Alþýðublaðið - 04.01.1950, Blaðsíða 8
Gerfzt áskrifendur
að Aíþýðublaðinu.
Al'þýðublaðið inn á hvert
heimili. Hringið í síma
4900 eða 4906.
MiðviSíudagur 4. janúar 1949.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Allir vilja kaupa
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
ísiðnzkir logarar
ÍSLENZKIÍt togarar virðast
nú ekki vera velkomnir í
brezkajh höfnum, ef dæma má
eftir brezka ritinu „Fishing
News“.' Um' miðjan síðasta
mánuð hafði blaðið það eftir
fréttaritara sínum í Hull, að þá
í vikunni hafi fjórir stórir ís-
Ienzkir togarar komið til borg-
arinnar. og töldu Bretar að
þeir hefðu flutt fisk úr fleiri
s)i ipum. Fréttaritarinn segir,
að skipin hafi, að ekki sé of
mikið sagt, verið óvelkomin,
því að markaðurinn hafi þá
verið sama sem enginn. Ekki
þótti það bæta úr skák, að tog-
ararhir voru nær eingöngu
með þorsk, þann fiskinn, sem
mest var af.
13 leikrif bárusf
í verðiaunasam-
keppni útvarpsins
FOKBÁÐAMENN útvarps-
fitatfsemi á Norðurlöndum á-
kváðu fyrir nokkru að efna til
samkeppni um útvarpsleikrit.
Skyldi keppninni hagað þann-
ig, að hvert ríkisútvarp fyrir
sig efndi til slíkrar keppni í
síu.u iandi, en síðan yrði dæmt
mii’li þeirra leikrita, er hlytu
fyrstu verðlaun í viðkomandi
Itindum.
Frestur til að skila leikritum
var settur til gamlaárskvölds
s. 1. árs. Höfðu þá 13 leikrit
borizt íslenzka ríkisútvarpinu
til keppni þessarar, en það aug-
lýsti hana með þeim fyrirvara,
að það áskildi sér rétt til að
veita ekki 1. verðlaun, og fari
svo, að þ ðanoti sér þann rétt,
verð'u rekkert leikrit héðan
sent til hinnar sameiginlegu
norrænu keppni.
--------»..
iklar skemmíanir
é Akureyri
hátíðarnar
ölurnar í Reykjayí
irmulegu ástandi
Ero 2 500 000 pollar í malargötum
höf uðborgarinnar ?
frá fréttaritara Alþbl.
AKUREYRI í gær.
JÖLAHÁTÍÐIN OG ÁRA-
MÓTIN voru með ólíkum hætti
hér miðað við það, sem þau
voru í fyrra, þegar mænuveik-
tn lá sem mara á bænum.
Margs konar skemmtanir og
fj jáis ferðalög til og frá bæn-
um; ailt þetta ásamt góðri veðr-
áttu sýndi Akureyrarbæ nú í
venjuiegum hátíðasvip. Börnin
fengu sínar algengu Jólatrés-
skemmtanir, og voru þær fleiri
og fjölsóttari en venjulega, og
milli 10 og 20 útijólatré
skreyttu bæinn. Þrjú af jóla-
trjánum voru sett upp fyrir at-
beina fegrunarfélagsins, en
hin við hús einstaklinga.
Áramótin voru róleg. Lítil
ölvun var á almannafæri, og
óspektir og skemmdarverk
engin, þrátt fyrir gleðskap og
dans í öilum samkomuhúsum
bæjarins á nýársnótt.
. — Hafr. —
GÖTURNAR í REYKJAVÍK eru nú hörmulega á sig
kornnar, og liggur við, að sumar aðalumferðaæðarnar í
úthverfunum séu ófærar. Eftir rigningai'nar undanfarna
daga, má segja að flestar göturnar séu samfellt „þvotta-
bretti“, og aka bifreiðastiórar með hálfum hraða eftir göt-
unum, svo að bifreiðarnar ekki hristist í sundur.
í gærdag taldi maður nokkur polla á tveggja metra
belti yfir eina aðalgötuna í úthverfum Reykjavíkur. Það
voru 50 pollar á þessu belti. Ef dæma má eftir þessum
bút, eru rúmlega tvær og hálf milljón polla á götunum í
Reykiavík! Og þetta er borg framfaranna, höfuðborg nú-
tíma íslands!
Það er ömurlegt fyrir þessa borg, að ekki megi rigna
nokkra daga án. þess að göturnar leysist upp, og getur
þetta ástand undirstrikað þá staðreynd, að eftir 30 ára
stjórn íhaldsins hefúr enn ekki fundizt, hvernig gera á
göturnar í Reykjavík, svo að gagn sé að. Borgarstjóri
notar hvert tækifæri til að gorta af því, að 75% af göt-
unum í Reykjavík sé malbikað — innan Hringbi'autar.
En hann getur jless ekki, að utan Hringbrautar eru að-
eins 10% gatnanna lagðar, og alls eru í bænum 100 km
af malargötum. Ekki hefur vantað kosningaloforð íhalds-
ins í gatnamálum, og ekki hefur vantað nefndir til að at-
huga málið, en Reykjavík er saman pollaborgin eftir sem
áður.
Veiða erlendir íogarar helming
meira en íslenzkir hér við land?
■------------------»...
íslenzku togararnir veiddu 110 000 lestir
1949, en Bretar einir veiddu ennþá meira
BREZKIR TOGARAR veiða nú allmiklu meira en íslenzku
togararnir á miðunum umhverfis íslands. Samkv. upplýsing-
um frá LÍÚ seldu íslenzku togararnir 110 000 lestir fiskjar á
árinu sem leið, en brezku togararnir veiddu á íslandsmiðum
einum 1S0 000 lestir árið 1948 og munu hafa aukið veiðar sínar
á árinu 1949. Við þetta bætast svo togarar margra annara þjóða,
og er það spá kunnugs manns, sem blaðið hefur rætt við, að á
árinu 1950 muni íslenzki togaraflotinn að líkindum ekki taka
nema þriðjung alls þess fiskjar, er togarar afla á miðunum
umhverfis landið.
Samvinnutryggingar greiða arð af
bruna- og bifreiðatryggingurn
Ársútborgyn áætkið um tvö hundruð
þúsund krónur á þessu ári.
SAMVINNUTRYGGINGAR, sem stofnaðar voru 1. sept-
ember 1946, hafa nú ákveðið að úthluta arði af starfsemi bruna-
og bifreiðatrygginga stofnunarinnar 1949, og nemur arðurinn
5% af upphæð árgjalds hverrav vátryggingar. Þessi arðsút-
hlutun er áætluð samtals 200 þúsund krónur.
Samkvæmt upplýsingum
Landssambands útvegsmanna
hér, seldu íslenzku togararnir
109 737 lestir á árinu 1949 fyr-
ir samtals 4 037 000 sterlings-
pund. Af þessu fóru 62 Ö00
lestir til Þýzkalands, en rúm-
lega 47 000 lestir á brezka mark
aðinn. Tveir togarar, Akurey
og Helgafell fóru 13 söluferð-
ir á árinu, en Röðull hafði verð
mætastan afla, samtals 136 471
sterlingspund.
Þessar tölur gefa að sjálf-
eögðu ekki rétta hugmynd um
það aflamagn, sem íslenzkir
togarar tóku á árinu, því að all
margir togarafarmar voru salt-
aðir í landinu síðustu mán-
uði ársins. Hins vegar er ljóst,
að Bretar veiddu engu síður
meira en íslendingar á togur-
um sínum hér við land. Loks
ber þess að minnast, að hér er!
aðeins rætt um togara, en ís-
lendingar eiga þar til viðbótar
bátaflota sinn.
Samkvæmt því, sem Fishing
News hefur skýrt frá, veiddu
Bretar 1926 120 000 lestir við
ísland, 1938 169 000 lestir og
1948 120 000 lestir og mun það
magn hafa aukizt 1949. Þess
ber að gæta, að veiðar Breta á
heimamiðum hafa minnkað
verulega, og leita þeir því æ
meira á fjarlægari mið.
Þá eru aðrar þjóðir að auka
mjög togaraveiðar sínar við ís-
land, og má þar fyrst nefna
Þjóðverja, en einnig Pólverja,
Spánverja, Hollendinga, Belga
og Frakka. Telja kunnugir, að
skip þessara þjóða muni bráð-
iega komast upp í svipað afla-
magn og Bretar og verður þá
svo komið, að íslenzkir togara-
flotinn veiðir ekki nema rúm-
Um síðustu áramót' hafði
brunatryggingadeild Samvinnu
trygginga gefið út samtals 10
þúsund brunatryggingaskír-
teina, og um 14 hluti allra bif-
reiða landsmanna voru trvggð-
ar hjá þcssu tryggingafyrir-
tæki.
Frá því er Samvinnutrygg-
ingar tóku til starfa hafa hinar
ýmsu deildir trygginganna gef-
ið út samtals um 25 þúsund
tryggingaskírteini.
Samkvæmt upplýsingum,
sem Alþýðublaðið fékk í gær
hjá Erlendi Einarssyni, for-
stjóra Samvinnutrygginga og
Guðmundi Ásmundssyni deild-
nrstjóra trygginganna hefur
starfsemi trygginganna verið
sem hér segir undanfarin þrjú
ár, er þær tóku til starfa.
Fyrst voru tryggingarnar
eingöngu bundnar við sjó- og
brunatryggingar, en fyrir einu
ári, eða í ársbyrjun 1949, voru
bifreiðatryggingar einnig tekn-
ar upp.
Eftir hinni nýju ákvörðun
trygginganna um arðsútborgun
eiga allir tryggingartakar, sem
endurnýja vátryggingar sínar
á árinu 1950, rétt til arðs, og
verður arðurinn dreginn frá
upphæð iðgjaldanna á endur-
nýjunarkvittununum.
Slík arðsúthlutun sem þessi
er alger nýjung í vátrygginga-
starfsemi hér á landi. Stafar
hún af því, að Samvinnutrygg-
ignar eru reknar á samvinnu-
grundvelli, þeir sem tryggja
hjá stofnuninni eru eigendur
hennar og þeir og aðeins þeir
fá arð þann, sem verður af
starfseminni.
Þessi arðsúthlutun er um-
fram þann afslátt, sem veittur
’ ér af iðgjöldum bifreiðatrvgg-
’■ inga, ef tryggingartakar hafa
ekki valdið bótaskvidu vissan
tíma. Sá afsláttur hjá Sam-
vinnutryggingum nemur 10%
eftir eitt ár og 25% eftir þrjú
’ ár án tjóns, sem bakar bóta-
ekyldu. Þótt menn því eigi rétt
á slíkum afslætti, þá fá þeir
arðinn, svo framarlega sem
þeir endurnýja vátryggingar
sínar á þessu ári.
Samvinnutryggingar hófu
' starfsemi sína 1. september
I 1946. Hefur vöxtur stofnunar-
, innar verið ör og óslitinn síð-
j an. Upphæðir iðgjalda hafa
I verið sem hér segir:
’ Árið 1946 .
j — 1947 .
— 1948 .
— 1949 .
29. desember s.l. hafði bruna
tryggingadeild Samvinnutrygg-
inga gefið út 10 000 bruna-
tryggingarskírteini.
Frá því er Samvinnutrygg-
ingar tóku til starfa, hafa hin-
ar ýmsu deildir stofnunarinn-
ar gefið út samtals yfir 25 000
tryggingarskírteini.
Nú á þessu ári hafa Sam-
vinnutryggingar byrjað að
taka tryggingar erlendis frá, og
hafa Svíar endurtryggt hjá fé-
laginu fyrir samtals um 80—•
90 þúsund sænskar krónur. —•
Vinnur félagið nú að því að fá
endurtrvggingar frá fleiri lönd-
um.
Verzlunarjöfnuður-
inn í nóvember hag-
stæður um 1,7 millj.
í N Ó VEMBERMÁNUÐI nam
útflutningur íslenzkra vara
32,3 milljónum króna, en inn-
flutningurinn á sama tíma
nam 30,5 milljónum króna.
Var verzlunarjöfnuðurinn í
þeim mánuði því hagstæður
um 1.7 milljónir króna.
Útflutningurinn skiptist
þannig milli landa: Danmörk 1 2.259.780
Noregur 462.320
Svíþjóð 44.080
Finnland 3.404.670
Austurríki 849.310
Belgía 56.040
Bretland 9.528.900
Grikkland 181.090
Holland 2.980.650
Irland 32.830
Ítalía 31.330
Pólland 2.947.290
Sviss 37.180
Tríest 79.520
Þýzkaland 3.052.030
Bandaríkin 5.664.980
Brazilía 139.100
Kúba 151.680
Ísraelsríki 75.080
Ónnur lönd 343.980
kr. 684 721,00
— 3 088 583,00
— 4 469 155,00
— 6 000 000,00
Kolaframleiðslan
vexá
lega þriðjung alls þess íiskjar,
sem togarar taka við ísland.
ISAACS, vinnumálaráðherra
Breta, óskaði brezkum námu-
mönnum í gær til hamingju
með góðan árangur kolavinnsl-
unnar á Bretlandi árið, sem
leið. Kolaframleiðslan nam á
árinu 202 milljónum lesta, eða
6 milljónum lesta meira en ár-
ið áður, þótt mun færri ynnu
í nárhunum síðast liðið ár.