Alþýðublaðið - 04.01.1950, Síða 7

Alþýðublaðið - 04.01.1950, Síða 7
Miðvikudagur 4. janúar 1S49. ALÞYÐUBLAÐIÐ 7 E.s. „SELFOSS" fer frá Reykjavík laugardag- inn 7. janúar til vestur- og norðurlandsins. Viðkoniustaðir: Patreksfjörður ísafjörður Skagaströnd Sauðárkrókur Siglufjörður Akureyri Húsavík. H.f. Eimskipafélag íslands. Hýársávarp Helga Hannessonar Framh. af 3. síðu. heilbrigðri dómgreind og af- staða til hvers eins máls ein- göngu mótuð af því, sem við teljum heillavænlegast fyrir alþýðu íslands í nútíð bg fram- tíð, hafandi það hugfast, að saman fari hagsæld alþýðu manna og heill alþjóðar. Og þá nýársósk á ég bezta fram að færa þjóðinni í heild, er ég nú lýk máli mínu, að enn megi okkur takast að tryggja atvinnuöryggi og sem bezta af- komu alls almennings í land- inu. Að því er alþýðusamtökun- um ljúft að vinna. Landsfólki öllu óska ég svo gæfu og farsældar á nýja árinu. MalHur Álþýiu- flokksfélags Keflavíkur ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG Keflavíkur hélt aðalfund sinn í byrjun aes. Stjórnarkjör fór þannig, að formaður var kjör- inn Steindór Pétursson. Aðrir í stjórn voru kjörnir þeir Ragnar Guðleifsson, Guðni Guðleifsson, Guðm. Guðjóns- Kon og Magnús Þorvaldsson. Ragnar Guðleifsson, bæjar- Etjóri, sem verið hefur formað- ur félagsins frá stofnun þess, baðst eindregið undan endur- kosningu að þessu sinni. íþróttalandsmótin á árinu 1950 STJÓRN íþróttasambands íslands hefur ákveðið ellefu eftirtalin landsmót fyrri hluta ársins 1950: Handknattleiksmeistaramót íslands (inni) fyrir meistara- floklt karla frá 10. janúar til 15. marz 1950. Handknattleiksmeistaramót íslands (inní) fyrir meistara- flokk og 2. flokk kvenna, 1., 2. og 3. flokk karla, frá 16. marz til 30. marz 1950. Handknattleiksráði Reykja- víkur hefur verið falið að sjá um þessi handknattleiksmót. Skautamót íslands þann 5. febr. 1950. Skautafélagi Reykja víkur falið að sjá um mótið. Meistarakeppni íslands í flokkaglímu þann 10, marz 1950. Hæfnisglíma þann 14. apríl GóSur afli á Suður- eyri fyrir jólin Frá fréttaritar Alþýðubl. SUÐUREYRI við Súgandafj. BÁTAR fiskuðu hér vel fyr- ír jólin eða allt upp í 10 smá- lestir í róðri þegar á sjó gaf, en gæftir voru yfirleitt slæm- ar. Þann 21. desember bilaði vél báturinn Örn 30—40 sjómílur út í hafi og átti þá að grípa til eftirlitsskipsins Faxaborgar, því veðurspá var slæm. En þeg ar til átti að taka var björg- unarskipið suður í Reykjavík. Var þá sendur vélbáturinn ,,Gunnbjörn“ formaður Gísli Guðmundsson, og tókst hon- um giftusamlega að finna bát- ínn, sem var með bilaða vél og ljós laus. Mönnum leið vel eftir ástæðum. KOLAFRAMLEIÐSLAN á Vestur-Þýzkalandi varð 103 milljónir lesta árið, sem leið. Það er 16 milljónum lesta meira en árið áður. ...... ♦ ----------- Bandaríkjaþing (Frh. af 1. síðu.) sér yfirleitt fyrir margháttuð- um sparnaði til þess að hægt sé að lækka skatta í Bandaríkj- unum. En jafnvíst þykir, að Truman og stjórn hans muni beita sér gegn öllum niður- skurði á Marshallhjálpinni. Þá er og búizt við því, að Truman muni fara fram á mik- il fjárframlög til margháttaðra félagslegra framkvæmda, um- bóta og trygginga fyrir hinar vinnandi stéttir í Bandaríkj- unum. sending frá Samvlnnufrygglngum utn greiðslu arðs Samvinnutryggingar hafa ákveðið að greiða arð af bruna- og bifreiðatryggingum á árinu 1950, Dg verður hann sem hér segir: 1. Greiddur - verður 5% arður af ið- gjöldum brunatrygginga ársins 1949, sem endurnýjaðar verða árið 1950. 2. Enn fremur verður greiddur 5% arður af iðgjöldum bifreiðatrygginga ársins 1949, sem endurnýjaðar verða árið 1950, án tillits til þess, hvort bif- reiðar hafa orsakað skaðabótaskyldu eða ekki. Fyrirkomulag greiðslu arðsins verður þannig, að hann verður dreginn frá iðgjöldum á endurnýj- unarkvittunum. Reykjavík, 2. jan. 1950. Skírnir 1948 (Frh. af 5. síðu.) ekki verður hún styttri, ef allt vérður leiðrétt, sem rangt er eða missagt. Ritfregnir Skírnis eru allt of fátækleg heimild um íslenzkar bækur. Raunar er minnzt á rit- safn Jakobs Thorarensens og síðasta smásagnasafn hans og farið um þær merku bækur vterðskulduðum viðurkenning- arorðum og vakin athygli á hinni einstöku ágætisbók, Son- ur gullsmiðsins á Bessastöðum. En þá er líka talið það, sem feitt er á stykkinu. Lárus Sig- urbjörnsson ræðir þarna um Sölva og leikrit séra Jakobs, en árátta hans er sú að lofa allt og hvað mest það, sem ómerki- legt er. Eitthvað er getið um Sagnakver Skúla Gíslasonar og bók Jörgen-Frantz Jacob- sens um Færeyjar, og svo er ritað ýtarlega um tvær sér- fræðilegar bækur eftir Björn Guðfinnsson og Símon Jóh. Ágústsson. Þá er þeirri upp- talningu lokið. En guði sé lof, að til skuli samt allt hitt, sem ritstjóri Skírnis og samverka- menn hans láta framhjá sér fara. Það er engan veginn maklegt framar að álíta Skírni ómerki- Iegasta rit sinnar tegundar á íslandi. En sennilega verður þó bið á því, að hann skipi á ný sinn forna sess og beri af öðr- um íslenzkum tímaritum. Við bíðum og sjáum, hvað setur. Helgi Sæmundsson. fftf?YTYTYIYlYTYT¥íYrYf¥T Lesið Alþýðublaðið 1 1950. Íslandsglíman þann 26. maí 1950. Glímumótin fara fram í Reykjavík. Glímuráði Reykja- víkur falið að sjá um glímu- mótin. Hnefaleikamót Islands þann 4. apríl 1950. — Hnefaleika- ráði Reykjavíkur falið að sjá um mótið. Badmintonmót íslands fyrir karla og konur, einliða- og tví- liðaleikur, hefjist 5. apríl. 1950. Umf. Snæfelli í Stykkishólmi falið að sjá um mótið, og þar fara úrslit fram. Auglýst verður nánar síðar um annað fyrir- komulag mótsins. Skíðamót íslands 6. til 10. apríl 1950. Skíðaráð Siglufjarð- ar sér um mótið. ■ s Sundmeistaramót íslands 30. og 31. marz og 3. apríl 195öj Sundráði Reykjavíkur falið að sjá um mótin. yif SSj?* mrf— — ^ ■ "••'!' 'V IIANNES Á IIORNINU Framh. af 4. síðu. sóma sinn í að gera það fyrir væga borgun, eða enga, þegar börn eiga í hlut. HAFI SÍRA JÓN AUÐUNS þakklæti mitt og mæðra barna þeirra er sækja þessar prýðilegu sunnudagaskemmtanir .Dreng- urinn minn og félagar hans bíða með óþreyju eftir, að þær byrji aftur“. Útbreiðlð Alþýðublaðið! Sala á hlutamiðum 1950 er hafin. Fyrirkomulag að öllu leyti hið sama sem síðast- liðið ár. — Umboðsmenn í Reykjavík: Arndís Þorvaldsdóttir, kaupk., Vesturg. 10. Sími 6360. Bókaverzlun Guðm. Gamalíelssonar, Lækjarg. 6 A. Sími 3263. Bækur og ritföng, Laugaveg 39. Sími 2946. Elís Jónsson, kaupmaður, Kirkjuteigi 5. Sími 4970. Gísli Ölafsson o. fl. (Carl D. Tulinius & Co.), Austurstræti 14. Sími 1730. Helgi Sívertsen, Austurstræti 12. Sími 3582. Maren Pjetursdóttir (Verzl. Happó), Laugaveg 66. Sími 4010. Sigbjörn Ármann, Varðarhúsinu. Sími 3244. Ath.: Umboðið, sem var á Laufásveg 58, er flutt í Bókaverzlun Guðm. Gamalíels- sonar, Lækjargötu 6 A. ^ JU..—4 M ■XSSXSi Umboðsmenn í Hafnarfirði: Valdimar Long, kaupm., Strandgötu 39. Sími 9288. Verzlun Þorvalds Bjarnasonar, Strandgötu 41. Sími 9310. Viðskiptamenn hafa forgangsrétt að númerum þeim, er þeir höfðu síðastliðið ár, til 10. janúar.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.