Alþýðublaðið - 22.01.1950, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 22.01.1950, Blaðsíða 5
Sunnudagur 22. janúaií 1950. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Álþýðuflokkurinn og hœjarmálin: Styðja verður Hraust og djörf œska er bezta eign Reykjavíkur koma upp íþrótfasvæðum ». ALÞÝÐUFLOKKURINN telur, að bæjaryfirvöld- unum beri að tryggja æskunni sem bezt skilyrði til 'hollra tómstundaiðkana og stuðla að því, að í bænum skapist eins góðar aðstæður til íþrótíaiðkana og ann- arra hol'lra skemmtana og frekast er unt. í þessu sambandi vill flokkurinn benda á eftirfarandi atriði: Framkvæffldimar í Laugadal Hraða ber framkvæmdum í Laugadalnum og hafa þar Mána samvinnu við íþróttabandalag Reykjavíkur. íþrótfasvæði félaganna Styrkja verður hin einstöku íþróttafélög til þess a-5 koma íþróttasvæðum sínum í viðunandi horf, bæði hvað leikvelli þeirra snertir og félagsheimilin, sem við þá eiga að rísa. Á hennan og annan hátt þarf að koma upp sem fyrst æfingasvæð- um fyrir íþróttamenn bæjarins og við þau fullkomnum búnings- og baðklefum. Völlurinn á Melununt Gera verður íþróttavöllinn á Melunum þannig úr garði, að hann geti fullkomiega svarað kröfum tímans, meðan leik- vangurinn í Laugadalnum er ekki tekinn til starfa. Þyrfti að gera grasvöll á Melavellinum og bæta aðbúnað fyrir áhorfendur. Starfsemi æskufýðsfélaga Stuðla þarf að því, að hvers konar æskulýðsfélög, er Iivetja til hollra starfa eða leikja, eigi við betri skilyrði að búa en hingað til, og má þar nefna sem dæmi skátahreyfinguna, taflfélögin og fleiri. Sérstaklega þarf að greiða fyrir því, að slík félög fái sem bezt húsnæði til starfsemi sinnar. Fyrlr pgsfu félagana Bærinn þarf að hafa samvinnu við íþróttafélögin um að koma upp skemmtilegum spark- og leikvöllum fyrir yngri með- limi félaganna og aðra unglinga bæjarins, við íþróttasvæði fé- laganna. Æskulýðshefmiti í hverfunum Vinna þarf skipulega og eftir áætlun að öllum íþrótta- og leikvallaframkvæmdum í bænum. og jafnan þarf að hafa sem fullkomnasta samvinnu við æskulýðssamtök bæjarins. Alþýðuflokkurinn vill vinna að því, að komið veröi á fót í hinum ýmsu bæjarhverfum æskulýðsheimilum, þar sem ung- lingum bæjarins gefist kostur á hollum tómstundaiðkunum undir handlelðslu hæfra manna. Skal sérstaklega lögð á það áherzla að koma fyrstu heimilunum upp í úthverfunum, þar sem samkomustaði fyrir æskuna vantar tilfinnanlega. Bærinn hafi um þessi mál nánna samvinnu við Banda- lag æskulýðsfélaganna í bænum og styðji starfsemi banda- lagsins. Sfarfið að sigri Á-lisfans! STUÐNINGSMENN A-LISTANS eru eindregið hvatt- ir til þess að gefa sig fram í skrifstofu listans til starfa að undirbúningi kosninganna. Nú er þörf á fleira fólki en nokkru sinni fyrr. Starfað er af fullum krafti í skrifstof- unni í Albýðuhúsiríu kl. 10—10 . Kosning utan kjörstaðar hafin KOSNING UTAN KJÖRSTAÐA er nú þegar hafin og fer hún fram hjá borgarfógeta í nýja Arnarhvoli kl. 10-12, 2-6 og 20-22 daglega. Mönnum er sérstaklega bent á það, að nú er ekki hægt að kjósa utan lands eða á skiþum. Vefnaðarvörubúðin er opnuð aftur á Vesturgötu 4. Fyrst um sinn verður lokað á matmálstíma frá kl. 12.15—1.45. Sími 3386. Verzlun Björns Krlsijánssonar (JÓN BJÖRNSSON &CO.) Söngskemmtun 1 á Ákureyri Frá frétíaritari blaðsins ' AKUREYRI ÓVENJULEG söngskemmt- un var haldin á vegum Karla- kórsins Geysis í Nýja Bíói í gærkvöldi. Átta menn úr kórn- um sungu einsöngva, tvísöngva og hópsöngva. Húsfyllir var og söngnum iekið með ágætum. Söngstjóri Var Ingimundur Árnason. Við hljóðfærið var Árni Ingimund- arson. Söngskemmtun þessi verður endurtekin á sunnudag- inn. HAFR. Góður af!i í Sandgerði Frá fréttaritari blaðsins SANDGERÐI NOKKRIR BÁTAR í Sand- gerði hafa byrjað róðra, og hefur afli verið góður. Hafa bátarnir fengið 15—20 skip- pund í róðri og hefur aflinn aðallega verið frýstur, en nokk uð saltað. Veðrátta hefur verið góð fiá áramótum, og má telja víst, að dráttur sá, sem varð á að bátaflotinn gæti byrjað veiðar strax um áramótin, hafi valdið í Sandgerði tjóni, sem muni nema yfir hálfa milljón króma. ÓL. VILHJ. Úfbreiðlð &lbýðablaðlSt ■% Komið á skrifstofuna og starfið að sigri A4istans! er opm simar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.