Alþýðublaðið - 28.02.1950, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 28.02.1950, Qupperneq 7
Þriðjutlagur 28. febrúar 1950. ALÞÝÐURLAÐIÐ i S s* X P, BernsforSf fer frá Reykjavík til Færeyja og Kaupmannahafnar 6. marz. Farþegar sæki farseðla í dag og á morgun. Tilkynningar um flutning komi sem fyrst. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen. Erlendur Pjeturssou. L Rl Kl SIWS ■ r Armann hefur tekið við Vestmannaeyja- ferðum af Skaftfellingi og fer frá Reykjavík til Vestmanna- eyja á þriðjudögum og föstu- dögum. Frá Vestmannaeyjum á miðvikudögum og laugardög- um. Skipið hefur rúm fyrir 10 farþega. Teklð á móti flutningi alla virka daga. Leiörétting. í frétt frá Sand- gerði, sem birtist í blaðinu sío- astliðinn laugardag, misritaðxst föðurnafn Margrétar Jóhannes dóttur, var hún nefnd Jóhanns dóttir, og leiðréttist þetta hér með. Ræða Sfefá Framh. af 1. síðu. vísitölunni, sem gengislækkun- arfrumvarpið gerir ráð fyrir. Sagði hann, að þessa hlið máls- ins yrði að útslcýra rétt, því að grundvelli vísitölunnar væri þannig breytt, að verðhækkan- ir á erlendum vörum mundu hafa minni áhrif á hana efíir þær breytingar, sem nú á að gera. og þessar verðhækkanir kömi því miklti minna fram en þær hefðu áður gert. Stefán Jóliann benti á það, að svo væri um margar. nauðsynjar, til dæmis korn- vöru, að til væri ársfjórð- ungs birgðir af þeim í land- inu. Nýjar birgðir, keyptar eftir gengislækkunina með hærra vei-ði, mundu því ekki koma á markaðinn fyrr en eftir meira en þrjá mán- uði, þegar hætt er að greiða kaupuppbæturnar nema á liálfs árs fresti. Þá sagði Stefán Jóhann um verðhækkanir almennt, að sig grunaði að meira mundi leggj- ast á hina innfluttu vöru en hagfræðingarnir gera ráð fýr- ir, og verðhækkun á henni því verða meiri en þeir búast við. FRJÁLS VERZLUN OG NEYZLl VARA Stefán Jóhann ræddi einnig nokkuð um hina frjálsu verzl- un, sem á að koma hér, er gengislækkunin hefur verið í gildi um • skeið, Kvaðst hann ekki hafa trú á, að hin frjálsa verzlun mundi hafa í för með sér þá byltingu á kjörum fólks- ins, sem hagfræðingar ríkis- stjórnarinnar virðast hafa tru á. Hér hefði áður fyrr verið frjáls verzlun, og menn hefðu þá oft og tíðum orðið að sæta þungum kostum í verzluninni. og ekki væri laust við tilhneig- i ngar til þess að mynda auð- hringa, sem jafnvel bólaði á hér nú þegar. Stefán Jóhann kvaðst því miður óttast, að inhflutningur á neyzluvörum mundi ekki aukast í bráð og almenninguf því ekki fá þær. kjáhábætur, sem af slíku væru. HLÍÐARRÁÐSTAFANJRNAR VANTAR ALVEG Þá kom Stefán Jóhann að bví, að ýmsar hliðan-áðstafan- ir yrði að gera með hvaða til- ráún til lausnar á vandamálum bjóðarinnar sem væri. Flann benti á, að í tillög- um ríkisstjórnarinnar væri ekkert til að tryggja betri verzlunarhætti, ekkert um réttlátari skattalöggjöf, ti! dæmis meiri frádráít fyrir efnalííið fólk, ekkert um ráðstafanir í húsnæðismái- unum, ekkert um verulega tollalækkun (verðtollimnn íækkar að vísu í prósentum, en mun liækka verulega að krónutölu), ekkert um al- mennan sparnað ríkisins og löks' ekkert um betri skipu- • lagshætti í útgerðinni. . . ;Sagði Stefán Jóhann, að það væri hart að horfa á menn l.iia góðu lífi sem forstjóra yfir ein- um mótorbáti meðan gera ætti svo alvarlegar ráðstafanir til bjargar útgerðinni. HVAÐ VILL ALÞÝÐUFLÖKKURINN? Loks fór Stefán Jóhann .nokkrum orðum um afstöðu Alþýðuflokksins til dýrtíðar- málanna almennt, og benti þar á þrjú höfuðatriði: 1) Alþýðuflokkurinn hefur undanfarin ár bent á „stöðv unarleiðina“ svokölluðu í dýrtíðarmálunum, sem gef- izt hefur mjög vel í ná- grannalöndum okkar. — Flokkurinn telpr það ekki sína sök, að þessi leið virð- ist nú ekki fær lengur. 2) Það er lilutverk borgara- flokkanna, sem boðað hafa gengislækkun og fengið mikinn meirihluta á al- þingi með þá ráðstöfun á stefnuskrá sinni, að bera nú ábyrgð á framkvæmd máls- ins. 3) Ef Aiþýðuflokkurinn liefði nægilegan styrk með þjóo- inni, mundi hann að sjálf- sögðu fara aðrar leiðir. Hann mundi láta þjóðfélag- ið sjálft taka í sínar hendur allan útflutning og innflutn ing og taka þar með úr um- ferð hinn gífuriega verzl- unargróða. Þannig mætti jafna á milli verðlags á framleiðsluvörunum og inn fluttum nauðsynjavörum. Slíkt mætti að vísu kalla gens'islækkun, en sú geng- islækkun væri í fram- kvæmdinni gerólík því, sem nú er talað um, og rmmdi koma allt öðruvísi niður á þegnana. RESSUBÓKARKORN effir Halidór Kiljan hmm Ritgerðir um óskild eíni, ferðasögur og smágreinar, þar á meðal hin margumrædda ritgerð „Þankabrot í Moskvu“. Árni frá Múla komst eitt sinn að orði á þessa leið, er ' nýtt ritgerðasafn. kom út eftir Kiljan Laxness: ,..Þegar ritgerðir Kiljans eru komnar í bók, áttar maður sig fyrst verulega á snilldinni í þeim.“ Ef við ættum ekki í sér- stökum bókurn ritgerðir skáldsins frá ýmsum tímum, reyndist sjálfsagt mörgum okkar erfiðara að átta sig á skáldskap þessa töframanns, sem. fer slíkum hamförum að ekkert fordæmi á með þjóðinni. Um skáldskap H.K.L. mega nú allir íslendingar heita á einu máli, og dómarnir um skáldskap hans I Ameríku og Svíþjóð bera það alveg ótvírætt með sér, áð hann er nú talinn í allra fremstu röð núlifandi skálda, en ritgerðir hans um þau mál, sem efst eru á baugi á hverjum tíma, hafa skiljanlega farið óþægilega í taugarnar á okkur sam- tíðarmönnum hans. En sú kemur tíð, að við itiuhum öll þakka skáldinu af heilum hug fyrir að hafa birt okkur álit sitt á hlutunum, meðan þeir voru að gerast. Þjóðfélag, sem á engan vægðarlausan gagnrýnanda í hópi sinna rit- snillinga, á ekki glæsilega framtíð. Um ýmsar þéjrra smá- greina, sem birtar eru í þessari bók, eins og „Á afmæli Hlínar“, „Eftir gestaboð11, „Einkennilegir steinar‘‘, „Dýrt kvæði“ og „Við Nonni“, svo nokkrar séu nefndar, væri notað of almennt orð að kalla þær bókmenntaperlúr. Þær eiga sér sannarlega einhvern æðri og hærri tigpruna Gagnvart list af þeirri tegund stöndum við, sem betur fer enn orðlaus, þrátt fyrir þau ummæli, ,.að orð er á íslandi til um allt, sem er hugsað á jörðu“. Áskrifendur fá bókina senda heim, Fæst heft, bundin í sirting og skrautbundin. Laugavegi 38 og Laugavegi 100, Aðalstr. 18, Garðastr. 17, Njálsgötu 64, Bækur og ritföng, Ausurstr. 1, Laugav. 39. Aðalafgreiðsla: Bækur og ritföng, Veghúsastíg 7. — Síiriar 6837 cr 1651. FÉLAGSLÍF AÐALFUNDUR KR verður haldinn í kvöld kl. 9 , í Félagsheimili VR, efstu hæð. Venjuleg aðalfundarstörf og lagabreytingar. Mætið stund- víslega. Stjórn KR. AÐALFUNDUR FÉLAGS JÁRNIÐN AÐ ARM ANN A verður haldinn í kvöld kl. i? í Iðnskólanum. ___' SKÍÐAMQT ®0Éf REYKJAVÍKUR. Brun og svig verður haldið í Jósefs- dal sunnudaginn 5. marz 1950 og hefst með bruni í öllum flokkum. Þátttökutil- kynningar verða að vera komnar til formanns Skíða- deildar Ármanns fyrir kl. 6 á miðvikudag. Stjórn Skíðadeildar Ármanns. ÁRMENNINGAR! Skíðamenn! Farið verður á skíði á þriðju- dag og fimmtudag kl. 7, ef Veður leyfir. — Tilkynnið' þátttöku í síma 2165. Stjórn Skíðadeildar Ármanns. VILL EKKI SKAPA GLUNDROÐA Síefán J óhann Stefánsson endáði ræðu sína á því að segja, að Alþýðuflokkurinn muni í afstöðu sinni og and- stöðu við þetta mál gera það eiít, sem hann telur heppileg- ast til að tryggja afkomu fólks- ins í landinu. Floltkurinn hefur enga Iöngun til að skapa glund- roða og upplausn, en mmi standa á verði gegn öllum þeim ráðstöfunum, er ganga á rétt alþýðunnar eðá stefna að auknu misrétti í þjóðfélaginu. HANNES Á HORNINU Framh. af 4. síðu. flokka gátu nkki sætt sig við aukaatriði eftir ao aðrir menn í flokkunum höfðu koniið sér saman um meginatriðin. ÉG ER EKKI í sjálíu sér að harma bað, að ekki varð sam- komulag milli þcssara tveggja. íhaldsflokka. En ef nauðsynlegt er að þessir flokkar myndi rík- isstjórn, ég segi ef, þá ber þeim skylda til að gera það og enginn getur neitað því, að þjóð in lagði þeim þessa skyldu á herðar með kpsningunum síð- ast liðið haust“. Gísli Gíslason Framh. af 3. síðu. in til baka. Við Hafnfirðingar þökkum honum þaS starf, sem hann hefur innt af hendi hér í þessum bæ. Við sendum honum hugheilar hamingjuóskir og biðjum honum blessunar á ó- komnum árum, hvort sem þau svo verða fleiri eða færri. Ég hygg, að allir, sem Gísla þekkja, muni taka undir þessar óskir, enda mun hann enga óvildar- rcenn eiga. Gísli dvelst nú í dag á heimili sonar síns, Valbergs, á Reykja- víkurvegi 30, og munu margir senda honum hlýjar kveðjur á þessum merku tímamótum ævi hans.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.