Alþýðublaðið - 02.03.1950, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.03.1950, Blaðsíða 4
s ALÞÝÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 2. marz 1950. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Riístjdrnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Aifglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. álþyðuffokkurinn 09 gengislækkunin ÞEGAR ríkisstjórn Stefáns Jóh. .Stefánssonaar tók við völduift, beitti hún sér fyrir hinni svonefndu stöðvunarleið í baráttunni gegn verðbólg- unni og dýrtíðinni. Þá var um fjórar leiðir að velja í þessari baráttþ: ríkisrekstur og þjóð- nýtingu. stöðvunarleiðina, verð hjöðnun og gengislækkun. Ó- hugsaftdi var að ná samkomu- lagi uto ríkisrekstur og þjóð- nýtingu milli þeirra stjórn mála flokka', er að ríkisstjórninni stóðu. j Verðhjöðnunin þótti þá þegar mjög varhugaverð, enda vafalaust verst af þessum fjór- um leiðum; og ALþýðuflokkur inn tók ekki gengislækkun í mál, þó að báðir borgaraflokk- arnir hefðu þá þegaar helzt kos ið, að hún yrði valin. Stöðvun arleiðin var farin af því að hún þótti skást af þeim ráð- stöfunum, sem hægt var að ná samkömulagi um. Aðgerðir rík isstjórnarinnar á grundvelli hennár báru þann árangur, að dýrtíðarskriðan var stöðvuð, en slíkt hafði ekki tekizt eftir að verðbólgutímabilið hófst. Framkvæmd þessarar stefnu var þó ænð miklum erfiðleik um þundin. Verkalýðsfélögin unduj því illa að vonum, að kaupgjaldsvísitalan var lög- bundin og staðið á móti kaup- hækkunum eftir mætti. Mest- um ejrfiðleikum olli þó afstaða beggja borgaraflokkanna, eink um 'Framsóknarflokksins, til afurðasölumála bænda, en verð á landbúnaðarafurðum var hækkað í berhöggi við yfirlýsfa stefnjLi ríkisstjórnarinnar. Alþýðublaðið benti á það, er stjórp Stefáns Jóh. Stefánsson ar fóir frá völdum, að hún hefði reynt að vera hlífiskjöldur verkalýðsins og launþeganna og sþáði því, að alþýðan myndi lærai að meta stefnu hennar, þegar lagt hefði verið ign á nýjajr og henni erfiðari leiðir. Þá hafði Framsóknarflokkur- inn knúið fram haustkosningar og stöðvunarleiðin verið gerð ófær! Gengislækkunarflokkarn ir höfðu unnið á í kosningun- um, ,en Alþýðuflokkurinn ekki fengið nægilegan stuðning kjós enda til að geta framkvæmt stefriu sína í dýrtíðarmálun- um, ihvorki þá flokkslegu og fræðilegu né hina, sem áður hafði náðst samkomulag um milli þriggja annars óskyldra og oft fjandsamlegra flokka. Þá lá Ijóst fyrir, hvað við mundi taka: Þjóðin hafði í kosningun um kallað yfir sig úrræði geng islækkunarinnar, vitandi eða óvitandi, en stöðyunarleiðiri hafði verið gerð ófær. Alþýðu- flokkurinn gat því ekki tekið þátt í myndun ^ nýrrar ríkis- stjórnar. — Leiðinni, sem far- in hafði verið undir forustu hans, hafði veríð lokað, og sara komulag um flokksstefnu hans var óhugsandi. Níðingarnir enn. — Ólæsilegn númerin. — Um óþarfa vörur. — Skortur á hreinlæti. — ítalskt „pikles“. EITT AF BLÖÐUM BÆJ- Nú ætti þjóðin að vera far- in að sjá, að varriaðarorð Al- þýðublaðisns fyrir síðustu kosningar voru ekki sögð út í bláinn. Gengislækkunarfrum- varpið hefur verið lagt fyrir al- þingi, og gengislækkunin á að ,-verða mun stórfelldari en nokkurn óraði fyrir í sumaar og haust. Alþýðuflokkurinn er á móti þessu airræði borgara- flokkanna af því að hann er sannfærður um, að það felur ekki í sér neina frambúðar- lausn, en veit, hins vegar, að gengislækkunin leggur á herð- ar almenningi byrðar, sem hon um er um megn að bera og eng inn getur með sanngirni kraf- izt, að hann taki á sig. En nú bregður svo einkenni Iega við, að Tímirin lýsir eftir stefnu Alþýðuflokksins og læzt hafa mikinn áhuga á því að vita, hver hún sé. Hann spurði ekki eftir henni í sum- ar, þegar harin rauf stjórnar- samvinnuna og knúði fram haustkosningar rneð gengis- lækkun að meginstefnumáli. Þá fullyrti hann, að þáð væri eins víst og tvisvar tveir væru fjórir, að Alþýðuflokkurinn yrði með gengislækkun efíir kosningaar. Nú sér hann fram á, að hann muni hafa tekio munninn nokkuð fullan. En þá gerir hann sér lítið fyrir og ræðst á Alþýðuflokkinn og ber honum á brýn, að hann hafi enga stefnu í dýrtíðarmálun- um. ■t Ef Alþýðuflokkurinn nyti nægilegs styrks með þjóðinni, myndi hann leysa dýrtíðarmál in á varanlegari hátt og leysa vandræði atvinnuveganna til frambúðar. Hann myndi láta þjóðfélagið sjálft Taka í sínar hendur allan útflutning og innflutning og afnema þar með hinn gífurlega verzlunargróða, en þá væri fengin aðstaða til að jafna á milli verðlags á fram- leiðsluvörunum og innfluttum nauðsynjavörum. Hann mynd: beita sér fyrir gerbreytingu á stjórn og rekstri atvinnutækj- anna, minnka ríkisbáknið, endurskipuleggja Verzlunina og setja á róttæka og rétt- mæta skattalöggjöf. Hann myndi láta þjóðnýtingu og rík isrekstur koma í stað glund- roða og spákaupmennsku ein- staklingsframtaksins. Fyrir þeirri stefnu mun hann berj- ast. En honum dettur ekki í hug að fallast á gengislækkun- arstefnu borgaraflokkanna. En hver er svo stefna Fram- sóknarflokksins? Vill ekki Tíminn gera svo vel og útskýra hana fyrir íesendum sínum og þjóðinni í heild? Hefur hann í raun og- veru nokkra stefnu í þessum málum? Jú, stefna hans er fólgin: í því að vera tagl- nýtingur íhaldsins eins og þegar hann bjargaði lífi Kvöld úlfs sællar minningar, og þá fyrst og fremst stórútgerðarinn ar, og býður sverð sitt og vopnfimi til atlögu á alþýð- una jafnt í sveit og við sjó. 1 nágrannalöndum okkar taka samvinnumenn og jafnaðar- menn höndum saman til að tryggja lífskjör almennings, en skerða forréttindi og gróða- möguleika auðstéttarinnar. En hér á landi gerist aftur á móti það, að hinn svokailaði-flo'kk- ur samvinnuhreyfingarinnar tekur höndum saman við auð- stéttinaa til að .skerða lífskjör almennings og auka forréttindi og gróðamöguleika hinna ríku. Það verður því naumast ofsög- um af því sagt, 'hvílíkt verald- arinnar viðundur Framsóknar- íiokkurinn er orðinn. ARINS skýrði frá því .fyrir nokkrum dögum, að bifreið hefðii ekið á dreng, fótbrotið hann á báðum fótum og ekið svo mjög hratt á brott án þess að .skipta sér af stórslösuðu barninu. Blaðið hefur stór orð um, að glaepamenn Ieiki Iaus- um halda. Ég tek sannarlega undir það að slíkir níðingar eru sannkallaðir glæpamenn og það er hörmulegt til þess að vita hve erfiðlega Iögreglunni geng- ur að hafa upp á þessum mönn- um, því að þetta er ekki eitt einstakt dæmi, þau eru miklu fleiri. EITT FYRSTA SKILYRBIÐ til þess að ekki sé hægt að haga sér þannig, er að númer bif- reiðanna séu skýr og greinileg, en á þetta skortir mjög. Núm- er fjölda margra bifreiða eru ólæsileg, sum eru brotin, önn- ur svo' óhrein, að ekki er hægt að lesa þau. Lögreglan á að gera útrás gegn þessum ólæsi- legu númerum. Það getur hún. Hins vegar er ekki réttmætt að ráðast á hana með offorsi, þó að erfiðlega gangi að hafa hend ur í hári níðinganna. HÚSMÓÐIR . SKRIFAR: „Undanfarið hefur.. maður séð í hillum matvörukaupmannanna ,,Pikles“ á kr. 16,00 pr. glas. Kaupmaður sagði mér, að þessi vara kæmi frá hinu sólríka ð- vaxtalandi Ítalíu. Mér varð að orði: ,Því í dauðanum kaupa þeir ekki heldur þurrkaða á- vexti, sem allar húsmæður hafa þráð í mörg ár“. Við höfum að mínu áliti ekkert að gera við þennan súra skratta, sem eng- in hollusta er í, en fólk glæp,- ist á að kaupa, því girnilegur er varningurinn á að líta. MÉR ,'FINNST, að þegar gjaldeyrir er af skornum skammti eins og nú,/verði þeir er innkaupin annast, að sjá um að til landsins séu einungis fluttar vörur er að gagni mégi koma, og miða að hollustu. Nóg ar eru skyssurnar, sem okkur hefur orðið á í innkaupunum undanfarin ár, og-'mál til kom- ið að iæra af reynslunni. Nú verðum við að spara við okkur allan lúxús, en þessi ítalski ,,pikles“ er óþarfa varningur, sem við höfum hingað til getað verið án, og alls ekki tímabært að flytja hann inn nú. En þurrk aða ávexti er nauðsynlegt að fá. Mér finnst, þegar við skipt- um við hin sólríku Miðjarðar- hafslönd, verði þurrkaðir á- vextir að vera ofarlega á pönt- unarlistunum — al.ls ekki \ Hver á a8 horga hrúsann? s GENGISLÆKKUNARFRUM- VARPIÐ, sem nú liggur fyr- ir alþingi, er vissulega mik- il völundarsmíð. Það má sjá á því, að mikið hefur þótt við liggja, að það tækist að blekkja almenning og leyna hann þeirri kjara,skerðingu, sem samþykkt þess og fram- kvæmd hlýtur að hafa í för með sér. Það má segja, að þetta frumvarp lofi öllum öllu, hver og einn eigi að fá sínar óskir uppfylltar án þess að hann þurfi nokkuð fram að leggja, — útgerðar- menn gengislækkunina, launa menn fulla uppbót verð- hækkunarinnar, sem af henni leiðir, og sparifjáreig- endur uppbót þess tjóns, sem þeir verða fyrir af völdum hennar. Á hitt er ekki minnzt, hvaðan þær 80—100 milljónir, sem gengislækk- unin á að gefa útgerðar- mönnum, séu teknar! EN ÞÓTT ALLT sé þannig gert í gengislækkunarfrum- varpinu, greinargerð þess og túlkun, bæði í ræðu og riti, til þess að blekkja almenn- ing, og þá fyrst og fremst launastéttirnar, og til þess að leyna þær þeirri kjaraskerð- ingu, sem frumvarpið stefn- ír að, fyrir þær, er það nú þegar öllum Ijóst, að það eru launastéttirnar, sem fyrst og fremst eiga að borga brús- ann. Hin fulla uppbót, sem frumvarpið heitir þeim, á verðhækkun lífsnauðsynja af völdum gengislækkunar- innar, er nefnilega , alveg að vísu verða launastéttun- um nokkrar sárabætur, en hins vegar mjög fjarri því, að bæta þeim verðhækkun- ina á lífsnauðsynjum til fulls. GEN GISLÆKKUN ARFRUM- VARPIÐ fer ýmsar króka- leiðir til þess að draga úr fullri uppbót verðhækkun- arinnar launastéttunum til handa. Ein leiðin til þess er hin fyrirhugaða breyting á vísitölunni. Það á að reikna út nýja vísitölu framfærslu- kostnaðarins og taka inn í hana hina háu húsaleigu í nýjustu og dýrustu húsum svo og útsöluverð kjöts, án frádráttar kjötuppbótarinn- ar. Á grundvelli þessarar vísitölu á svo framvegis að reikna út verðhækkunina af völdum gengislækkunarinn- ar og þar með kaupuppbót- ina. En það liggur í augum uppi, að með þeirri breyt- ingu, sem hér er um að ræða, á vísitölunni, verður húsa- leigan og kjötið svo mikið meiri hundraðshluti í hermi en áður, að verðhækkun er- lendra nauðsynja af völdum gengislækkunarinnar kemur ekki nálægt því til fulls fram í henni. Kaupuppbótin verð- ur þegar af þeirri ástæðu ekki nein full uppbót verð- hækkunarinnar. EN FRUMVARPID hefur fleiri ákvæði inni að halda til þess að draga úr verðlagsuppbót- inni á kaup launastéttanna. gegnsæ blekking. Hún myndi Þannig á ekki að bæta verð- hækkunina að neinu, nema hin nemi minnst 5 vísitölu- stigum. Þá á að vísu að bæta upp kaupið mánaðarlega þrjá fyrstu mánuðina. En eftir það, eða þegar líkur eru til, að verðhækkun erlendra nauðsynja af völdum geng- islækkunarinnar fari veru- lega að gera vart við sig, á að hætta að greiða verðlags- uppbótina oftar en á hálfs árs fresti! Þetta er önnur leið tíl þess að hafa fulla uppbót verðhækkunarinnar af verkalýðnum og launa- stéttunum og láta þær borga brúsann! ÞAÐ ER SVO kapítuli út af fyrir sig, að verðlagsuppbót- in er alveg sérstöku skilyrði bundin, því nefnilega, að kaupið sé ekki hækkáð af neinum öðrum ástæðum. Þeir, sem kynnu að semja um kauphækkun eftir að gengislækkunarfrumvarpið væri orðið að lögum, eiga ekki að fá neina uppbót verð hækkunarinnar. En hér er um annað mál að ræða, nefnilega eitt af þeim mörgu ákvæðum frumvarpsins, sem að því miða að binda kaup- gjaldið, þó að því sé svo Framhald á 7. síðu. „pikles“. MÖRGIJM FINNST líka hlá- legt að sjá í flestum vefnaðar- vörubúðargluggum dýrindis frönsk ilmvönt, um leið og ekki er hægt að fá bót á flík, hvað sem í boði er. Okkur húsmæðr unum hefði fundizt gjaldeyrin- um betur varið til kaupa á nauð synjavöru, annað hvort í okk- ur eða á. „Ilmvatns-tíminn“ er liðinn hjá —» minnsta kosti í bili, —, og það eru ekki margar konur nú, sem freistast til að leggja á búðarborðið hundrað- kall fyrir einu ,vellyktandi“- glasi. Nú látum við sápulyktina nægja. Hún er líka bezt, því hún ber vott um þrifnað. EN UM LEIÐ og ég minnist .á þrifnað, dettur mér í hug ó- þrifnaður sem á sér stað í mörg um brauðsölubúðum. Hann íýs- ir sér í því, að víða er umbúða- pappírinn hafður á afgreiðslu- borðinu, og kaupendurnir látnir telja peningan á hann. Ég kom nýlega í brauðsölubúð. og var skítugur lítill snáði að gera inn kaup. Hann tók upp úr vasa sínum skítugan seðil og hrugu af smámynt og lét á umbúða- pappírinn. Næst var ég í röð- inni. Bað ég um bollur og vín- arbrauð. Afgreiðslustúlkan ætl aði að láta brauðmetið á ó- hreina pappírinn. Ég andmælti, og sagðist vilja fá hreinan papp- ír. Stúlkan setti á sig snúð, en skipti um örk. Mörgum kann að þykja þetta smémunir. En mér finnst það ekki. FÁIR HLUTIR eru eins mikl ir bakteríu-berar og peningar. Það undrar mig hvað lítið er að því gert, að nota tengur til þess að afgreiða með alls konar kaffi brauð. Erlendis — minnsta Framhald á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.