Alþýðublaðið - 08.01.1950, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 08.01.1950, Qupperneq 4
4 ALfc»Yf>UBLAÐIÐ Stmnudagur 8. janúar 1950. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Fingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhusið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Lisli aiþýðonnar" tB ÞVÍ var af ýmsum spáð, að ' Sigfús Sigurhjartarson væri fallinn í ónáð hjá kommún- j istum eftir ósigurinn við al- j þingiskosningarnar í haust og fengi lausn í náð við bæjar- stjórnarkosningarnar í lok þessa mánaðar, Svo hefur þó ekki orðið, heldur er Sigfús á- fram í efsta sæti bæjarstjórn- arlista kommúnista. En hann mun hafa óskað eftir því, að frambjóðendurnir í efstu sæt- in yrðu ekki valdir úr hópi áköfustu Rússadindlanna og j Stalinsdýrkendanna og talið ’ sig eiga kröfurétt á nokkurri íhlutun í þessu efni. Brynjólf- ur Bjarnason mun hins vegar hafa talið þessa kröfu Sigfús- ar fráleita; og auðvitað mátti hann sín meira, þegar ákvörð- un var tekin um framboð flokksins. Sigfús varð að gera sér að góðu, að fá fyrir með- frambjóðendur sanntrúaða I Moskvukommúnista ó borð við : Katrínu Thoroddsen, Inga R. Helgason, Guðmund Vigfússon og Nönnu Ólafsdóttur. Til þess að geta gert Sigfúsi þessa póli- tísku skapraun hikaði Brynj- ólfur ekki við að láta sparka af framboðslistanum þremur fyrrverandi bæjarfulltrúum flokksins, Bimi Bjarnasyni, Steinþóri Guðmundssyni og Katrínu Pálsdóttur, og Hann- esi Stephensen var búinn staður í sæti á framboðslist- anum, sem er meira en von- laust, enda mun hann teljast til stuðningsmanna Sigfúsar. Sama er að segja um Sigurð Guðgeirsson. Hann er formað- ur æskulýðssamtaka kommún- ista; honum var holað niður í sjötta sæti framboðslistans, en jafnaldri hans Ingi R. Helga son látinn skipa þriðja sætið. Ástæðan liggur í augum uppi. Ingi er eldheitur og árvakur Moskvukommúnisti, en Sig- urður Guðgeirsson er í hinni grátt leiknu sveit Sigfúsar Sig- urh j artarsonar. Kommúnistar áttu fjóra full- trúa í bæjarstjórn Reykjavík- ur á síðasta kjörtímabili. Þar af leitar aðeins einn endur- kjörs. En það, sem merkilegra er, enginn af hínum þremur fyrirfinnst á bæjarstjórnar- listanum, þó að þeirra sé leit- að þar með logandi Ijósi. Venjulegt er þó, að gamlir bæjarfulltrúar skipi heiðurs- sæti á framboðslista flokks síns, þegar þeir láta.af störf- upi í sátt og samlyndi. Hér er því fengin vafalítil sönnun fyrir því, að Birni Bjarnasyni, Síeinþóri Guðmundssyni og Katrínu Pálsdóttur hefur verið sparkað af framboðslistanum. Meðferðin á Katrínu er með þeim ósköpum, að hún hefur verið látin þakka fyrir sig í Þjóöviljanum, en frá Birni og og Steinþóri hefur hvorki heyrzt stuna né hósti! * En Þjóðviljanum dettur svo sem ekki í hug að segja sann- leikann um framboð kommún- ista við bæjarstjórnarkosning- arnar. Hann velur framboðs- listanum það fagra rangnefni, að hann sé „listi alþýðu Reykja víkur“. Með öðrum orðum: Eftir að búið er að sparka Birni Bjarna syni, fulltrúa iðnaðarverka- manna, burt af bæjarstjói'nar- lista kommúnista og setja Hannes Stephensen, fulltrúa daglaunaverkamanna, í meira en vonlaust sæti, þá velur Þjóðviljinn framboðslistanum það heiti, að hann sé „listi al- þýðu Reykjavíkur“. Sigfús Sigurhjartarson, Katrín Thor- oddsen, Ingi R. Helgason, Guðmundur Vigfússon og t Nanna Ólafsdóttir eru með öðrum orðum fulltrúar al- þýðunnar í rússneska útibúinu á íslandi. Og ekki nóg með það. Þau eru betur til þess fallin að rækja þetta hlutverk að dómi flokkgforustunnar en Björn Bjarnason og Hannes Stephensen, menn, sem hafa þó unnið fyrir sér í hópi verka- lýðsins, enda þótt afrek þeirra í bæjarstjórninni væru léttvæg fyrir alþýðuhreyfinguna af því að Kommúnistaflokkurinn lætur sér á sama standa um hag hennar og heill þar eins og annars staðar. Kommúnistar eiga megin- fylgi sitt í Reykjavík því að bakka, að allt of mikill hluti verkalýðsins hefur látið blekkj ast til þess að greiða þeim at- kvæði. En það væri móðgun við þessa fyrrverandi kjósend- ur kommúnista að ætla þeim það, að þeir kjósi í bæjar- stjórn pólitísk fyrirbrigði á borð við Sigfús Sigur- hjartarson, Katrínu Thoródd- cen, Inga R. Helgason, Guð- mund Vigfússon og Nönnu Ól- afsdóttur eftir að fulltrúa iðn- t aðarverkamanna hefur verið sparkað burt af framboðslist- anum og fulltrúi daglauna- verkamanna settur í meira en vonlaust sæti. Ekkert af þessu fólki er ■ í tengslum við vérka- lýðshreyfinguna í Reykjavík, nema hvað Guðmundur Vig- fússon hefur lifibrauð af því að sitja í skrifstofu fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykja- vík, en hann vinnur þar Kom- tnúnistaflokknum allt það, sem hann á annað borð kemur i verk — en það er sem betur fer lítið. Það er alveg satt og rétt hjá Þjóðviljanum, að reykvisk al- þýða á mikið á hættu. Henni sr brýn þörf á ríkum ítökum X bæjarstjórn höfuðstaðarins komandi kjörtímabil. En kom- múnistar hafa farið að dæmi íhaldsins og Framsóknarflokks ins og gengið framhjá verka- [ýðshreyfingunni, þegar þeir ákváðu framboð sitt. Alþýðu- flokkurinn hefur hins vegar valið helming frambjóðenda sinna úr hópi alþýðustéttanna, fólk, sem fer með umboð verkalýðsfélaganna í Reykja- vík. Af frambjóðendunum, sem skipa fimm efstu sætin á lista Alþýðuflokksins, eru þrír full- trúar alþýðustéttanna í bæn- um, iðnaðarverkamaður, sjó- maður og formaður fjölmenn- asta verkakvennafélags lands- ins. En kommúnistar hafa ekki trúað alþýðunni fyrir einu af fimm efstu sætunum á fram- boðslista sínum. Svo leyfir Þjóðviljinn sér að nefna kom- múnistalistann „lista alþýðu Reykjavíkur", en fer ókvæðis- orðum um lista Alþýðuflokks- ins. Það verður svo sem aldrej ofsögum af því ságt, að komm- únistar séu mikilvirkir í þjón- ustu sinni við málstað blekk- inganna og lyganna. Þegar íslendingurinn mætti „mekanik“. — Flöskumjólkin og fýluferðir húsmæðranna. —■ Fyrirspurn um Ilöfðakaupstað. — Húsnæðis- vandræðin og úrræði þeirra, sem ætla að stofna ný heimili. ÞAÐ ER VÍST satt sem sagt er, að þegar um vélar eða aðra „mekanik“ sé að ræða, þá sé- um við íslendingar hálfgerðir kálfar. Alltaf þarf eitthvað að koma fyrir þegar við förum að fást við „mekanik“, allt gengur vel til að byrja með en svo fer allt í hönk. Káthrosleg er leit rafmagnssérfræðinganna að raf magnsdraugnum, sfem þeir finna alls ekki, og er nú fólk farið að standa á öndinni af spenningi yfir því að sjá hvernig leitinni lýkur. LOKSINS EFTIR margra ára bið, fiöskuskort, tappaskort, vélaskort og allsk. skort, var tilkynnt að nú væri allt komið i lag, nú gætu reykvískar hús- aæður fengið flöskumjólk. Við það hækkaði mjólkin í verði, bví að það kostar mikið að hafa ,,mekanik“, húsmæðurnar urðu að kaupa flöskur og þær urðu að vera þvegnar, nú var hægt að geyma brúsana og auka hreinlætið. En gleðin stóð skamma stund og alltaf við og við undanfarið hafa húsmæð- urnar orðið að fara tvær ferðir eftir mjólkinni sinni á hverjum degi. S s s 5 s Bráðabirgðalausnin‘ og Jrambúðarlausniu’ \ VIÐ UMRÆÐURNAR í neðri deild alþingis í vikunni, sem Ieið, um „bráðabirgðalausn" Ólafs Thors á vandamálum bátaútvegsins, voru af Stef- áni Jóh. Stefánssyni lagðar spurningar fyrir hinn nýja forsætisráðherra um það, hvernig á því stæði, að ekki væru nú þegar Iagðar fyrir alþingi þær tillögur til „frambúðarlausnar“ á þess- um vandamálum, sem forsæt isráðherrann væri alltaf að boða og vitna í. Benti Stefán Jóhann á, að ekki væri ann- að heyranlegt, en að þessar tillögur væru þegar formað- ar, og spurði, hvernig á því stæði, að frestað væri að bera þær fram, — hvort það stæði máske eitthvað í sambandi við bæjarstjórnarkosningarn- ar? ÓLAFUR THORS gat að síð- ustu ekki varizt því, að láta nokkuð uppi um þessa „fram búðarlausn“ sína, og viður- kenndi hann, að hún, myndi verða falin í annað hvort svo kallaðri verðhjöðnun eða gengíslækkun; og er hann þá lukkulega kominn inn á þær I leiðir, sem „vínir“ hans í Framsóknarflokknum heimt- uðu fyrir kosningar í haust. Og skilja menn nú miklu bet- ur en áður, hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn hefur ákveðið að fresta því, að bera fram tillögus sínar um slíka „frambúðarlausn" og valið þann kost, að beita sér aðeins fyrir ,,bráðabirgðalausninni“ í bili. Bæjarstjórnarkosning- ar eru nefnilega fram undan; og það þykir ekki sigurstrang Iegt fyrir Sjálfstæðisflokk- inn, að bjóða fyrir þær upp á verðhjöðnun, þ. e. stórkost- lega stýfingu kaupgjaldsins, eða gengislækkun, þ. e. stór- hækkað verð á öllum inn- fluttum vörum, mjög senni- lega samfara lögbindingu nú- verandi kaupgj alds. EN AÐ VÍSU felast í frum- varpi því „til bráðabírgða", er nú hefur verið lagt fyrir al- þingi, ákvæði, sem hljóta að verka alveg sem stórkostleg gengislækkun, 'ef til fram- kvæmda koma; en það eru á- kvæðin um söluskattinn, sem á að hækka úr 6% upp í 30% af tollverði allrar inn- fluttrar vöru, að viðbættum aðflutningsgjöldum og áætl- aðri álagningu, 10%, ef lög- gjöf, sem ,,að dómi ríkis- stjórnarinnar“ felur í sér frambúðarlausn, hefur ekki verið samþykkt af alþingi fyrir febrúarlok. Er því borið við, að slík hækkun sölu- skáttsins sé nauðsynleg til tekjuöflunar, svo að ríkissjóð ur fái risið undir auknúm ut- gjöldum vegna hins hækkaða fiskábyrgðarverðs. En raun- ar sýndi Emil Jónsson fram á það í umræðunum í neðri deild um „bráðabirgðalausn- ina“, að til að standast straum af þeim útgjöldum þyrfti ríkissjóður ekki að afla nema 20 milljóna í auknum tekjum; en tekjur af hinni fyrirhuguðu hækkun sölu- skattsins myndu hins vegar nema hvorki meira né minna en 60 milljónum! ÞAÐ KEMUR náttúrlega ekki til mála, að Alþýðuflokkur- inn fallist á slíka hækkun söluskattsins; enda myndi hún, ef til framkvæmda kæmi í marzbyrjun, raun- verulega jáfngilda stórkost- legri gengislækkun með því sem henni fylgir: stórhækk- uðu verði á öllum innfluttum nauðsynjum almennings. Al- þýðufloltkurinn vill stuðla að því, að bátaútvegurinn sé styrktur svo að hann geti hafið veiðar, og ríkissjóði sé gert unnt að rísa undir aukn- um útgjöldum af ráðstöfun- um í því skyni. En hann mun berjast harðlega gegn hvoru, sem er: dulbúinni gengislækk un bráðabirgðalausnarinnar, og viðurkenndri gengislækk- un frambúðariausnarinnar. Slökkviliðið kvatl út í gærdag SLÖKKVILIÐIÐ var í gær kvatt að Skipholti 27. Hafði þar kviknað í út frá röri, en eldurinn varð fljótt slökktur og skemmdir urðu litlar. HÚSMÆÐURNAR fara með flöskurnar sínar á hverjum degi, en oft kemur það fyrir að engin flöskumjólk er til svo að bær verða að fara heim aftur með tómu flöskurnar, þvo brús- ann og fara aftur til að fá mjólk í hann. Nú eru þær farn- ar áð tala um, að bezt sé að fara bæði með flöskur og brúsa svo að þær þurfi ekki að fara nema eina ferð eftir mjólkinni. Fólk er orðið sárgramt út af þessu, en ekbert dugir. Við stöndum svona yfirleitt í stöðu okkar þegar um ,,mekanik“ er að ræða. UNGIR MENN, sem hafa hug é að stofna heimili en hafa eng- ín -tök á því hér í bænum vegna húsnæðisvandræðanna, hugsa ýmsir um að reyna að stofna sér heimili utan Reykjavíkur. Einn þeirra skrifar mér bréf og Gpyrst fyrir um Höfðakaupstað, Ekilyrði þar fyrir atvinnu, hús- næðismál og annað. Það er of langt mál að gefa upplýsingar hér að lútandi í pistli mírum í dag, en ég get gefið honum þær upplýsingar, að sérstök nefnd starfar að þessum málum og er Hörður Bjarnason skipulags- stjóri formaður hennar. EN AF ÞESSU TILEFNI vil ég bæta þessu við. Húsnæðis- vandræðin hér í Reykjavík eru nð því leyti óeðlileg, að hingað flyzt of mikið af fólki, sem ekki getur fyrirfram tryggt sér at- vinnu eða húsnæði. Vel má vera, að það fari úr lítilli at- vinnu og lélegu húsnæði, en ef það á börn, er það ábyrgðar- ieysi að flytja inn í algera ó- vissu. • ÞAÐ ER ÞVÍ sjálfsagt fyrir ung hjón að gera tilraunir 'til þess að skapa sér heimili ann- ars staðar en í Reykjavík ef Ekilyrði eru þá til þess, og sann- leikurinn er sá, að maður er hamingjusamur þar sem mað- ur hefur svo mikla vinnu að hún nægi til að framfleyta sér og’ sínum og húsnæði við hitt hæfi, ef þá ekki óhöpp steðja að. Það er alveg víst að húsnæðisl eysið lagast ekki hér í Reykjavík fyrst um sinn. Og það er betra að fará burt. úr Reykjayík en að eiga það á hættu að búa við hörmungar húsnæðisvandræð- anna með konu og börn. Hannes á horninu. íngar a STJÓRN Theothoclesar sór embættiséið sinn í Aþenu í gær, og jafnframt var tilkynnt, að alménnar kosningar skuli fara fram á Grikklandi 10. febrúar. Hinn nýi forsætisráðherra Grikkja er konungssinni og hefur að undanförnu verið for- seti gríska þingsins. Hinir ráð- herrarnir eru flestir embættis- menn.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.