Alþýðublaðið - 29.12.1949, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 29.12.1949, Blaðsíða 6
8 ALÞÝÐUBLAPfÐ Fimmtudagur 29. des. 1949 Leifur Leirs: PRELUDE Þögnin ók inn laugaveginn í ijósblárri renótík og það rauk aftrúrenni og á gangstéttunum. stóðu ringlaðar manneskjur klæddar spurninga merkjum en hrafnar næturinnar sökktu silfurstaupum í sorta sinnar eigin undirvitundar unz þeir tóku að rövla. Og allt í einu kvað við þúsundraddað öskur múgsins „hvern fjárann var þögnin að fara-------?“ og samstundis hófu ringlaðar manneskjur naktar ringlaðar manneskjur æðisgengið jitterbug t á spurningamerkjunum sem áður skýldu lendum þeirra hraðskeyti frá sameniuðu þjóðunum „þögnin , ók fram hjá Árbæ kl. 7.15 gr. mt. á Ijósblárri renótík og það stóð reykur aftrúrenni —----- AÐSENT BRÉF ALPHONSE ÐAUDET' S A P P Filipun Bessason hreppstjóri: Ritstjóri sæll. Þá fregn flytja blöðin mér, en þeim trúi ég að öllum jafn- aði, að nú hafi ríkisstjórn vor, — blessuð sé minning hennar fyrirfram, — fundið upp ó- brigðult ráð við öllum eða vel- flestum þeim örðugleikum, er að þjóð vorri steðja og muni birta þau almenningi, er henni finnst tími til kominn. Tvennt þykir mér einkar merkilegt og fagnaðarríkt í fregn þessari, og hef ég fastráðið að trúa henni, hvað sem á dynur. Hið fyrra er það, að ríkisstjórnin skuli hafa í hyggju að birta almenningi ráð sitt; kemur þar Ijóst fram umhyggja hennar fyrir almenn- ingi, og það svo greinilega, að manni gæti flogið í þanka, að skammt mundi til kosninga. Ég ef aldrei efazt um það/að þessi ríkisstjórn kynni öruggt ráð við öllum erfiðleikum og þrautum, en hins vegar var ég hálf- smeykur um, að hún kynni að ólykta sem svo, að nú kynnu ráð hennar að misheppnast, yrðu þau gerð almenningi kunn; ekki vegna þess að brigð- ul væru ráðin, heldur sökum almennings; — auk þess eru þeir, sem einir kunna mikils- verð ráð, oft hofmóðugir og dreissugir og þegja, nema þá að á eftir þeim sé gengið með hóli og skjalli, og því heitið, að fyr- irfram sé á þá trúað. Nú hefur blessuð ríkisstjórnin sýnt og eannað, að hún er ósköp látlaus og blátt áfram í allri sinni ráð- vizku og ætlar að segja okkur bjargráð sitt. Það er einmitt þetta, sem mér finnst svo gleði- ríkt við boðskap hennar. Enn meiri gleðiboðskapur þykir mér þó fólginn í þeim orðum ríkisstjórnarinnar, að hún mun birta almenningi þessi bjargráð sín, þegar hún álíti tíma til kominn. Þar er okkur, að mínu viti, boðuð sú huggun, að ekkert liggi á með bjargráð- in, þetta sé allt í lagi------- og þegar þessara ráða gerist þörf, þá eru þau fyrir hendi. Allt í tvígildu lagi.--------- Jæja, — illa farnist þeim, nem gys gera að ríkisstjórnum, og hef ég aldrei lagt það í vana minn. Þær eru okkur áskapað- ur forlagadómur, sem oss ber að lúta. Þær eru sem sé mæli- kvarðinn á okkur sjálfa, jafnvei minnihlutastjórnir, — og þegar þroski okkar er á því stigi, að við kunnum óbrigðul ráð við öllu, sem okkur þó hins vegar ekki þykir nein þörf á að nota, fyrr en einhvern tíma og ein- hvern tíma, — já, er þá við öðru að búast af ríkisstjórninni en því sama? Mér er vel við stjórnina. Hún er yfirlætislaus, ráðsnjöll og kann að þegja í tíma. Ég bið kærlega að heilsa henni. Virðingarfyllst. Filipus Bessason hreppstjóri. Þankaþrautir. Láttu kunningja þína spreyta sig á því að ráða þessar þraut- ir, en veittu þeim samt ekki of langan umhugsunarfrest: 1. Hversu langt getur björn- inn gengið inn í skóginn? (Hann getur aðeins gengið inn í hann miðjan, — eftir það ligg ur leið hans út úr skóginum aft- ur). 2. Skip liggur við bryggju. Út af borðstokki þess hangir stigi og eru í honum 35 þrep, en 30 sm. milli þrepa. Neðsta þrepið nemur við sjávarborð um fjöru. Á aðfalli hækkar sjávarborðið um 30 sm. á klukkustund. Hvað verður hann lengi að ná þriðja þrepi stigans? (Sjórinn nær því aldrei; skipið lyftist og stiginn auðvitað með, að sama skapi og hækkar í sjónum). 3. Bið einhvern kunningja þinn að skera fyrir þig enda af snærisspotta. Vitanlega er hann fljótur að verða við þeirri bón þinni. Bentu honum þá á snær- ið og segðu, öldungis hissa. „Já, en ég bað þig að skera endann af snærinu! Ég sé ekki betur en að það sé tveir endar á því, eft ir sem áður . . . Lesið fundinum í skóginum og í járn brautarvagninum, þeim ein- kennilegu tilfinningum, er bærðust með honum, þegar hann gekk inn í þessa sali, sem honum höfðu virzt svo skugga- legir og hryggðarþrungnir dag bann, er þeir höfðu farið að heimsækja lækninn. Þá hafði mátt greina laumulegt hvísl við dyr og dapurt augnaráð, cem skipzt var á milli stól- anna. En þetta kvöld voru sal- írnir opnaðir upp á gátt fyrir honum, þrungnir lífi og kát- ínu, glitrandi ljóshaf. Jafnvel Bouchereau sjálfur var ekki eins stranglegur á svipinn og þá. Nú hvíldu hin svörtu augu ekki á honum rannsakandi og óróavekjandi undan stórum, þéttum augnabrúnunum. Nú hvíldi yfir Bouchereau dóleg- ur, föðurlegur svipur virðulegs borgara, sem er ánægja í, að fólk skemmti sér undir þaki hans. „Skyndilega kom hún í átt- ina til mín, og ég sá ekkert annað. Nafn hennar er Iréne, kæri föðurbróðir minn. Hún er mjög lagleg, mjög aðlaðandi í viðmóti. Har hennar er gull- brúnt, sem algengt er hjá enskum stúlkum. Barnsmunn- ur hennar er alltaf reiðubúinn lil hláturs, en ekki til slíks ká- tínulauss hiáturs, sem maður heyrir svo margar konur beita óg æsir mann svo. Það er sem æska og hamingja flói út af barmafullum bikar, þegar hún hlær. Hún fæddist í London, en faðir hennar var franskur, og hún hefur alls engan er- lendan keim í framburði sín- um, að undanskildum vissum orðum, sem hún ber fram á yndislegan hátt, til dæmis orð- ,,frændi“, sem kveikir ástúðar- glampa í augum Bouchereaus gamla í hvert sinn. Hann tók hana að sér til þess að létta undir bróður sínum, sem á fjölda barna, og Iréne kom þannig í stað systur sinnar á heimili Bouchereaus gamla, en cú hafði gifzt yfirmanni hjúkr- unarliðs hans fyrir tveim ár- um. En læknar eru alls ekki við hennar hæfi. Hve hún Kkemmti mér, þegar hún sagði mér frá vitfirringu unga fá- bjánans, r himtaði, að unn- usta hans skyldi fyrst af öllu gera við hann hátíðlegan og lög íegan samning þess efnis, að þau arfleiddu Mannfræðifélag- ið að líkömum sínum! Hún er farfugl. Hún hefur yndi af skipum og hafinu. Bugspjót, er nokkrar mínútur. Farðu að sofa. Farðu að sofa“. Hann talaði reiðilega, grúfði sig yfir borðið og hlustaði eftir endurkomu svefnsins í andar- drætti hennar, því að þau voru svo nálægt hvort öðru — og þó svo fjarlæg!" „Þessir fundir og þessi ást mun verða mér til frelsunar, íivað sem gerist. Þú veizt, hvernig líf mitt er. Þú munt j íiafa skilið, án þess að ég hafi nokkurn tíma nefnt það, að l^að er hið sama og fyrr, •— að ég hef ekki getað öðlazt frels- ( ið. En þú veizt ekki, að ég var reiðubúinn að fórna gæfu minni og framtíð — öllu ■—■ fyrir þennan banvæna . . .“ En hann gerði það 'ekki ( næsta dag né daginn þar á eft- ! ir. Hann þurfti einhverja á- í:yllu til að flýja, einhvern fyr- irslátt, hámark orðasennu, þeg ar annar aðilinn æpir: „Ég fer burt!“ Hann þurfti þessa með til þess að'geta látið það hjá líða að koma aftur til hennar. Og Fanny var eins blíð og glað- vær og á fyrstu dögum bú- skaps þeirra, sem þrungnir' voru tálvonum og hillingum. Ætti hann að skrifa: „Öllu e'r lokið á milli okkar", án ttokkurrar frekari skýringar? En þessi ofsafengna manneskja myndi aldrei sætta !sig við Elíkt. Hún myndi svæla hann út úr fylgsni hans, myndi elta hann heim að dyrum, alla leið á skrifstofuna. Nei, það yrði miklu betra að ráðast gegn henni augliti til auglits, sann- færa hana um, að aðskilnaður- . inn væri óafturkallanlegur, al- gerður, og lýsa ástæðunum Eyrir því án reiði, en einnig án vorkunnsemÞ En þessum bollaleggingum fylgdi einnig óttinn um sjálfs- morð líkt og Alice Doré hafði framið. Beint fyrir framan hús þeirra, hinum megin vegarins, lá stígur alveg niður að járn- brautarteinunum, en þar var iionum lokað með hliði. Ná- grannarnir fóru þessa leið, l>egar þeir voru að flýta sér, og gengu svo eftir teinunum áleiðis til stöðvarinnar. Qg Sunnlendingurinn sá ástmey cína fyrir hugarsjónum sér eftir lokarifrildið. Hann sá íiana í anda þjóta yfir veginn, niður stíginn og kasta sér und- ir hjól lestarinnar, sem þaut með hann sjálfan í burt. Þessi ótti náði slíkum heljartökum á honum, að hugsunin ein um hliðið á milli veggjanna fveggja, sem voru þaktir berg- fléttum, fékk hann til að fresta því að skýra Fanny frá þessu. Hefði hann aðeins átt vin að, einhvern, sem hefði getað hugsað um hana, hjálpað henni { fyrsta sorgarkastinu! En þau fóru að nokkru leyti huldu höfði , í lausamennskubúskap íínum, líkt og fjallarottur, og þekktu því enga. Hettéma og kona hans, þessir óeðlilega miklu eigingirnisseggir, gljá- andi og þrútin af spiki, voru ekki þess konar fólk, sem vesa- lings manneskjan gæti beðið um hjálp alein og yfirgefin í örvæntingu sinni. Dýrseðli þessara hjóna varð æ meira á- berandi, þegar tími vetrardval- ans nálgaðist, líkt og venja er um Eskimóana. Hann varð samt að slíta sam- vistum við hana og varð að gera það fljótt. Jean hafði far- ið nokkrum: sinnum í húsið við Place Vendome, þrátt fyrir heitstrengingar sínar sjálfum uér til handa. Og hann hafði orðið æ ástfangnari. Bouc- hereau gamli tók honum mjög vel. Sú staðreynd, ásamt við- móti Iréne, hvatti hann til að draga þetta ekki lengur, þótt hann hefði enn eigi vakið máls á þessu. Viðmót Iréne við hann var ljúft, hlédrægni hennar blandaðist ástúðlegri eftirláts- hendi. Og svo var einnig um cemi. Og hún virtist einnig bíða með ákafri eftirvæntingu eftir yfirlýsingu frá hans að ræða kvalirnar, sem öll bessi lygi olli honum, átyllurn- ar, er hann varð að skapa til að róa Fanny, og saurgun sú og helgispjöll, sem fólust í því stefnir til hafs, snertir hjarta- ■ j strengi hennar. Hún sagði mér ■ ■ \fl allt þetta á óþvingaðan hátt, ■ ■ ( ifkt og félagi. Húo er sönn ■ ■ Alþfðublaðlð! rnsk ungfrú í framkomu, þrátt fyrir Parísartöfra sína. Og ég íjlustaði á hana, töfraður af E’ödd hennar og hlátri, hinum iíka smekk okkar, leyndri vissu um, að lífshamingja mín væri þar við hlið mér og ég pyrfti aðeins að grípa hana, bera hana langt í burt, hvert æm möguleikar og tilviljanir nmbættisstarfsins kynnu að œnda mig“. „Komdu nú í rúmið, ástin“. Hann kipptist yið, hætti að krifa og faldi hið hálfgerða bréf alveg ósjálfrátt. „Eftir Engar vörur, ekkerf fil — segja kaupmennirnir. En þúsundir manna lesa dagblöðin á hverj- um degi, og fyrirtækl sem þekkja hug fjöld- ans, halda áfram að auglýsa öðru hverju, til þess að minna fólkið á það, hvar vörurnar muni fást, þegar þær koma aftur. Firmanafn, sem er á vörum fjöldans, er margfaldur arður fyrir hóf- legt auglýsingaverð, sem vel er varið. AuglýsiÖ í AlþýMlaðinu. — Hringið í síma 4900 og 4906. —

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.