Alþýðublaðið - 02.03.1950, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 02.03.1950, Blaðsíða 8
'Gerizt askrifendur Alþýðublaðið inn á I hvert heimli. Hring- ' ið í síma 4900 eða 4908. Fimmtudagur 2. marz 1950. Böm ög uogliogar, Kornið og.seljið t AlþýÖublaðíÖ. ; Allir vilja kaupa I Alþýðublaðið. r fi . mari ræðir kaupgjalds- og og gengislækkunina MIÐSTJOKN ALÞYÐUSAMBANDS ISLANDS hcfur bpðað alla sambandsstjórnina og formenn eða aðra fulltrúa úr stjórnum allra verkalýðsfélaga landsins til ráðstefnu, sem ■baldin verður í Eeykjavík clagana 12.—14. marz næstkomandi. Mun ráðstefna þessi ræða dýrtíðar- og kaupgjaldsmálin, svo og frumvarp ríkistjórnarinnar um gengisfellingu og fleira, og bvernig verkalýðurinn skuli bregðast við því, ef að lögum verður. Miðstjórn Alþýðusambands-* iris samþykkti á fundi sínum 20. febrúar s. 1. að boða til þess arar ráðstefnu, og hefur öllum sambandsfélögunum nú verið skrfiað bréf og þeim boðið að senda fulltrúa á ráðstefnuna. Ætlazt er tií þess, að for- menn félagsins mæti á ráð- stefnunni, en þar sem svo stend ur á að þeir geti ekki sjálfir mætt, er gert ráð fyrir að vara- formenn, eða aðrir fulltrúar úr stjórninni er stjórn viðkom- andi félags velur, komi í þeirra stað. Verða þannig saman komn ii’ á ráðstefnunni ábyrgustu forustumenn verkalýðshreyf- ingarinnar í landinu, en búizt er við að ráðstefnuna sitji um 150 manns. Ráðstefnan verður sett í AI þýðuhúsinu við Hverfisgötu stunnudaginn 12. marz, en held ur síðan áfram í Iðnó, mánu- daginn 13. og þriðjudaginn 14. marz. ---------—*—---------- Fjársöfnunin lil ilfsavarne gekk vel FJÁRSÖFNUN til slysavarna fór nýlega fram af hálfu kvennadeildar slýsavarnafélags ins í Reykjavík. Tekjurnar urðu sem hér seg- ir: Fyrir seld merki kr. 20,944; Ágóði af skemmtun kr. 3 000; Gjöf kr. 500. Saínað alls kr. 24 444. Slysavarnafélagskonur þakka bæjarbúum framlög þeirra til slysayarna, og hinum mörgu börnum og unglingum, sem við merkjasöluna störfuðu, dugnað þeirra og árvekni. Málfundur FUi veröur í kvöld MÁLFUNDUR FUJ, sem fresta varð í gærkveldi, vegna útvarpsumræðna frá alþingi, verður í kvöld á venjulegum stað og tíma. Stjórnin. Sfræíisvagoasljérar segja upp samn- ingum STRÆTISVAGNSTJÓRA- DEILD bifreiðastjórafélagsins Hreyfils hefur samþykkt við allsherjar atkvæðagreiðslu að segja upp samningum hjá Strætisvögnum Reykjavíkur. Samningarnir gagna úr gildi 1. apríl næstkomandi. Þrjú lyfsöluleyfi auglýst til umsóknar ÞRJÚ LYFSÖLULEYFI liafa verið auglýst laus til umsókn- ar, tvö í Reykjavík og eitt á Seyðisfirði. Umsóknum ber að skila til landslæknisskrifstof- unnar fyrir 1. maí, en leyfin verða veitt af heilbrigðismála- ráðherra, eftir umsögn land- læknis. Samkvæmt ósþ bæjarstjórn ar Reykjavíkur hefur heil- brigðismálaráðuneytið veitt leyfi til þess að stofnsettar verði tvær nýjar lyfjabúðir í Reykjavík, önnur fyrir Aust- urbæ, Hiíðahverfi og Norður- mýri, en hin fyrir Vesturbæ, Melana og Skjólin. Umsóknir um þessi lyfsölu- leyfi hafa nú verið auglýst, og jafnframt óskað eftir upplýs- ingurri frá umsækjendum um möguleika þeirra -á útvegun húsnæðis og öðru ér þarf til reksturs lyfjabúðanna, svo og hvenær þær geti hafið starf- vækslu. Umsóknir um lyfsöluleyfið á Seyðisfírði eiga einnig að berast fvrir 1. maíyen lyfsal- inn, sem þar hefur verið, Jo- han Hellerup, hefur verið yeitt lyfsöluleyfi við nýstofn- aða Iyfjabúð í Keflavík. Á sínum tíma veitti Finnur Jóns- son, fyrrverandi heilbrigðis- málaráðherra, sjúkrasamlagi Keflavíkur að stofnsetja nýja lyfjabúð, en samlagið mun ekki hafa treyst sér til við rekstur hennar þegar til kom, og var lyfsöluleyfið því aug- lýst í haust, og veitt lyfsalan- um frá Seyðisfirði. Yfirfærir Lands- bankinn nú þeg- ar á nýju gengi! LANDSBANKINN hætti öllum yfirfærslum síðastlið- inn mánudag vegna frnm- varps stjórnarinnar um gengislækkunina. Þó mun bankinn hafa yfirfært bráð- nauðsynlegar greiðslur, og’ þó aðeins ef viðkomandi hafa fallizt á að leggja inn fé sem svarar yfirfærslunni á því gengi, sem frumvarp stjórnarinnar gerir ráð fyr- ir. Meðal þcirra gr.ciðslna, sem ýfirfærðar hafa verið samkvæmt þessari . fyrir- fram gengislækkun Lands- bankans eru périingasend- ingar til námsmanna. Fýrir hverja 100 dollara séndingu, sem eftir núverandi gengi kostar 930 kr., veröa að- standendur nú þegar að leggja fram yfir 1000 ki., sem verður gengið, e£ frum- varp stjórnarinnar nær fram að ganga. Það hlýtur að vera vafa bundið, hvort Landsbank- inn hefur lagalegan rétt til að yfirfæra strax á breyttu gengi, og væri fróðlegt að fá það upplýst, á hvaða for- sendum þetta hefur verið gert. Þá er augljóst, að hér dregur til mikilla vandræða, ef bankarnir yfirfæra ekki nema brýnustu nauðsynja- greiðslur í langan tíma, hvert svo sem nýja gengið verður. Hreyfill iekur við rekstri Litlu bíla- stöðvarinnar SAMVINNUFÉLAGIÐ HREYFILL hefur. tokið við rekstri Litlu bílastöovarinnar í Reykjavík. Hefur eigandi stöðvarinnar, Þorsteinn Þor- steinsson, leigt félaginu stöð- ina frá og með 1. rriarz. Vísitalan komin upp í 347 stig KAUPLAGSNEFND hefur reikriað út vísitölu framfærslu kostnaðar í febrúarmánuði og reyndist hún vera 347 stig, eða fimm stigum hærri en í mán- uðinum á undan. Jóhanna Egilsdóítir kosin formaður VKF Framsóknar í 16. sinn ! ------—».. ÖII stjóroin endurkosin á aóalfund- ínum, sem haldinn var á mánudag. —.............. VERKAKVENN AFÉL AGIÐ FRAMSÓKN í Reykjavík hélt aðalfund sinn á mánudagskvöldið, og var Jóhanna Egils- dóttir endurkosin formaður félagsins í 16. sinn, en alls hefur hún nú verið í stjórnmni í 28 ár. Aðrar konur í fráfarandi stjórn voru einnig endurkjörnar. Stjórnina skipa: Jóanna Egilsdóttir formað- ur, Jóna Guðmundsdóttir vara formaður, Anna Guðmunds- dóttir ritari, Guðrún Þorgeirs- dóttir gjaldkeri og Guðbjörg Brvnjólfsdóttir fjármálaritari. í varastjórn voru kosnar: Pálína Þorfinnsdóttir og Hólm fríður Ingjaldsdóttir. Auk stjórnar og varastjórn- ar skipa þessar konur trúnað- arráð félagsins: Guðrún Ingv- arsdóttir, Ingveldur Einars- dóttir, Elín Ingvarsdóttir, Kristín Andrésdóttir, Sigríður Hannesdóttir, Guðrún Þórar- insdóttir, Elín Guðlaugsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir. Loks voru kosnir fulltrúar í eftirtaldar nefndir: Vorboða- nefnd, Hallveigarstaðanefnd, bandalag kvenna, áfengis- varnanefnd, mæðrastyrks- nefnd og kvenréttindanefnd. Félagið á nú um 63 þúsund krónur í sjóðum og hafa eignir þess aukizt allverulega á síð- asta starfsári. Á síðasta ári gerði félagið tvenna kaupsamninga, fyrst í marz og síðar í júní, og hækk- aði tímakaup verkakvenna samtals úr kr. 1,85 í kr. 2,20 grunnkaup, eða um kr. 1,05 á tímann, þegar vísitöluuppbót- in er reiknuð með. Uýskipaðir skéla- sfjórar og kennarar HINN 18. febrúar 1950 skip aði menntamálaráðuneytið eft irtalda skólastjóra og kennara frá 1. sept. 1949 að telja: Frú Gertrud Friðriksson kerinara við gagnfræðaskólann í Húsavík, Ingvar Þórarinsson kennara við sama skóla, Jóhann Þorsteinsson kennara við Flensborgarskóla í Hafnarfirði, Jón Jónsson kennara við ungl- ingaskólann í Dalvík, Þorgeir Ibsen skólástjóra barnaskólans í Stykkishólmi, Bjarna Andrés son kennara við sama skóla, Árna M. Rögnvaldsson skóla- stjóra barnaskólans í Önguls- staðaskólahverfi, Vilbörgu Auðunsdóttur kennara við barnaskólann í Keflavík, Aðal stein Gíslason og Stefán Iíalis son kennara við sama skóia, Karl Helgason kennara við barnaskólann á Akranesi, Ein- ar M. Þorvaldsson kennara við barnaskólann á Akureyri, Þór gunni Björnsdóttur kennara við barnaskólann í Grýtubakka- skólahverfi og Ólöfu H. Péturs dóttur kennara við barnaskól- ann í Seltjarnarnesskólahverfi. Jóhanna Egilsdóttir. Aðalfundur Hlífar 1 AÐALFUNDUR verkamanna- félagsins Hlífar í Hafnarfirði var haldinn föstudaginn 24. febr. s. 1. Á fundinum var lýst kosn- ingu stjórnar, en aðeins ein til- laga um ■ stjórn hafði komið fram og var hún frá uppstill- ingarnefnd. Voru því þeir menn, er tilnefndir voru sam- kvæmt þeirri tillögu, sjálf- kjörnir í stjórn félagsins, era þeir eru: Hermann Guðmunds- son, formaður, Helgi Jónsson, ritari, Ólafur Jónsson, gjald- keri, Grírnur Kr. Andrésson, varaformaður, Sigurður T. Sig- urðsson, vararitari, Jens Run- ólfsson, varagjaldkeri ogÆjarni Erlendsson, fjármálaritari. — Varamenn voru kosnir: Sigurð- ur Einarsson, Guðjón Sigur- finnsson, Kristinn Guðmunds- son. — Endurskoðendur voru kosnir: Óskar .Evertsson, Sig- urðúr Einarsson og til vara Helgi Sigurðsson. Skemmfikvöld | Alþýðuflokksins | ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG REYKJAVÍKUR og Félag ungra jafnaðarmanna halda spila- og skemmtikvöld I föstudaginn 3. marz kl. 8 1 síðdegis. Skemmtunin verð I ur í Iðnó. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gcsti. Munið að hafa með ykk- ur spil. Nánar í blaðinu á morg- | un. 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.