Alþýðublaðið - 04.01.1950, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 04.01.1950, Blaðsíða 1
VeSurhortur: Austan kaldi eða stinnings kaldi; dálítil rigning e3a slydda sunnan til. Hvað boSar Iruman í dag? Fulltrúi Kuomintangstíórnarinnar, sem Rússar neíta að viðurkenna, orðiuo for- seti þess, og getur hindrað með neitun- arvaidi að honum sé bolað hurt. FORSETASKIPTI urðu í öryggisráði liinna sameinuðu þjó'ða 1. janúar, ei:is og venja er. Fulltrúi Kanada vék úr for- sæti, en við tók, samkvæmt venju, fulltrúi næsta ríkisins í stai'rófinu, Kína. En hann er fulltrúi Koumintangstjórnarinnár í Kína, sem Rússland og fleiri ríki í ör.vggisráðinii neita að viðurkenna lengur sem löglega stjórn Kína; og þykja helzt horfur á að forsetaskiptin muni gera öryggisráðið óstarfhæft á bessu ári. Lét skíra upp mann- virki, stofnanir og fja.il Stalíniil helðurs KOMMÚNISTASTJÓRNIN í Búlgaríu gerði út 19 manna sendinefnd til Moskvu til þess að hylla Stalín á sjötíu ára af mæli hans á dögunum. En liún lét ekki þar við sitja, heldur skírði upp mannvirki, stofnan- ir og hæsta fjall Balkanskaga félaga Síalín til heiðurs. Hefur stjórnin í Búlgaríu látið skíra upp í þessu skyni Svartahafsborgina Varna, ,,Passarel“-stífluna, sem er í byggingu, verkfræðingaháskóla ríkisins í Sofia, hæsta fjall Balkanskaga, Moussala, veður- athuganastöðina á Moussala- tindi, uppeldismálastofnun í Mare og verksmiðju í Kotcher inovo. Rólegar kosningar á Egyplalandi eíiir bfóSuga kosningabarátiu FRIÐSAMAR ÞINGKOSN- INGAR fóru fram í Egipta- landi í gær eftir blóðuga.kosn- ingabaráttu, sem kostaði tíu manns lífið. Kosningaúrslitin verða ekki kunn fyrr em' dag. Kjósa átti 315 þingmenn, en frambjóðendur voru samtals 1000. Allir karlmenn, sem náð hafa 26 ára aldri, hafa kosn- ingarétt, en konur ekki. Mik- inn fjölda kjósenda varð að að- stoða við kosninguna vegna þess, að þeir voru bæði ólæsir og óskrifandi. Aiilee 67 ára í gær ATTLEE, forsætisráðherra brezku jafnaðarmannastjórn- arinnai’, átti 67 ára afmæli í gær. Bárust honum heillaóska- skeyti í tilefni af því hvað- anæva úr heiminum. Af þeim ellefu ríkjum, sem sæti eiga í öryggisráðinu, hafa þrjú, Rússtend, Júgóslávía og Indland, þegar viðurkennt kommúnistastjórnina í Kína, og er búizt við að fleiri ríki j sem sæti eiga í ráðinu, þar á 1 meðal Bretland, muni gera það . innan skamms. En að sjálf- j sögðu neita þau öll eftir það að 1 viðurkenna fulltrúa Kuomin- tangstjórnarinnar sem lögleg- an fulltrúa Kínaveldis. Hefur I og fulltrúi Rússlands þegar gef ið í skyn, að hann muni neita að viðurkenna þser samþykkt- ir, sem öryggisráðið kynni að gera undir forsæti hans. Heimta Rússar, að sæti taki í ( öryggisráðinu fulltrúi fyrir kommúnistastjórnina í Kína, en það mundi að sjálfsögðu þýða breytingu á styrkleika- hlutföllum þar. En það er hægra sagt en gert, að setja Kuomintangfull- trúann í öryggisráðinu af og svipta hann forsæti þess, jafn- vel þótt meirihluti skyldi fást í ráðinu til slíkrar viljayfirlýs- ingar, sem þó hlýtur að teljast vafasamt meðan Bandaríkin hafa ekki viðurkennt komm- únistastjórnina í Kína. Kína er nefnilega eitt stórveldanna fimm í öryggisráðinu, sem hafa þar stöðugt sæti og neitun- a r v a 1 d. Og hvað sem ákveð- ið kynni að verða í ráðinu í þessu efni, getur kínverski full- trúinn gert það ómerkt með neitunarvaldi, eins og fulltrúi Rússa hefur hvað eftir annað gert í ýmsum málum. Hann getur algerlega hindrað hvort tveggja með neitunarvaldi, að ákveðið verði að taka umboð af honum og afhenda það fulltrúa frá kommúnistastjórninni í Kína, svo og hitt, að hann sé sviptur forsæti ráðsins. Það blæs því ekki byrlega fyrir störfum öryggisráðsins á hinu nýbyrjaða ári. Virðist yf- irleitt mjög vafasamt, að ráðið verði starfhæft á því. AÐEINS eitt íslenzkt skip hefur selt afla sinn í Bretlandi eftir jólin. Er það Jón forseti, en hann seldi 29. desember 4678 vættir fyrir 7192 sterl- ingspund. Truman hefur um fleira að hugsa en pólitík. Hér er hann með fullt fangið af jólagjöfum, sem hann er að færa vinum sínum. ♦ Bækur Upton Sinclairs og Cronins kall- aðar ,fasistískar spiíiingarbókmenntir4. „NEW YORK TIMES“ flytja þá fregn frá Vín, að komrn- únistar austan járntjaldsins séu nú farnir að feta í fótspor nazista, einnig í því efni, að þeir brenni og eyðileggi bækur í stórum stíl til þess að liindra að fólkið fái að lesa nokkuð annað en það, sem þeir vilja. í fregninni frá Vín segir, að stjórnarvöldum kommúnista í löndunum austan járntjaldsins nægi ekki lengur að gera börn- um, stúdentum, verkamönnum og samyrkjubændum að skyldu að lesa bækur Marx, Lenins og Stalins; þau séu nú einnig byrjuð að taka bækur úr um- ferð og eyðileggja vestrænar bækur í stórum stíl. Stjórnin í Tékkóslóvakíu hefur nú tekið alla bókaútgáfu í sínar hendur, svo og bóka- verzlanir, þannig að hún ræður gersamlega yfir því, hvað fólk- íð fær að lesa. En hvernig hún retlar að nota sér þessa einokun á bókaútgáfu má sjá á eftirfar- andi Qrðum, sem einn af tals- mönnum hennar skrifaði ný- lega í eitt blaðið í Prag: „Bæk- ur, sem ekki hjálpa tii þéss að ala fólkið upp í kommúnistísk- um marxistískum og' leninist- ískum fræðum, eru skaðlegar. En kommúnistaflokkurinn hef- ur nóg ráð til þess, að knýja menn til þess að kaupa þau rit, sem hann telur nauðsynleg.11 í Ungverjalandi er ofstækið iafnvel enn meira. Þar eru bókasöfnin ,,hreinsuð“ og menn ofsóttir fyrir lestur frægra sósíalistískra rithöf- unda á Vesturlöndum, svo sem Upton Sinclairs! Komst eitt blaðið í Búdapest nýlega svo að orði, að bækur eftir menn eins og Upton Sinclair, Louis Brom- field og Lin Yutang, væru „fas- Istískar, hálffasistískar og borg aralegar spillingarbókmennt- ir“! I öðrun ungversku blaði hefur verið bent á bækur Cron- ins sem sérstaklega hættulegar ’iækui'! Og hver fréttin rekur aðra um að hundruð og þús- undir bóka hafi verið teknar úr umferð í bókasöfnunum. Sameining Þýzka- lands sirandar ekki á Vesiurveidunum McCLOY, fulltrúi Banda- ríkjastjórnar á Vestur-Þýzka- íandi, sagði við blaðamenn í Berlín í gær, að fulltrúar Rússa í Berlín hefðu í seinni tíð ekki hreyft því neitt, að tekin væri tipp fjórveldastjórn í borginni á ný. En í þessu sambandi sagði McCloy, að Vesturveldin væru hvenær, sem er, fús til þess, að láta fara fram almennar kosn- ingar í Berlín; og jafnframt sagði hann, eð það stæði Aust- ur-Þýzkalandi enn til boða, að verða þátttakandi í stjórn Vestur-Þýzkalands og eiga á þann hátt sinn þátt í því, að sameina allt Þýzkaland aftur í eitt ríki. í leikinn i Kinai Kuominfangstjórn- in hefur beðið um hjálp þeirra iil að verja eyna Formosu UM ALLAN HEIM er þess beðið með mikilli eftirvæntingu, hvað Tru- man muni boða, er hann flytur stefnuræðu sína fyrir báðum deildum Bandaríkjaþingsins í Was- hington í dag. Og alveg sérstaklega bíða menn þess með óþreyju að. heyra, hvaða afstöðu hann muni boða af hálfu Banda- ríkjanna til þeirra stór- viðburða, sem eru að ger- ast í Kína og yfirleitt í Austur-Asíu. Það var tilkynnt opinber- lega í Washington í gær, að Kuomintangstjórnin í Kína hefði rétt fyrir jólin beðið Bandaríkjastjórn um hernað- arlega aðstoð til þess að geta varið eyna Formosu, þar sem Kuomintangstjórnin hefur nú aðsetur sitt og bækistöð, gegn kommúnistum. Og í fregnum frá Washington í gær var við því búizt, að Truman myndi í ræðu sinni í dag heita Kuom- intangstjórn stuðningi á einn eða annan hátt til þess að verja Formosu. Annars eru mjög skiptar skoðanir um það í Bandaríkj- unum, hvað gera eigi í því skyni. Andstöðuflokkur Tru- mans, republikanar, hefur lengi verið óánægður með Austur-Asíu pólitík hans, og vill nú helzt senda flota og flugher til Formosu til þess að verja eyna. En óvíst er enn, hvort Truman og flokkur hans, demókratar, vilja ganga svo langt. ÞÝÐINGARMIKIÐ ÞING. En það verður fleira en stefna Bandaríkjastjórnar í Kína- og Austur-Asíumálunum yfirleitt, sem rætt verður af þinginu, sem kemur saman í Washington í dag. Marshall- hjálpin og fjárframlögin til hervarna í Vestur-Evrópu verða einnig til umræðu svo og innanlandsmál Bandaríkj- anna. Það er búizt við því, að repú blikanar muni berjast fyrir því, að dregið verði nú veru- lega úr fjárframlögum til Marshallhjálparinnar og beita (Frh. á 7. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.