Alþýðublaðið - 24.11.1949, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 24.11.1949, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 24. nóv. 1949. ALÞYÐUBLAÐlö 7 Æskulýösvika .K.F.U.M. og K. Samkoma í kvöld kl. 8,30. Síra Biarni Jónsson vígslu- biskup talar. -— Allir vel- komnir. RIKISINS austur um land í hringferð hinn 28. þ. m. Tekið á móti flutningi til Fáskrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar, Eskifjarðar, Norðfjarðar, Seyðisf jarðar, Þórshafnar, Raufarhafnar, Kópaskers, Húsavíkur, Akur- eyrar og Siglufjarðar á morg- un. Pantaðir farseðlar óskast sóttir árdegis á laugardag. „Skjaldbreið" til Húnaflóa-, Skagafjarðar- og Eyjafjarðarhafna hinn 26. þ. m. Tekið á móti flutningi til hafna milli Ingólfsfjarðar og Haganesvíkur, einnig til Ólafs- fjarðar og Dalvíkur í dag. Pantaðir farseðlar óskast sótt- ir á morgun. HANNES Á HORNINU Framha)d af 4. síðu. selja þessa rúma hundrað að- göngumiða opinberlega, því < ru þeir ekki tölusettir á ákveðin borð, heldur gert sér að leik að pína fólk, sem lengst í biðröð- um, alveg að ástæðulausíu? For stöðumenn ,,Bláu stjörnunnar'' verða að breyta því fyrirkomu lagi, sem nú er haft á þessari aðgöngumiðasölu. Og því skal ekki trúað að óreyndu, annað e’n að þeir geri það“. Auglýsið í Aiþýðublaðinu! Minningarorð Guðmundur Sigurðsson, Holti SÍÐAST LIÐINN FÖSTU- DAG var jarðsettur í Hafnar- firði Guðmundur Sigurðsson, Holti, Hafnarfirði. Með Guð- mundi er hniginn í valinn mæt ur maður úr alþýðustétt. Mað- ur, sem unnið hefur langan starfsdag hörðum höndum, og hvergi hlíft sér. Dugnaði hans og starfsgleði var viðbrugðið, og aldrei var æðrazt, þótt móti blési. Guðmundur var fæddur í Vestmannaeyjum 8. des. 1885, en ólst upp á Seyðisfirði. Tii Hafnarfjarðar kemur hann 1907 og hefur ávallt átt hér heima síðan. Guðmundur varð fyrir því þunga áfaili að missa móður sína kornungur, og ólst hann upp hjá vandalausum. Það ræður því að líkum, að hann heíur snemma orðið að leggja fram krafta sína og vúnna fyrir sér, svo sem títt var í þá daga. Aðalstarf Guðmundar var sjómennska, og stundaði hann sjómennsku á opnurn skipum, skútum og togurum. Sjó- mennskan átti vel við Guð- mund, enda harðduglegur að hverju, sem hann gekk, og sér staklega vinsæll og góður fé- lagi. Stayfssaga Guðmundar verður sennilega aldrei skráo. fremur en svo fjölda margra annarra, sem vinna þjóðnytja störf í kyrrþey af dugnaði og skyldurækni, en áreiðanlega hefur hann oft komizt í hann krappan á sinni löngu sjc- mannsævi og oft lagzt þreytt- til hvíldar. En við slíka rnenn stendur þjóðin í mikilli þakk- arskuld. Slíkir menn eru’ undir staða þjóðfélagsins efnalega og menningarlega. Guðmundur var giftur Þóru Egilsdóttur, mætri mvndar- konu. Hana missti hann fyrir 17 árum síðan. Enda þótt efn- in væru lítil, einkenndi heimili beirra jafnan snyrtimennska og myndarbi'ag.ur. Þau .hjónin eignuðust 5 mannvænleg börn og eru þrjú þeirra á lífi og bú sett í Hafnarfirði. Þau hjónin eiga nú marga afkomendur, allt myndarlegt mannkosta fólk. Alþýðuflokknum fylgdi Guð mundur alltaf að málum, og var, frá því sá flokkur var myndaður, ávallt öruggur stuðn ingsmaður hans. Hann var einn ig traustur þátttakandi í verka íýðsheyfingúnni frá byrjun og var félagi í Sjómannafélagi Reykjavíkur. Lífsskoðun Guð- mundar byggðist á hugsjón jafnaðarstefnunnar, um betri lífsskilyrði allra og meiri mann kærleika. Guðmundur var drengur góð ur, í þess orðs beztu merkingu. Hann ávann sér vináttu allra sr kynntust honum og var vel virtur af öllum. Hafnfirðingur. Fjölmennur fundur í Hafnarfirði Frh. af 5. síðu. ovikráðum við kjör okkar og réttindi". í félagið gengu 12 nýir fé- lagar og var mikill áhugi og einhugur ríkjandi á fundin- um fyrir sigri Alþýðuflokksins við næstu bæjarstjórnarkosn- ingu. Að lokum var sýnd kvik- mynd. Guðmundur Sigurðsson. Skógræktarkvik- mynd sýnd hjá Nordmannslaget á mánudaginn. FUNDUR var haldinn í Nord manslaget í Tjarnarcafé á mánu dagskvöld. Eipar Farestveit formaður fé lagsins stýrði fundi, en Hákon Bjarnason skógræktarstjóri skýrði frá komu norska skóg- ræktarfólksins hingað í vor sem leið og för íslendinganna til Noregs. Þakkaði hann Nord manslaget fyrir þá velvild og -fyrirgreiðslu, .sem það haíði sýnt, bæði með stórri. peninga- gjöf og eins með því að halda mikið skilnaðarhóf hér, er Norðmennirnir fóruj en íslend ingarnir komu heim. Ræddi Hákon Bjarnason síð an um gagn það er af þessari ferð hlauzt, reynslu þeirri sem fengizt hafði og möguleikana á að halda slíkum ferðum áfram annað eða þriðja hvert ár. Síðan var sýnd kvikmynd frá gróðursetningarstörfum hér á landi, sú mynd verður síðan felld saman við myndir þær, sem teknar voru af íslending- unum í Noregi. 228 flugvélar lenlu í Keflavík í oklóber í OKTÓBERMÁNUÐI 1949 lentu 228 flugvélar á Keflavík- urflugvelli. Millilandaflugvél-1 ar voru 182. Aðrar lendingar voru einkaflugvélar svo og björgunarflugvélar vallarins. Með flestar lendingar voru eftirfarandi flugfélög: Trans- Canada Air Lines 32 (sem er 15 færri en í september), British Overseas Airways Corporation 19, Air France 17, American Overseas Airlines 12, Royal Dutch Airlines (K.L.M.) 6, Trans Ocean Air Lines 5 og Seaboard & Western 5. Flug- her Bandaríkjanna var með 55 lendingar. Farþegar með millilandaflug vélum vsru samtals 3778. Til íslands komu 210 farþegar, en héðan fóru 194. Flutningur með millilandaflugvélum var 81011 kg. Til íslands var ■flutningur 32 042 kg., en 1798 kg. voru send héðan. Flugpóst- ur vár 30 823 kg. Hingað kom af flugpósti 652 kg., én héðan voru send 323 kg. af flugpósti. Hinn þekkti katólski leiðtogi og rithöfundur Francis Spell- man kardínáli var meðal far- begar, sem komu til Keflavík- urflugvallar þ. 11. október. Spellman kardínáli var á leið til New York frá Róm og Par- ís. Ferðaðist hann með einni af flugvélum Air France. Einnig var Charles E. Lindbergh ílug'- kappi gestur á Keflavíkurflug- velli í mánuðinum. Reknetabátarnir í höfn í fyrrinótt. í FYRRINÓTT voru flestir reknetabátarnir í höfn vegna óhagstæðs veðurs. Síldarleitar- rkipið Fanney var einnig í Reykjavík í fyrrinótt, en fór í gærmorgun út á ný. Fyrst hér inn á Sund, en síðan hélt hún vestur flóann og mun hafa far- ið vestur með Reykjanesi. Nokkrir trollbátar leituðu hér innarlega í firðinum í gær, on urðu ekki varir síldar. SÍBS berasl rúmar 13600 kr. að gjöf S.Í.B.S. hafa nýlega borizt eftirtaldar gjafir, að upphæð samtals kr. 13 660,50: Frá: Starfsmönnum Búnað- arbanka íslands kr. 500, N. N. 100, Jóni Kr. ísfeld, Bíldudal, 39, konu á Akranesi ÍGO. Magn úsi Lárussyni 20, Jörundi Sveinssyni 50, Ingu Egilsson, Kanada, 125, Ingibjörgu Hjálm arsdóttur 50, vinum Ingvars Bjömssonar frá Brún 3130, dóttur Guðríðar Magnúsdótt- ur 100, Hólmfríði Magnúsdótt- ur 50, Áslaugu 100, N. N., Stykkishólmi 200, N. N. 10, Þ. K. 300, N. N. 500, Runólfi Ei- ríkssyni 100, N, N. 100, Þ. Þ. 80, Gísla H. Friðbjarnarsyni 200, S. H. 50, Ágúst og Friðrik 240, N. N. 100, Fanny Benónýs 100, Olgu Berndsen 50, Vest- mannaeyingum 361,50, Ólafi Finsen, Akranesi 100, konu í Keflavík 100, Ó. M. 50, Krist- ínu Runólfsdóttir, Hafnarfirði, 525, Ingólfi Pálmasyni, Borg- arnesi 100, Karólínu Guð- mundsdóttur 1000, Oddi Thor- arensen, Akureyri, 5000. ^.........- WARD, aðalræðismanni Bandaríkjanna í Mukden í Mansjúríu, var vísað úr landi af kommúnistayfirvöldunum þar í gær, ásamt fjórum starfs- mönnum hans. Lesið AlþýðublaSið 1 Orðsending til boksala frá HELGAFELLI. Bókmenntaviðburður haustsins er ný kvæðabók" eftir Halldór Kiljan Laxness. Kvæðakver um 70 kvæði ný og gömul. Bókin verður afgreidd í bókabúðir innan 10 daga. Uþplag bókarinnar er takmarkað og þurfa pantanir að berast strax. — Bókhlöðuverð er kr. 60,00 og kr. 65,00. — Bókin er ekki seld í umboðssölu. — Áskrifendur að verkum Laxness fá hana senda heim og fá þeir hana með sér- stöku verði. Eínnig geta þeir, vitjað hennar nú þegar í áskriftardeildina, Veghúsastíg 7. — Tekið á móti nýjum áskrifendum á eftirtöldum stöðum: Veghúsastíg 7, shni 1651. Aðalstræti 18, sími 1653. Njálsgötu 64, sími 7070. Laugavegi 39, sírni 2946. Laugavegi 100, sími 1652. Aausturstræti 1, simi 1336. Lækjargötu 6 A, — sírni 6837.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.