Alþýðublaðið - 29.12.1949, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 29.12.1949, Blaðsíða 8
Gerizt áskrifendur aS Alfíýðublaðinu. Alþýðuhilaðið inn á hvert heimili. Hringið í síma 1300 eða 4906. Börn og unglingar. Kocrnið og seljið ALÞÝÐUBLAÐIÐ Allir vilja kaupa Fimmtudagur 29. des. 1949 ALÞYÐUBLAÐIÐ utiar ey ÞAÐ SVIPLEGA SLYS vildi til á annan jólajiag, að mann tók út af togaranum Bjarnarey frá Vestmannaeyj- um, og drukknaði hann. Skipverjinn, sem fórst, var BLynjóIfur Guðlaugsson, Vest- mannaeyjum; hann var um þrítugt og lætur eftir sig konu og tvö börn. Ejarnarey var að veiðum á Halamiðum, er slysið varð. Veður var þá hið versta. afþýðusam- laupkröfum MIÐSTJÓRN brezka alþýðu- sambandsins hefur enn skorað á verkalýðsfélög að hafa hemil á kaupkröfum sínum, þar sem pHlc stefna sé eina vonin til að sigrast á dýrtíð og atvinnu- {oysi. Nokkur stærstu verka- lýð'sfélögin styðja þessa stefnu, enimeðal þeirra, sem ekki hafa fállizt á hana, eru járnbrautar- verkamenn og skipasmiðir. NÍU af átján þátttökuríkjum í efnahagssamvinnunni á veg- um Marshallhjálparinnar hafa íiú dregið mjög úr innflutnings- hðmlum sínum. ------------*----------- MIKIL FLÖÐ hafa verið á eynni Kyprus eftir hálfs mán- aðar stórrigningar, og hefur oröið a£ þeim mikið tjón á eynni. rysimusum ner Framleiðsla frystihúsanna meiri þetfa ár en nokkru sinni fyrr FRAMLEIÐSLAN á hraðfrystum fiski varð á iíðandi ári iniili 29 og 30.000 lestir, og cr þetta meiri framlciðsia cn nokkru sinni fyrr. Bættust enn ný hraðfrystihús við í landinu, og munu þau nú vera til milli 85 og 90, þótt örfá þeirra hafi ekki starfað. Auk þessarar vaxandi starfsemi hafa verið gerðar tilraunir með nýjar vinnuvélar í frystihúsunum, bæði flökuharvélar og umbúðavélar, og er talið víst, að í framtíðinni verði frystihúsin að hagnýta sér slíkar vélar, enda þótt þær hafi enn ekki gefið riðunandi árangur. Stúlka í pólitísku pilsi Á þessu ári hafa verið gerð- ar tilraunir með tvær flökun- arvélar hér á landi, og var önnur þeirra þýzk, reynd í Hafnarfirði, en hin sænsk, reynd hér í Reykjavík. Báðar þessar tilraunir mistókust af sömu ástæðu: þær voru gerðar fyrir minni fisk en hér er. Ver- tíðarþorskurinn hér við land mun vera stærri en nokkurs staðar annars staðar, nema helzt við Noreg, og mun stærri en hann er við Þýzkaland og Svíþjóð, þar sem vélar þessar hafa verið gerðar. Munu nú verða smíðaðar sérstaklega vélar fyrir stærri fisk, og gefa þær vonandi betri raun. Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna mun hafa keypt einkaleyfi á hinni sænsku vél, og hefur ver ið hér á landi sænskur sér- fræðingur í því sambandi. Þá munu hafa verið gerðar hér á landi tvær tilraunir með umbúðavélar, eða vélar, sem !áta cellophane utan um fisk- pakka, og er önnur vélin í Njarðvíkum en hin í Keflavík. Ekki er blaðinu kunnugt um annað en að þær tilraunir hafi gefið góða raun. ðleikhúsið verður opnað með ísfenzkum leikrifum og leikurum Athugasemd frá þjóð- leikhússtjóra. ÚT AF FRÁSÖGN Reykja- vilfurhlaðanna af ummælum danskya blaða um væntanlega vígslu þjóðleikhússins skal þetta tekið fram: Eins og áður hefur margsinn- is verið skýrt frá, verður þjóð- lcildiúsið opnað með íslenzkum leikritum, leiknum eingöngu af íslenzkum leikurum og undir stjórd íslenzkra leikstjóra, enda annað aldrei komið til orða. Það er alveg út í bláinn, að tala ,um að þjóðleikhúsið veröl vígt með sænskum óperu- leikurum. Hins vegar hefur verið laus- Iegt umtal milli mín og for- stjóra konunglegu óperunnar í Síokkhóimi um þá möguleika, að flokkur frá óperunni kæmi hingað í lok leikársins eða í sumarleyfinu, og flytji hér eina eða tvær óperur. Hvort af þessu verður er enn þá með öllu óráðið. Á svipaðan hátt hefur þeim möguleika verið hreyft í samtölum, að hingað komi einnig leikflokkar frá þjóðleikhúsum hinna Norður- landanna þriggja í heimsóknir eins og tíðkast milli leikhús- anna á Norðurlöndum. En að sjálfsögðu væri það ekki hent- ugt, að þeir kæmu allir sam- tímis, og fer þá eftir ástæðum en ekki þjóðerni, í hvaða röð heimsóknirnar verða, ef til kemur. Að sjálfsögðu tel ég mér það skylt, að hafa opin augu fyrir þeim möguleikum, sem fyrir hendi eru á hverjum tíma fyr- ir því að fá hér flutta hina full- komnustu list, án tillits til þjóð- ernis þeirra, sem hana flytja. VELAR FRAMTIÐARINNAR. Blaðið átti í gær stutt sam- tal við Davíð Ólafsson fiski- málastjóra um þessi mál, og sagði hann. að slíkar vélar hljóti að koma í hraðfrystiiðn- aðinum. Vinna við fiskinn er svo dýr, að stórvirkar vinnu- vélar hljóta að koma til sög- unnar. Þá minntist fiskimálastjóri á pakningu hraðfrysta fiskjar- arins, en mestur hluti hans hefur verið seldur úr landi í 7 punda pökkum og perga- mentumbúðum, sem nú eru taldar úreltar. í þeirra stað oru aðrar þjóðir farnar að pakka í minna pakka og sell- ophane, og hlýtur að draga að bví, að við förum inn á sömu braut í stórum stíl. Nokkuð mun þó þegar hafa.verið pakk- að í cellophane hér, og hefur sá fiskur aðallega farið á Ame- ríkumarkað. í árslok 1948 voru samtals 84 frystihús í landinu, og störf- uðu 78 þeirra á því ári. Fiskur sá, sem fór til frystihúsanna var á því ári 76.293 lestir og var það 5000 lesta aukning frá 1947. Frystihús tóku á tíma- bilinu febrúar-maí á móti 71% alls fiskjarins, en á yfirstand- andi ári var meira róið fram eftir sumri, en áður. Langflest og afkastamest eru frystihús- in í Sunnlendingafjórðungi, og tóku þau 1948 við 65% alls íiskjarins, er til frystihúsa Eldur laus í kirkj- unni á Eskifirði ELDUR braUzt út í kirkj- unni á Eskifirði í fyrrakvöld. Slökkviliðinu gekk vel að slökkva eldinn, og skemmdir urðu ekki miklar. Kviknað mun hafa í út frá kolaofni. Margt bendir nú til þess, að nazisminn sé víða byrjaður a<5 stinga upp kollinum í Þýzkalandi. Þessi mynd sýnir þýzka stúlku standa utan við eina af aðalstöðvum bandamanna í landinu. Ef vel er að gáð, sést að í rósunum á pilsi hennar em hakakrossar. Bifreið ekur íiórum sinnum í röð <4> aftan á aðra bifreið á Laugavegi! Lögreglan óskar eftir vitnum að óvenju- legu umferðarafbroti á Þorláksmessu, ..♦ ■— ... SÖMU BIFREIÐINNI var fjórum sinnum ekið aftan á litla fólksbifreið á leiðinni vestur Laugaveg frá horni Klappar- stígs að húsinu nr. 18 við þá götu um kl. 21,20 á Þorláksmessu- kvöld, að því er rannsóknarlögreglans skýrði blaðinu frá í gær. 76 þús. kr. söMusi vetrarhjálpinni SÖFNUN VETRARHJÁLP- ARINNAR nam nú fyrir jólin um 76 þúsund krónum, að við- Mikil umferð var um Lauga veginn þá um kvöldið, og þurfti bifreiðarstjórinn á litlu fólksbifreiðinni að bíða all- lengi áður en hann gat komizt inn í umferðina við horn Klapp arstígs. Er talið að bifreiðar- stjóranum á þeirri bifreið, er þá varð næst á eftir honum, hafi þótt hann taka af sér réttinn og ekið aftan á bifreið hans í hefndarskyni fyrir það. Önnur skynsamleg skýring er að minnsta kosti ekki enn fengin á þessum ítrekaða árekstri. Þó telur bifreiðarstjórinn á litlu bættum dálitlum fatnaðargjöf- um. Var þessum gjöfum úthlut- að til nálega 500 manns hér í Reykjavík, en auk þess til vist- fólks á elliheimilinu, sjúklinga í farsóttahúsinu, vistfólks í Arnarholti og barna í Kumb- aravogi. bifreiðinni, að hinn bifreiðar- stjórinn hafi ekkert tafizt sírj vegna. Rannsóknarlögreglunni hef- ur verið sagt, að áhorfendur að aðförum þessum hafi verið fjölda margir og biður hún nú þá. að koma að máli við sig og skýra frá atvikum. BILUÐ BIFREIÐ Á GRENS- 1 ÁSVEGI. i Enn ,t>emur þarf lögreglan, að ná tali af manni, sem var staddur með bilaða bifreið inn á Grennsásvegi sama kvöld. Hittu menn, sem voru með bif reið frá landsímanum, hann þar, og bað hann þá að draga bifreiðina niður í bæ. Vegna anna gátu þeir það ekki, en lof uðu að útvega aðra bifreið tii þess. En er sú bifreið kom á vettvang var bilaða bifreiðin á bak og burt, og bifreiðarstjór- inn auðvitað sömuleiðis.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.