Alþýðublaðið - 14.12.1949, Side 7

Alþýðublaðið - 14.12.1949, Side 7
MiSvikudágiu* 14. des. 1949 4LÞÝÐUBLAÐIÐ Minningarorð Halldór Halldórsson bankasfjóri I DAG verður jarðsunginn, hér í Reykjavík Halldór Hall- dórsson bankastjóri frá Isa- firði. Hann andaðist eftir upp- skurð í sjúkrahúsi ísafjarðar þann 5. þ. m., 49 ára að eldri. Halldór heitinn var fæddur Reykvíkingur, sonur hjónanna Halldórs Jónssonar, banka- gjaldkera, og Kristjönu Pét- ursdóttur. Hann lauk stúdents- prófi frá menntaskólanum hér, árið 1920, stundaði eftir það nám við verzlunarháskóla í Kaupmannahöfn, og gerðist síð an starfsmaður, fyrst við ís- landsbanka, en síðan við Út- vegsbanka íslands h.f. í febrú- ar árið 1933 var hann skipaður bankastjóri við útibú Útvegs- bankans á Isafirði, og því starfi gegndi hann til dauðadags. Halldór tók við hinu ábyrgðar- mikla starfi sínu á erfiðum tíma. Sem bankastjóri í fá- tækum fiskimannabæ tókst hann á hendur miklu vanda- samara starf, en hann hafði áð- ur unnið. Til ísafjarðar kom hann ókunnugur og óþekktur Við þessar aðstæður hefði það verið bæði mannlegt og af sakanlegt, þótt störfin hefðu — a. m. k. til að byrja með — ekki gengið með öllu snurðu- iaust, að hinn nýi bankastjóri og bæjarbúar hefðu ekki full- komlega átt samleið. En þann- jg var þessu ekki farið. Hall- dór Halldórsson gerði sér þeg- ar '-frá upphafi far um að skilja Isfirðinga og kynnast afkomu- möguleikum þeirra, og í dag er haíin syrgður af þeim sem sá balikastjóri, er bezt hafi skilið þarfir atvinnulífsins á staðnum og;mesta fjárhaglega hjálp hafi veitt því, miðað við aðstæður allar, og getu þeirrar stofnun- ar, er hann veitti forstöðu. Hann er einnig syrgður sem mikill mannkosta maður og prúðmenni, sem í engu mátti vamm sitt sita. Slík var við- kýnning ísfirðinga af Halldóri Halldórssyni eftir sextán ára samstarf. Sem embættismaður og í einkalífinu hafði hánn eignast fjölda vina, en enga óvini, í fiskimannabænum, sem hann flutti til, öllum ó- kunnugur, fyrir 16 árum. Það er ekki öllum gefið, að gegna þannig svipuðum á- ' byrgðarstöðum og Halldór heit inn gegndi, að þeir ekki hljóti óvild einhverra, sem þeir, em- baéttis síns vegna, verða að gera afturreka með erindi. Og méð því, sem hér að framan héfur verið sagt, er ekki átt við það, að Halldór hafi ekki stúndum orðið að synja mönn- um um erindi, eins og aðrir í svipuðum stöðum. En það gerði hann aldrei nema að mjög vel athuguðu máli ,og þá áf því, að hann var á verði um hagsmuni bankans, sem sam- vizkusamur og skyldurækinn embættismaður. En honum tókst svo vel að sameina- það tvennt, að gæta hagsmuna bankans, og veita atvinnulíf- jnu á Isafirði fullan stuðning, að fyrir þetta hlaut hann al- menna viðurkenningu og virð- jngu ísfirðinga þegar á fyrstu árum sínum sem bankastjóri. Og í þeim erfiðleikum, sem ís- firzk útgerð hefur átt við að etja síðan 1945, vegna afla brests og dýrtíðar, veitti Hall- dór jafnan lið sitt til að skip bæjarbúa gætu haldið áfram veiðum og haldið uppi atvinnu í bænum. Eins og ástatt er, verðúr vandfundinn maður til að taka við störfum Halldórs Halldórssonar, er leysi þau jafn vel af hendi. Hér hefur mest verið rætt um bankastjórastörf Halldórs heitins, en undirrituðum er einnig ljúft að minnast ánægju legrar viðkynningar við hann að öðru leyti. Hinn prúðmann lega framkoma hans, glæsi- mennska og góðmannlegt yíir- bragð hlaut að heilla alla, sem samskipti áttu við hann. Halldór hafði fastmótaða stjórnmálaskoðun og fylgdi Sjálfstæðisflokknum að mál- um. Um skeið var hann for- maður í fulltrúaráði flokksins á ísafirði, og á árunum 1942 til 1946 átti hann sæti í bæj- arstjórn Isafjarðar, sem full- trúi flokks síns. Aldrei varð þess vart, að Halldór léti stjórn málin hafa áhrif á störf sín, eða að hann færi í manngreinar- álit af þeim sökum. Slíkt taldi hann sér ekki samboðið. Af hugðarefnum Halldórs ber fyrst að nefna hljómlistina, en hún var hans hjartans mál, og var hann sjálfur afburða- snjall píanisti. Hann hafði for göngu um stofnun tónlistarfé- lags og tónlistarskóla á Isa- firði, sem nú eru byrjuð annað starfs ár sitt, og var Halldór formaður tónlistarfélagsins til dauðadags. Halldór var einn af stofnendum Rotaryklúbbs- ins á ísafirði, og lengi formað- ur hans, og er það ekki afmælt, að í störfum sínum og hátterni var hann sannur Rotarian. Hér er ekki rúm til að skýra nánar frá lífi og starfi Halldórs Halldórssonar. Hann var kvæntur ágætri konu, Liv, fæddri Ellingsen. Hún lif- ir mann sinn ásamt fimm ung- um börnum. Við fráfall hins hugulsama og ænrgætna heim- ilisföður á bezta skeiði er að konu hans og börnum kveðinn þungur harrnur, sem fátækleg orð fá ekki sefað; en þegar jarð neskar leifar Halldórs Hall- dórssonar eru nú bornar til hinnstu hvíldar, þá er það huggun harmi gegn, að minn- ingin um hann er minningin um fagurt og göfugt mannslíí. Birgir Finnsson. ymfóníuhljom- Framh. af 3. síðu. brideseyja-forleiknum (sem stundum er líka kenndur við Fingalshelli) eftir Mendels- sohn. Þetta glæsilega verk og fagurlega gerða íyriy hljóm- sveitina varð að sumu leyti harðast úti í meðferð hennar, og var þess raunar að vænta. En þrátt fyrir ágallana í smærri dráttum þessarar myndar, tókst stj.órnandanum þó að gæða hana lífi og litum, sem munu gera hana- minnis- stæða. — Píanókonsertinn nr. 1 í e-moll eftir Chopin naut sín í heild betur, og átti ein- leikarinn, Rögnvaldur Sigur- jónsson, sinn drjúga þátt í því. Leikur hans var öruggur og hispurslaus og skilningur hans á verkinu karlmannlegur, en þó innilegur án óþarfa við- kvæmni. — Að lokum var leik- in symfónía í G-dúr eftir Haydn, eitt af ágætustu og vinsælustu verkunti hans. Flutningur hennar var allur myndarlegur og röggsamlegur, en ekki til fulls heflaður, og munu ástæðurnar til þess Ijós- ar af því, sem að ofan er rit- að. Byrjun annars þáttar hefði t. d. mátt vera talsvert veik- ari, til þess að hið fræga páku- högg hefði tilætluð áhrif. I síðasta þættinum gerðust ein- stök hljóðfæri um of áberandi og spilltu þannig heildarsvipn- um til muna. En allt um það sátu áheyrendur sem fastast, þótt efnisskráinni væri lokið, og létu hvergi bifast, fyrr en Tokaþáttur symfóníunnar hafði verið endurtekinn. Fögnuður þeirra var mikill og einlægt þakklætið til þeirra manna, sem að þessum tónleikum höfðu staðið og gert þá svo ánægjulega sem raun bar vitni, þrátt fyrir alla erfið- leika. J. Þ. Bandaríkjamenn mólmæla Frh. af 1. síðu. sett undir slíkt eftirlit af hálfu búlgörsku stjórnarinnar, að það gæti vart starfað lengur í Sofia Hlyti slíkt og þvílíkt að spilla stórlega sambúð Bandaríkj- anna og Búlgaríu._____ lubörn Jólablað Alþýðublaðsins er komið út. Komið í afgreiðslu blaðsins og seljið jólablaðið. A l þýöublaðið Saltað íryppakjöt í hálftunnum. Ódýr matarkaup. Samband ísl. samvinnufélaga. Sími 2678. fer til Færeyja og Kaup- mannahafnar fimmtudaginn 15. des. kl. 6 síðd. Farþegar komi um borð kl. 5. Fylgibréf yfir vörur komi á miðvikudag. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen. Erlendur Pjetursson. Litli í þýðingu sera Friðriks Friðrikssonar er jólabók unglinganna. Bókagerðin LIUA fiCVSECA Nýjasta skáldsaga Vilhj. S. Vilhjálmssonar kom út fyr- ir rúmum mánuði og selst mjög ört. — Þetta er skáldsagan um verkalýðs- hreyfinguna, kaupfélags- skap á glapstigum, stétta- tilfinningu allþýðu í sveit og við sjó, stéttahatur, ein- staklingshyggju, breyting- ar í atvinnuháttum, örlög og ástir. — Gagnrýnendur eru sammála um, að hér sé um að ræða merkilegt og sögulegt skáldrit, sem jafnframt verði alltaf talið klassiskt heimildarrit um íslenzk férágsmálefni á fyrri hluta þessarar aldar, snilldarlega skrifað og ör- lagaþrungið. — Lesið KVIKU um jólin. Síðustu eintökin af fyrjá skáldsögum V.S.V., BRIM- AR VIÐ BÖLKLETT og_ KRÓKÖLDU, sem innköll- uð hafa verið til forlags- ins, fást nú í bandi hja Bækur og ritföng, Austur- stræti 1, og í bókabúðum vorum. HELGAFELL. Auglýsið í .Alþýðublaðinu! -f' -.‘4 m

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.