Alþýðublaðið - 19.01.1950, Blaðsíða 4
4
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Fréítastjóri: Benedikt Gröndal.
I'ingfréííir: Helgi Sæmundsson.
Ritstjórnarsímar: 4901, 4902.
Auglýsingar: Emilía Möller.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Aðsetur: Alþýðuhúsið.
Alþýðuprentsmiðjan h.f.
Sóknarhugur
ALÞÝÐUFLOKKURINN
gengur gunnreifur og sigur-
viss til í hönd farandi bæjar-
stjórnarkosninga. Takmark
hans er að fjölga fulltrúum sín
um í bæjarstjórn Reykjavíkur
um einn að minnsta kosti, og
áhugi og starfsþróttur flokks-
fólksins í höfuðstaðnum gefur
góðar vonir um, að það takist.
Utan af landi berast þær frétt-
ir, að vígstaða flokksins við
þessar kosningar sé góð. Og
þess er að vænta, að Alþýðu-
flokkurinn auki verulega fylgi
sitt við þær.
Andstæðingar Alþýðuflokks-
ins í höfuðstaðnum reyna að
dæma hann úr leik. Þeir segja,
að hann sé lítill flokkur og
minnkandi. En staðrevpdirnar
segja allt annað. Þær leiða í
Ijós, að Alþýðufkskkurinn hef-
ur staðizt þá raun að klofna
tvisvar sinnum á skömmum
tíma og er nú samhentari og
sókndjarfari en nokkru sinni
fyrr. Reykvíkingar sáu þess
vottinn í fyrrakvöld, hversu
fráleitur áróður andstæðing-
anna í garð Alþýðuflokksins
raunverulega er. Þrír stærstu
stjórnmálaílokkarnir í Reykja-
vík efndu þá til kjósendafunda.
Fundur A-listans var miklum
mun fjölsóttari en fundir í-
haldsins og kommúnista. A-
iista fundurinn bar því órækt
vitni, að Alþýðuflokkurinn
ctefnir hátt og hyggur djarft
við þessar kosningar. Takmark
hans er að fá þrjá bæjarfull-
trúa kjörna, og sá sigur vinnst,
ef vel er unnið.
*
Eftir alþingiskosningarnar í
haust hefur Alþýðuflokkurinn
íagt mikla áherzlu á að efla
innra starf sitt. Honum hefur
orðið mikið ágengt í því efni
á þeim stutta tíma, sem síðan
er liðinn, og hann mun halda
þeirri sókn ótrauður áfram.
Unga fólkið í flokknum hefur
nú eins og undanfarin ár lagt
drjúgan skerf að mörkum í
þessu starfi. Um 500 ungir
menn og konur hafa skipað
sér undir merki jafnaðarstefn-
unnar og Alþýðuflokksins eft-
ir alþingiskosningarnar í haust,
en það er miklum mun meiri
félagaaukning en æskulýðs-
samtök nokkurs annars stjórn-
málaflokks landsins hafa af að
segja á sama tíma. Nýliðarnir
hafa blátt áfram þyrpzt inn í
félög ungra jafnaðarmanna og
kvenna í kaupstöðum landsins
undanfarnar vikur, og á tveim-
ur stöðum hafa verið stofnuð
ný félög með ágætri þátttöku.
Þannig réttir unga fólkið Al-
þýðuflokknum örvandi hönd,
enda metur hann liðveizlu og
fulltingi æskunnar öllum öðr-
um stjórnrnálaflokkum frem-
ur. Það sannar betur en nokk-
uð annað, að hann er flokkur
framtíðarinnar.
En eldra fólkið í Alþýðu-
flokknum liggur heldur ekki á
Iiði sínu. Þvert á móti mún
það sjaldan hafa starfað af
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Fimmtudagur 19. janúar 1950.
meira fjöri en nú. Kosninga-
horfurnar gefa líka greinilega
vísbendingu um árangurinn.
Afturhaldsöflin í Hafnarfirði
gerðu sér sigurvon í haust. En
það hefur dregið af þeim eftir
því sem nær leið kosningunum.
Spyrðuband íhaldsins og kom-
múnista á ísafirði hefur borið
sig mannalega til þessa, en nú
hefur það fyrirfram fengið
cinn dóm. Ábyrgðarmönnum
þess hefur verið kastað fyrir
borð af samherjum þeirra. Það
þótti ekki ráðlegt að sýna þá
kjósendum af ótta við algert
fylgishrun. Alþýðuflokkurinn á
ísafirði mun endurheimta sín
fyrri völd við bæjarstjórnar-
kosningarnar og hefja af kappi
og framsýni hið erfiða vanda-
verk að byggja upp það, sem
samstjórn íhaldsins og komm-
únista hefur lagt í rústir á síð-
ast liðnu kjörtímabili. Aftur-
baldið er dæmt til að bíða ó-
sigur bæði í Hafnarfirði og á
Isafirði, og það mun engu
breyta, þó að kommúnistar séu
reiðubúnir til að gerast póli-
tísk hjú þess. ísfirðingar hafa
fengið nóg af spyrðubandi aft-
urhaldsins til hægri og vinstri,
og Hafnfirðingar munu áreið-
anlega ekki kjósa, að þeirra
bíði á næsta kjörtímabili hið
dapurlega hlutskipti, sem ís-
firðingar hafa orðið að una á
kjörtímabilinu, er leið.
Meginbarátta þessara kosn-
inga stendur þó hér í Reykja-
vík. Úrslitanna hér er beðið
með óþreyju af gervallri þjóð-
inni. Takmark Alþýðuflokksins
er að hrinda bæjarstjómar-
íhaldinu af stóli í höfuðborg
íslenzka lýðveldisins. Hann
biður um oddaaðstöðu í bæjar-
etjórn Reykjavíkur á næsta
kjörtímabili og þar með bætta
aðstöðu til að koma gömlum
og nýjum baráttumálum sínum
í framkvæmd. Sigur Alþýðu-
flokksins í þessari baráttu
verður sigur Reykjavíkur.
Stuðningsmenn Alþýðu-
flokksins verða að heyja þessa
baráttu af kappi dagana fram
að kosningum. Allir hafa hlut-
verki að gegna í átökum bæj-
arstjórnarkosninganna, og
enginn má liggja á liði sínu.
Málstaður Alþýðuflokksins
kallar frjálslynda menn og
konur höfuðstaðarins til bar-
áttu og starfs. Úrslit bæjar-
stjórnarkosnipganna eiga að
fela í sér sigur fyrir Alþýðu-
flokkinn, er hæfi hugsjónum
hans og baráttuaðferðum.
kenna ekki sfjórnina
í Peking aS sinni
DEAN ACHESON, utanrík-
ismálaráðherra Bandaríkjanna,
lýsti yfir því á blaðamanna-
fundi í Washington í gær, að
Bandaríkin myndu ekki viður-
kenna kínversku kommúnista-
stjórnina í Peking að sinni.
Sagði Acheson, að Bandarík-
in myndu ekki viðurkenna
kommúnistastjórnina, meðan
sendimenn og ræðismenn
Bandaríkjanna í Kína sættu
ofsóknum og ofríki af hálfu
kommúnistastjórnarinnar. Lét
Acheson í ljós þá von, að þriðji
flokkurinn komi til sögunnar í
Kína áður en langt um liði, þar
eð ástæða sé til að ætla, að
hvorki kommúnistar né Kuom-
intang njóti stuðnings meiri-
hluta þjóðarinnar.
Ný kolalög enn
fundin í Wales
FUNDIZT hafa í Wales mik-
il kolalög, og er gert ráð fyrir,
að hægt verði að vinna þar allt
að 170 milljónir lesta af kolum.
Eftir að brezku kolanámurn-
ar voru þjóðnýttar, hafa jfund-
izt víðs vegar um Bretland 9 ný
kolalög.
Breytt kosningafyrirkomulag. — íleglnr, sem
kjósendur þurfa að leggja sér á minnið. — Fram-
leiðsla saumastofunnar Iris.
ALLMIKIL BREYTING hef- j
ur nú veriS gerð á kosningafyr-
irkomulaginu hér í Reykjavík,
enda var það sýnilegt við kosn- J
ingarnar í haust, að gamla skipu
lagið var orðið úrelt og óhæft.
Nú verður kosið á fjórum stöð-
um í stað tveggja áður, í Mið-
bæjarskólanum, Austurbæjar-
skólanum, Laugarnesskólanum
og á Eilliheimilinu. Blöðin
hafa skýrt nokkuð frá .því,
hvernig hænum er skipt milli
^kjörstaða, en þau mega gerá
betur í því efni, ef ekki á að
verða misskilnihgur úr öllu sam
an á kjördegi.
ENNFREMUR ER nauðsyn-
legt, að fólk athugi það að það
á að fara á kjörstað eftir því
hvar það hafði búsetu í febrú-
íir 1949, en ekki eftir búsetu
einni nú eða í haust er leið.
Þetta getur hæglega valdið rugl
ingi á kjörc^egi og því nauðsyn-
legt að gera fólki þetta vel Ijóst
nú þegar. — Að líkindum munu
kosningarnar ganga miklu bet-
ur með hinu nýja skipulagi, að
minnsta kosti á ekki að þurfa
nð gera ráð fyrir miklum troðn-
ingi á kjörstöðunum. Ætti kosn-
'ngu því að vera fyrr lokið en
verið hefur undanfarið, enda ó-
hæft að kosningar standi yfir
fram yfir klukkan 1 að nóttu.
KOSNINGABARÁTTAN er
nú mjög að harðna, enda er far-
tð að styttast til kjördags. Ég
held að heppilegast sé fyrir
Ein Tímagrem á móti tveimur
TÍMINN er einkennilegt blað.
Hann flytur oft og tíðum í
sama tölublaðinu tvær and-
stæðar skoðanir og læzt vera
báðum fylgjandi. Þetta hefur
leitt til þess, að grannletraði
leiðarinn hefur von úr viti
deilt við feitletraða leiðarann
og sá feitletraði við hinn
grannletraða yfir erlenda
fréttayfirlitið á fimmtu síðu
blaðsins, og þó eiga auðvitað
báðir leiðararnir að túlka
stefnu og afstöðu ritstjórnar-
innar! Þess munu jafnvel
dæmi, að báðir þessir fjand-
samlegu leiðarar séu skrifað-
ir af einum og sama mann-
inum! Blaðið hefur þannig
fyrir Iöngu gert sig að hlægi-
legu pólitísku viðundri, sem
enginn tekur alvarlega.
ÓVENJULEG DÆMI um þessa
tvöfeldni Framsóknarflokks-
ins var að finna í tölublaði
Tímans, sem kom út í gær.
Rammi á útsíðu blaðsins lof-
ar „stóríbúðaskatt" Fram-
sóknarflokksins á hvert reipi,
en fer hinum verstu ókvæð-
isorðum um þá, sem honum
eru andvígir. Á öðrum stað í
blaðinu er birt grein um
þetta endemisfrumvarp Fram
sóknarflokksins eftir Skúla
Guðmundsson alþingismann.
Hann sér engan galla á frum-
varpinu, sem hann telur einn
mesta kostagrip, er fram hafi
komið á alþingi langa hríð.
En á þriðja stað í blaðinu
birtist grein um þetta sama
mál eftir Sigríði Eiríksdótt-
ur, setuliðskonu kommúnista
í Framsóknarflokknum. Hún
mælir gegn frumvarpinu og
segir álit sitt á því orðrétt á
þessa lund: „Þrátt fyrir það,
að frumvarpið er miklu
rýmra en Morgunblaðið og
Vísir lýsa því, er ég ekki sam-
þykk því í þeirri mynd, sem
það er, og þykir mér þar of
þröngt að kveðið“.
SIGRÍÐUR EIRIKSDÓTTIR
viðurkennir þannig óbein-
línis það, sem Alþýðublaðið
hefur furidið umræddu frum-
varpi Framsóknarflokksins
til foráttu. Það mælir ekki
fyrir um stóríbúðaskatt held-
ur smáíbúðaskatt. Tímanum
er því sæmst hér eftir að rök-
ræða þetta mál við Sigríði
Eiríksdóttur og spara stór-
yrðin í garð annarra, sem
eru frumvarpinu andvígir á
sömu forsendum og hún.
Þetta frumvarp er svo fjarri
öllu lagi, að frambjóðandi
Framsóknarflokksins neyðist
til að taka afstöðu gegn því
í flokksblaðinu af ótta við
réttmæta reiði Reykvíkinga
og fylgishrun í bæjarstjórn-
arkosningunum, sem fara í
hönd. Vonandi byggist þessi
afstaða Sigríðar Eiríksdótt-
ur á heilindum, þó að hæg-
lega geti hún skákað í því
hróksvaldi, að hún þurfi
aldrei að fjalla um afgreiðslu
málsins. En hvað, sem því
líður, er hitt víst, að andstaða
hennar við frumvarpið gerir
bægslagang Tímans hlægi-
legan og sannar betur en
nokkuð annað frumhlaup
Rannveigar Þorsteinsdóttur,
sem er fyrsti flutningsmað-
ur frumvarpsins.
AÐ ÖÐRU LEYTI má geta
þeirra tíðinda, að Sigríður
Eiríksdóttir heldur því fram
í þessari sömu Tímagrein, að
hún hafi talað á framboðs-
fundi kommúnista í haust, án
þess að fylgja kommúnistum
að málum eða g^eiða þeim at-
kvæai! Nú.er hún í framboði
fyrir Framsóknarflokkinn.
En skyldi setuliðskonan eiga
eftir að lýsa yfir því, að þar
fyrir hafi hún ekki fylgt
Framsóknarflokknum eða
kosið hcVa við í hönd far-
andi bæjarstjórnarkosningar?
Það er svo sem á öllu von af
svona pólitískt fjöllyndum
kvenmanni!
Reykvíkinga að Sjálfstæðis-
ílokkurinn hætti að hafa hrein-
an meirihluta í bæjarstjórn.
Völdin eru orðin of gróin við
lófa þess flokks, og hann farinn
Qð líta svo á að þau séu sjálf-
eagður einkaréttur hans. ;Slík
afstaða veldur sinnulsysi og
framtaksleysi, sem hvort
tveggja er mjög hættulegt fyrir
borgarana í ört vaxandi bórg.
AF TILEFNI ummæla um
saumastofuna Iris, vil ég laka
þetta fram. Það er ekki rétt að
eigendur þessarar kvenfata-
eaumastofu séu skömmtunar-
ctjóri, maður úr viðskiptanefnd
og maður úr fjárhagsráði. Engir
þessara aðila eiga neinn hlut í
þessu fyrirtæki. Árið 1947 var
ttofnað hér í bænum fyrirtækið
,,Herkúles“. Ári síðar eða 1948
keypti Sigfús Bjarnason stór-
kaupmaður meirihlutann af
„Herkúles" og breytti fljótlega
um framleiðslu. Fór fyrirtækið
að framleiða kvenfatnað og
lagði höfuðáherzlu á það eftir
viðtöl við yfirvöld í innflutn-
ingsmálum að framleiða sem
allra ódýrastan fatnað.
SAMTÍMIS ÞÓTTI eigendan-
um „Herkúles“-nafnið ekki við-
úgandi og tók því upp nafnið
„Iris“. Á síðastliðnu ári sneri
stofan sér að því að framleiða
einfalda og hentuga kvenkjóla
og lagði áfram áherzlu á það að
hafa þá við hæfi almennings og
rem ódýrasta. Það er ekki rétt
að stofan hafi framleitt dýrind-
iskjóla, enda ekki fengið nein
efni í slíkan fatnað. Hins vegar
voru framleiddir aðeins nokkr-
ir kjólar úr sama efni og hin-
ir, en með nokkuð meiri vinnu
ag dálítið öðru sniði, en þeir
voru framleiddir fyrst og fremst
til að kynna stofuna og fram-
ieiðslu hennar, en alls ekki sem
neinn afgerandi liður í heildar-
framleiðslunni. Stofan hefur
ekki breytt um stefnu en vinn-
ur hlutverk sitt nú eins og áður,
en það er að framleiða úr hent
agum og góðum efnum kven-
íijóla handa almenningi, við
verði, sem er það lægsta sem
hægt er að framleiða fyrir, enda
sjálfsögðu undir verðlagseftir-
íiti.
Hannes á horninu.
75 krSnur I nafnfesli!
HALLDÓR KRISTJÁNS-
SON, bóndi frá Kirkjubóli og
blaðamaður við Tímann, gerir
grein fyrir því í athugasemd í
gær, hvernig nafnbótin „sálma-
ckáld“ hefur fest við hann.
Hann segir:
„Ég orti einu sinni smá-
kvæði, sem ég kallaði haust-
rálm, og Valtýr Stefánsson
keypti af mér til birtingar í
Lesbók Morgunblaðsins fyrir
75 krónur. Eftir þau viðskipti
ícann ég ekki við að finna að
því, þó að forleggjari minn
kalli mig sálmaskáld!!“
Lesíð Alþýðublaðtð!