Alþýðublaðið - 04.01.1950, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 04.01.1950, Blaðsíða 6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 4. janúar 1949. AÐSENT BRÉF. Filipns Bessason breppstjóii: Ritstjóri sæll. Góðs árs óska ég þér og þín- um með þökk fyrir margan greiða mér auðsýndan á því liðna. Þykir mér nú sem ekki muni af veita, að óska vinum sínum góðs árs, með tiliti til þeirra spádóma, sem beztu menn þjóðarinnar hafa birt oss, varð- andi nána framtíð; er ekki laust við, að mér finnist, að með skjót um hætti hafi velmegunarklyfj arnar snarast um á vorri þjóð- félagsmeri, þar sem nú virðist allt komið undir "kvið, klyfjar og reiðingur, og ekki viðbjarg- andi, nema skorið verði á sil- ana og móttökin, klyfjarnar bundnar upp og aftur girt- ur reiðingurinn á merina, með nýjum móttökum og endurbætt um gjörðum. Jæja, grínlaust er þetta, og segja má um þá forustumenn- ina, sem til sín létu heyra um áramót, að „hitta mundu þeir fegri spár, ef þær Iægju fyrir“, og er ekki um að sakazt. Hins- vegar hefðu þeir gjarna mátt spara dylgjurnar, varðandi þrautir þær og fórnir, sem þeir töldu að verða mundi okkar hlutskipti; sé það eðli okkar, ís lendinga að gefast ekki upp þótt á móti blási, heldur herðast við hverja raun, er það engu að síð- ur samkvæmt okkar lundarfari að við kjósum að heyra umbúða laust, hverjar þær raunir séu og í hverju fórnirnar séu fólgnar, varðandi hverja stétt, — því að svo langt erum við komnir á breiðu brautinni, að við riinn- umst ekki nú orðið á eiristakl- inga. Mundi okkur ekki þykja það góður læknir, sem í sífellu tönnlaðist á því, að því miður yrði ekki komizt hjá ákaflega sársaukafullri og hættulegri að- gerð, — en vildi svo um hvor- ugt nánar tala, hvorki nefna sjúkdóminn né aðgerðina, — segði bara, að þetta kæmi allt á daginn á sínum tíma, og nú skyldi sjúklingurinn bara fara heim til sín og kvíða og bíða . . . Þá álít ég og, að þessir heið- ursmenn hafi látiö sér mikils- vert tækifæri úr greipum ganga, er þeim var gefið orðið um ára mótin. Ég álít, að þá hefði þeim farizt hyggilega og sagzt vel, ef þeir hefðu endað þennan ára mótaboðskap sinn með því að Iýsa því yfir, alþjóð til lofs- verðrar eftirbreytni, hverju ALPHONSEÐAUDET þeir sjálfir, og sú stétt, er þá hafði að fulltrúum, hefði ákveð ið að fórna, til heilla þjóðfélag- inu á þessum viðsjárverðu tím- um. Ekki skilji samt neinn orð mín svo, að ég væni þessa heið- ursmenn um það, að þeir hafi í hyggju að koma sér hjá fórn- um eða freista að hafa þær sem léttbærastar, — en, ég er þess einmitt fullviss, að á enga munu þeir leggja þyngri fórriir en sjálfa sig, — en þeirri hlé- drægni þeirra og háttvísi, að láta sinna væntanlegu fórna að engu getið, hefðu þeir, að mínu áliti betur sleppt í þetta skipt- ið; kurteisin er góð, svo langt sem hún nær, en á stundum get- ur það reynzt eins vel að láta þá dyggð lönd og leið. Jæja, — þá það. Þá er draum urinn búinn, og þjóðin hefur verið klipin í handlegginn, til sannindamerkis um, að nú sé kominn fótaferðatími. Bara að henni farist ekki eins og strákn um, e rlét svo um mælt, þegar hann var vakinn á morgnana: „Ojæja-jamm. Mér er sosum sama þó að ég drattist á fætur, — ég get eins sofið vakandi!“ Virðingarfyllst. Filipus Bessason hreppstjóri. Kaupum flöskur og glös. Efnagerðin Valur. SÆKJUM HEIM. Hverfisgötu 61. Sími 6205. Kanpum fuikur Baldursgötu 30. Auglýsið í Alþýðublaðínu f LesiS hefur á hvers kyns breyting- um. Það var því ekki auðvelt verk að flytja styttuna og sízt án þess að láta hann gruna á- stæðuna. Ó, þetta- kvenfólk! Henin tókst þetta svo vel, að í dag ríkir herra Thiers á arin- hyllu föður þíns, og vesalings Sappho liggur í rykinu í stormasama herberginu, innan um gamla postulínshunda og húsgagnadrasl. Hún varð líka fyrir hnjaski í flutningum þessum. — Höfuðbúnaðurinn brotnaði í mél, og harpan brotnaði alveg af. Vafalaust hefur óvild Divonne verið or- sök ógæfu styttunnar.11 Þeir kornu í d’Assasstræti. Þessi listamannaborg var óbrot- in útlits og bar vott um mikla vinnusemi. Þar gat að líta tnarga vinnusali. Dyrnar voru tölusettar og líktust hlöðudyr- um. Úr vinnusölunum var hægt að komast út 1 húsagarð. Við enda hans gat að líta 1-jót skóla- hús. Þaðan barst stöðugur lestarniður. Umhverfið fyllti Corseta Áveitumeistaranna á nýjan leik efasemdum um hæfi leika manns þess, sem bjó í svo óbrotnu umhverfi. En hann vissi, á hverju hann átti von. strax og hann kom inn í virinu- sal Caoudals. „Ekki fyrir hundrað þúsund Eranka! Ekki fyrir milljón!11 öskraði myndhöggvarinn, um leið og Gaussin lauk upp munni 'sínum. Hinn langi skrokkur hans reis hægt upp af legu- bekknum, er hann lá á mitt i vanhirtum vinnusalnum, þar Eem hin megnasta óreiða ríkti. Svo bætti hann við: Brjóst- mynd! Einmitt það! Lítið þið bara á gipsmolana, sem liggja mélbrotnir á gálfinu. Það eru leifarnar af myndasamstæðu minni, er fara átti á næstu sýn- inguna. Nú er ég búinn að mola það allt saman með hamri. Ég kæri mig ekki meira um högg- myndalistina en þetta, og þótt andlitsfall herrans sé freistandi U „Gaussin d’Armandy, for- eeti ... . “ Föðurbróðirinn safnaði saman öllum titlum sínuum, en þeir voru of margir. Caoudal greip fram í fyrir honum og snéri sér að unga manninum. „Þú starir á mig, Gaussin. Finnst þér ég vera orðinn gam- all?“ Það var alveg satt, að hann bar sínum rétta aldri vitni í birtu þeirri, sem féll ofan frá á örin, skorurnar og hrukkurn- ar á þreyttu andliti hans, er bar merki sukks og svalls, — á Ijónsfaxið, þar sem skein í bera bletti eins og í slitnu gólfteppi, Elapandi og hvapkenndar kinn- arnar og skeggið, er var á lit- inn eins og- máð gylling og hann hafði ei lengur fyrir að liða né lita. Hvað þýddi að vera að slíku? Litla fyrirsætan, hún Cousinard, var farin. „Já, góði minn, með meitilinn minn er óg villimaður og ruddi, en ég er tuttugu ára gamall!“ Rómur hans var grimmdar- legur og' hæðnislegur. Hann þrammaði fram og aftur um vinnusalinn, sparkaði stól til hliðar, sem varð á vegi hans. Skyndilega stanzaði hann fyrir framan spegil með skreyttum koparramma, er hékk yfir legu- bekknum, leit á sjálfan sig og gretti sig hroðalega: „Hvílík Ijót og útbrunnin skepria! Æða- ber og með hes eins og gömul belja!“ Hann þreifaði á andliti sínu og sagði með meðaumkun- arfullum, gamansömum róm og framsýni gamals spjátrungs, sem harmar horfna töfra sína: „Að hugsa sér, að ég muni jafn- vel þurfa að minnast þess með söknuði næsta ár!“ Föðurbróðirinn var skelfingu lostinn. Ja, þvílíkt og annað eins! Að heyra þennan meðlim listastofnunarinnar tala í þess- um tón og heyra hann segja frá eínum auðvirðilegu ástamál- um! Það voru þá til vitleysing- ar alls staðar, jafnvel einnig í listastofnuninni! Og aðdáun hans á þessum mikla manni minnkaði um leið og hann fann til samúðar með veiklyndi hans. „Hvernig líður Fanny? Ertu enn þá í Chaville?“ spurði Caoudal. Það sljákkaði skyndi- lega í honum, hann settist við hlið Gaussins og klappaði hon- um kumpánlega á öxlina. „Já, vesalings Fanny! Það er nú ekki langt eftir af sambúð okkar.“ „Ertu að fara í burtu?“ ,,Já, mjög bráðlega. Og ég ætla að gifta mig fyrst. Ég verð að yfirgefa hana.“ Myndhöggvarinn hló villtum íilátri. „Húrra! Þettá gleður mig sannarlega. Hefndu okkar, drengur rninn! Hefndu okkar á þessurn dækjum! Blekktu þær, varpaðu þeim frá þér og lofaðu beim að grenja, skepnunum! Þú munt aldrei valda þeim eins mikilli ógæfu og þær hafa vald- íð öðrum.“ Césaire var sigri hrósandi. „Þarna sérðu, Jean! Herrann lítur ekki alveg eins alvarlega á mál þetta og þú. Getið þér hugsað yður annan eins bjána? Það er óttinn við að hún muni drepa sjálfa sig, sem heldur honum frá að ýfirgefa hana!“ Jean viðurkenndi hreinskiln- íslega þau áhrif, er sjálísmorð Alice Doré hafði haft á bann. „En það er allt annað mál“, eagði Caoudal alvarlega. „Sú Etúlka var þunglynd og veik- geðja manneskja. Hendur henn ar héngu ætíð máttvana niður með síðum hennar. Hún var vesæl brúða, sem ekkert sag var innan í. Déehelette hafði rangt fyrir sér, er hann hélt, að hún hefði dáið vegna hans. Þetta var aðeins sjálfsmorð vegna þreytu og viðbjóðs á líf- inu. En Sappho á hinn bóginn! Já, hún fer víst áreiðanlega ekki að drepa sig! Hún er of mikið gefin fyrir ástina til að gera slíkt. Hún mun brenna allt til enda — aíveg niður að kertahlífunum. Hún er af þeim flokki fólks — ein af þeim kon- um, sem eru ætíð ungar í hjarta, — sem skipta aldrei um hlutverk og deyja í æskubún- ingum sínum, tannlausar og augnaháralausar. Horfðu bara á mig! Drep ég mig? Það þýðir ekkert fyrir mig að syrgja. Ég veit mjög vel, að ég mun taka aðra nú, fyrst hin er farin, — að ég verð alltaf að hafa ein- hverja. Ástmey þín mun gera hið sama og ég, líkt og hún hefur gert áður. En hún er reyndar ekki lengur ung, og það verður erfiðara fyrir hana.“ Föðurbróðirinn var enn sigri hrósandi: „Líður þér ekki bet- ur núna, Jean?“ Jean sagði ekkert. En efa- Gemdir samvizku hans voru brotnar á bak aftur. Hann hafði tekið ákvörðun. Þeir voru að fara, þegar myndhöggvarinn kallaði í þá til þéss að sýna þeim mynd, sem hann tók úr rykinu á borðinu. Hann þurrk- aði af henni á ermi sér. „Sjáið þið, þarna er hún. Er hún ekki lagleg, dækjan litla? Er hún ekki þess verð, að kropið sé að fótum henfiar? Þessir fætur, þessi brjóst!“ Andstæðan var hryllileg á milli þessara glóandi augna og ástríðuþrungnu raddar og á hinn bóginn elliskjálfta stóru, spaðamynduðu fingranna, sem brosandi ímynd Cousinard titr- aði í, — ímynd litlu fyrirsæt- unnar með töfrana, krýnda spé- koppum. XII. KAFLI „Ert þetta þú? En hve þú kemur snémma heim!“ Hún kom utan úr garðinum. Svuntan hennar var troðfull af eplum. Hún hljóp fljótt upp tröppurnar, full óróa vegna við- móts elskhuga síns, sem var vandræðalegur og ákveðinn í senn. „Hvað gengur að þér?“ „Ekkert, ekkert. Það er að- eins veðrið, þetta bjarta sól- G L M.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.