 13,30—15,30.
Skemnmtanir
KVIKMYNDAHÚS:
Austurbæjarbió (sími 1384):
„SarErtoga" (amerísk). Ingrid
Bergman, Cary Copper. Sýnd
kl. 9. „Vondur draumur'1 (ame-
rísk). Sýnd kl. 3, 5 og 7.
Ganila Bíó (sími 1475): —
„Boxaralíf' (amerísk) Mickey
Róoney, Brian Donlewy og
Ann Blyth. Sýnd kl. 5, 7 og 9.
„Suðrænir söngvar" (amerísk).
Sýnd kl. 3.
Hafnarbíó (sími 6444): —
„Ný gift“ (sænsk). Sture Lag-
erwall, Vibeke Falk. Sýnd kl.
9. „Ráðskonar á Grund", sýnl
kl. 5 og 7. Smámyndasafn.
Sýnd kl. 3.
Nýja Bíó (sími 1644): —
„Sagan af Arnber". Sýnd kl. 9.
„Gög og Gokke í lenyifélagi"
(amerísk). Sýnd kl. 3, 5 og 7.
Stjörnubíó: (sími 81S36): —
„Brotnar bernskuvonir'1 (ensk).
Michele Morgan, Ralph Ric-
hards og Bobby Henrey. Sýnd
kl. 7 og 9.
„Gef mér eftir konuna þína“
(frönsk). Micheline Presle, Fer
nand Gravey, Pierre Renoir.
Sýnd kl. 3 og 5.
Tjarnarbíó (sími 6485): •
„G.ullna borgin" (þýzk). Krist-
óin Söderbaum. Sýnd kl. 7 og
9. „Atlans álar" Sýnd kl. 5. Smá
myndasafnið sýnd kl. 3.
Tripolibíó (sími 1182): —
„Freðland ræningjanna' (ame-
rísk). Randolph Scott og Ann
Richards, Sýnl kl. 5, 7 og 9.
„Frakkir félagar" (amerísk).
Sýnd kl. 3.
Bæjarbíó, Hafnarfirði (sími
9194); „Auga fyrir auga“ (ame-
rísk). Randolph Scott, Barabara
Britton, Dorothy Hart. Sýnd kl.
7 og 9.
Hafnarfjarðarbíó (sími 9249):
„Þar sem engin lög ríkja“ (ame
rísk). Randolhp Scott, Anne
Jeffrsy's. Sýnd kl. 7 og 9.
BAMKOMUHUS:
Hótel Borg: Danshljómsveit
leikur frá kl. 9 síði.
LEIKHÚS:
Hringurínn eftir Somerset
Maugliam sýndur í kvöld í
Iðnó kl. 8. Leikfélag Reykjavík
ur.
Ræða Emils Jónsson-
arsamgöngu- i
málaráðherra
VEGNA ÞÉSS hve áliðið er
orðið ársins og allra veðra von,
þótti ekki fært að efna til
stórra útihátíðahalda þégar
þessi nýja brú yfir Þjórsá er
opnuð í dag og tekin í notk-
un. Hins vegar þótti ekki mega
láta þennan merkisatburð líða
svo hjá, að hans væri ekki
minnzt að neinu, og þess vegna
erum við hér samankomin.
Það er ávalit merkisatburð-
ur, þegar ný brú er tekin í
notkun, eða ný leið opnuð, og
sérstaklega er það merkisat-
burður þegar þessi nýja brú er
jafn mikið og veglegt mann-
virki og hér er um að ræða.
Þjórsá hefur um aldir verið
leiður og erfiður farartálmi
um stærstu og fjölbýlustu
sveitir landsins, Suðurlands-
undirlendið, sveitir sem vegna
algers hafnleysis að austan-
verðu verða að flytja til sín
allan varning og frá séi allar
afurðir yfir þessa stóru,
straumhörðu og vatnsmiklu á.
Mikil bót var hér á ráðin, þeg-
ar gamla brúin var byggð ár-
ið 1895, fyrir 54 árum, en eins
og gefur að skilja eru nú aðr-
ar kröfur gerðar til slíks rnann
\drkis, en þá voru gerðar. Var
þetta mjög farið að koma í
ljós hin síðustu ár, þar sem
ekki var talið forsvaranlegt að
fara með yfir ána, á gömlu
brúnni, þyngstu vagna, sem
notaðir eru nú, og háði það
mjög umferð og flutningum,
að ekki mátti leggja á brúna
hin þyngstu hlöss. — Nú er úr
þessu báett.
Þessi fallega, ég vil segja
! glæsilega, og sterka brú leysir
vandann að fullu. Burðarþol
þessarar nýju brúar er miðað
við að tveim vögnum, öðrum
25 tonna þungum og hinum 9
tonna, sé ekið um hana sam-
tímis, með litlu millibili. Einn
ig er burðarþolið miðað við að
brúin beri 350 kg. þunga á
hvern fermeter brúargólfsins
eða 120 tonn jafnt dreifð yfir
aðalhafið. Má því nú aka
þéttri röð bifreiða eftir allri
EMIL JÓNSSON viðskipta- og samg.öngumólaráð-
herra opnaði Þjórsárbrúpa nýju til uml'erðer síðastlið-
inn fimmtudag, að viðstöddum mörgum embættismönn-
um vegamálaskrifstofunnar, atvinnumálaráðherra, sendi-
herra Breta, svo og brúarsmiðum og verkamönnum, er
að brúarsmíðinni unnu. Áður en brúin var opnuð til um-
ferðar flutti Ernil .Tónsson ræðu bá, er hér birtist.
bfúnni. Annars skal ég ekki
hér íara að lýsa brúnni. það
v.erður gert síðar í dag. Saga
þessarar brúarbvggingar verð-
ur heldur ekki rakin hér, en
aðeins þess getið, að hér hafa
mar.gir að unnið. áhugamenn
úr héraði, alþingismenn. sem
veittu fé til byggingarinnar,
verkfræðingar vegamálaskrif-
stofunnar, og vil ég þar sér-
staklega nefna til vegamála-
stjórann Geir Zoéga og Árna
Pálsson viirverkfræði.ng, sem
hafa haft forgöngu og forsögn
um alla gerð brúarinnar og
vinnutilhögun. En aúk þess
hafa unnið með þeim Ólafur
Pálsson og Snæbjörn Jónsson.
Skylt er og að geta hins brezka
firma, Dorman Long, sem smíð
aði brúna, en það eru hinir
sömu og smíðúðu Ölfusár-
brúna nýju. Þeir sendu og
hingað nokkra brezka verka-
menn til að-vinna að uppsetn-
ingu brúarinnar í sumar, þar
ó. meðal yfirsmið yfir stólsmíð
inni. Að öðru. leyti er verkið
unijið af islenzkum mönn-
um, sump.art frá Landssmiðj-
unni undir stjórn Sigurðar
Björnssonar brúarsmiðs.
Öllum þeim mönnum, sem
hér hafa á einhvern hátt lagt
hönd að verki, áhugamönnum
úr héraði, alþingi, starfsmönn
um vegamálaskrifstofu, hinu
brezka firma, banka og við-
skiptayfirvöldunum, og síðast
en ekki sízt verkamönnum og-
starfsmönnum öllum vil ég
hérmeð færa hugheilar þakk-
ir fyrir þann þátt, sem þeir
hver og einn hafa átt i því að
þetta glæsilega mannvirki ei’
I komið upp, til gagns oy þrifa.
; fvrir þá, sem hér búa og raun-
j ar fyrir þjóðiná alla.
I Ég vil svo að lokum lýsa yf-
1 ir að brúin er opin fyrir ál-
. menning til umferðar og aí
^ nota, Um leið og ég afhendi
! hana: þannig, vildi ég mega
láta í ljós þá ósk, að hún verði.
i héruðum þeim, sem að henrá
I iiggja sérstaklega, os öllum,;
sem hér þurfa um að fara, tii.
gagnsemdar og ánægju, a: •
vinnuvegunum lyftistöng og,
landinu og þjóðinni í heild til •
þrifa og blessunar.
Sýning Gunnars Gunnarssoimr
ÞEIR, sem skoða listsýning-
una. sem hinn ungi listamað-
ur, Gunnar Gunnarsson, hefur)
efnt til í Listamannaskálanum. j
munu skjótt komast að raun j
um. að þar er á ferðum lista- j
maður. gæddur frábærum og
íátíðum hæfileikum. Flestar
eru sýningarmyndirnar teikn-
ingar, og getur sýningin því íj
skjótu bragðí virzt helzt til
einhliða, en gefi maður sér
tíma til þess að skoða, kemst
maður skjótt að raun um, að
það er fyllilega ómaksins vert,
vegna þeirrar kynningar. sem
maður. þá fær af heiðarleika,
gerhygli og ást á verkefninu.
Gunnar Gunnarsson sýnir í-
þessum teikningum sínum ein-.
stæðan hæfileika til þess að tii1-
einka sér innsta eðli viðfangs-.
efnisins, það er að segja, —
hann notar ekki teikniblýant-
inn eingöngu til þess að mynda
með honum línur, heldur tekst
honum að skapa með honurn
ljóðrænt líf eða mikilúðlegt og
stórbrotið, eftir því, spm v.ið á.
Allar eru þessar teikningar við.
efni úr sögu föður hans, hins.
víðfræga skálds, „Kirkjan á,
fjallinu", sem væntanleg er í
(Frh. á 7. síðu.)