Alþýðublaðið - 29.12.1949, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 29.12.1949, Blaðsíða 5
Fimmíudagur 29. des. 1949 ALÞVÐUBLAÐÍÐ ER ATTLEE hafði tilkynnt hina nýju sparnaðarlöggjöf brezku stjórnarinnar í þinginu, ávarpaði hann þjóðina í út- annars á þessa leið: ,,Við höf- um sett okkur það takmark að skapa hér velferðarríki, þar sem allir megi búa við farsæld og öryggi. En velferðarríki getur því aðeins skapazt, að grund- Völlur þess hvíli á heilbrigðri velmegun. í dag eyðum við Jneira en við öflum. Því er þessi nýja sparnaðaráætlun lög fest. Við grípum ekki til þessa ráðs með glöðu geði. Við erum tilneyddir". Og Attlee hefur vissulega þótt fyrir því að verða að flvtja þjóð sinni slíkan boðskap. rÁrið 1937 reit hann bók nokkra: ..Sjónarmið Aíbýðuflokksins“. í henni er að finna tillögur að flestum eða öllum þeim umbót um, sem stjórn hans hefur unn Ið að síðustu fjögur árin, á sviði efnahags- og þjóðskipulags- rnála. Að vísu hefur meira borið á sumum samstarfsmönnum lians í stjórninni heldur en sjálfum honum, en orsök þess er fyrst og fremst sú, að þeir fiafa staðið fyrir framkvæmd þeirra mála, er mesta athygli almennings hafa vakið. En engum, sem átt hefur þess. kost að kynnast brezkum stjórnmál- um náið að undanförnu, fær dulizt, að það er Att.lee, sem átt hefur mestan þátt í mót.un þessarra mála og hrundið þeim í framkvæmd. Og hann hefur einnig mótað Alþýðuflokkinn brezka meira en margan grunar. Sú raun- fiæfa, markvísa áfangastarf- semi að umbótum, er hann sjálf ur beitti með góðum árangri þegar hann sem ungur maður hafði forustu verkalýðsmála í austurhverfi Lundúna, er nú annar traustasti hornsteinn flokksins. Annar er drengskap- arandinn, bjartsýnin og ýlríkt mat á öllu mannlegu, -r— en einnig það er einkennandi; fyr- ir persónugerð Attlees sjálfs. Attlee hefur haft leiðsögn og forustu á hendi til hins fyrir heitna velferðarríkis. Nú hefur hann órðið að bjóða fylgismönn um sínum að nema staðar um stund, unz sigrazt hefur verið á efnahagslegum torfærum. Engum mun því falla það þyngra en einmit honum, að ferðin getur ekki haldið á- fram án tafa. Síðastliðinn vetur heyrði ég þlaðamann, sem hlynntur var stjórn Attlees, segja við hann: „Það má fyrr, vera, hvað það er örðugt að bregða upp greina- góðri mynd af yður“. Attlee brosti við. „Ég veit það,“ svar- aði hann, en lofaði hvorki bót rié betrun. Um sama leyti var ég kynnt- ur honum, en áður hafði ég um íiokkurra ára skeið haft tæki- færi til þess að veita honum athygli, þar eð ég sótti, sem folaðamaður ársþing Alþýðu- flokksins. Ög nú þótti mér,‘ sem ég skildi betur, hvers vegna foonum er svo vandlýst. Almenningur þekkti hann sáralítið, þegar hann tók stjórn artaumana í sínar hendur. Hann var ekkert gefinn fyrir að trana sér fram, skeytti ekki hið minnsta um að afla sér lýð hylli; hann var ekki tiltakan- lega glæsilegur, laus við að Vera mælskur, — og allt. átti þetta sinn þátt í því, að al- menningur áleit hann mann fétt eins og fólk flest. Styrjöld- ársuppojörs 30. og 31.* þ. m. Sparisjo&ir Reykjavíkur og nagrenms. Clement Attlee. ín skapaði foringjadýrkun með Bretum eins og öðrum þjóð- :im. Churchill var maður íil þess að espa hana heldur en hitt. Frá sjónarmiði hversdags- iegrar skynsemi gat þjóðin vel "ellt sig við að Attlee tæki völdin, enda hafði meirihluti hennar greitt honum atkvæði. | En foringjahugsjón þjóðarinn- ar samsvarar hann ekki. Maður | barf ekki að vera óeðlilega' heyrnarnæmur til þess að hejira raddir og óskir meðal hennar, er túlka foringja- þrá, sem hann getur ekki sval- að. Nú, þegar Attlee hefur gegnt embætti forsætisráðherra í brezku stjórninni um fjögurra ára skeið lítur almenningur upp til hans með virðingu og töluverðri forvitni. Það kem- ur til af því, að Attlee hefur ekki aðeins reynzt maður eins og fólk flest, heldur vei það. Lýðhylli nýtur hann aldrei. Að nokkru leyti orsakast það af því, að hann sker sig á engan hátt úr hópi annarra. Hin eig- inlega orsök þess er samt það, að hann fer jafnan sínar eigin ieiðir. Það er snar þáttur skap- gerðar hans. Allt bendir til þess, að honum standi nákværn lega á sama, hvort umheimin- um fellur vel eða illa ákvarðan ir hans, — að minnsta kosti meðan það afskiptaleysi hans dregur ekki úr áliti eða trausti flokks hans. Skyldurækni, r.tefnufesta, heiðarleiki og trú- mennska við hugsjónina ein- kennir öll hans störf. „Obser- ver“ hitti naglann á höfuðið, er þar var sagt um Attlee: „Styrkur hans er fyrst og fremst fólginn í furðulega aga- bundnu sjálfstæði“. Vel mætti og víkja þessum orðum svolít- ið við og segja, að persónugerð hans sé með afbrigðum áhrifa- rík. j Hlédrægni hans veldur því, að hann verður eins litlaus í augum almennings og Chur- ^ chill er fyrir sitt leyti litrík persóna. Margir munu álíta þetta galla á flokksforingja. Það er sagt, að stjórnmála- menn eigi að gefa málunum lit og svip með sinni eigin per- sónu. En Churshill hefur farið á stúfana í hvert skipti, sem aukakosning var háð og ekki sparað persónuáhrif sín, án þess þó að flokksmönnum hans hafi tekízt að vinna kosningu í einu einasta kjördæmi. Það er því dálítið vafasamt, hvort bessi regla er í gildi, að minnsta kosti á friðartímum. Það má teíja ástríðukennda hneigð Attlees að halda sér í ræðum sínum eingöngu við málefnið, en leggja sem minnst af per- sónu sinni eða tilfinningum í málflutninginn, og eflaust bef- ur einmitt þetta orðið til þess að afla honum trausts meðal almennings. Þetta má álíta góðs vita hvað snertir þróun og þroska lýðræðisins. Fólk hlustar undrandi og ekki án aðdáunarblandinnar vantrúar á ýmsar sögur af Attlee. Francis Williams segir þessa til dæmis í bók sinni: „Dag nokkurn kallaði Attlee einn ráðherra sinn á fund sinn CSir Ben. Smith) og sagði við hann: — Ég bið þig að sækja um lausn frá embætti. — Hinn þagði og beið nánari skýringar, er drægi örlítið úr sviðanum. Að síðustu tók hann sig til og spurði: —'Getur þú ekki nefnt mér orsök þess, að ég verð að fara úr embættinu? — Svar Attlees var stutt og laggott. -—- Þú ert ekki hæfur til að gegna því“. Það er sagt að engum sé unnt að kynnast Attlee náið. Hann virðist ekki því sama marki brenndur og flestir aðr- ír menn, að þurfa trúnaðarvina við. Því veldur persónuleg sjálfstæðishneigð hans. Þeir, sem um hann rita, fullyrða samt, að viljastyrkur hans og þrek, varni því ekki, að hann taki tillit til skoðana og álits annarra. Öllum ber þeim sam- an um, að hann ráði tvímæla- íaust mestu ánnan ráðuneytis- ins. Hann hlustar á skýringar namstarfsmanna sinna og rök- ræður, en grípub skjótt fram í, Qf einhver tekur að fjölyrða um það, sem hann álítur auka- atriði. Hann er ekki mikill ræðumaður á þingi. Harih hef- tir ekki hæfileika til þess - að vinna þingheim á sitt mál með bví að tala til tilfinninga þeirra, eða komast heppilega að orði. Hann heldur sér alltaf við málefnið, rökfast og fræði- lega. En fyndinn getur hann verið og bitur í svörum. Hvaðan er Attlee sprottinn? Og hver hefur starfsferill hans verið? Hann er alinn upp hjá strangtrúuðum, velmegandi foreldrum úr millistétt. Hann ntundaði nám í Oxford og gerðist málafærslumaður, en komst skjótt að raun um, að það starf átti ekki viö hann og fullnægði ekki þrá hans til starfsgildis. Að skrifstofudags- verki loknu hélt hann því til East End hverfisins í Lundún- um og starfaði þar á kvöldin í drengjafélagi einu. Ekki leið á löngu, áour en hann lagði málafærslustarfið algerlega á liilluna og vann öllum stund- I um að skipulagsmálum verka- lýðsins í þessu hverfi. Þar dvaldist hann um langt skéið, og var þar. þó harla ólíkt æskuumhverfi hans. | Þegar menn lesa um starf hans, þarna í fátækrahverfinu, raun mörgum finnast, sem þar kenni hjá honum stefnuleysis að vissu leyti. Hann vann, þar sem þörfin var mest fyrir starf hans, kauplaust, oft 12—15 klukkustundir á sólarhring, liðlangt árið. Smám saman óx honum pólitísk sannfæring. Hann fór að taka þátt í starfi i verkalýðsflokksins, í sveit ó- I breyttra liðsmanna. I I fyrri heimsstyrjöldinni hlaut hann majórstign, en þegar, er friður komst á, hvarf hann aftur að sínu fyrra starfi í East End hverfinu. Starf hans þar hafði ekki verið með neinum ytri glæsibrag, og sama mátti segja um byrjun stjórnmálaferils hans. Lime: housekjördæmið í East End hverfinu kaus hann til þing- mennsku í neðri málstofu brezka þingsins 1922, — og hann er þingmaður þess sama kjördæmis enn þann dag í dag. Það liggur næst að álíta, að fátítt muni, að slík afrek og þau, er Attlee hefur unnið, séu unnin svo þegjandi og hljóða- laust. En hefur hann þá unn- ið nokkur . teljandi afrek? Nokkuð það, sem hans verður getið fyrir í mannkynssög- unni? Þeir í Indlandi yrðu varla í vandræðum með svar- ið. Það er fyrst og fremst Att- lees verk, að Indland og Pak- istan hlutu sjálfstæði sitt, án þess, að veruleg átök yrðu um málið. Og annað er það, sem seint mun falla í gleymsku: Aldrei hefur í nokkru lýðræð- islandi verið hrint í. frarn- kvæmd jafn umsyifamikMi flokksáætlun, og við örðugri áðstæður. En áhrifaríkust verður þ>ó án efa sú reynsla og sú rök- hugsaða tilhögun í fram- kvæmdum öllum.. sem • orSiö getur öðrum lýðræðisunnandi og framfara þjóðum um víða veröld hvöt og fordæmi, er annars fást mest við það, að skrumskæla hugsjónina um velferðarríkið með því að full- yrða,. eð í slíku ríki megi eng- inn þegn njóta persónulegs frelsis. Smurf brauð í og snifliir. * I Til f búðiimi allan daginn. Komið og veljið eða símift., SÍLD & FISKUB. Kaupum fiöskur og glös, Efnagerðin Valur. SÆKJUM HEIM. Hverfisgötu 61. Sími 6205. Sel bætiefnaríkf sru vinsamlega beðnir að láta afgreiðslum vita, ef þeir hafa ekki fengið jólablaðið. áfpeisla álþýðublaðsins. ' fyrir búfénað og alifugla. BERNHARD PETElfeSEN Reykjavík. Símar 1570 og 3598. Kaupum fuskur Baldursgöíu 30. allan daginn. Laugavegi 20. Sími 2571. HOFTEIGUR H.F. , Pantið tímanlega.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.