Alþýðublaðið - 28.02.1950, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 28.02.1950, Blaðsíða 1
VeSurhorfurs Sunnan og suðvestan kaldi, skúrir fram eftir degi, síðan vaxandi suðaustan átt og all- livasst og rigning með nótt- inni. V Byrðarnar verða þyngstar og fram- fíðin óvissust hjá þeimr sem hafa af minnsfum efnum að taka Stefán Jóhann gerii í skeieggri ræiu á alþingi í gær grein iyrir andsföðu Alþýiu- flokksins vii gengislækkunarfrumvarpii. ÞAÐ ER BARNASKAPUR a'ö 'halda því fram, að gengislæfck'un muni ekki skeröa kjör launafólks i land- inu, sagði Stefán Jóh. Stefánsscn í umræðunum á al- þingi í gær, er hann gerði grein fyrir andstöðu Al- þýðuflokksins við gengislækkunarfrumvarp ríkis- stjórnarinnar í ýtarlegri og skeleggri ræðu. Sit'efán Jó- hann 'sagði, að það þyrfti enginn að hugsa sér að dæla tuguim milljóna króna — í þessu tilfelli 80—100 millj- ónum — til sjáv'arútvegsins, án þess að þær komi frá einhverjum þegnum þjóðfélagsins. Stefán Jóhann benti á, að hagfræðingarnir, sem mál þetta hafa und- irbúið, viðurkenndu b'emlinis, að ráðstafanir þessar muni 'verða til þess, að kjcr launamanna versni, að minnsta kosti fyrst um sinn, en hann kvaðst efast um, að þær dásemdir frjálsrar verzJlunar, sem lofað er síð- ar m>eir, verði slíkt hnoss alþýðu manna, sem af er látið. Stefán Jóhann benti á, aS launastéttirnar væru viðbúnar að taka á sig nokkrar byrðar, ef aðrir stéttir gerðu slíkt hið sama og við það skapaðist traustur grundvöllur fyrir at- vinnulííið. En þetta liggur ekki fyrir í gengislækkunarfrum- varpi ríkisstjórnarinnar. Launþegarnir spyrja um gengislækkunarárormin, sagði Stefán Jóhann, hvort þau muni leggja bvrðar á aðrar stétlir í réttu hluífalli við getu hvers og eins. Svo ' er ekki. Þeir-skattar, sem lagðir verða á stóreigna- menn, eru aðeins til að taka af þeim þann beina gróða, sem þeir liafa af gengis- lækkuninni. Það era því engar byrðar á þá lagðar, heldur aðeins hindrað að þeir hafi beinan gróða af ráðstöfunum, sem aðrar stéttir hafa af þungar byrð- ar. Byrðarnar verða því þyngstar og framtíðin óviss- ust hjá þeim. sem hafa af minnstu að taka. GENGISLÆKKUN Á MÓTI HVERRI KAUPHÆKKUN Þá gagnrýndi Stefán Jóhann harðlega það ákvæði í 2. gr. frumvarps ríkisstjórnarinnar, sem mundi fá ríkisstjórn og Landsbankanum vald til að á- kveða gengið hverju sinni. Hann benti á, að ástæða mundi til að ætla, að Landsbankinn * s » Stefán Jóh. Stcfánsson. hefði nokkuð einhliða sjónar- mið í þeim málum. Þá taldi hann stórvafasamt að fá ríkis- stjórnum — til dæmis minni- hlutastjórnum, eins og nú sit- ur — svo mikið vald að geta með einu pennastriki gerbreytt atvinnulífi landsins og aðbún- aði og kjörum alþýðunnar í landinu. Stefán Jóhann kvað það vekja ugg verkalýðssamtak- anna, að hverri tilraun þejrra til að fá bætt kjör, só liægt að svara með nýrri gengislækkun þegjandi og liljóðalaust,. ef þetta frum- varp nær fram að ganga. Þá sneri Stefán Jóhann sér að hinum nýja útreikningi á F’ramíiQIH á 7 Hvað feísf í frumvarpi ríkissf|órnarinnari ------«.---- Framsókn er hlynnt gengis- lækkuninni arvörum vegna kauphækk- ana! EN HVAÐ þá um hina fullu verðlagsuppbót“ á kaupgjald- ið, seni frumvarpið heitir launastéttunum, ef fram- færslukostnaðurinn hækki um 5%? Það er ekki nein full verðlagsuppbót. í fyrsta lagi er vísitölu framfærslu- kostnaðarins breytt þannig, að með því að taka inn í hana liúsaleigu í hinum nýjustu og dýrustu húsum og útsölu- verð á kjöti án frádráttar á kjötstyrk, að hinar erlendu nauðsynjar, sem inn eru flutt ar og koma til með að hækka stórkostlega í verði sökum gengislækkunal'innar, verða langtum minni liundraðshluti vísitölugrundvallarins en nú, og verðhækkun hinna erlendu nauðsynja liefur þar af leið- andi miklu minni áhrif á vísitöluna, heldur en hún liefði liaft á hana óbreytta. í öðru lagi á ekki að greiða verðlagsuppbótina á kaup- gjaldið nema á liálfs árs fresti eftir að hið erlenda vöruverð fer virkilega að hækka. Og í þriðja iagi fá þeir einir verðlagsuppbótina, sem ekki hafa fengið kaup sitt hækkað af öðrum ástæð- um! M. ö. o. hún er því skil- yrði bundin, að engar aðrar kauphækkanir fari fram. ÞÁ ER ÞAÐ LÆKKUN TOLLA, sem talað er um. Hún er aðeins blekking. Það Framhald á 8 síðu. AFSTAÐA Framsóknarflokks- ins til gengislækkunarfrum- varpsins fer eftir því, livernig viðaukum og breytingum hans við það verður tekið, sagði Ey- steinn Jónsson í umræðunum í neðri deild í gær. Var bó svo á honum að heyra, að honum væri umhugað um að málið kæmist í gegn um þingið, og taldi hann gengislækkun fram ltvæmanlegri og líklegri en nið- urfærsluleiðina. Það er því auðséð, að borg- Eraflokkarnir eru sammála um þetta mál í meginatriðum, og virðist það vera pólitískur loddaraleikur, að þessir flokk- ar hafa ekki þegar myndað stjórn, en málið var lagt fram án þess að þyí væri tryggður meirihluti, en Framsókn svar- aði því með vantrauststillögu sinni. Björn Ólafsson sagði í framsöguræðu sinni, að viðræð ur flokkanna hefðu verið vin- samlegarj þótt samkomulag hefði ekki náðst „enn sem komið er“. Eysteinn vildi kenna sjálf- stæðismönnum um það, að ekkert varð úr stjórnarmyndun borgaraflokkanna tveggja. Fóru fram viðræður á þeim grundvelli, að ekki yrði rætt um málefnin fyrr en búið væri að koma stjórninni saman. -----------4----------- REGLULEGAR flugferðir með helikopterflugvélum, hin- or fyrstu í heimi, hefjast í sum ar í Englandi á vegum BEA félagsins. Flogið verður milli Liverpool og Cardiff. Jafnaðarmenn fengu 750000 atkv. merra en íhaldið í Englandi HVAÐ FELLST í liinum nýju, svokölluðu „bjargráðatillög- um“ ríkisstjórnarinnar? Það er spurningin, sem nú er á alira vörum. Blöð ríkisstjórn- arinnar reyna á allan hátt að gylla þessar tillögur fyrir al- menningi, segja að þær miði að „sköpun efnalegs jafnvæg- is“, „afnámi styrkjastefn- unnar“, „lækkun toIla“, „framleiðslugjaldi“ og „stór- eignaskatti“, en skerði ekki lífskjör launastéttanna svo nokkru nemi, því að þær eigi að fá „fullar verðlagsuppbæt- ur“. En ef frumvarpið er les- ið ofan í kjölinn, lítur þetta allt öðru vísi út. Og hvaðan ættu líka að koma þær 80 milljónir, eða jafnvel 140 milljónir, eins og sumir ætla, sem veita á til sjávarútvegs- ins, ef hlutur annarra séttta þjóðfélagsins væri í engu skertur? GENGISLÆKKUN KRÓN- unnar á samkvæmt frum- varpinu að nema 42,6%. Það þýðir, að dollarinn hækkar upp í kr. 16,28 og sterlings- pundið upp í kr. 45.00. Það þýðir að allur erlendur gjaldeyrir og þar með inn- kaupsverð allrar erlendrar vöru, bar á meðal margra brýnustu nauðsynja almenn- ings, hækka um T4,3%. En ekki nóg með þetta: Ríkis- stjórnin á jafnframt að fá vald til þess að ráða gengis- skráningunni framvegis, í samráði við landsbankann. M. ö. o. hún getur lækkað gengi krónunnar á ný, live- nær, sem henni sýnist, og það er meira að segja gefið í skyn, að það muni táfarlaust verða gert, ef kaupgjaldið í land- inu liækkar. SVO ER SAGT, að fiumvarp- ið skerði ekki samningsrétt verkalýðsfélaganna um kaup og kjör og feli ekki í sér neina bindingu kaupgjalds! En sannleikurinn er sá, að samn- ingsrétturinn er með þessari heimild fyrir ríkisstjórnina, að halda áfram að lækka gengi krónunnar, gerður raun verulega þýðingarlaus; því að hver kauphækkun, sem um yrði samið, yrði jafnharðan tekin aftur af launastéttun- um með gengislækkun. En þar að auki miða sérstök á- kvæði frumvarpsins beinlínis að því, að lvindra, að sam- komulag takist um nokkrar lcauphækkanir, svo sem blátt bann frumvarpsins við því, að hækka^.verð á innlendum iðnaðarvörum eða landbúnað- MEIRIHLUTI jafnaðarmanna í Eng'landi er nú aðeins átta þingsæti, og er þá -aðeins óvíst um eitt kjördæmi, þar sem kosningu var frestað vegna frá- falls irambjóðanda,. íhaldið fékk tvö og frjálslyndir eitt beggja síðustu þingsætanna. Hafa jafnaðarmenn þá 315, íhaldið 296 og frjálslyndir 9 þingmenn, einn er óháður frjálslyndur og loks er forseti neðri deildarinnar. Jafnaðar- menn fengu 13.250.000 at- kvæði, íhaldið tæplega 12.500 000, frjálslyndir 2.600.000 og og kommúnistar 91.000. Attlee ræddi við Georg kon- ung í gær, og verður ráðherra- listi hans sennilega birtur á fimmtudag. Þingið kemur sam- an á mánudag. 35 000 verkamenn . gerðu verkfall í Frakklandi í gær, og eru þá alls 155 000 manns í verkfalli. Atkvæðagreiðslur um verkfölh fara nú fram í fjölda iðngreina og er búizt við, að verkföllin breiðist út næstu næstu daga. BANDARÍKJAMÖNNUM hefur nú verið bannað að ferð- ast til Búlagaríu, þar sem það er ekki talið öruggt. BRETAR hafa neitaö að verða við kröfu Ungverja um að fækka starfsliði sendisveit- ar sinnar í Budapest.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.