Alþýðublaðið - 08.01.1950, Qupperneq 1
Veðurhoríur:
Austan eða su'ðaustanátt,
stinningskaldi eða allhvasst
og rigning eða þokusúld, er
líður á daginn.
Forustogreim:
„Alþyðu listinn".
XXXI. árgangur.
Sunnudagur 8. janúar 1850.
W=
6. tbl.
Hvít jól í áuhögiim Trumans
Þetta er heimili Trumans í Independenee í Missouri, þar sem
hann dvelur oft á sumrum og í jólaleyfi sínu. Það voru hvít jól
í Independenee í þetta sinn og hús Trumans þakið snjó, eins
og myndin sýnir.
Firmm af eSiefu þátttökuríklum öryggis-
ráðsins hafa viðurkennt hanaf
VIÐUKKENNING BRETA á kommúnistastjórninni í Pe-
king í Kína var í gær aðalumræðuefni heimsblaðanna og
stjórnmálamanna. Var búizt við því í aðalbækistöðvum banda-
lags liinna sameinuðu þjóða í Nevv York, að meirihluti hinna
59 þátttökuríkja þess eða að minnsta kosti 30 myndu viður-
kenna kommúnistastjórn Mao-Tse-tung næstu vikur, en fimm
af ellefu ríkjunum, sem fulltrúa eiga í öryggisráðinu, hafa þeg-
ar viðurkennt hana, en þau eru Bretland, Noregur, Rússland,
Júgóslavía og Indland.
Öryggisráðið kemur saman
til funda í New York á þriðju-
daginn og á Chang, fulltrúi
Kuomintangstjórnarinnar þá
að skipa försæti þess. Þykir
líklegt, að mál þetta verði þá
þegar tekið til umræðu í ör-
yggisráðinu og að því verði
mótmælt, að fulltrúi Kuomin-
tangstjórnarinnar sitji þar á-
fram. Hins vegar er enginn
fulltrúi frá kommúnistastjórn-
inni í Peking enn til staðar í
New York.
Stjórnin í Ástralíu hefur lát
ið í ljós undrun sína yfir því,
að brezka stjórnin skuli hafa
viðurkennt kommúnistastjórn-
ina í Kína og bendir í því sam
bandi á það, að annað aðal-
umræðuefni samveldismálaráð
stefnunnar' á Ceylon verði út-
breiðsla kommúnismans í As-
íu. Segir í yfirlýsingu ástr-
ölsku stjórnarinnar, að Iiún
hefði talið eðlilegt, að Bretar
frestuðu ákvörðun um þetta
mál þar til eftir samveldis-
VELBATURINN HELGI FRA VESTMANNA-
EYJUM rakst síð:degis í gær, á þriðja tímanum, í ofsa
veðri á austan á Faxasfcer við Vestmannaeyj ar og lið-
aðist 1 sundur á stuttum táma og söfcfc Ekfci -var vitað
rneð fullri vissu í gærkvöldi, hve margir voru imran
borð’s, en helzt va-r lalið, að þeir mundu hafa verið
níu eða tíu, þar af sex eða sjö skipverjar, hitt farþeg-
ar, en tveir menn komust upp á sfcerið, er skipið ;sökk.
ítrekaðar tilraunir voru gerðar til þess af skipum og bát-
um í Vestmannaeyjum að bjarga mönnunum af skerinu síð-
degis í gær, en þær tilráúnir höf3u engan árangur borið seint
í gærkvöldi, enda þá myrkt orðið af nóttu og enn ofsaveður á
austan; og voru þá litlar líkur taldar til að hægt yrði að gera
nokkrar verulegar frekari tilraunir til að bjarga mönnununi
af skerinu fyrr en um birtingu í morgun.
[fonni Zlil
siríSsæsfi
málaráðstefnuna, svo og að
Bretar og Bandaríkjamenn
hefðu fylgzt að um afstöðu til
þessa máls.
um sig i
hægri öfga-
flokkunum þýzku
DR. KURT SCHUMACHER,
íeiðtogi þýzkra jafnaðarmanna,
hefur í ræðu skýrt frá því, að
kommúnistar ltafi hreiðrað um
sig í hægri öfgaflokkunum á
Vestur-Þýzkalandi. Sagði hann
að jafnaðarmenn hefðu undir
höndum ótvíræðar sannanir
fyrir þessu og myndu fletta of-
an af þessari starfsemi komm-
únista innan skamms.
Vélbáturinn Heigi fór frá
Reykjavík í fyrrakvöld áleiðis
til Vestmannaeyja, en um svip-
að leyti fór strandferðaskipið
Herðubreið af stað héðan einn-
ig þangað. Munu allmargir
farþegar hafa farið með þeim
til Vestmannaeyja, en flestir
þeirra á síðustu stundu tekið
sér far með Iierðubreið. Munu
bæði skipin hafa fengið hið
versta veður á leiðinni, austan
rok og var vindhæðin við Vest
mannaeyjar síðdegis í gær um
11 stig.
í símtali við Vestmannaeyj-
ar seint í gærkvöldi var blað-
Inu svo frá skýrt, að svo hafi
virzt, að vél bátsins hafi bilað
og stöðvazt um það leyti, er
báturinn kom inn sundið milli
Heimakletts og Faxaskers, og
skipti það eftir það litlum tog-
um að bátinn rak á skerið, sem
er allstórt, en lágt, og brotn-
aði hann og sökk á örstuttum
tíma. Sást ekkert annað eftir
af honum eða áhöfn hans en
tveir menn, sem komizt höfðu
upp á skerið.
Strax og vart var við slysið,
fór skip og bátar á vettvang í
þeim tilgangi að reyna að
bjarga mönnunum af skerinu,
og tók standferðaskipið Herðu
breið þátt í þeim tilraunum.
Þrátt fyrir veðurofsann kom-
ust þau nærri skerinu, en til-
raunir til þess að ná mönnun-
um mistókust þó. Var þeim þó
haldið áfram í næturmyrkr-
inu í gærkvöldi, en litlar von-
ir taldar til að hægt yrði að
ná þeim fyrr en þá með birt-
ingu í morgun. Faxasker
stendur nægilega hátt úr sjó
til þess að engin hætta var tal-
in á, að mennina tæki út af
því, en vafasamt þótti að von-
um í gærkvöldi, að þeir mundu
lifa nóttina af í þeim kulda og
veðurofsa, sem þá var.
(Frh. á 8. síðu )
m, seciir pravda
PRAVDA hefur ráðizt
heiftarlega á brezka stjórn-
málamanninn Konna Zilii-
acus, sem vikið var úr
brezka Alþýðuflokknum
fyrir nokkru vegna Rússa-
vináttu hans, en Zilliacus
átti fyrir nokkrum árum
viðtal við Stalin og hefur
til þessa verið lofsunginn af
kommúnistum.
Pravda stimplar Zilliac-
us sem stríðsæsingamann
og segir, að vörn hans fyr-
ir Tííó sýni, að liann þjóni
í raun og veru húsbændum
Títós, heimsveldissinimnum
í Bretlandi og Bandaríkjun-
um!
Konni Zilliacus hefur
fyrir skömmu átt viðtal við
Tító og tekið ákveðna af-
stöðu með lionum í deilu
hans við Kominform, en
gagnrýnir Rússa fyrir of-
ríki þeirra við leppríki sín
í Austur-Evrópu.
Þegar kommúnistar réSu Jón
Axel að bœjarútgerðinni
-------------+-----
Útgerðin er nú eitt bezt rekna út-
gerðarfyrirtæki á iandinu.
ÞEGAR Bæjarútgerð Reykjavíkur var stefnsett haust-
ið 1946, greiddu kommúnistar því atkvæði, að Jón Axel
Pétursson yrði ásamt Sveini Benediktssyni ráðinn for-
stjóri bæjarútgerðarinnar. Þeir hafa nú sett af stað sví-
virðilega áróðursherferð gegn Jóni Axel, sem þeir sjáM-
ir áttu þátt í að ráða sem forstjóra útgerðarinnar. Reyk-
víkingar hafa þó ekki ástæðu til þess að sjá eftir því, að
Jón Axel skyldi takast þetta starf á hendur. Bæjarút-
gerð Reykjavíkur er nú annað af tveim stærstu útgerð-
arfyrirtækjum landsins, og liefur verið mjög vel stjórn-
að, svo að orð fer af meðal þeirra, sem bezt þekkja. Jón
Axel hefur ekki nema 850 krónur í grunnlaun sem for-
stjóri bæjarútgerðarinnar, og eru það tvímælalaust lægstu
laun útgerðarforstjóra á landinu, þótt hann hefði vel get-
að fengið þau hækkuð, ef hann hefði viijað. Hvað halda
menn til dæmis, að Tryggvi Ófeigsson hljóti í laun fyrir
að stjórna jafnmörgum togurum? Og er það óeðliíegt, að
forstjórar bæjarútgerðarinnar séu tveir, þegar Tryggvi
hefur tvo bræður sína sér til aðstoðar við stjórn sinna
skipa? Loks má minna á það, að kommúnistar sjálfir
greiddu Steindóri Árnasyni, forstjóra bæjarútgerðarinn-
ar í Neskaupstað, sem á eitt skip, 1400 krónur í mánaða-
laun, eða 60—70% meira en Jón Axel fær fyrir að stjórna
fjórum skipum hér. (Sjá enn fremur grein um bæjarút-
gerðina á 5. síðu blaðsins í dag).