Alþýðublaðið - 08.01.1950, Síða 5
Sunnudagur 8. janúar 1950.
A1 bVBURLAÐIÐ
B
ÞJÓÐVILJINN, dagblað
Rússa hér í bæ, hefu.r nú hert
lygaherferð sína gegn Alþýðu-
Ookknum. Beinist lygin og róg
urinn að mér persónulega nú
Um sinn, það gera bæjarstjórn-
arkosningarnar. Kerfisbundinn
rógur skal hafinn um alla þá,
sem í'kjöri eru eða gegna trún-
aðarstöðum fyrir Alþýðufiokk-
inn, login skal af þeim öll æra,
ef þess er kostur. Því skal logið
að samningar hafi verið gjörð-
Ir við Sjálfstæðisflokkinn um
Etjórn bæjarmála Reykjavíkur.
eða öðru því, er hentar í það
eða hitt skiptio — allí' í sam-
ræmi við fyrirskipanirnar. sem
öllum kommúnistaflokkum
hafa verið gefnar af húsbænd-
um þeirra austan við járntjald-
ið.
Þess á milli skal svo láta vel
að þeim, og bjóða þeim sam-
vinnu og samfylkingu, eða hvað
það nú allt heitir á þeirra máh,
ef ske kynni að svo væri af
jbeim dregið, að hægt væri að
fleka þá með fagurgala og
fleðulátum til að reisa þann
gálga, sem þeir og margir
Öeiri yrðu síðan hengdir í.
Á íslandi verður þeim ekki
kápan úr því klæðinu, þó svo
illa hafi til tekizt í Póllandi,
Rúmeníu, Ungverjalandi, Tékk
óslavíku og fleiri löndum, þar
sem lýðræðissinnar hjálpuðu
þeim til valda.
Til þess að sýna nokkuð bar-
áttuaðferðir þessarar. fimmtu-
herdeildar þykir mér hlýða að
rifja nokkuð upp um mig
persónulega. og störf mín hjá
Reykjavíkurbæ og tildrög að
samþykktum fyrir bæjarútge.rð
Reykjavíkur.
Jón Áxel Péfursson:
Árið 1925 réðist ég sem hafn.
sögumaður við Reykjavíkur-
höfn. Hef ég verið starfsmaður
hjá Reykjavíkurbæ alla tíð síð
an að undanteknum tveim ár-
um, er ég hafði frí frá störfum
án launa og gegndi þá fram-
kvæmdastjórastaríi hjá Alþýðu
sambandi íslands. Öll þessi ár
hef ég starfað meira og minna i
verkalýðshreyfingunni og Al-
þýðuflokknum og unnið að því
af fremsta megni, að alþýðan
fengi bætt kjör sín efnalega Og
menningarlega. Stundum var
þessi barátta hörð, þá voru vel
flestir þeir, sem nú gala hæst
úm ást sína á alþýðústéttunum ,
og umhyggju sína fyrir vel- j
ferð þeirra, víðsfjarri og höfðu
þó sannarlega ekki síður en ég
og margir fleiri bæði aldur og
krafta til þess að vera með. En
hvar þeir voru, mega þeir bezt,
sjálfir vita og hvers vegna þá
vantaði í hópinn þegar erfiðast j
gekk.
Eitt af þeim mörgu málefn-
tim, sem Alþýðuflokkurinn
hefur barizt fvrir í bæjarstjórn
Reykjavíkur er bæjarfitgerð á
togurum. Um tvo áratugi hef-
ur sú barátta staðið. Kommún-
ístarnir voru andvígir þessu
máli — vildu enga bæjarútgerð.
Sjálfstæðismenn vildu heldur
ekki bæjarútgerð, einstaklings
rekstur var þeirra kjörorð.
Hinir fyrri, kommúnistarnir,
sáu þó brátt að slíkt var ekki
vænlegt hjá alþýðu manna og
snerust á yfirborðinu, og hafa
nú hin síðari ár spilað sig sem
fylgjandi því máli, en flest
bendir til, að í því sem svo
mörgu öðru, gjöri þeir það af
íllri nauðsyn og af ótta við sína
kjósendur.
Það má því með sanni segja,
að það hafi orðið hlutskipti okk
ar alþýðuflokksmanna, að sann
færa Reykvíkinga og ótal
marga fleiri um nauðsyn þess
að bæjarfélögin eignuðust þessi
stórvirku tæki, togarana. Sam-
hlíða hefur svo einstaklings-
rekstur togara haldið áfram.
Árið 1946, var það vitað að
Reykjavíkurbær mundi eign-
ast fleiri eða færri af ný-
sköpunartogurunum. sem voru
í byggingu Sjáyarútvegs-
nefnd Reykjavíkurbæjar, er
skipuð var - samkvæmt sam-
þykkt bæjarstjórnar, og var
ráðgefandi fyrir bæjarstjórn og
bæjarráð í málefnum sjávar-
útvegs, (léf ' meðal annars
teikna Svíþjóðarbátana flesta,
stærri gerðina ásamt fleiru
mjög nytsömu) var falið að
fara með málefni bæjarútgerð-
ar Reykjavíkur. í nefndinni
roru þá sömu menn og eru nú,
var og er ég einn meðal þeirra.
Sjávarútvegsnefndin fól
Sveini Benediktssýni og mér
að gegna framkvæmdastjóra-
starfi til bráðabirgða. Var það
eamþykkt með öllum atkvæð-
um nefndarmanna — einnig
[ulltrúa kommúnista.
Þegar þessi samþykkt var
gerð var einn togari væntan-
iegur á næsta ári. þ. e. í árs-
byrjun 1947, áð því er álitið
yar. Það var Ingólfur Arnar-
son. Þá var ekkert á það minnst
—: engum getum að því leitt —
að þetta væri bitlingnr til mín
— að þetta væri gjört sam-
kvæmt samningi milli Sjálf-
stæðisflokksins og Alþýðu-
flokksirs til þess að tryggja
völd hins fyrrnefnda.
Líður svo og bíður, og komni
únistaklíkan hefur ekkert við
þetta að athuga 1946,-1947 og
1948. Þó fengu þessir herra-
menn eitt tilfelli eins og mætti
orða það, því ósköp sakleysis-
lega spurði Steindór Guð-
mundsson að því á bæjarstjórn
arfundi „vegna réttlætisins“,
hvort framkvæmdastjóri bæj-
arútgerðarinnar, J. A. P., væri
Jón Axel Pétursson.
Við Sveinn Benediktsson
önnuðumst -framkvæmda-
stjórn bæjarútgerðarinnar
hluta af árinu 1946 og 1947 sam
an, en rétt er að geta þess hér,
p.ð við áttum það sameiginlegt
að vilja hag, og velferð þessa
nýstofnaða bæjarfyrirtækis í
Uvívetna.
Frumdrög að samþykktum
fyrir bæjarútgerð Reykjavík-
ur voru samin samkvæmt fyr-
irlagi bæjarráðs. Sjávarútvegs-
nefnd Reykjavíkur gekk frá
heim. á fundi, og voru allir
nefndarmenn sammála. einnig
fulltrúi kommúnista, Ingólfur
Jónsson. Þar þar lagt til, að
ejávarútvegsnefnd annaðist
ntjórn útgerðarinnar og réði
framkvæmastjóra, einn eða
fleiri og var það í samræmi
við það, sem áður hafði gerst
varðandi þessi mál. Frumdrög
þessi voru síðan send bæjar-
ráði, er gerði á þeim nokkrar
breytingar, er sjávarútvegs-
nefnd taldi til bóta, en breyttu
t engu þessum tveim atriðum,
að sjávarútvegsnefnd færi með
ctjórn og framkvæmdastjórar
væru fleiri en einn. Og enn
"reiddi kommúnistinn atkvæði
c-nn a hafnsögumannslaunum,1 með, án nokkurs ágreinings.
jafnframt því að hafa laun hjá
bæjarútgerðinni og Camp-1
Knox-nefndinni. Þessum fúll-
trúa átti þó að vera þetta kunn
ugast, því um það leyti endur-
nkoðaði hann alla reikninga
bæjarins, eða átti að gjöra það.
En er það var upplýst, að ég
hafði aðeins haft laun meðan
ég var hafnsögumaður, þá
dimmdi ýfir ásjónum þeirra
bótt vonir stæðu til, að ein-
hverjir tryðu því gagnstæða.
Ög enn var enginn samningur
nefndur.
Árin 1948 og 1949 hef ég
verið framkvæmdastjóri að
rhestu einn. Sveinn Benedikts-
son hefur þó ávallt gegnt þeim
störfum, er ég þurfti að fara ut-
an vegna byggingar skipanna
eða annars í sambandi við komu
hinna nýju skipa. Ég hef þann-
ig verið framkvæmdastjóri til
bráðabirgða í rúm þrjú ár. Það
má lá mér það hver sem vill,
— fyrst ég á annað borð léði
máls á því að vera fram-
kvæmdastjóri til bráðabirgða,
þótt ég greiddi því atkvæði í
njávarútvegsnefnd, að ég yrði
það áfram.
Árið, sem leið, hef ég haft
í laun fyrir að vera fram-
kvæmdastjóri kr. 850,00 í
nrunn á mánuði, eða nákvæm-
lega sömu iaun og hafnsögu-
menn Reykjavíkur hafa. Má
liver se mvill öfunda mig af
þeim launum, en öðrum störf-
um hef ég ekki gegnt nerna
rtörfum í þágu bæjarrnálefn-
anna.
Bæjarútgerðin er ungt fyrir-
tæki — hún byrjar með fjögur
skip og góðan hug borgaranna,
einkum þeirra, sem um sjóinn
hugsa og skilja þýðingu útvegs-
ins frá bænum. Er ánægjulegt
til þess að vita, hversu margir
fylgjast af alhug með þessu
nýja atvinnufyrirtæki bæjar-
ins, ungir sem gamlir.
Það er erfitt .verk og vanda-
samt og á einskis eins meðfæri
nema í orði, að segja fyrir um.
það, á hvern hátt hentúgas
verður að gera út eins og nú
horfir. Það benda allar líkur
til, að margvíslegra ráða þurfi
að' leita og mörgum aðferðum
að beita til þess að sem beztur
árangur náist fvrir þá, sem á
skiþunum starfa, og fyrir bæj-
arbúa, sem eiga þau. Þeir, sem
vilja bæjarútgerð Reykjayíkur
og Reykjavíkurbæ vel, þeir
munu aldrei íþyngja útgerðinni
með óþörfu starfsliði, hvorki á
rjó né landi. Ég er einn af þeim,
og svo er uni alla alþýðuflokks
menn.
Það er þá og jafn víst, að
teljum við hag Bæjarútgerðar
Reykjavíkur betur borgið méð
bví að fleiri menn séu kvaddir
| til starfs við hana, á sjó eða
landi, við almenna vinnu, eða
framkvæmdastjórn, þá munum
við haga okkur eftir því og
fjölga mönnum, svo að aðkall-
andi verkefni verði leyst af
hendi. Skiptir það engu máli,
hvort rógur og níð fimmtu her-
deildarinnar verður í ökla eða
eyra.
Að lokum nokkrar spurning
ar til liðssveitar Stalins á Is-
landi.
Sigfús Sigurhjartarson:
Þú hefur vænti ég ekki J:os-
ið sjálfan þig í tryggingaráö?
Ef svo er, veitir þú þér þá bit-
ling?
Á hverju lifa herramenr.Iin-
ir Sigfús Sigurhjartarson, Eln-
ar Olgeirsson, BrynjóJfur
Bjarnason, Sigurður Guðnason,
Eggert Þorbjarnarson? Hvaðan
Cá þeir Iaun sín og hversu rnib il
eru þau?
Jón Axel Pétursson.
Listi AíjjýSuilokksiffis
í Hveragerði
lagður fram
ALÞÝÐUFLOKKURINN og
Framsóknarmenn hafa lagt
Eram sameiginlegan lista v.ið
bæjarstjórnarkosningarnar í
Hveragerði, og er hann þan.aig
ckipaður:
Jóhannes Þorsteinsson, odd-
yiti.
Ragnar G. Guðjónsson, ve :-.l
unarmaður.
Gunnar Magnússon, gar'ð-
yrkjumaður.
Ólafur Helgason, kaupfélags
stjóri.
Stefán G. Guðmundsson,
■smiður,
Þorvaldur Sæmundss., verka
maður.
Bergþór Bergþórsson, verkn-
maður.
Emelía Friðriksdóttir, frú.
Þráinn Sigurðsson, garð-
vrkjumaður.
Stefán J. Guðmundsson,
hreppstjóri.
Á lista Alþýðuflokksins ög
frjálslyndra til sýslunefndar er
síra Helgi Sveinsson í kjöri,
Eem aðalmaður og Ingimar S.ig
urðsson garðyrkjumaður, vsra..
maður.
Samelginlegur lísli
í Ólafsví
ALÞÝÐUFLOKKSMENN og
framsóknarmenn í Ólafsvík
hafa lagt fram sameiginlegan
lista við hreppsnefndarkosn-
ingarnar, sem fram eiga að
fara seint í þessum mánuði.
Sex efstu menn listans eru
þessir: _
1. Jónas Þorvaldsson,
2. Ottó Árnason,
3. Jóhann Kristjánsson,
4. Alexander Stefánsson,
5. Guðrnundur Jensson og
6. Víglundur Jónsson.
I öðru, þriðja og fimmla
sæti eru Alþýðuflokksmenn,
en framsóknarmenn í fyrsta,
fjórða og sjötta.
„Ingólfur Arnarson“, fyrsti togari Bæjarútgerðar Reykjavíkur.
Unglingar brufusf inn
í Kleppsholti
MILLI JÓLA OG NÝÁRS
var brotizt inn í matvöru-
verzlun KRON við Langholts-
veg, og stolið þaðan 200 krón-
um. Enn fremur var brotizt þar
inn í mjólkurbúð.
Rannsóknarlögreglan hefur
haft upp á þeim sem innbrotið
gerðu og reyndust það vera
unglingar.