Alþýðublaðið - 21.03.1950, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 21.03.1950, Qupperneq 4
i Útgefaadi: AlþýSuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingíréttir: Helgi Sæmnndsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Anglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Óskir verkalýðsins að engu hafðar. ALÞINGI afgreiddi gengis- Iækkunarfrumvarpið seint á laugar-dagskvöld, og í gær- morgun hófu bankarnir aftur sölu erlends gjaldeyris á hinu hækkaða verði. Áhrifa gengis- lækkunarinnar á öðrum svið- um mun skammt að bíða. Þær koma í 1-jós næstu vikurnar og vafalaust í enn ríkara mæli en nokkurn hefur órað fyrir. Gengislækkunin er sameig- inlegt afkvæmi Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokks- ins, en hún er gerð að kröfu útgerðarinnar og atvinnurek- endavaldsins. Ranglátari að- gerð í dýrtíðarmálunum er i.aurnast hægt að hugsa sér, og áreiðanlega verður sú blekk- íng skammlíf, að gengislækk- unin reynist lausn á vanda aívinnulífsins. Reynsla næstu rnánaða mun skera úr um það, evo að ekki verði um deilt. Þingmeirihluti borgaraflokk- anna hundsaði við afgreiðslu gengislækkunarfrumvarpsins allar óskir verkalýðsráðstefn- unnar, sem Alþýðuflokkurinn tók upp í breytingartillögum í báðum ' deildum þingsins, nema eina: Ákvörðun gengis- ins verður áfram í hondum alþingis. Lög þessi eru því sett gegn vilja verkalýðssamtak- anna í landinu. Ríkisstjórnin og borgaraflokkarnir virtu ósk- ír þeirra gersamlega að vettugi nú eins og við setningu gerðar- dómslaganna sællar minningar. Þó er viðurkennt, einnig af frumkvöðlum gengislækkunar mnar, að löggjöfin sé um mörg atriði hróplega ranglát, en lag- færingar fengust engar. Ríkis- stjórnin lét við það sitja að gefa Ioðnar yfirlýsingar, þegav - fc>ezt lét, í stað þess að bæta úr stærstu ágöllum frumvarpsins. Afgreiðsla málsins er þannig með endemum, enda var það knúið í gegnum þingið af of- forsi, sem sennilega á ekki sinn ííka. Þar hallast ekki á um mál og málsmeðferð. Svívirðilegustu ágallat lag- anna eru þeir, að engin breyt- ing hefur fengízt á fytírkomu- laginu við útreikning hinnar nýju vísitölu og að fyrirsjáan- leg hækkun innlendra landbún- aðarafurða í haust verður ekki bætt upp. En þar að auki fá launamenn ekki neina uppbót verðhækkunarinnar á erlend- um nauðsynjum á öllu tíma- bilinu frá byrjun júlímánaðar tíl áramóta, með því að felld var tillaga Alþýðuflokksins um mánaðarlegar uppbætur. Jafnframt skelltu ríkisstjórnin og stuðningsflokkar hennar skallaeyrum við þeirri sjálf- sögðu kröfu verkalýðsráðstefn- Unnar, að tekið væri tillit til hækkunar vísitölunnar frá því að hún var 330, eða að minnsta kostí írá því að hún var 342 við i ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞríSjudagur 21, marz 1950. siðustu áramót. Meira að segja breytingartillögur um að lægst launuðum verkalýð landsins gæfist kostur á að samræma kaup sitt launum annarra aðila, voru kolfelldar. Borgaraflokk- arnir felldu þrjár tillögur Al- þýðuflokksins um þetta efni, þó að sjálfur forsætisráðherrann neyddist til að játa. að hér væri um augljóst réttlætismál að ræða. En núverandi ríkisstjórn er bersýnilega ekki í heiminn borin til þess að fullnægja rétt- læti. Erindi hennar er þvert á móti að auka ranglætið með því að gera hina fátæku íátæk- ari, en hina ríku ríkar Hæstu grunnlaun ófaglærðra verkamanna á Islandi nú eru ekki nema krónur 3,08 á klukkustund. Alþýðuflokkurinn fór þess á leit, að öllitm verka- Iýðsfélögum væri heimilt að hækka kaup sitt upp að þessu marki, án þess að þau misstu hina lofuðu uppbót á verð- hækkun lífsnauðsynja af völd- um gengislækkunarinnar. Sú tillaga hans var felld. Þá lagði hann til, að miðað yrði við veg- Lð meðaltal af núgildandi grunnkaupi allra félaga ófag- lærðra verkanianna. Sú tillaga hans var sömuleiðis felld, þó að samþykkt hennar hefði þýtt að- cins óverulega hækkun örfárra verkalýðsfélaga. Þá lagði Hannibal Valdimarsson til á síðustu stundu, að miðað yrði við, að grunnlaun verkamanna mættu hækka upp í krónur 2,90 án þess að það varðaði missi verðlagsuppbótarinnar, en sú hækkun hefði náð til smáfélaga úti um land, sem hægt er að telja á fingrum ann- arrar handar. Einnig sú tillaga var felld af ríkisstjórninni og aðstandendum hennar, en for- sætisráðherra gaf hins vegar loðna yfirlýsingu um, að við- ræður skyldu fara fram varð- andi þetta atriði milli ríkis- stjórnarinnar og Alþýðusam- ba ndsst j ór nar innar. Þessi framkoma borgara- flokkanna er hneyksli og hnefa högg framan í verkalýðssam- tökin. Það vill svo til, að verka- lýðsfélögin, sem búa nú við lægra grunnkaup en 2,90, eru yfirleitt í kjördæmum borg- araflokkanna, þar á meðal er verkalýðsfélagið á Hólmavík. En ríkisstjórninni dettur ekki í hug að sinna því réttlætis- máli, að þessi fáu og smáu fé- löf eigi þess kost að njóta sama ki.jpgjalds og aðrir aðilar. Lermann Jónasson er á alþingi að berjast gegn því, að kjós- endur hans í Strandasýslu fái sama kaup og verkalýðsfálögin þar í nágrenninu þegar hafa. Þjóðarheildina munar. ekkert um það fé, sem sparast með þessum nirfilshætti. Eri hlutað- eigandi verkamenn munar hins vegar um það, og þeir eiga siðferðislegan kröfurétt á því, oð vinna þeirra sé. greidd sama verði og vinna annarra. En mestu skiptir þó hitt, að ríkis- tjórnin og borgaraflokkarnir Fagur sunnudagsir orgunn. — Ófagrar morgun- fréttir. — Þesar krónan brast. — Flúið úr borg- Frostbrestur. mni. ÞEGAK MENN vöknuðu á Erunnudagsmorgun fengu þeir þær fregnir, að um nóttina liefðu alþingismemi í einni irvipan lækkað verðgilcli krón- unnar. Með einu pennastriki höfðu þingmenn gjörbreytt kjörum mikils fjölcla maiina, hækkað verðlag á erlendum vörum, svo að kolatonnið fer iafnvel yfir 400 krónur og allt eftir því. Flestum þeirra gengur ekki nema gott eitt til. Þeir sjá ekki annað en að með þessu séu þeir að tryggja afkomu at- vinnuveganna og þar með at- hafa með þessari furðulega af- vinnunnar í landinu, en aðrir stöðu sinni sýnt lægst launuðu gengu að verkinu í vitundinni fjandskap, misskilinn. verkamönnunum nem ekki verður Lágmarkskrafan í sanibandi við [oessa lagasetningu var sú„ að alþýðusamtökin ættu þess kost, að samræma kaupið þannig, að allir byggju við sama hlut, þótt skertur væri. Ekki einu sinni þeirri lágniarkskröfu verkalýðsins var sinnt. Gengislækkunin er árás á allan almenning 1 landinu. Andstæðingar hennar á alþingi gátu að sjálfsögðu ekki hindrað meirihluta borgaraflokkanna í að samþykkja hana. En þjóðin mun verða minnug þess, hverj- ir að þessari árás stóðu á al- þingi og hverjir ekki. Og síð- asta orðið í þessu máli mun hún segja. . um það, að þeir væru að iryggja gróða fárra einstak- finga á kostnað allslausrar heildarinnar. ÞAÐ ER ALVEG SAMA við hvern maður talar um þessi mál. Ef maður vill í eínlægni fá að vita hvaða áhrif gengis- iækkunin kemur til með að hafa á framtíðina, segja allir hið sama. ,,Það lagast í bili, en aftur sækir í sama horfið. Þetta er skottulækning,: sem ekki kemur að haldi nema rétt í evíp.“ Ég spurði sfórútgerðar- 'tnann um þetta. Hann svaraði: „Jú, þetta hjálpar útgerðinni. Við hefðum annars ekki getað gert út.“ Ég spurði: „En trygglr þetta framtíð hennar?“ ,,Nei,“ Umrœðuhindir stúdentafélagsinS' SÚ VAR TÍÐIN, að Stúdenta- félag Reykjavíkur var blóm- legur félagsskapur, sem lét mikið til sín taka í bæjarlíf- inu, naut mikillar virðingar og gekkst fyrir alþýðu- fræðslu og alþýðufyrirlestr- um. En félagið lognaðist út af og um langt árabil hefur það lítið sem ekkert starfað, þar til nokkra seinustu mán- uðina, að það hefur vaknað til lífs á ný og hefur haldið hvern umræðufundinn á fæt ur öðrum í vetur. FYRSTUR VAR fundurinn frægi um „andlegt frelsi", þar sem þeir deildu Tómas Guðmundsson og Þói'bergur Þórðarson. Sá fundur sýndi (þegar undanskildar eru framsöguræðurnar og ræður Gylfa Þ. Gíslasonar og dr. Matthíasar Jónassonar) held- ur litla ,,fundamenningu“, og voru flestar ræðurnar áróð- urskenndar, en fáir virtust hafa skilgreint hugtakið „andlegt frelsi“, enda var það nær eingöngu rætt út frá pólitísku sjónarmiði, og gagnrýndi annar hópurinn andlegt frelsi austan járn- tjaldsins en hinn vestan,. Engu að siður var verk stú- dentafélagsins gott, — slíkar umræður eru fróðlegar og hljóta að vekja umhugsun. NÆST KOM fundurinn um gengislækkunina, þar sem íjórir hagfræðingar töluðu. Sá fundur bar af hinum fyrri að því leyti, að þar fluttu menn mál, sem þeir kunnu góð skil á, rökstuddu kenn- ingar sínar og sýndu stórum betri málflutning á allan bátt, enda ræðumenn færri og allir valdir (nema Haukur Helgason, sem bauð sig sjálf- ur fram og stóðst ekki sam- anburð við hina). ÞRIÐJI FUNDURINN verður haldinn í kvöld, og er um- ræðuefnið „trú og vísindi", eitt umdeildasta andlega við- fangsefni samtíðarinnai. Eng inn vafi er á, að hægt er að fá marga til að leggja orð í belg í þeim umræðum, hvern ig sem fundurinn kann að takast. ÞESSUM FUNDUM verður stúdentafélagið að halda á- fram. Það verður að velja umræðuefnin Vandlega og fá hina færustu menn sem frum rriælendur, eins og það hefur gert. Ef hægt er að gera slíka fundi að föstum viðburðum í bæjarlífinu, helzt mánaðar- lega á vetrum, þá er andlegt líf þessa bæjar fjölskrúðugra en áður. SUMS STAÐAR ERLENDIS, þar sem svipaðar samkomur tíðkast, hefur það reynzt vel, að leyfa hlustendum aðeins að leggja fyrirsþurnir fyrir annan hvorn frummælenda. Má vera, að það væri betra en að leyfa fundarmönnum að flytja heilar ræður. Ef menn geta aðeins lagt fram stuttar spurningar, einbeita þeir hugsun sinni betur og setja oft skýrar fram, það, sem þeim býr í brjósti. Þá er og minni hætta á misnotkun ræðufrelsis, og loks getur það verið hm skemmtilegasta og fróðlegasta prófraun að heyra frummælendur svara snjöllum spurningum, þótt þeir geti auðvitað neitað að svara, ef þeim býður svo við að horfa. Loks komast fleiri að með athugasemdir síhar á fundunum með þessu móti. Fyrsti fundurinn, um and- legt frelsi, benti heldur til þess, að spurningakeríi mundl gefast betur en ræðu- kerfi á eftir framsöguerind- um. FUNDIR ÞESSIR hafa verið takmarkaðir við stúdenta eina, og kann húsnæði að valda því. En æskilegt væri, að leyfa öllum aðgang, því að vissulega mundu umræðu fundirnir þá ná tilgangi sín- um enn betur. Hvernig, sem þessu verður varið, þá á Stúdentafélag Reykjavíkur og stjórn þess þakkir skilið fyrir framtak sitt, og vonandi verður áframhald á því. OG HVERNIG á maður svo að trúa á þetta? Svona mál eru ákaflega dularfull í augum allrar heildarinnar. Það er svo óskiljanlegt að hægt sé meS einu pennastriki að, lækna sjúkt fjármálalíf. Menn álíta að þaS þurfi meira til. Alþýðuheimilin þekkja ekkert ráð annað til aS bæta afkomu sína en vinnusémi og sparnað. En um það segir gengislækkunarfrumvarpið ekki nokkurn skapaðan hlut. Þess Vegna skilur fólk ekki þetta. Og kalla frumvarpið bara skamma- strikið, því að fólk er alltaf andvígt þvi, sem það ekki skil- ur. EN SLEPPUM ÞESSU bann- setta máli, sem er að gera alla gráhærða. Hugur manna var þungbúinn á sunnudagsmorg- uninn yfir þessum næturverk- um mannanna á þingi. En sólin skein í heiði fögur og hlý, jafn- vel þó að dálítið biíurt kul væri á norðan. Og þegar borgin var vöknuð sáust menn fara um all- ar götur með skíði og skaúia. Þeir flúðu gengislækkun borg- arinnar og leituðu. til fjallanna út í frelsið og náttúruna. ÞAÐ VAR KRÖKKT af fólki um öll fjöll og flest vötn í ná- grenninu. Ég álpaðist upp. að Hafravatni og þar vár mikið a£ fólki á skautum. Það sveif um vatnið, fólk á öllum aldri. börn og fullorðnir, en við bifreiðarn- ar 'Við vatnsbakkana stóðu menn og horfðu á og rétt minnt ust á svarta skýið yfir borginni og lífinu þar, gengislækkunina. En það varð stutt í þeim við- ræðum, því að veðrið var svo fallegt og svo frjálslegt þarna, að áhyggjurnar liðu á brott með gráum reyk, sem stefndi til austurs undan golunni, en menn voru að brenna sinu þarna í grenpd. ÉG HYGG að . margir - hafi verið hræd.dir við framtiðina þennan fagra morgun, en bara látið svona af því að veðrið var svo fagurt. Fallegur hundur sat uppi á vörubíl og rótaðist ekki þaðan. Kunningi minn sagði mér sögu af honum. Hann hafði komið á vatnið klukkan 10 um morguninn og þá lék hundur- inn sér úti á ísnum. En allt í einu heyrðist hár frostbrestur í ísnum og hundurinn tók til fót- anna og hljóp í einum spretti með rófuna milli fótanna alla leið upp á pall vörubilsins. Og þar sat hann nú. EF TIL VILL er gengislækk- unin bara frostbrestur. Við urðum hrædd við brestinn um leið .og stykkið féll úr krón- unni. Við flúðum út úr borg- inni. Við skulum að minnsta kosti vona í lengstu lög, að þetta verði ekki verra. Hannes, á horninu. Auglýsið í Alþýðublaðinu!

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.