Alþýðublaðið - 21.03.1950, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 21.03.1950, Blaðsíða 1
iVeðurhorfurs Suðaustan stinnings- kaldi, þíðviðri og áá- lítil rigning með köfl- um. Forustugrein: Óskir verkaiýðsins að engu hafðar. 'J XXXI. árgangur. Þriðjudagur 21. marz 1950. 66. tbl. LANDSBANKINN hóf í gser sölu erlends gjaldeyris samkvæmt hinu nýskráða gengi krónunnar. Fer hér á e.ftir söluverð gjaldeyris hinna einstöku þjóða, sem Is- lendingar hafa mest viðskipti við, eins og það er nú eftir gengisfellinguna. í svigurn er gengið eins og það var fyrir breytinguna: 1 sterlingspund Bandaríkjadoilar 100 danskar krónur 100 sænskar ltrónur 100 norskar krónur 1000 franskir frankar 100 belgiskir frankar 100 svissneskir frankar 100 gyllini Kanadiskur dollar 100 tékkneskar krónur Belgiskir jafnaðarmenn berjast gegn heimkomu Leopolds -——..............» ■■ ---- Alger óvissa eon um nýia stjórnar* myndyr) eða heimkomu konongs. fsl. kr. nú: fsl. kr. áður: 45,70 ( 26,22) 16,32 ( 9,36) 236,30 ( 135,57) 315.50 ( 181,00) 228.50 ( 131,10) 45.63 ( 26,75) 32,67 ( 18,74) 373.70 ( 214,40) 429,90 ( 246,65) 14,84 (8,51,35) 32.64 ( 18,73) BELGISKIR JAFNAÐARMENM héldu flokksþing sitt um helgina, og samþykktu þeir nær einróma, að berjast gegn því af öllum mætti, að Leopold konungur komi aftur til Belgíu. Mun flokkurinn beita öllum löglegum vopnum í baráttu sinni, þar á meðal allsherjarverkfalli, ef þörf þykir, og er þegar byriuð söfnun í baráttusjóð. Bándaríkjamenn nú ialdir vera yfir 1S1 miiljén. ALLSHERJAR MANNTAL verður tekið í Bandaríkjunum um mánaðamótin ,og er búizt við, að íbúar landsins reynist um 151 500 000, eða 19 000 000 fleiri en 1940. Slíkt manntal er tekið á 10 ára fresti vestra, og var hið fyrsta tekið 1790. Hef ur sérstakt lið manna verið þjálfað til manntalsins, og verð ur spurt um marga aðra hluti en nöfn og heimilisföng. Alls mun manntalið kosta stjórnina 90 milljónir dollara. Mikill til flutningur á fólki hefur átt sér stað í Bandaríkjunum undan- farin ár, og hefur mannfjölgun í ríkjunum á Kyrrahafsströnd inni unmið 40—50%. Ástandið í Belgíu er að öðru leyti óbreytt. Eyskens hefur enn ekki tekizt að mynda nýja stjórn, en mótmælaverkföll breiðast út og munu um 30 000 manns hafa verið frá vinnu í gær, aðallega í Bríissel og Ant- werpen. Frjálslyndi flokkurinn er nú klofinn í konungsmálinu, og eru hinir frönskumælandi með limir flokksins á móti konungi. Hefur bilið milli flokksbrot- anna stöðugt aukizt hina síð- ustu daga. Þá hafa komið fram efasemdir í kristilega flokkn- um, sem annars hefur verið ó- skiptur í fylgi sínu vió mál- stað Leopolds. Enginn einn flokkur hefur meirihluta á þingi og er þv-í tal ið erfitt að sjá nokkra leið til stjórnarmyndunar um þá stefnu Eyskens og flokks hans að Leopold komi heim aftur. Kvöldbænir fara fram í Hall grímskirkju á hverju ltvöldi nema sunnudaga og miðviku- daga kl. 8 stundvíslega. framfíðarinnar • kaupið og hverníg verðlagið næstu mánuðina? -.....------- Kolin haéka mjög bráölega mikið í verði; kaupið verður íyrirsjáanlega óbreyif í aprii ------------------*------ ALÞÝÐA MANNA liorfir nú með meiri kvíða til framtíð- arinnar en húri hefur gert í heilan áratug. Allir verkamenn og launamenn vita, að gengisiækkunin boðar skerðingu á ltjör- um þeirra. En hve mikil hún verður, það eigá menn eftir að sjá. Menn spyrja fyrst um það, hvert kaup þeirra verði, og síðan um verðlagið. Fyrstu svörin eru þau, að kolin muni stórhækka mjög bráðlega, en kaupið verður að öllum líkindum óbreytt í næsta rnánuði. Hafið gælur á verðiaginu ALMENNINGUR er nú mjög hvattur til þess að vera á verði gegn verðhækkun- um. Ríkisstjórnin gaf í gær út tilkynningu, þar sem bannaðar eru allar verð- hækkanir á þeim vörubirgð- um, sem til eru í landinu, og er því Iofað, að stjórnin muni gera ráðstafanir til að hafa hendur í hári þeirra, sem reyna að fá óeðlilegan gróða af gengislækkuninni, og hegna þeim. Mikil hætta er á því, að þeir, sem vilja gera sér vandræði þjóðar- innar að féþúfu, telji mönn- um trú um, að ýmsar vörur séu keyptár til landsins eftir gengislækkunina og spenni þannig upp verðlagið. Það fyrsta, sem menn þurfa að venja sig við í sambandi við kaupið. er að hætta að tala um grunnlaun og mánaðarlega dýr tíðaruppbót. Það er úr sögunni, og menn hafa nú ekki 700 í grunn, heldur hreinlega 2100 krónur í kaup. Annað er það, að nú kemur ný vístitala. Vístitalan fyrir fe brúar var upp á gamla mátann 347. Nú er verið að reikna út vísitöluna fyrir marz, en bún verður eitthvað hærri. Þá verður bætt inn í hana húsa- leigu í nýju húsunum, sem full gerð hafa verið eftir 1945, og síðan verður kjötið sett inn í vísitöluna óniðurgreitt. Þetta mun hækka hana verulega, en sú hækkun verður ekki bætt upp með hækkuðu kaupi, held ur verður slegið striki yfir gamla vísitölureikninginn og hin nýja vísitala marzmánað- ar talin vera 100. Um næstu mánaðamót, 1 ap- ríl, á að greiða kaup eftir apríl vísitölunni, sem að vísu verð- ur ekki tilbúin fyrr en eftir miðjan mány,ðinn. Ef þessi. ap- ríl vísitala hækkar um meira en 5%, eða 5 stig, þá fá nienn uppbót, sem því nemur. Ef hún hækkar ekki um 5 stig (og það 'eru litlar lílcur á að liún geri það svo snemma), þá fá menn engar uppbætur í apríl. Ef vísitalan fer yfir 105 fyr- ir maí. fá menn uppbót og eins fyrir júnímánuð. En eftir það verða engar uppbætur greidd- ar, hversu mikið, sem vísital- an kann að hækka, fyrr en 1. janúar 1951. Þá verða greidd- ar uppbætur, en svo ekki aft- ur fyrr en 1. júlí 1951. Þá á allt að vera komið í lag, að því er hagfræðingar ríkisstjórnar- innar telja, svo að gengisfalls- lögin gilda að þessu leyti ekki lengur. RÓLEGUR DAGUR Forseti staðfesti gengislög- in á sunnudag og komu þau til framkvæmda þegar í gær. Bank arnir hófu aftur yfirfærslu, en allt gekk rólega, enda voru menn ekki áfjáðir í að yíir- íæra leyfi sín eftir að þeir sáu hið nýja verð á gjaldeyrinum. Þeir menn, sem eru svo vel efnum búnir, að þeir hafa und anfarin ár eignazt einstaka pund, dollar eða danska krónu, eða getað birugðið sér út fyrir pollinn, hristu höfuðið, er þeir lásu nýja gengislistann. Pundið á kr. 45,70, dollarinn á 16,32 og danska krónan á 2,36! Náms- maður, sem hafði sótt um styik til framhaldsnáms erlendis, aft urkallaði umsóknina, og sjó- menn bölvuðu í hljóði er þeir reiknuðu út, hvernig gjaldevr- isskammtur þeirra minnkar. Þannig var Reykjavík dag- inn eftir gengishrunið mikla, 20. marz 1950. Yfirborðið ró- Lýst ettir vitnum að slysi á Suðurlands- braut. FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ 17. marz milli kl. 9 og 10 varð stúlka fyrir bifreið á Suður- iandsbrautinni og fótbrotnaði. Rannsóknarlögreglan biður sjónarvotta, ef einhverjir kynnu að vera, eða þá, sem einhverjar upplýsingar geta gefið um slys þetta, að gefa sig fram hið allra fyrsta. legt„ en undir niðri óvissa og kvíði fyrir framtíðinni. Ðungal og séra Sigurbjörn Einars- on rökræða um trú og vísindi. Á foodi Stúdentafélags Reykjavíkur, sem haldlnn verður f Tjarnarbiói f kvöld- STUDENTAFELAG REYKJAVÍKUR heldur fund í Tjarn- arbíói í kvöld, og hefst hann kl. 8,30. UmræSuefni verður að þessu sinni „Trú og vísindi“, og verða þeir frummælendur prófessorarnir Níels P. Dungal og Sigurbjörn Einarsson. Að ræðum þeirra loknum verða frjálsar umræður eftir því, sem tími leyfir. Frummælendur hafa eins og kunnugt er látið þessi mál mikið til sína taka, og mun því mörgum leika hugur á að hlýða á rökræður þeirra. Einn ig má vænta, aj> ýmsir aðrir fróðir menn taki til máls á íundinum. A fundum þeim, sem félagið hefur’ haldið í vetur, hefur verið svo mikið fjölmenni, að ekki hafa allir fengið sæti og er mönnum því ráðlagt að koma stundvíslega. Eins og fyrr er öllum stú- dentum, sem framvísa félags*- skírteinum, heimill aðgangur að fundinum. Þeir stúdentar, sem ekki hafa enn vitjað fé- lagsskírteina, ættu að gera það í Tjarnarbíó kl. 5,15—7, og komast þannig hjá bið. því að afgreiðsla hvers skírteinis tek- ur nokkurn tíma. Þá er ákveðið að stúdenta- félagið efni til kvöldvöku að Hótel Borg n. k. föstudags- kvöld. Þessi kvöldvaka verður með • svipuðu sniði og fyrri kvöldvökur félagsins í vetur. Þar verður margt til skemmt- unar, m. a. hinn vinsæli spurn- ingaþáttur. Þetta verður síð- asta kvöldvaka félagsins á þess um vetri.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.