Alþýðublaðið - 02.03.1950, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 02.03.1950, Qupperneq 6
'ALÞÝÐUBLAÐIÐ Fimmíudagui 2. marz 1950. Umræðurnar um vantraustið í gær Framh. af 1. síðu. ræðu sinni með þeim ummæl- um, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði von um, að vel rættist úr um afgreiðslu og fram- kvæmd hins „mikla máls“ — gengislækkunarinnar. RÖK ALÞÝÐUFLOKKSINS. Stefán Jóh. Stefánsson og Emil Jónsson gagnrýndu harðlega gengislækkunar- frumvarpið og lýstu yfir því, að Alþýðuflokkurinn myndi greiða atkvæði gegn því, enda þótt einhverjar Ieiðréttingar fengjust á á- göilum þess, þar eð hann væri mótfáíliim aðalatrið- um frumvarpsins, gengis- lækkuninni og kjaraskerð- ingunni. Boðaði Stefán Jó- hann, að Alþýðuflokkurinn gæti ekki tekið þátt í neinni ríkisstjórn, er beitti sér fyr- ir gengislækkun og hvorki veitt slíkri stjórn stuðning né hlutleysi. Hann sagði, að Alþýðuflokkurinn hefði lýst yfir því, þegar íhalds- stjómin tók við völdum, að hann gerði hvorki að styðja hana né veita henni lilut- Ieysi, en myndi dæma hana efíir verkum hennar. Nú væri gengislækkunarfrum- varp hennar komið fram, og þess vegna hlyti Alþýðu- flokkurinn að greiða van- traustsíillögunni atkvæði, því að með þessu frumvarpi beitti stjórnin sér fyrir þeim ráðstöfunum í dýrtíðar- málunum, sem Alþýðu- fiokkurinn hefði fyrir löngu lýst sig andvígan. Stefán Jóhann sagði, að Al- þýðuílokkurinn greiddi at- 'kvæði með vantraustinu á allt öðrum forsendum en Fram- sóknarflokkurinn. — Alþýðu- fiokkurinn er á móti géngis- lækkun og tekur því afstöðu gegn ríkisstjórn, sem ber fram gengislækkunarfrumvarp. — Framsóknarflokkurinn vill hins vegar fella ríkisstjórnina til þess að eiga hægara um vik að komast í stjórri með íhald- inu og framkvæma gengis- lækkunina ásamt því. Emil Jóíisson taldi, að vaníraustið væri fram kom- ið með furðulegam hætti. Fyrir Framsóknarflokknum vekti að berja Sjálfstæðis- flokkinn til pólitískra ásta. Afstaða Aíþýðuflokksins tiJ vantraustsins mótaðist hins vegar af gengislækkunar- frumvarpinu. Kvað Emil það út af fyrir sig einstakt, að fram væri borið mál á borð við gengislækkun án þess að tryggja því fyrir- fram meirihluta. Það væri þó áukaaíriði. Mestu máli skipti efni og tilgangur hins fram komna frumvavps. Ræddi Emil síðan frum- varpið í heild og einstök at- riði þess og tætti það i sundur. Færði hann ótal rök að því, hversu misskipt væri byrðum þeim, sem Iagðar verða á þjóðina með frum- varpinu, en kvað það eng- um vafa bundið, að hér væri ekki um að ræða neina frambúðarlausn á vanda- málum atvinnuveganna. BREYTINGARTILLAGAN. Einar Olgeirsson bar fram breytingartillögu við van- trauststillöguna, en þar var svo fyrir mælt, að vantraustið væri fram borið vegna gengis- lækkunarfrumvarpsins. Hafði tillaga þessi þau áhrif, að allir þingmenn Framsóknarflokks- ins hröðuðu sér út úr þing- salnum eins og skelkaðir fugl- ar. Gaf forseti stutt hlé til þess að þingflokkarnir gætu skotið á stuttum fundi áður en at- kvæðagreiðslan fór fram. Féllu atkvæði um breytingartillög- una þannig, að þingmenn Framsóknarflokksins greiddu atkvæði gegn henni, þingmenn Alþýðuflokksins og kommún- ista með henni, allir nema einn, en þingmenn Sjálfstæðis- flokksins sátu hjá og einn var fjarverandi. Kom vantrauststillagan sjálf því næst til atkvæða og var samþykkt með 33 atkvæðum gegn 18. Hann les ÁlfSlÉliII og alls konar samningagerðir. SALA og SAMNINGAR Aðalstræti 18. Sími 6916. Hlsirik Sv. Björtissdl hdi. Málflutningsskrifstofa. Austurstr. 14. Sími 81530. hann varla reynast auðveldari en féhirðirinn. Og enn mundi hann ekki hafa neinar sannanir fyrir því, að saga hans væri sönn. Já, jafnvel þó að honum tækist að sannfæra skipstjór- ann um það, að hann væri hvorki drukkinn né geggjaður, rnundi hann fá sama svarið og hjá féhirðinum: „Engum mun takast að ráða yður af dögum á þessu skipi. Hér eru of margir um borð til þess að það væri hægt.“ Of margt fólk um borð. Þeir þekktu Banat ekki. Maður, sem hafði um hábjartan dag gengið rakleitt inn til lögregluforingja og skotið hann til bana og einn- ig konu hans, og síðan labbað út eins og ekkert væri um að vera, léti sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Hann myndi ekki vera auðveldur viðureign- ar. Það hafði áður komið fyrir, að farþegar höfðu horfið af skipum úti í hafi. Stundum hafði lík þeirra rekið upp á ströndina og stundum ekki. Stundum hafði verið hægt að skýra hvarf þeirra og stundum ekki. Hvernig yrði hægt að skýra hvarf ensks vélfræðings, sem auk þess hafði komið ein- kennilega fram um borð gagn- vart monsieur Mavrodopoulos, grískum verzlunarmanni? Það yrði ekki mikill vandi að finna sennilega skýringu. Jafnvel þó að lík enska vélfræðingsins skolaði á land áður en sjórinn hefði gert það óþekkjaniegt, og sýnt þætti, að hann hefði verið dauður áður en hann kom í sjóinn, hver gat þá sannað það, hver hefði átt að ráða hann af dögum? Nei, það yrði ekki létt að sanna neitt á Mavradopou- lus, jafnvel þó að til hans næð- los, jafnvel þó að til hans næð- hvergi nálægur, heldur aðeins askan af vegabréfi hans. Nei, þetta var ekki svo Qinfalt. Honum datt í hug símskeyt- il, sem hann hafði sent um daginn frá Aþenu. „Kem heim á mánudag,“ hafði hann sagt í því. Heim á mánudag! Hann leit á reifaða höndina og hreyfði fingurna. Á morgun gat þessi hönd verið dauð eins og hann allur, hann, sem kall- aði sig Graham. Stephanie mundi verða sorgbitin. Fregn- in um dauða hans mundi koma yfir hana eins og reiðarslag; en hún mundi samt ná sér fljótt. Hún var rólynd kona og skyn- söm. Því miður mundi hann ekki skilja mikið eftir handa henni. Hún yrði neydd til að selja húsið. Hann hefði átt að líftryggja' sig fyrir hærri upp- hæð. Bara að hann hefði grun- áð það, hvað fyrir honum ætti að liggja. En vitanlega gat hann ekki grunað neitt. Hann hafði ekki einu sinni dreymt um svonalagað. Og hvað átti hann þá að vera að strita við að borga mikla peninga í líftrygg- ingu fyrir sig? Jæja, hann gat bara vonað, að þetta tæki ekki langan tíma og að hann fyndi ekki mjög mikið til. Hann var hræddur við mikinn sársauka. Hann skalf og fór aftur að bölva. En svo stóð hann aftur skyndilega á fætur. Hann mátti ekki gefast svona gjörsamlega upp. Hann varð að halda sjálfs- bjargarviðleitninni, varð að finna einhverja leið út úr ó- göngunum, ekki aðeins vegna sjálfs sín, heldur líka vegna Stephanie. Hann hafði líka sitt starf að vinna. „Óvinir lands þíns óska einskis frekar en að þegar snjóa leysir og ísa og regntíminn byrjar, þá verði flotastyrkur Tyrkja nákvæm- lega sá sami og hann er nú. Þeir munu einskis svífast til þess að koma þessu fram^." Já, einskis svífast. Að baki Banats stóð þýzki njósnarinn í Sofíu og bak við hann Þýzkaland og nazisminn. Já; hann varð að finna einhverja leið út úr þessu. Ef aðrir Englendingar urðu að berjast fyrir land sitt og lpta lífið fy-rir það að lok- um, þá var honum ekki vand- ara um en þeim. Ef þeir gátu barizt og sigrað fjandmennina, átti hann þá ekki að minnsta kosti að berjast til úrslita en bíða ekki ósigur aðgerðalaus? Og þá minntist hann einnig annars, sem Haki hershöfðingi hafði sagt. „Aðstaða yðar er það betri en hermannsins, að þér þurfið aðeins að hugsa um að verja sjálfan yður. Þér þurfið eidti að berjast á opnum vettvangi. Þér getið flúið, skotizt undan fjandmönnun- um, án þess að það verði litið á yður sem hugleysingja.“ Jæ-ja, en hann gat nú ekki lagt á flótta af þessu skipi. Hann gat bara haldið kyrru fyrir 1 þessum klefa, látið færa sér allan mat og haft dyrnar aflæstar öllum stundum. Hann gat varizt héðan, ef í það færi. Já; drottinn minn dýri! Nú mundi hann það Hann hafði fengið skammbys’su hjá Kopeikin. Hann hafði látið hana með fötunum í töskuna sína. Nú þakkaði hann sínum sæia fyrir að hafa ekki neitað að taka við henni. Hann fann skammbyss- una, horfði á hana og vóg hana í hendi sér. Byssa hafði alltaf verið í augum Grahams vélrænn hlut- ur. Það var hægt að styðja á gikkinn, um leið fór véþn í gang og út um hlaupið þaut. kúla — og það var um að gera að hitta beint í mark, þá vár byssan vel gerð og skotmaður- inn hæfur til þess að fara með hana. Hann var vélfræðingur, sérfræðingur í byssum, og hafði góða þekkingu á öllu, sem að þeim laut. Hvernig átti hann nú að knýja sjálfan sig til að fara að líta öðru vísi á þessi tæki. Hann starði á byss- una. Hún varð nú allt annað og meira í huga hans en áður hafði verið. Hann sá nýtt tæki í hendi sér og hann varð næst- um því smeykur við það. Allt af hafði hann gert grein fyrir byssum og útbúnaði þeirra með tölum og teikningum og aldrei hugsað mikið út í það, hvernig ætti að beita þeim í einstökum atriðum eða hvaða tjóni þær gætu valdið Þetta var ákaflega erfitt. Einkenni- leg tilfinning’ kom yfir hann, tilfinning, sem hann hafði aldrei fyrr orðið var við. Byssan í hendi hans varð allt annað og meira en allar aðrar byssur, sem hann hafði hand- leikið. Hann fann í fyrsta skipti á ævinni einhvern skyldleika milli hennar og mannslíkam- ans. Ef til vill var hægt að skjóta meði henni á þrjátíu metra færi eða svo. Það þýddi, að hann mundi geta séð andlit þess manns, sem hann yrði að skjóta á; já, bæði á unöan og eftir. Hann mundi bæði sjá og heyra dauðaangist hans Hann gat ekki hugsað um - heiður eða sigurgleði með byssu í hendinni, .hann gat aðeins hugsað um það, að annað hvort yrði.hann að skjóta fjandmann sinn eða að leyfa honum að skjóta sig. Hér var ekki nema um tvennt að velja. Hann hélt iífa eða dauða í hendinni. Og það, sem réði úrslitum, var ör- lítil vél, sem hann átti að hafa sérþekkingu á. Hann hafði aldrei skotið af byssu fyrr með vinstri hendi, aldrei eiginlega haldið á byssu með vinstri hendi. Fyrir ofan gikkvarann hafði verið seít með stálstimpli „Búið til í U.S.A.“, og enn fremur stóð þar nafn á ritvélasala. Hann skoðaði byss- una í królt og kring, opnaði skothylkið, leit inn í hlaupið, strauk hana aftur og fram. Hann vildi kynnast þessu dráp- tóli sem allra bezt., Ef til vill mundi það bjarga lífi hans. Honum leið nú heldur betur. Það var víst rétt, að Banat væri manndrápari að atvinnu, en það hlaut að vera hægt að skjóta hann til bana eins og aðrar manneskjur. Aðalatriðið fyrir hann var að verða fyrri til. Já, það var alltaf rétt að líta á hlutina frá eigin sjónar- miði og mikla ekki fyrir sér y'f- irburði fjandmannsins. Banat hafði mistekizt í Istanbuþ og

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.