Alþýðublaðið - 28.02.1950, Side 4

Alþýðublaðið - 28.02.1950, Side 4
I ALÞÝÐUBLAÐÍD ÞriSjudagur 28. febrúar 1950. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjórl: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4091, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. > Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Geng islækkunar- frumvarpið LESENDUR ALÞÝÐUBLAÐS- INS kemur að sjálfsögðu ekki á óvart frumvarp það, er ríkis- ftjórn íhaldsins hefur nú lagt fyrir alþingi. Alþýðuflokkur- inn boðaði þjóðinni í kosning- unum f haust, að hættan á stór- felldri gengíslækkun væri yfir- vofanþi. Framsóknarflokkurinn hafði gengislækkun að megin- stefnumáli, þegar hann rauf stjórnarsamvinnuna í sumar, og hún var rauði þráðurinn í kosningabaráttu hans. Sjálf- stæðisflokkurinn lézt hins veg- ar ekki vera gengislækkun fylgjandi þá af ótta við kjós- endur. En eigi að síður var vitað, að margir forustumenn hans, svo sem Björn Ólafsson, óskuðu eftir gengislækkun og hugsuðu sér að framkvæma hana eftir kosningar, enda er gengislækkun hagsmunamál þeirra aðila, sem eru og verða máttarstólpar Sjálfstæðis- flokksins. Alþýðuflokkurinn lagði ríka áherzlu á að vara þjóðina við þeirri hættu, sem hér var á ferðum. En hún bar ekki gæfu til þess að efla AI- þýðuflokkinn í kosningunum; þvert á móti efldi hún gengis- lækkunarflokkana. til aukinna áhrifa og valda. Afleiðingarnar eru nú komn- ar í ljós. Stjórn Sjálfstæðis- flokksins hefur nú gert gengis- Iækkunarkröfu Framsóknar- flokksins í haust að sinni; og það, sem gefið var í skyn við afgreiðslu „bráðabirgðalausn- arinnar“ á vandamálum báta- útvegsins eftir nýárið, en ekki mátti koma í dagsins ljós fyrr en að afstöðnum bæjarstjórn- arkosningunum, liggur nú fyr- . ir. „Frambúðarlausnin“ hefur verið boðuð þjóðinni, og hún er fólgin í mun meiri gengis- lækkun en nokkurn óraoi fyrir. Nú þegar á að skerða gengi krónunnar um 42,6%, en að auki á ríkisstjórnin að fá frjáls- ar hendur til frekari gengis- breytinga í samráði við Iands- bankann, en hingað til hefur alþingi eitt ráðið gengisskrán- ingu. Blöð Sjálfstæðieflokksins fagna þessum tillögum af mik- illi hrifningu. Þau fullyrða, að hér sé um að ræða „frambúð- arlausn“, sem tryggi rekstur og afkomu atvinnuveganna, án þess að þjóðinni séu bundnir baggar, svo að nokkrU nemi. Er í því sambandi óspart á það bent, að kaup skuli ekki lög- bundið, en uppbætur greiddar á laun og sparifjáreigendum bætt gengislækkunin. Álit al- mennings á frumvarpinu mun hins vegar að athuguðu máli verða mjög á aðra lund en íhaldsblaðanna. Það liggur nefnilega fyrir skýrt og skil- merkilega, að samkvæmt frum- varpi þessu á að taka af þjóð- inni minnst 80 milljónir króna og fá þær sjávarútveginum. Sú tala er viðurkennd í grein- argerð frumvarpsins sjálfs, en kunnugir telja, að fjárupphæð þessi muni í reynd verða miklu hærri og nema allt að 140 milljónum. Þessa framlags er krafizt af almenningi í land- inu, hinir mörgu eiga að láta þessa fúlgu af hendi rakna við hina fáu. Slíkar ráðstafanir hljóta að verða tilfinnanlegar. Hitt er rétt, að löggjafarvaldið bindur ekki kaupgjaldið lög- formlega, en það gerir aftur á móti ráðstafanir til þess að láta allar launahækkanir missa marks, þar eð ríkisstjórninni á að vera skylt að taka sérstak- lega til athugunar gengisskrán- ingu íslenzkrar krónu, þegar almenn breyting verður á kaup gjaldi. Kauphækkun myndi með öðrum orðum hafa í för með sér nýja gengislækkun! Jafnframt er gerð á vísitöl- unni breyting, sem hefur.þær afleiðingar, að verðhækkunin, er af gengislækkuninni leiðir, kemur til með að hafa tiltölu- lega lítil áhrif á vísitöluna og kaupuppbótin af þeirri ástæðu að verða tiltölulega lítil. En að auki á að greiða vísitöluupp- bótina á aðeins hálfs árs fresti, eftir að verðhækkunin er kom- in á fyrir alvöru! Frumvarpið gerir ekki ráð fyrir neinni lækkun núgildandi tolla að öðru leyti en því, að verðtoll-' ur skal lækka úr 65% í 45%. Sú lækkun er þó stórum minni en gengislækkunin, enda er gert ráð fyrir því í frumvarp- inu, að verðtollurinn hækki þrátt fyrir þetta um 26 milljón- ir króna á ári. En aðrir tollar hækka að sjálfsögðu um það, er gengislækkuninni nemur. Þetta er það, sem alþýða manna á að taka á sitt bak, svo að ,,einstaklingsframtakið“ telji sig geta haldið áfram rekstri atvinnutækjanna. En stjórn atvinnutækjanna á að sjálfsögðu að haldast með öllu óbreytt. Það er ekki til þess ætlazt, að gætt verði aukinnar sparsemi við stjórn hraðfrysti- húsanna, bátaflotans og togar- anna. Nærgætnin við efna- stéttina kemur þó bezt í ljós í sambandi við hinn fyrirhugaða eignaskatt, sem leggja skal á eignir aðrar en sparifé, pen- ínga, verðbréf og útistandandi skuldir. Hann á að greiðast í jöfnum afborgunum á tuttugu árum! - Það er litlum vafa bundið, að frumvarp ríkisstjórnarinnar verður samþykkt af Framsókn- arflokknum og Sjálfstæðis- flokknum í aðalatriðum. Þeir eru báðir innilega sammála um nauðsyn gengislækkunar og skerðingar á lífskjörum al- mennings. Undanfarið hafa báð ir þessir flokkar verið að semja um stjórnarsamvinnu með þetta fyrir augum, en grund- völlur hennar á einmitt að vera samþykkt hins framkomna frumvarps, sem þeir eigna sér báðir og það með réttu. Sam- komulagstilraunir þessar hafa þó um sinn strandað á því, að flokkarnir urðu ekki ásáttir um skiptingu ráðherrastólanna. En nú hefur Framsóknarflokk- urinn flutt vantraust á ríkis- stjórnina. Tilgangur þess er, samkvæmt frásögn Tímans, að fella stjórnina, svo að Sjálf- stæðisflokkurinn verði samn- ingsliprari við Framsóknar- flokkinn á eftir og að auðveld- ara verði að ná fullu sam- í komulagi um gengislækkunina! En báðum borgaraflokkun- um er hollt að hyggja að því, að gengislækkunarfrumvarpinu og árásinni á lífskjör og af- komu almennings munu fylgja eftirmál. Þjóðin á eftir að segja sitt orð í bessu máli. r islenzk sendinefnd hefur samninga við Finna Einkaskeyti frá TT, STOKKHÓLMI í gær. ÍSLENZK SENDINEFND er komin til Helsinki til þess að hefja samninga um aukin við- skipti milli Finna og íslend- inga. I sendinefndinni eru þeir dr. Oddur Guðjónsson og Jón Þórðarson, og tók aðalræðis- maður íslands, Erik Juuranto, á móti þeim á flugvellinum. Viðskipti þjóðanna í fyrra námu 500 milljónum finnskra marka. Aðvörun frá bæjarsímasfjóranum í Reykjavík Að gefnu tilefni skal á það bent, að símnotendum er óheimilt að lána, leigja eða selja öðrum afnot af síma, er þeir hafa á leigu frá landssímanum. Brot gegn ákvæð- um þessum varða m. a. missi símans fyrirvaralaust (sbr. 6. lið skilmála fyrir talsímanotendur landssímans, bls. 20 í símaskránni 1947—1948). Með tilliti til hins alvarlega símaskorts í Reykjavík verður ekki hjá því komizt, að taka þá síma, sem svo kann að vera ástatt um, og verður það framkvæmt mánudaginn 6. marz án frekari tilkynningar. Verzlunarmaður skrifar um verzlunarmál. — Tvö skýr dæmi. — Stjómmálin. — Foringjahæfileikar. — Hégómagimi. — Skangallar. VERKAMAÐUR skrifar mér á þe ssa leiff. ,Þaff er víst satt og rétt, aff verzlunarmálin bér á landi eru í megnú ólagi. Þaff kemur fyrst og fremst niffur á okkur neytendunum, en það kemur líka niður á framleiff- endum. Ef til vill liggur megin- vandi í búskap þjóffarinnar ein- mitt í þessum málum. Þetta ætti Ieifftogum þjóffarinnar aff hafa orffiff ljóst fyrir langalöngu. En annað hvort er aff þeir eru meira en lítiff glámskyggnir, effa aff svo ríkir hagsmunir void- ugra manna séu aff verki að engu sé hægt aff koma fram til bóta.. ÉG HEF fylgzt með pistlum þínum í fjölda mörg’ ár, eða allt frá því að þú fórst að skrifa þá, og ég veit, að þú hefur lýst þessu ófremdarástandi oft og Ekki gl&p, heldur metningssynd? BÆJARPÓSTUR ÞJÓÐVILJ- ANS birti á sunnudaginn bréf frá „verkamanni“, þar sem rætt er um skortinn á klass- ískum ritum sósíalismans. Segir bréfritarinn orðrétt, þegar hann hefur gefið Þjóð- viljanum þann vitnisburð, að hann vanræki að veita lesend um sínum fræðslu um, „hvaða rit eru heppilegust þeim, sem kynna vilja sér stefnuna“, eins og hann kemst að orði: „Þessi rit þurfa að fást í venjulegum bókabúðum, og dettur mér.helzt í hug Bóka- búð Máls og menningar og Bókabúð Kron sem fáanlegar væru til að hafa þessi rit á boðstólum fyrir viðskiptavini sína. Hafi þessi fyrirtæki sósí- alistísk rit nú,. þá eru þau vandlega falin“. HÉR ER HREÝFT MÁLI, sem vert er að veita athygli Bóka- verzlanir bæjarins eru reknar af aðilum, sem ekki kæra sig um að flytja inn og selja rit uin jafnaðarstefnuna, auk þess sem innflutriingur á bók- um og tímaritum er svo til einskorðaður við sora er- lendra bókmennta. Þær tvær bókabúðir, sem „verkamað- ur“ minnist á í bréfi sínu, eru engin undantekning i þessu efni. Hins vegar hafa þær flutt inn á löglausan hátt áróðursrit prentuð á ensku og þýzku austur í Rússlandi og notið í því sambandi fyrir- greiðslu og fulltingis rúss- neska sendiráðsins hér! EN í ÞESSU SAMBANDI er að fleiru að hyggja. Komm- únistar hafa að vonum síður en svo áhuga á því að stuðla að. útbreiðslu sumra hinna klassísku rita jafnaðarstefn- unnar. Lestur þeirra myndi sem sé opna augu manna fyr- ir þeirri staðreynd, að stefna og starf valdhafanna á Rúss- landi er í algerri mótsögn við það, sem fram er haldið í þess um ritum. En kommúnistar hér eins og annars staðar eru fyrst og fremst aldir upp í hlýðni við Rússa og aðdáun á Jósep Stalin. ÞESSU TIL SÖNNUNAR má benda á það, að tímaritin, sem kommúnistar gefa hér út, láta nær algerlega hjá líða að fræða lesendur sína um sósí- alisma. Tímarit Máls og menn ingar og Réttur eru í þessu efni jafnsek Þjóðviljanum. En þau birta hverja lofgerð- arrolluna annarri meiri um þann afskræmda sósíalisma, sem rússneska þjóðin og leppríkin austan járntjalds- ins eiga við að búa. Þess vegna er ástæða til þess fyr- ir „verkamann11 og aðra, sem kynnu að hugsa líkt og hann, að íhuga, hvort það muni vera tilviljun, að hin klassísku rit sósíalismaps sjást ekki í Bókabúð Máls og menning- ar og Bókabúð Kron. Það er margt, sem bendir til þess, að hér sé ekki um að ræða glöp, heldur ásetningssynd. Og víst er það athyglisvert, að þeg- ar „æskulýðssíða“ Þjóðvilj- ans birtir tilvitnun í rit um sósíalisma, verður fyrir val- inu bók, sem gefin var út að frumkvæði Alþýðuflokksins mörgum sinnum og birt sláandi dæmi úr verzlunarlífinu. En mig langar samt til að segja þér eina sögu til viðbótar vegna þess að hún er skýr mynd af ástandinu. Kunningi minn, bóndi ofan úr sveit, kom hing- að til bæjarins fyrir nokkru með kjöt af ungri kú. Hann seldi kjötið í búð og fékk fyrir það kr. 6.50 kg. Þetia kjöt var svo selt út úr búðinni fvrir 18 til 20 krónur, eða þrefalt verð- ið. ÞAÐ KOSTAÐI því 12 krón- ur að afgreiða það úr búðinni, tvöfalt meira verð heldur en að framleiða kjötið. Bóndinn fékk gott verð. fyrir kjötið, að minnsta kosti kvartaði hann ekki yfir því út af fyrir sig, en þegar miðað er við verðið út úr búðinni, þá fékk hann sáralítið verð fyrir það. Hér er verið að rýja neytendurna. Og þarf eng inn að segja mér neitt um það, að þetta sé eðlilegt ástand. ANNAÐ DÆMI vil ég taka. Bændur munu fá 6 krónur fyr- ir kílóið af ull. En kg. af lopa með sauðarlitnum kostar hvorki meira né minna en 36 krónur. Það kostar því 6 krónur að framleiða ullina, en 30 krónur að búa til lopa úr henni og selja hann. Getur tolk þolað slíkt og þvílíkt til lengdar? Væri ekki reynandi fyrir stjórn málaflokkana að reyna að koma lagi á þessi mál, áður en þeir ráðast enn msir á lífsaf- komu okkar launþeganna með því að fella verðgiidi pening- anna meira en orðið er? OG FYRST ÉG stakk niður penna vil ég rétt minnast á síð- ustu atburðina í stjórnmálun- um. Það mun vera rétt, að Sjálfstæðisflokkurinn og Fram sóknarflokkurinn hafi verið búnir að semja í meginatriðum fyrir svo sem viku síðan, enda var Tíminn meira að segja far- inn að eigna sér tillögur þær sem kenndar eru við Benjamín. En svo allt í einu slitnaði upp úr, persónulegur metingur og skapgallar einstakra leiðtoga splundruðu samkomulaginu. Enn bar að sama brunni og áð- ur, að formenn þessara tveggja Frh. á 7 síðu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.