Alþýðublaðið - 02.03.1950, Síða 7

Alþýðublaðið - 02.03.1950, Síða 7
Fimmtudagur 2. marz 1950. ALÞÝÐUBLAÐIÐ FELAGSUF KNATTSPYRNU- FÉLAGIÐ ÞRÓTTUR. Félagar, fjölmenniS í skálann kl. 6. ■— Upplestur. ■—■ Enn fremur verða sýnd- ar fræðslukvik- myndir um knattspyrnu, frjálsíþróttir o. fl. F.U.J. F.U.J. UNGIR JAFNAÐARMENN eru hvattir til að koma á sameiginlega skemmtun Fé- lags ungra jafnaðarmanna og Alþýðuflokksfélags Reykja- víkur í Iðnó á föstudaginn kemur. — Skemmtinefndin. er símanúmerið okkar. Sækjum. — Sendum. ÞVOTTAHÚSIÐ FRÍÐA Lækjargötu 20. Hafnarfirði. Rahnagns- ÞvoftapoHar NÝKOMNIR VÉLA- OG RAFTÆKJA- VERZLUNIN Tryggvagötu 23. Sími 81279 Daglega á boð- stóium heitir og kaldir fisk og kjötréttir. Kaupum toskur Baldursgötu 30. ÞÓRARINN JÓNSSON löggiltur skjalþýðandl I ensku. Sími: 81655 . KirkjuhvelL Hver á að borga... ? Framhald af 4. síðu. haldið fram, að það feli ekki í sér neina bindingu kaup- gjaldsins! Það er svona álíka satt og hitt, að það tryggi launastéttunum fulla uppbót , verðhækkunarinnar! Minninéarorð a r FRÍMANN EIRÍKSSON fæddist að Helgastöðum í Biskupstungum þann 12. sept. 1901. Voru foreldrar hans, sem eigi voru gift, þar í hús- mennsku, eins og algengt var í þá daga hjá fátæku fólki, sem ekki hafði yfir jarðnæði að ráða. Mun Frímann hafa lítið haft af föður sínum að segja, en ólzt í þess stað upp með móður sinni, Ingibjörgu Ólafs- dóttur, sem nú er nýlega dáin hér á Elliheimili Hafnarfjarð- ar í hárri elli. Þau fulttust hing að til bæjarins árið 1911, og var þá Frímann 10 ára gamall. Frá þeim tíma vann Frímann fyrir sér og móður sinni, með því að stunda alla algenga vinnu, er til féll í það og það skiptið, — síldarvinnu á sumr- in og bryggjuvinnu og aðra algenga verkamannavinnu aðra tíma árs, — og þótti Frí- mann ávallt og alls staðar lip- ur og góður verkmaður, eink- um þó á meðan heilsa hans og starfskraftar leyfðu, en helm- ing ævi sinnar barðist hann við vanheilsu, og háði þar oft ójaínan leik og harða baráttu, þar til yfir lauk. Var sá bar- dagi háður af karlmennsku og þrautseigju, og ávállt æðru- laust af Frímanns hendi. Árið 1935 réðist Frímann í þjónustu Hafnarfjarðarbæjar sem innheimtumaður bæjar- gjalda, og gegndi því starfi meðan kraftar lej'fðu, og árið 1937 hóf hann búskap með heitkonu sinni, Sigrúnu Sveins dóttui', hinni mestu myndar- korry, giftust þau ekki, en eignuðust einn son, Svein að nafni, sem nú er 12 ára gam- all. Við Frímann unnum saman margra ára skeið, svo að ég kynntist honum allnáið, að vísu var hann frekar dulur, og flíkaði lítt tilfinningum sín- um, en margir af hans mann- kostum voru svo áberandi, að eigi var þar um villst. Prúð- mennska, bindindissemr, ráð- vendni og samvizkusemi var sérstaklega áberandi, bæði í framkomu hans og störfum. Hann starfaði mikið bæði í góðtemplarareglunni og í Vmf. ,,Hlíf‘r, og var í báðum félög- unum fjármálaritari um margra ára skeið, ■ og er því viðbrugðið hve ötúllega hann innheimti félagsgjpldin, enda fjárhagur l'élaganna ávallt góður meðan hann gegndi þeim störfum. Eins var það eftir að hannn koíp' f þjónústu bæjarfélagsins, og; ýar þó á kreppuárunum oft- érfitt og ó- vinsælt að fást við ihnheimtu. En iðni og prúðmannleg fram- koma sigraði þar alla örðug- leika, og ráðvendni-.og sam- vizkusemi urðu þesSj ýaldandi, að í hans starfi þi-ðti aldrei nein mistök, hann skílaði því af sér, þegar kraftat entust ekki lengur, með hihúm mesta sóma og hinum beztá orðstír. Frímann var hár maður og fríður sýnum, rólegur í fasi og prúður í framgöngu. Hann var sparsamur og hófsamur í öllum lifnaðarháttum, enda hafði hann kynnzt fátæktinni í bernsku, eins og rnargir fleiri hér á landi fyrir og um síðustu aldamót. Hann var stéttvís og trúði á mátt samtakanna, og var hann- Alþýðuflokksmaður alla tíð. Hann hafði yndi af allri ræktun, og fékkst nokk- uð við þau störf, einkum hin Frímann Eiríksson. síðari ár, enda trúði hann á hollustu og lækningamátt jarð arávaxta og jaðargróðurs um- fram ýmsar aðrar fæðutegund ir einkum úr dýraríkinu. Hann vildi vera sjáiístæður efna- lega, eins og hann var í sínum skoðunum, og honum tókst það. Hann eignaðist fallegt heimili, enda hinn bezti heim- ilisfaðir. Heimili sínu og fjöl- skyldu sinni helgaði hann alla kraifta sína til hiiis síðasta, enda mest syrgður af sínum litla ástvina hóp, þótt fráfall hans, og anarra góðra drengja og . dugandi manna, sé. ávallt hinn mesti skaði fyrír bæjar- félagið í heild. Frímann dó þann 23. febr., og verður borinn til moldar í dag. Vertu sæll v'inur. Guð blessi þig og vísi þér veg. Þorvaldur Árnason. ckkerí útfluiningsleyíi íyrir báfa Björgvins .... . Framhald af 1. síðu. Sihállwood. Fagnar hann þar mjög komu hinna íslenzku skipa til Nýfundnalands, telur hana stóran viðburð 1 sögu lands síns og segir, að komu- menn ætli að kenna Nýfundna- landsmönnum fiskveiðar, eink- um síldveiðar með nýtízku veiðarfærum. . Eftir að þetta gerðist, mun útgerðarmaðurinn hafa boðizt til að greiða einhvern hluta af skuldum sínum eða að minnsta kosti mannakaupið, með því skilyrði, að hann fái útflutn- ingsleyfi fyrir hinum fjórum skipum- Hér er um að ræða flótta úr landi með fjögur skip, og er mál þetta allt þannig vaxið, að áíþingi getur eigi, 'að skoðun flm., látið það afskiptalaust. Augljóst er, að missir fjögurra skipa veldur mjög alvarlegu atvinnutjóni Og 'f járhagslegu tjóni fyrir ekki stærri bæ en ísafjarðarkaupstað. Brottflutn ingur skipanna á þann hátt, sem hann hefur veiðr fram- Kvæmdur, mundi, ef staðfestur væri með útflutningsleyfi, gefa fordæmi, sem haft gæti hinar alvarlegustu afleiðingar, og jafnvel stefna-aðalatvinnuvegi vorum, sjávarútveginum, í hreinan voða. Slíkt fordæmi væri hið hættulegasta. Skipa- eigendur, sem ekki gætu stað- ið við skuldbindingar sínar, mundu þá freistast til að sigla skipum sínum úr landi og sem -lengst í burtu, svo að eigi svar- ,Sði kostnaði að sækja þau. Skipverjarnir yrðu sendir kauplaust heim flugleiðis og síðar kæmu svo tilboð um ein- hverja greiðslu gegn útflutn- ingsleyfi. Vonir um, að því Maðtirinn mmn, áánann EyjóSfur Jóiiapjsiss©ii? verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fösíudaginn 3. marz og liefst athöfnin á Bakkastíg 6 fcl. 1 síðdegis. Þeir, sem hafa húgsað sér að senda blóm, eru í þess stað vinsamlega beðnir að minnast S.Í.B.S. Guðný Jónsdótíir frá Mýrarholti. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð vjð and- iát og jarðarför Guðmundar Símonar Jónssonar klæðskera. Fyrir hönd ættingja og vina. Kristinn J. Markússon. yrði tekið, byggðust á, að lands menn teldu betri hálfan skaða en alanlj og sagan gæti síðan endurtekizt, þangað til skipin væru öll flutt úr landi. Að þessu athuguðu telja flm. brýna nauðsyn bera til, að rík- isstjórnin skerist röggsamlega í mál þetta á þann hátt, er í til- lögunni greinir.“ Framhald af 1. síðu. teiknignunni Ijósastjaka með sjö álmurn, en hann er sem kunnugt er tákn fyrir Gyð- inga. Kaupmannahafnarblaðið „Politiken“ líkti þessari teikn- ingu við teikningar þýzka naz- itabslaðsins ,,Der Stúrmer", sem Gyðingahatarinn Julius Streicher gaf út á dögum Ad- olfs Hitlers; og reiddist Bid- strup-svo við þessa samlíkingu, að hann heimtaði, að félag danskra teiknara færi í mál við ,,Politiken“; hélt hann því fram, að sér hefði ekki verið kunnugt um það að ljósastjak- inn með sjö álmum væri tákn Gyðinga. Félag danskra teiknara var þó á öðru máli en Bidstrup. Það neitaði að áfellast „Poli- tiken“, en krafðist, að Bidstrup bæðist afsökunar á teikningu sinni. Var þessi afstaða félags- ins samþykkt á aðalfundi þess, en sagt er, að Bidstrup sé nú að hugsa um að fa:a í mál við fé- lagið. Kaupmannahafnarblaðið „Social-Demokraten“ minnir í sambandi við þetta mál á frá- sögn Halldórs Kiljans Laxness af Gyðingaandúðinni, sem nú veður uppi í Sovétríkjunum. Telur blaðið teikningu Bid- strups ekki vera neina tilvilj- un. ----------+---------- M jól kurf ræði nga r gera nýja samninga M J ÓLKURFRÆÐIN GAR undirrituðu í gær nýjan kaup- samning við atvinnurekendur. Samkvæmt samningnum fá mjólkurfræðingar greitt eftir tveim launaflokkum, það er útlærðir mjólkurfræðingar krónur 202.50 á viku í grunn- laun, í stað 177.50 áður, og mjólkurfræðingar, sem ekki eru fullnuma krónur 192.50 í stað kr. 167.50 áður. Samningurinn er uppsegjan legur með mánaðar fyrirvara. HANNES A HORNINU Framhald af 4. síðu. kosti á NorSurlöndum — er af- greiðslunni þannig háttað, að stúlkurnar þurfi sem minnst að koma við brauðin og kökurn- ar. Að taka á móti peningum o?S brauðum til skiptis er nrjög ó- þrifalegt. Ég . kom til Jóns Símonarsonar nýlega. Sá ég að búið er að setja litla gerhillu á búðarborðið. Fyrir framan liana er umbúðarpappírinn hafður, ■en fólkið leggur peningan á hilluna, en ekki á pappírinn. eins og tíðkazt hefur. Fleiri brauðsölubúðir þyrftu að taka þessa háttu upp. ! EN AÐ LOKCM: Þið sem kaupið inn! Skoðið hug ykkar vandlega að það megi verða þjóS inni okkar að gagni, sem þið veljið. Alls ekki „pikles“ held- Framhald á 7. síðu. Breta árið 1943, en það hefði hann gert á ný 1944, 1945 og 1947, enda öll þessi ár verið kommúnisti og ákafur fylgis- maður Rússlands. Dr. Fuchs kom til Bretlands sem flóttamaður fyrir stríð og fékk brezkan ríkisborgararétt á ófriðarárunum; en litlu síð- ar gekk hann í þjónustu brezku stjórnarinnar sem sér- fræðingur í kjarnorkumálum. Dómarinn, sem kvað upp dóm- inn yfir Dr. Fuchs í Londom í gær, sagði, að hann væfi hættulegasti útlendingur, sem stigið hefði fæti sínum á land á Bretlandi. Aðalfundur Verka- ] lýðsfélagsins „Vörn" á Bílduda! VERKALÝÐSFÉLAGIÐ VÖRN á Bíldudal hélt aðalfund sinn á sunnudaginn. í stjórn voru kosin: Ingimar Júlíusson, formaður. Guðmundur Arason, varaformaður, Jón Kristmunds son, ritari, Gunnar Valdimars- son, gjaldkeri, og Guðný Guð- mundsdóttir meðstjórnandii Fundurinn taldi rétt að hafa samninga félagsins lausa og heimilaði stjórninni að segja þeim upp samtímis því sem önnur verkalýðsfélög á Vest- fjörðum segja upp samningum.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.