Alþýðublaðið - 22.02.1950, Síða 4

Alþýðublaðið - 22.02.1950, Síða 4
i ALÞÝÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 22. febrúar 1950 tjtgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4091, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Hótelmálfö HÓTELMÁLIÐ fær hægt andlát, stóð í einu dagbiaðanna fyrir nokkrum dögum. Var þetta skrifað í tilefni þess, að á- ætlanir Reykjavíkurbæjar, Eimskipafélagsins og ríkisins um byggingu veglegs gistihúss í höfuðstaðnum „eru ekki leng- ur á dagskrá“, eins og frá hafði verið skýrt á bæjarstjórnar- fundi. Það er að vissu leyti táknrænt, að þetta hótelmál hefur fengið hægt andlát. Veglegt gistihús var einn af draumum nýsköp- unaráranna, þegar nóg var til af gjaldeyri og lánsféð rann í stríðum straumum um landið. Landsmönnum þótti tilhlýði- Iegt, að til væri í höfuðborginni veglegt og glæsilegt gistihús, sem stæðist samanburð við hið bezta í heiminum. Þar átti áð taka á móti tignum gestum, sem sækja munu lýðveldið ís- land heim á ókomnum árum. Þar átti að halda norrænar ráð- stefnur við hin beztu skilyrði. Þetta gistihús átti að verða stássstofa og gestaherbergi hms íslenzka heimilis. ■fi Það fylgdi hugur þessu máli. Þrír sterkustu aðilar landsins ætluðu að taka það upp á arma sína, sjálft ríkið, Reykjavíkur- bær og Eimskipafélagið, og legja fimm milljónir króna fram hver um sig. Þekktur, amerískur húsameistari var ráðinn til þess að teikna gisti- húsið, og hann gerði sér ferð hingað til þess að athuga allar aðstæður. Keally, en svo hét Ameríkumaður þessi, vildi fyrst reisa gistihúsið við endann á Austurstræti, í Grjótaþorpinu. Þar í brekkunni myndi það sóma sér bezt sagði hann. En sú áætlun varð of dýr. Hann valdi þá stað við suðurenda Tjarnar- innar og fyrir þann stað teikn- aði hann glæsilega byggingu. Sú teikning og líkan af drauma- hóteli nýsköpunaráranna eru nú til, — og hafa kostað 100,000 krónur. Undirbúningurinn var vandlegur, svo langt sem hann komst. Lengra var mál þetta ekki komið, þegar tímarnir fcreytt- ust. Gjaldeyrissjóðirnir gengu til þurrðar, straumar lánsfjár- ins þornuðu. Gullöldin var að líða hjá, og landsmönnum varð Ijóst, að íbúðabyggingar og arð- bær atvinnufyrirtæki yrðu að ganga fyrir öðru. Draumar eins og gistihúsið við tjarnarendann liðu hjá, — fengu „hægt and- lát“. * Um nokkurt skeið hefur ver- ið hljótt um þetta mál. En nokkrar umræður hafa spunn- izt um það eftir að dánarvott- orð þess var út gefið á bæjar- stjórnarfundinum, ef svo má að orði komast. Morgunblaðið get- ur ekki setið á sér að lýsa yfir því, að afskipti ríkisins hafi orð- ið til þess að hefta framtak ein- staklinganna í þessu máli. Þessi gteinn, sem blaðið kastar, hlýt- Saltfiskframleiðslan. — Ný vandkvæði koma í Ijós. — Náttúruvernd. —- Er þjóðin mesta óprýð- in á landinu? ur að lenda á Bjarna Benedikts- syni, fyrrverSndi borgarstjóra, og stjórn Eimskipafélagsins, ekki síður en öðrum, sem að þessu máli stóðu. Þessir aðilar gætu skýrt ritstjórum Morgun- blaðsins frá því, að þeim ein- staklingum, sem áhuga hafa á hótelbyggingum, var gefinn kostur á þátttöku í málinu, og þeir voru því á engan hátt heft- ir. Það eru eðlilegar ástæður fyrir því, að hótelmáli þessu hefur lyktað á þann hátt, sem nú hefur verið frá skýrt. ís- lenzka þjóðin verður nú að leggja niður hallarbyggingar og horfast í augu við staðreynd- ir um efnahagsástand sitt. En skorturinn á gistihúsum í Reykjavík er engu minni fyrir það, og úr honum verður að bæta. Mun þá skynsamlegast að hugsa um eitthvað minna en höllina við tjarnarendann, — eitthvað viðráðanlegt. íslenzka þjóðin verður nú að taka upp þá stefnu í fleiri málum en gistihúsmálinu. Afvinhuleysið ATVINNULEYSISSKRÁN- INGIN, sem hér var gerð fyrir nokkru, leiddi greinilega í ljós, að atvinnuöryggi er nú þegar orðið miklu minna hér í borg en það hefur verið um mörg undanfarin ár, og nokkurn hluta ársins ganga mörg hundr- uð manns atvinnulausir. Þetta er aðvörun um það, að versti vágestur alþýðunnar, atvinnu- leysið, sé á næstu grösum, og ekkert megi út af brggða, ef það á ekki að halda innreið sína í allstórum stíl. Undanfarin ár hefur verið meira en nóg atvinna í landinu, og hefur því ekki þótt ástæða til þess að skrá atvinnulausa nema á þriggja mánaða fresti. Nú horfir þetta mál allt öðru vísi við, og er því sú ráðstöfun bæjarráðs, að láta skráningu fara fram vikulega, sjálfsögð. Eins og vænta mátti, þurfti á- ÞAÐ HORFIR EKKI GLÆSI- LEGA fyrir „félaga“ Andre- jev, landbúnaðarmálaraðherra Stalins, um þessar mundir, að því er fregnir frá Moskvu herma. Enn hefur hann að vísu ekki verið sakaður um annað en „slóðaskap“ og „ranga stefnu“ í viðureign sinni við rússnesku samyrkju- bændurna. En þessum slóða- skap hans er um það kennt, að framleiðslan á landbúnað- arafurðum í Sovétríkjunum hafi undanfarið orðið minni ; en við hefði mátt búast. Og, I sem kunnugt er, er þess sjald- ' an langt að bíða austur í Moskvu, að sá, sem sakaour hefur verið um ,,slóðaskap“ eða „ranga stefnu“, sé ákærð- ur um „skemmdarverk" eða jafnvel eitthvað ennþá verra. ÞAÐ ER ENGIN FURÐA, þótt fréttin um hina nafnlausu á- rásargrein „Pravda“ á „fé- laga“ Andrejev á sunnudag- inn veki töluverða athygli úti um heim. Það er enginn hversdagslegur viðburður aústur í Moskvu, að ráðizt sé þannig í aðalblaði rússneska kommúnistaflokksins á mann, sem um áratugi hefur átt sæti í hinu alvalda stjórnmálaráði minningu bæjarstjórnarminni- hlutans til þess að koma þessu máli fram, og. þuritu þe'r að þrátta allmikið við borgarstjóra um mál þetta í bæjarstjórninni. íhaldið kærir sig ekkert um að leiða það oft í ljós, hvernig at- vinnuástand er í bænum, Qg vill sem minnst afskipti þúrfa að hafa af því. Það er bæði nauosynlegt og sjálfsagt, að atvinnulausir menn séu stöðugt skráðir, svo að hægt sé að fylgjast með tölu þeirra og aðstæðum, svo og í hvaða starfsgreinum atvinnuleysið er mest. Fullkomnar upplýsingar um málið eru grundvöllur þess, að hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir til úrbóta á hverj- um tíma, auk þess sem almenn hugmynd fæst um atvinnu- ástand í himtm ýmsu greinum. Vonandi tekst að bægja at- vinnuleysisdraugnum frá dyr- um íslenzkrar alþýðu. En þessir viðburðir í vetur verða til þess að minna á það, að ísland hefur enn engar atvinnuleysistrygg- ingar, þótt þær þyki nú sjálf- sagðar jafnvel í mestu auð- valdsríkjunum. Það er eitt grundvallaratriði í stefnu jafn- aðarmanna, að ríkisvaldið eigi ávallt að sjá til þess, að ekki komi til atvinnuleysis. En at- vinnuleysistryggingar eiga að vera sem eins konar öryggi, sem bjargar frá neyðarastandi, ef allt annað bregst. Vélsljorafélag Vesl- mannaeyja. VÉLSTJÓRAFÉLAG VEST- MANNAEYJA hélt aðalfund sinn 17. janúar síðast liðinn. Stjórnina skipa þessir menn: Páll Scheving formaður; Björn Kristjánsson varaformaður; Friðþór Guðlaugsson ritari; Al- freð Þorgrímsson gjaldkeri; Þórarinn Guðlaugsson f jármála ritari. Félagið undirritaði nýja samninga við útgerðarmenn 19. janúar. flokksins og verið einn af ráð- herrum Stalins, eins og Andre jev. Þegar á slíkan mann er ráðizt á þann hátt, sem gert var í „Pravda“ á sunnudag- inn, þá boðar það eitthvað meira. Slík árásargrein er engin tilviljun, ekki ákveðin af ritstjórn blaðsins, heldur í innsta hring einræðisherrans sjálfs. ÞAÐ ER AÐ MINNSTA KOSTI ekki líklegt, að dagar „félaga“ Andrejev sem landbúnaðar- málaráðherra Stalins verði margir eftir þetta, og spurn- ing, hve oft hann á eftir að fá að sitja fund í stjórnmála- ráði flokksins. Það virðist lít- ið ætla að duga honum, þó að hann hafi síðan á þriðja ára- tug aldarinnar verið einn af hundtryggustu fylgismönnum Stalins og hjálpað honum til að sigrast á öllum keppinaut- um og koma þeim undir græna torfu. En tryggð við gamla samherja hefur að vísu ekki verið neitt áberandi eig- inleiki í fari hins rússneska einræðisherra. ÞAÐ ER ERFITT AÐ SEGJA á þessari stundu, hvað árás ÁTTA ÍSLENZKIR togarar eru farnir að stunda saltfisk- veiðar. Um sama Ieyti og þetta verður kunnugt sendir Sölu- samband íslenzkra fiskframleið enda út alvöruþrungna aðvörun til . saltfisksframleiðenda að Váhda vel verkun fiskjarins. Ástæðan er sú, að .slenzki salt- fiskurinn, sem fyrrum þótti beztur á mörkuðunum, Iíkar nú miklu verr og hætta er á að við missum þá fótfestu, sem við áður höfðum með þessa þýðing- armiklu framleiðsluvöru okk- ar. HVAÐ VELDUR ÞVÍ að svo er komið? Svarið virðist liggja opið fyrir. Á liðnum árum, síð- an saltfisksframleiðslan var einn helzti atvinnuvegur okkar, hafa farið fram stórfelldar breytingar í atvinnuháttunum til sjávarins. Við höfum fengið ný skip — og það, sem vekur enn meiri athygli á þessu, næst- um því nýja kynslóð á fiski- skipin. Ef til vil kunna ungu sjómennirnir ekki ■ að fara með fiskinn. Ef til vill þurfa þeir að læra handtök feðra sinna til þess að framl-eiðsla þeirra geti orðið eins góð og hún var fyrr- um. EN FLEIRA kemur og til greina. Á landi er og komin ný kynslóð. Mæður okkar kunnu að ,,vaska“ fisk, þær kunnu að þurrka fisk, þær kunnu að stafla fiski. En kunna dætur okkar þetta eða systur okkar? Hvernig væri að láta eldri kon- „Pravda“ á „félaga“ Andre- jev kann að boða. En ýmsir tóku um helgina eftir annarri frétt frá Rússlandi, sem að vísu er enn óstaðfest. Hún var á þá leið, að komizt hefði upp um samsærí gegn Stalin í Leningrad. Er að sjálfsögðu ráðlegast að bíða staðfesting- ar á þeirri frétt áður en dregn- ar eru nokkrar ályktanir af henni. En svo mikið ætti þó þegar að mega segja, að skuggalega muni horfa fyrir fleirum en ,,félaga“ Andrejev, ef sovétstjórnin viðurkennir það, að um slíkt samsæri hafi upp komizt. Skiptir þá áreið- anlega engu máli, hvort um nokkurt raunverulegt sam- særi hefur verið að ræða. Það nægir alveg, að sovétsijórnin segi það hafa uppvíst orðið, til þess að vita, hvað á eftir muni fara. Það er ógleymt enn, hvernig „samsæri“, sem sagt var að gert hefði verið í Leningrad fyrir rúmum fimmtán árum og sett var í samband við hinn dularfulla dauða Kirovs, varð upphaf sláturtíðar í Sovétríkjunum, sem aðeins fáir hinna gömlu bolsévíka og byltingarmanna lifðu af. ur kenna þeim yngri?- Hvernig væri að fá nokkra eldri sjó- menn til að fara „lúxusreisu" um borð til að kenna ungu sjó- mönnunum? ÉG RÆDDI um þetta við ungan sjómann. Hann hafði verið á saltfisksveiðum. Hánn sagði að það væri bókstaflega ailt önnur atvinna að vera á saltfiskveiðum heldur en á ís- fisksveiðum — og framar öllu öðru væru of fáir menn um borð til að sjá um aflann. Ef nýr maður kemur um borð í stað einhvers, sem veikist, þá getur hann ekki neitt. Þessi ungi sjó- maður, sem annars er talinn bráðduglegur, lét ákaflega illa af vistinni um borð á saltfisks- veiðum. Og ég verð að játa það, að mér hraus næstum hugur við svartsýni hans og vonbrigðum. EN VIÐ SKULUM VONA að þetta lagist, að þeir, sem eiga að sjá u:tT útgerðarmálin, hafi augun opin fyrir þessu. og að ekki taki langan tíma að kenna að fara með aflann þeim, sem nú er kallað á, til nýrra starfa. Én vel má að öllu gæta, og það væri hörmulegt, ef við misstum þá aðstöðu með saltfiskinn, sern við áður höfðum. "fN. SKRIFAR: „Mörgum þótti fróðlegt að hlusta á um- ræður í útvarpssal viðvíkjandi náttúruvernd og ýmsu þar að lútandi. Þó var sýnt, eða heyrt, að allir umræðendur gleymdu, eða gengu framhjá, einu sjón- armiðipu, og því veigamesta, ef svo mætti að orði komast. Það var samstilling eða samhæfing náttúÆfriðunar og mannvirkja. Tökum t. d. fjósið á bökkum Grænavatns. Ýmsir vildu telja það lýti; svo mun þó ekki rétt að, telja. Heldur verður hér að æfa mannshöndina til fagurrar umgengni í nábýli svo fagurs náttúruatriðis, svo að fjósið og búskapurinn verði til prýði í nánd við hið fagra vatn. ÞANNIG VERÐUR að fara að hvar sem er. Sambúð mann- anna, starfsemi þeirra í nálægð náttúrufagurra staða á að vera þannig, að hún auki á fegurð- ina. Hagsmunir landsbúa og fegurðarverndun þurfa alls ekki að rekast á, heldur þvert á móti. Slík samhæfing er bezta náttúruverndin. ÞAÐ ER TILGANGSLAUST að reyna að leyna eða draga fjöður yfir það, að fólkið í landinu hefur alltaf frá fyrstu tíð skemmt náttúru þess meira en góðu hófi,gegnir. Er þar eyð- ing skóganna stærsta atriðið og sökin verður alls ekki smækkuð með afsökunum éins og þeim, að hagsmunir yllu. En þetta er hægt að lagfæra með því að ala þjóðina upp á fallegan hátt. Kenna henni sambúð við náít- úruna, svo að hún hafi allt sitt gagn án þess |ð sþmma, en byggi fremur upp. Annars verð- ur þjóðin áfram stærsta óprýð- in á landinu. En hún þarf alls ekki að vera það.“ Hvað er á seiði í Sovétríkjunum

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.