Alþýðublaðið - 11.01.1950, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 11.01.1950, Blaðsíða 6
6 ALÞYÐUBL'AÐtÐ' Sliðvikudagur 11. janúar 1950. ALPHONSE DAUDET: ÞAÐ ER AÐ SEGJA — Við erum gætnir menn í orð- um og gerðum og viljum ekkert láta eftir okkur hafa, sem hægt yrði að hanka okkur á fyrir dómstólum. Þess vegna er það, bVo að við tökum eitt dæmi, að við höfum minnzt eins lítið á þá prófessorana, Niels Dungal og Pál Zóphóníasson, og við höf- um komizt af með. Að minnsta kosti höfum við aldrei orðað þá við sauðfjárkvilla neina, eða aðra húsdýrasjúkóöma, nema hvað við kunnum að hafa bendlað Dungal eitthvað við „þekkingu og blekkingu“, og þó ekki meira en prófessorinn gaf sjálfur tilefni til. Pál Zóp. haníasson höfum við hins vegar aldrei bendlað við neitt, ekki einu sinni við sjálfan sig. Vilj- um við sérstaklega taka þetta fram nú, þegar eitt af meiri háttar vikublöðum borgarinr.ar hefur ráðizt á þessa tvo öndveg- isvísindamenn þjóðar vorrar af fátíðri fúlmennsku, í naínlausri grein, og gengið það nálægt æru þeii'ra, að þeir hafa séð sig tii- neydda að gera gangskör að því að fá úr því skorið fyrir dómi, hvort þeir séu eins bölvaðir og greinarhöfundur, sem auðvitað lætur ekki nafns síns getið, vill vera láta. Þá viljum við og nota tæki- færið til þess að lýsa því yfir, að við höfum ekki skrifað einn einasta staf í umræddri grein, og er sú yfiriýsing gefin fyrst pg fremst í þeim tilgangi, að al- menningur sé þar ekki að gera okkur neinar getsakir, hvað þetta snertir. Vegna fyrr- nefndra prófessora er sú yfir- lýsing óþörf, þar eð þeir vita upp á hár hver greinina skrif- aði, öldungis eins og þeir vita allt annað. Lesendum til glöggvunar, einkum þeim yngri, skal á það bent, að margnefnd grein fjall- ar nánast tiltekið ,,um sauð- fjársjúkdóma og varnir gegn þeim“, eins og stendur í frum- varpinu sæla. Munu tildrög greinarinnar sú, að endur fyrir löngu fluttust hingað ókenni- legir búfjárkvillar; veit enginn hvefnig þeir bárust hingað, en ! ekki þykir sú tilgáta ósennileg, 1 að annaðhvort hafi það verið með drykkjuhrútum eða ráðu- nautum. Hitt er margsannað mál, að hvorugur prófessoranna kom neitt við sögu málsins á því stigi, — en því betur síðar. Þeir gengu sumsé af sjúkdómn- um dauðum, í stað þess að sjúk- dómurinn gengi af þeim dauð- um, samkvæm gó.mlum og við- teknúm venjum, og höfðu kviíl- ar þessir sömu einkenni og flestir áður þekktir búfjárkvill- ar, að þeir lögðust helzt á metfé. Jæja, •—- ef þetta nægir ekki til þess að firra okkur öllum grun í sambandi við grein þessa í mánudagsblaðinu , þá verðum við að reyna betur.------- ALLT í HÖNK RIEÐ SKÍÐAÍÞRÓTTINA? Að undanförnu hefur staðið hér látlaust þíðviðri, sem meðai annars hefur haft það í för með sér, að skíðamenn vorir eru því sem næst komnir úr trenirigu. En hvað það er, — „að komast úr treningu“, er oss ekki fylli- lega ljóst, en svo fremi sem sá skilningur hefur við rök að Btyðjast, að þessi ,,trening“ sé eitthvert ástand, andlegt eða líkamlegt, sem skíðagarpar vor ir hafi fram að þessu verið í, en F.éu nú í þann veginn að losna við, hlýtur tíðarfarið að teljast þeim til stórbóta. Málfróður nriaður hefur gefið oss þá skýringu á orðinu „tren- ing“, að það sé samstofna orð- inu „t^énun“, eða öllu heldur þýðing á því úr íslenzku á venjulegt íþróttamál, og sé það aftur þýtt úr íþróttamálinu á ís- lenzku, merki það nánast til tekið ,,harðsperrur“. Er þetta þá að vissu leyti skiljanlegt; — að vegna langvarandi snjóleysis eru skíðagarpar vorir að losna við harðsperrurnar eftir síðustu nfrekin. Hið óskiljanlega er samt, eft- ir sem áður, að nokkur skuli £á harðsperrur eftir slík afrek. Kaupum tuskur Baldursgötu 30. Hinrik Sv. BjÖmsson hdl. Málflutningsskrifstofa. Austurstr. 14. Sími 81330. Auglýsið í Alþýðublaðinu! •Jean þorði ekki að spyrja hann í þaula. Hann þorði ekki að epyrja hann, í hvernig skapi1 hún hefði verið. Hinn sagði honum ekkert slíkt vegna ótt- j ans um að gera hann dapran í | huga. Þessi þungbæra þögn' var þrungin ósögðum orðum, ’ og þeir fylltu hana með hvers-1 dagslegustu athugasemdum um ; hina snögglegu breytingu á veðrinu, sem hafði gerzt miklu kaldara frá því deginum áður, j einnig um hið dapurlega útlit þessa nakta eyðimerkurút- hverfis Parísarborgar, þakið verksmiðjureykháfum og risa- Gtórum járnhólkum, sem garð- yrkjumenn notuðu sem vöru- geymsluhús. „Fékk hún þér nokkuð handa mér, frændi?“ spurði Jean eftir nokkra stund. „Nei, þú þarft ekkert að ótt- ast. Hún mun ekki ónáða þig. Hún hefur valið sína leið með aðdáanlegri ákveðni og virðu- leika.“ Hvers vegna fann Jean vott um ásökun í þessum fáu orð- um, — ofanígjöf fyrir hörk- una? „Ég segi þér það satt,“ hélt föðurbróðir hans áfram. „Ég vil heldur klærnar hennar La Mornas en örvæntingu þessar- ar óhamingjusömu mann- eskju.“ „Grét hún mikið?“ „Ó, drengur minn.......Og svo ákaft, svo heitt, að ég tók að snökta þarna sitjandi á móti henni og hafði ekkert þrek, til að . ... “ Hann snýtti sér og hrakti geðshræringuna á brott með því að hnykkja til hausn- um líkt og gömul geit. „En við hverju bjóstu? Það er ekki mér að kenna. Þú gazt ekki eytt öllu lífi þínu þarna. Málunum hefur einmitt verið komið í æskilegt horf. Þú skilur eftir dálítið af peningum og hús- gögnin handa henni. Og nú skaltu fara að herða þig með bónorðið! Reyndu að gera hin- ar beztu ráðstafanir í sambandi við giftinguna. Slík mál eru of alvarlegs eðlis fyrir mig. Ræð- ismaðurinn verður að hjálpa til. Hvað mig snertir, get ég að- eins séð um ástamál „til vinstri“.“ Hann var snögglega gripinn nýrri þunglyndishviðu, Hann stóð við gluggann, þrýsti enni sínu að rúðunni og starði á þungbúin lág skýin, en regn- ið streymdi úr þeim ofan á hús- þökin. Hann bætti við: „Ég segi þér satt, að heimur- inn er að verða sannkallaður táradalur. í mínu ungdæmi sleit fólk. samvistum í léttara skapi en nú.“ Síðan hélt Ónytjungurinn heimleiðis ásamt mokstursvél- inni sinni. Jean þurfti nú að þreyja af langa viku, sviptur nærveru Ónytjungsins, eirðar- leysi hans og mælgi, hinu in- dæla skapi hans. Hann fann sárt til tómleikans og einver- unnar, hins þungbæra lífs ekkjumannsins. Þá leitar mað- ur tvífarans, — saknar hans, jafnvel þótt maður sakni ei hinnar horfnu ástríðu. Maður uaknar hins sameiginlega lífs, tiaknar tvífarans sem borð- og rekkjunautar, því að slík sam- ukipti mynda heilt net ósýni- legra, óljósra tengsla, og styrk- ur þeirra tengsla kemur að- eins í ljós í hinni miklu á- reynslu og kvöl, þegar þau þau eru rofin. Áhrif náins sam Ifs og vanans eru svo aðdáan- lega djúpstæð, að tvær mann- eskjur, sem lifa lífinu saman, taka að lokum að líkjast hvor annarri. Fimm ára sambúð hans við Sappho hafði ekki enn þá mót- að hann í svo ríkum mæli, en líkami hans var merki hlekkj- anna og fann hina þungu, lam- nndi byrði þeirra. Nokkrum uinnum tók hann ósjálfrátt að ganga í áttina til Chaville, [oegar hann fór af skrifstof- unnni. Einnig þreifaði hann í kringum sig á koddanum á morgnana í leit að hinu þykka, uvarta hári hennar, er bylgjað- ist á koddanum laust úr viðjum hárkambanna, en á það þrýsti hann venjulega fyrsta kossin- um. Honum fundust • einkum kvöldin vera alveg óendanleg í þessu leiguherbergi, sem minnti hann á fyrstu daga nstasambands þeirra, — nær- veru annarrar ás.tmeyjar, hlé- drægrar og þögullar. Litla nafnspjaldið hennar hafði cveipað spegilinn nautnailmi 1 og leyndardómum þeim, er blunduðu í nafni hennar: Fanny Legrand. Þá fór hann út og reyndi að gera sig dauð- 1 þreyttan, bægja frá sér hugs- j unum sínum með hljómlist- inni og hávaðanum í einhverju af lakari leikhúsunum, þang- að til Bouchereau gamli myndi veita honum rétt til að eyða þrem kvöldum í viku með unn ustunni. Loks höfðu nauðsynlegar ráðstafanir verið gerðar í þessu máli. Iréne elskaði hann. Föðurbróðir hennar var ánægð- ur. Giftingin átti að fara fram Gnemma í apríl í lok fyrirlestra Bouchereaus við læknaskól- ann. Þau höfðu þrjá mánuði til stefnu til að hittast, kynn- ast hvort öðru, þrá hvort ann- að og gera fyrstu Ijúfu og töfr- nndi, tilraunirnar með augna- tillitið, er bindur hjörtun sam- an, og játninguna, sem vekur óróa í hjörtunum. Að kvöldi trúlofunar sinnar sneri Jean heimleiðis án hinn- ar minnstu löngunar til að fara að sofa. Hann fann þá til skyndilegrar löngunar til að íaga til í herbergi sínu, svo að það bæri vitni um regiu og vinnusemi. Hann hlýddi þann- ig þeirri eðlishvöt mahnanna að samræma lífið hugsunum sínum. Hann setti borð sitt á réttan stað, einnig bækur sín- ar, sem hann hafði enn ekki tekið upp úr kössunum. Þeim Iiafði verið hent í einum hræri- graut niður í kassana. Dul- málsbókin var innan um hrúgu af vasaklútum og útijakka hans. Þegar hann var að ganga frá bókum sínum, féll bréf inn- an úr orðabók viðskiptalag- anna, en upp í þeirri bók fletti hann oftast. Þetta bréf var með rithönd ástmeyjar hans, og ut- an um það var ekkert umslag. Fanny hafði hætt á að fela bréf þetta á vald framtíðar- vinnu hans. Hún hafðí van- treyst hinni skammlífu vin- áttu Césaires í hennar garð og hugsað, að hún myndi frekar ná settu marki á þennan hátt. Fyrst ákvað hann að opna það ekki, en lét undan vegna hinna mildu og mjög sanngjörnu orða í byrjun bréfsins. Hug- aræsing hennar var augsýni- leg af ójöfnum stöfunum eftir pennann í titrandi höndum hennar og hallandi línunum. Hún bað aðeins einnar bónar. Hún bað þess aðeins, að hann heimsækti hana við og við. Hún sagði, að hún myndi ekk- crt segja né ásaka hann fyrir ookkuð, hvorki fyrir gifting- una né aðskilnaðinn, sem hún vissi að var fastráðinn og end- anlegur. En gæti hún aðeins Géð hann ....... „Þú skalt minnast þess, að þetta var hræðilegt áfali fyrir mig, og svo skyndilegt, svo ó- viðbúið! Mér finnst alveg eins og þú hafir dáið. Það er eins og ég hafi brennzt illa í eldi. Eg veit ekki, hvað ég á til bragðs að taka. Ég græt. Ég býst við þér. Ég stari á stað- inn, þar sem hamingjá mín lá. Enginn getur vanið mig við [æssar nýju aðstæður nema þú cjálfur. Komdu nú og heim- sæktu mig í ölmususkyni, svo nð mér finnist ég ekki vera kvo alein. Ég er hrædd við cjálfa mig“. Bréfið var þrungið þessum kveinstöfum og áköfum stefn- um hennar honum til handa, og stöðugt kvað við viðlagið aftur og aftur: „Komdu, komdu!“ Ilann gat séð sig í anda í rjóðrinu inni í miðjum G O I ' IV

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.