Alþýðublaðið - 13.11.1949, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 13.11.1949, Blaðsíða 6
A'LÞÝÐ U B L AÐIÐ Sunnudagur 13. nóv. 1949 ALPHONSE OAUDET » SAPPHO Fllipua Bessason hreppstjórl: AÐSENT BRÉF: Ritstjóri sæll. Nú þykir mér fjör í tuskunum hjá ykkur í höfuðborginni karl minn, og eitthvað öðruvísi en í fásinninu hjá mér. Þessa dag- ana heyrir maður ekki annað frá ykkur en veizlusöng, glasaglam ur, frásagnir af glæsilegum sýn ingum í hályftum húsakynnum, og ég veit ekki hvað. Hér í sveit hefur ekki staðið svo mikið sem ein hrútasýning, og ekkert gerzt umtalsvert, nema þegar þýzk vinnukona hefur trúlofazt, og þarf því auðvitað ekki að geta þess, að héðan hefur engu vsrið útvarpað. Útvarpað, — já Það er ein- mitt það. Þetta, að veizlu- glaunmum og sýningaljómanum er útvarpað um byggðir lands- ins, er víst hið eina, eða minnsta kosti það ,sem mest skilur dag- legt látlæíi og látalæti þjóðar vorrar nú, írá lótalátunum í borginni eilífu á síðustu dögum Rómaríkis þess hins forna, ef rriarka má það, sem Páll gamli Melsted sagði um það glæsilegh fólk. Er það þó von mín, að ekki bíði okkar sömu örlög og Róma- ríkis, enda forsagan ólík, og vísast að fall okkar yrði að sama skapi lægra, sem risið á okkur er smærra, og mundi þó sumum þykja nógu hátt, bæði fallið og risið. En nóg um það.! Þegar borgarmenningin er farin , í hvolpana,. verður það hlutverk ! ; okkar iágreistu bændamenning ! ! ar að taka við, og þá má vel! vera, að við höldum sýningii og j göngumst fyxir útvörpum. Sýn j ingu á leyfum og brotum þess sem eitt sinn var íslenzk há- menning. . . Það er samt von mín, að til 1 Þess komi aldrei, hellur berist hofmennsku okkar einhver ó- verðskuluð hjólp á síðusíu stundu, svo sem Hvalfjarðarsíld, gullfundur í Esjunni eða fundur úraníumnámu í Öskuhlíð; — því að vitanlega verður bjarg- ráðið að fijjnast í nánd v.ið höf- uðborgina. Þá mundi lika ef til Lvill verða unnt að mynda stjórn, ; nema ef svo færi þá, að allir vildu ólmir fara að stjórna, og yrði töf að stjórnarmvndun þess vegna. Annars verð ég að játa, að mér þætti, þrátt fyrir allt, eklti ófróðlegt að sjá þessa svo- nefndu Reykjavíkursýningu, en geri ráð fyrir, að ekki verði neitt úr því. Mig hefur líka lengi langað til að skoða rústir Pompei og Akropolis. Geri held ur ekki ráð fyrir að koma því í verk í þessu lífi. Enda gerir það í sjálfu sér ekkert til. Þess- ar fornfrægu rústir eru hvort eð er aðalatriðið, en ekki ég, og þær breytast hvorki til hir.s betra né þess verra, þótt ég sjói þær ekki. Öldungis hið sama má segja um Reykjavíkursýn- inguna, — hvorki hún né menn ing höfuðborgarinnar taka við það stakkaskiptum, þótt lúinn stafrsþreyttur og bölsýnn hrepp stjórakurfur ofan úr sveit, verði ekki þeirrar ánægju aðnjótandi að hrífast af glæsileik hennar. Enginn taki samt orð mín svo, að ég beri kala til höfuð- borgarinnar. Ég óska henni göðs gengis af heilum hug. Óska aö hún megi halda áfram að vaxa og vaxa, unz allt landi, öræfin og jöklarnir líka, verður ein raf Ijósaglitrahdi lífsþægindareykja vík, þar sem allir ynnu ó skrif stofum og í nefndum, eða væru þingmenn og ráðherrar. — Jafu vel þótt þá gæti leitt til nokkura vandræða að hafa enga bænd- ur til þess að skamma fyrir af- urðaokur. Hitt, að landbúnaðar afurðinar yrðu þá alls ekki fram leiddar, gerir auðvitað minna til, eða ekkert. Þær má eflaust nú þegar kaupa frá útlöndum, fyrir ólikt minni pening, heldur en við kref jumst fyrir þær, enda þótt við séum, vegna brjóst- gæða borgarbúa, látnir sitja að gróðanum. Virðíngarfyllst Pilipus Bessoson (hreppstjóri) Hnakkur fil sölu í Litla Hvammi við Engjaveg. Vélrifunarnámskeið. Cecilía Helgason, sími 81178. riYrmrrTYTrrrrrrrfYm Auglysið í Alþýðublaðinu! urnar höfðu lítið að segja. Þótt hún hefði verið hin heimsk- asta allra kvenna, ruddafengin og tíu árum eldri en hún í raun inni var, hefði hún haldið hon- um föstum með afli fortíðar sinnar — með hinni auðvirði- legu afbrýðisemi, sem nagaði hans innra mann. Og hann þaggaði ekki lengur niður í ; gremju eða köldu hatri afbrýði ■ sinnar, heldur jós úr sér skömmunum um hina ýmsu elskhuga hennar við sérhvert tækifæri. Hann sagði, að engin sala væri á bókum Dejoie; það væri hægt að kaupa hverja þeirra, sem væri, fyrir tuttugu og fimm centímur niðri á Signu- bökkum. Og að hugsa sér, að Caoudal, þetta gamla fífl, héldi áfram ástabralli á þessum aldri! „Þú veizt, að hann hefur engar tennur. Ég horfði á hann borða morgunverð daginn góða í Ville d’Avray. Hann vöðlar matnum fram og aftur fremst í kjaftinum eins og geit “ Hæfi- leikar hans voru líka alveg horfnir. Hversu hryllilegt af- skræmi stytta hans — „Skóg- ardísin“ — hafði verið á síð- ustu sýningu listamannanna! „Það er ekkert varið í hana!“ Þetta orðatiltæki hafði hann tekið. upp eftix henni, en hún hafði á hinn bóginn tileinkað sér það vegna hins nána sam- bands síns við myndhöggvar- ann. Fanny tók undir með hon- um, þegar hann réðist þannig á einn af sínum fornu keppi- nautum. Og þið heíðuð átt að heyra þennan ungling, sem vissi ekkert um listina, lífið né nokkurn skapaðan hlut, og þessa yfirborðskenndu stúlku, sem hafði tileinkað sér dálitla yfirborðsandríki vegna sam- banda sinna við þessa frægu listamenn, kveða upp dóma um þá með yfirlæti hinu mesta og fordæma þá skilyrðislaust af j orðspeki mikilli. I En andúð Gaussins beindist i alveg sértaklega að leturgraf- aranum Flamant. Hann vissi ekkert um hann, nema að hann var myndarlegur, ljós á hör- und eins og hann sjálfur og hún kallaði hann „m’ami“ — vin sinn. Hann vissi einnig, að hún heimsótti hann í fangels- ið og hún sneri sér undan án þess að mæla orð, þegar hann réðjst á hann eins og þá hina og kallaði hann „Viðkvæman tugthúsliminn“ og „Laglega einsetumanninn“. Innan skamms tók hann að bera það á ástmey sína, að hún bæri enn þá hlýjar tilfinningar í brjósti til stigamannsins, og hún neyddist því til að. útskýra þetta fyrir honum. Hún gerði það af lipurð, en þó ákveðið. „Þú veizt fullvél, að ég elska j hann ekki lengur, Jean, fyrst j að ég elska þig. Ég fer þang- að ekki framar. Ég svara ekki . bréfum hans, en þú færð mig aldrei til að tala illa um þann mariii, sem elskaði mig svo, 1 að næst gekk brjálæði — sem drýgði glæp vegna ástar sinn- ar“j Jeán hréyfði engum mót- mælum við þessari hreinskiln- islegu játningu, sem opinber- j aði þá beztu eiginleika, er hún : bjó yfir. En hann tærðist af j hatursfullri afbrýðisemí, sem j jókst vegna tortryggni hans; gagnvart henni, Þetta kom j honum til að snúa óvænt heim ! til Amsterdamstrætis um i miðjan daginn. „Ef hún skyldi nú hafa farið að heimsækja hann?“ ___________ v~-3!SJ33t?S«T3S* Hann fann hana alltaf heima. Hún sat auðum hönd- um í litlu íbúðinni þeirra líkt og austurlenzk kona, eða hún sat þá við píanóið og kenndi hinni feitu nágrannakonu þeirra, — frú Hettéma — söng. Þau höfðu tengst þessu góða fólki nánum böndum eft- ir kvöldið, er eldsvoðann bar að höndum. Þessi hjón voru rólynd, blóðrík, og lifðu í ei- lífum, svala af fersku lofti. Þau opnuðu ætíð allar hurðir og glugga upp á gátt. Herra Hettéma var teiknari í Stórskotaliðssafninu. Hann flutti verkefni sitt heim með sér á kvöldin, og það mátti sjá hann bogra yfir stóra borðið á hverju kvöldi vikunnar og all- an sunnudaginn. Skyrtuerm- arnar voru brettar upp fyrir olnboga. Hann svitnaði mjög, blés þungan og sveiflaði hönd- unum til þess að fá loftið á hreyfingu. Skegg hans óx næstum alveg upp að augum. Feita konan hans sat við hlið honum í slopp og bráðnaði einnig í hitanum, þótt hún gerði aldrei neitt. Við og við tóku þau að syngja eitt af sín- um uppáhalds tvísöngslögum til þess að kæla blóðið. Það myndaðist brátt náið samband á milli þessara tveggja heimila. Um klukkan tíu á morgnana mátti heyra háa rödd herra Hettéma við dyrnar: „Ertu þarna, Gauss- in?“ Og síðan héldu þeir af stað saman, þar eð þeir áttu samleið í áttina til vinnustaða sínna. Teiknarinn sagði lítið. Hann var gildvaxinn náungi og grófgerður í fasi. Hann stóð nokkrum þrepum neðar í þjóðfélagsstiganum en hinn ungi félagi hans. Málfar hans var svo ógreinilegt, að það var sem hann hefði eins mikið skegg upp í sér og á kjálkun- um. En það mátti finna, að þetta var heiðarlegur náungi, og hin siðferðilega upplausn Jeans þarfnaðist einmitt slíks sambands. Hann hélt dauða- haldi í þetta samband, eink- um vegna ástmeyjar sinnar. Hún lifði nú ein í sérstökum : heimi, þar sem iðrun og minn- ingar bjuggu, er ef til vill voru hættulegri en tengslin, sem hún hafði afneitað og slitið sjálfviljuglega. Hún gladdíst yfir hinu heilbrigða vinfengi sínu við frú Hettéma, sem var stöðugt að hugsa um velferð manns íns, -—• um lost- ætið, er átti að koma honum að óvörum við kvöldverðinn og nýja lagið, sem hún ætlaði að syngja fyrir hann, er að ábætinum kæmi. En Jean tók að þjást af efa- semdum, þegar vinátta fjöl- skyldnanna tók að þróast svo, að tekið var að skiptast á heimboðum. Þessi hjón héldu auðvitað, að Jean og Fanny væru gift. Samvizka hans neit • aði að halda þessum blekking- um áfram, og hann sagði . Fanny að skýra vinkonu sinni frá þessu, svo að um engan misskilning yrði að ræða. þetta kom henni til að hlæja hjartanlega: Vesalings barnið- Enginn var jafn saklaus og hann. „Hvað? Þau hafa aldrei truað því, eitt augnablik, að við værum gift. Og þeim er víst sama um það! Vissir þú bara, hvert hann fór til þess. að ná í konuna sína! Hann giftist henni aðeins til þess að geta notið hennar einn, og þú sérð, að fortíðin veldur honum ekki miklum áhyggjum“. Hann gat ekki trúað þessu. Gat þessi góða sál með björtu sugun og barnslega brosið á mjúku feitu andlitinu verið fvrrverandi hóra? Þessi kóna með sveitamálfarið, sem dró seiminn að hætti sveitafólks? Henni fannst aldrei nóg við- kvæmni í lögunum né málfar umræðnanna of fyrirmann- legt. Og maðurinn hennar, svo rólegur og öruggur í ástþrung- inni vellíðan sinni. Jean virti hann fyrir sér, er hann gekk við hlið honum. Hann tottaði pípuna og andvarpaði öðru hverju af alsælu. En Jean sjálfur var alltaf þungt hugsi —• tærði sjálfan sig með afl- vana reiði sinni. ,.Þú jafnar þig, „m’ami“, sagði Fanny blíðlega við hann á þeim stundum, þegar þau sögðu hvort öðru allt. Þá var hún vön að róa hann, eins blíð- leg og töfrandi og fyrsta dag- inn, en með nýjum blæ and-. varaleysis, em Jean gat ekki skilgreint fyrir sjálfum sér. L w 1 A T

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.