Alþýðublaðið - 10.12.1949, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 10.12.1949, Qupperneq 6
I ALÞÝÐUBLAÐIÐ Laugardagur 10. des. 1949. TÓNUSTARBLAÐIÐ MUSICA, jólablaðið er nú komið út. Blaðið er afar fjölbreytt að vanda, og flytur efni fyrir alla. Bezta jólagjöfini er áskrift að Musica. TONLISTARBLAÐIÐ MUSICA. Afgreiðsla Laugaveg 58. Áskriftarsímar 3311 & 3896. ALPHONSEDAUDET « EITT LÍTIÐ ÁSTARKVÆÐI. Kvæðið er um konu og mann; hana og hann. . . Hann þótti snemma þrálynt barn og þægur fáum, — tíminn leið. Og borgin beið. Þar græddi hann fé á fingri og tá •— en flestum þótti lund hans körg. Við falsi og prettum fljótt hann sá og sniðgekk þá, sem snapa og slá. Hans orðtak var: „Ég sjálfur á, það sem ég á og læt ei svína og svindla á mér. . . Nei, svei mér þá“. Og þeim, sem heyrðu þetta svar og þungan, sem á bak við lá, ei leizt þar gott um bón né "" björg. . . Ég vil fá skýr og hiklaus svör. Ég sjálfur á, það sem ég á og læt ei svína og svindla á mér. . . Nei, svei mér þá“. Hún breytti svip, — en svarið beið, þá sagði hann: Farðu beina leið og þvoðu þér, Ég læt ei svína og svindla á mér. . En hún stóð kyrr. Þá greip hann æði. Upp hann stóð og að henni óð. „Ég krefst að fá þig sjálfa að sjá, og síðan hjúskap ræða má, en heldur ekki hóti fyrr. Ég læt ei svína og svindla á mér. . . Nei, 'svei mér þá“. En, — flestum er við falli hætt ef fögur stúlka bragði nær, sem eins og sól, með augun skær við ástum hlær. Svo leikur fór, að loksins hann hjá ljúfri meyju yndi fann, sem vildi eignast efnamann . Já, hún var fríð, — með heið- gullt hár og hvelfdar brár, á hörund björt, sem heiður snjár en rjóð á kinn og rauð á vör. Við bros á tennur bjartar skein og blikuðu augun, kát og snör, sem hún var engin önnur nein. Að brúðkaupsdegi styttist stund. Hann starði á meyna langa hríð og mælti síðan hægt og hljótt, sem hefði að honum grunur sótt: „Já, _ þú ert fríð . . . Og fagurt bros þitt, röddin biíð. En seg mér eitt, , sem auðvitað fær engu breytt, — er roðinn ekta á vanga og vör? í baðherbergið bar hann mey. Við bæn og hótun sagði, — nei.' Bvo þvoði hann hennar andlit allt og óðar sá, að handklæði, sápa og heitt og kalt, er helzta það, sem treysta má, því roðinn hvarf, en húðin grá með hrukkum og skellum til og frá og bólum og nöbbum blasti við. Hann bölvaði, ér hún bað um grið og skömmum ekki undan lét, hún ákaft grét. ,,Ég held þú þurfir höfuðbað, og hafðu það. Ég heimta að fá þig sjálfa að sjá og læt ei svína og svindla á mér. . . Nei, svéi mér þá“. Og bursta og sápu hann beitti í gríð unz breyttist gullið lokkaflóð í skolhært reyfi. . . Hun rak upp hljóð og reif sig lausa, höndum brá að höku og munni og hljóp á dyr. Á bj artar .tennur bliki sló á baðmöttunni, — hann stóð kyr og starði á dyrnar stutta hríð. Svo steytti hann hnefa, barði og skók ' og grimmdarlega grenja tók: vinnusölum listamannanna, geðjaðist ekki að sveitinni nema í smáskömmtum, svo sem skemmtiferðum upp í sveit og máltíðum úti í grænni náttúrunni. Henni geðjaðist að- eins að sveitinni sem stað, þar sem maður getur æpt, velt sér í grásinu og sleppt sér með elskhuga sínum. Hún fyrirleit fyrirhöfn og vinnu. Sex mán- aða reynsla hennar sem ráðs- i kona hafði alveg þurrausið þrek hennar í langan tíma, og hún varð því altekin draum- kenndum sljóleika, varð ofur- ölvuð af hinu þægilega lífi og ferska loftinu, sem gerði hana svo þreklausa, að hún hafði varla þrek til þess að klæða sig, greiða hár sitt né jafnvel opna lokið á píanóinu. Sveitakona nokkur hafði ver- ið fengin til þess að sjá alger- lega um heimilisreksturinn, og Fanny gat því ei dottið neitt í hug nema heimsókn til Olym- pe, þvaður við nágrannana og vindlingarnir — haugar af vindlingum, þegar hún fór yfir daginn í huganum á kvöldin til þess að geta lýst honum fyr- ir Jean. Það mátti sjá leifar eftir vindlinga, sem skemmdu marmarahilluna yfir arninum. Var klukkan þegar orðin sex? Það var aðeins tími til þess að fara í kjól, stinga blómi í belt- ið og fara út á grasi gróinn veginn til þess að taka á móti honum. En hún fann fleiri en eina afsökun fyrir því að fara ekki út, þegar þoku- og regntími haustsins kom og kvölda tók snemma. Og hann kom oft að henni óvarri í einum af hvítu ullarsloppunum með djúpu fellingunum, þegar hann kom heim á kvöldin, en í slíkan inni- slopp fór hún á morgnana. Hár hennar var þá hrúgað upp í hnút á alveg sama hátt og er hann fór á morgnana. Honum fannst hún töfrandi þannig bú- in. Hold hennar, sem var enn unglegt, var vel hirt og freist- andi, reiðubúið að þýðast blíðu atlot hans. Það var enginn fatn- aður slíku til trafala. Og samt hneykslaðist hann áþessu þrek- ieysi. Hann leit á það sem hættumerki, er skaut, honum skelk í bringu. Hann reyndi sitt ýtrasta til að auka tekjur þeirra dálítið, án þess að þurfa að leita á náð- ir ættingjanna heima á Caste- letsetrinu. Hann eyddi nóttum niðursokkinn í áætlanir, teikn- ingar og eftirmyndir af útbún- aði fyrir stórskotaliðið, fall-, byssum og byssum af nýrri gerð, sem hann teiknaði fyrir Hettéma. En loks kom að því, að hin lamandi áhrif sveitar- innar og einverunnar tóku að segja til sín — þessi áhrif, sem hinir sterkustu og þrekmestu láta yfirbuga sig. Hinu sljóvg- andi fræi þeirra hafði verið sáð í hug hans og hjarta í bernsku hans á hinum afskekkta Caste- letsetri. Og hin efnisþrungna nærvera hinna feitu nágranna þeirra hjálpaði til við þennan gang málanna. í hinu endalausa rápi á milli húsanna tveggja smit- uðu nágrannarnir þau dálítið af sinni andlegu niðurlægingu og óeðlilega miklu matarlyst. Það kom einnig að því, að Gaussin og ástmey hans tóku að ræða um máltíðir og hátta- tíma. Césaire hafði sent þeim tunnu af „froskavíninu1 sínu, og þau eyddu heilum sunnudegi í að setja það á föskur. Þau höfðu dyrnar á litla kjallaran- um opnar upp á gátt fyrir síð- asta sólskini ársins frá bláum himni, þar sem bleikir skýja- flókar sveimuðu eins og skógar- lyng á litinn. Þau voru ekki mjög fjarri þeim tíma, þegar tréskór, fylltir hálmi, og blund- ur eftir kvöldverðinn tæki við. Til allrar hamingju gerðist nokkuð, sem snéri hugsunum þeirra í aðra átt. veizt, hve ég hef þráð að eign- ast barn með þér! Við gætum alið þennan snáða upp og menntað hann. Eftir nokkurn tíma elskar maður litlu greyin, sem tínd eru upp af götunni, jafnheitt og maður ætti þau sjálfur.“ Hún vakti einnig athygli hans á því, hvílk skemmtun þetta yrði henni, þar eð hún væri alein allan daginn og væri að verða heimsk vegna heillra hauga af óskemmtileg- um hugsunum. Barn veitir tryggingu. Svo sá hún, að hann hræddist kostnaðinn. Hún sagði: „Kostnaðurinn er eng- inn. Hugsaðu þér bara! Sex ára gamall! Við búum til föt handa honum úr gömlum fötum af þér. Olympe veit, um hvað hún talar, og hún fullvissar mig um, að við myndum ekki taka eftir kostnaðinum.“ „Ég læt ei svína óg svindia á . _ á mér . . . Nei, — svei mér þá. . .“ Leifur Leirs. Hann kom að henni í mjög æstu skapi kvöld nokkurt. Olympe hafði sagt henni sögu um lítinn dreng, sem alinn var upp af ömmu sinni í Morvan. Foreldrar drengsins voru eldi- viðarsalar í París. Þau höfðu ékki skrifað né sent peninga mánuðum saman. Amman dó snögglega, og nokkrir pramma- karlar höfðu flutt strákinn með sér um Yvonneskurðinn og ætluðu að skila honum til for- eldranna, en þeir gátu ekki fundið neina foreldra. Eldivið- argarðurinn var lokaður, móð- irin hafði strokið með elskhuga cínum, og faðirinn var orðinn gjaldþrota drykkjuræfill og hafði horfið! Já, það var nú meira velsæmið, sem ríkti ,á bessum heimilum, sem voru í samræmi við guðs og manna lög! Og svo stóð litli snáðinn, aðeins sex ára og alveg yndis- legt barn, eftir á götunni án matar eða klæða. Hún varð svo hrærð, að það iá við, að hún tárfelldi. Síðan sagði hún snögglega: „Hvernig væri það, að við tækjum hann að okkur? Ertu því samþykkur?“ ;,Hvífíkt brjálséði!11 „Hvers vegna?“ Og hún hjúfraði sig upp að honum og hélt áfrám lokkandi rómi: ,,Þú „Hvers vegna tekur hún hann þá ekki að sér?“ sagði Jean með stirðlyndi manns, sem finnur að hann er sigraður af sínu eigin veiklyndi. Hann reyndi samt að. streitast á 'móti og notfærði sér hina sannfær- andi mótbáru: „Og hvað skeð- ur, þegar ég verð hér ekki leng- ur?“ Hann minntist sjaldan á brottför sína til þes að hryggja Fanny ekki, en hann hugsaði um brottförina, og sú hugsun veitti honum fróun, er hann minntist hættanna af sínum nú- verandi lifnaðarháttum og hinna sorglegu leyndarmála, sem De Potter hafði trúað hon- um fýrir. „Hugsaðu þér, hví- líkum vandræðum barnið mun valda, hvílk byrði hann mun verða þér í framtíðinni!“ Fanny vöknaði u,m augun. „Þér skjátlast, ástin mín. Hann mun verða sá, sem ég get fcalað við um þig. Hann verður mér huggun, en einnig ábyrgð- arauki, sem mun gefa mér þrek til að vinna og skilja eftir hjá mér löngun til að lifa.“ Hann hugsaði um þetta stundarkorn, ímyndaði sér hana aleina í húsinu. „Hvar er litli snáðinn?* „Iijá prammakarli í Bas- Meudon, sem hefur tekið hann að sér í nokkra daga. Síðan tek- ur sjúkrahúsið við eða þá fá- tækrahælið.“ „Jæja, farðu þá og náðu í hann, fyrst þig langar svona mikið til þess.“ Hún varpáði örmunum um háls honum og lék sér allt kvöldið glöð sem barn. Hún lék á píanóið og söng, hamingju- söm, full-af kæti — ummynduð. Næsta morgun minntist Jean á ákvörðun þeirra við Hettéma í lestinni. Hann virtist vita um þetta, en virtist vera ákveðinn í, að skipta sér ekki neitt af því. G O L I A T

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.