Alþýðublaðið - 21.03.1950, Side 6
5
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Þriðjudagur 21. marz 1950.
SKOÐANAKÖNNUN .
VIÐVÍKJANDI GENGIS- .
LÆKKUNINNI
Frú Dáríðui
Dulbeima:
Ég skil gengislækkunina að
vísu ekki hagfræðilega, en ég
þykist skilja hina sálrænu or-
EÖk hennar; gengislækkunin er
sem sagt ekkert annað en ein
gjaldþrotayfirlýsingin enn af
hálfu ráðandi karlmanna, og sé
hægt að fella krónuna um
hundrað prósent eða meira, þá
gera þeir það.
Dáríður Dulheims.
Filipus
Bessason
hreppstjóri:
Sú saga gekk í sveit minni
þegar ég var barn, að kona ein,
sem ekki þótti útsjónarsöm um
of, hefði ætlað að sauma syni
sínum fermingarföt úr vað-
málsvoð, og var voðin svo mik-
11, að búizt var við, að hún dygði
einnig í betri brækur á karl
hennar. En kerlingu var ósýnt
um snið; eyðilagðist meiri hluti
efnisins í höndum hennar, en að
síðustu kom hún þó saman
treyju á strákinn, og var sú flik
þó það þröng, að taka urðu þau
bæði á því, sem þau áttu til,
karlinn og kerlingin, til þess að
koma stráknum í hana, og
mátti hann sig á eftir hvergi
hræra. Leit kerling þá á verk
sitt og mælti hróðug mjög: „Sér
á að saurha kann ég . . . ekki
eru hrukkurnar.11
Filipus Bessason.
Jón J. Gangan
fjármálaviti, geta grætt á öllu.
Gengislækkuninni ekki síður
en öðru. Hinir tapa alltaf hvort
sem krónan er há eða lág. Það
er viðskiptabrjóstvitið, sem allt
veltur á. ...
Jón J. Gangan.
Vððvan
Ó. Sigurs:
Að því er mér skilst er geng-
islækkunin í því fólgin, að við
viðurkennum, að íslenzka
krónan hafi ekki staðið sig eins
vel í keppninni við erlendan
gjaldeyri á alþjóða vettvangi og
búizt var við.
Hsfðiv stjórn landsins verið
eingöngu skipuð íþróttafröm-
uðum, mundi slík viðurkenning
aldrei hafa komið til greina —
— —— bravó, bravó, bravó!
Vöðvan Ó. Sigurs.
Dr: Álfur
Orðhengils:
Gengislækkun þýðir, mál-
fræðilega, lækkandi gengi =
samanber orðtakið: „gæfa og
gengi“, með öðrum orðum ekki
aðeins lækkun á peningagengi,
heldur og á öllu gsngi.--------
Álfur Orðhengils.
BJÖSSI
SPYK:
- Amma lieldur að gengis-
lækkunarlöggjöfin sé ógild,
vegna þess að hún hafi verið
staðfest á sunnudegi, — að
minnsta kosti sé þar um að
ræða óviðkunnanlegt helgidags-
brot. En pabbi heldur að þetta
hafi ekki mátt dragast öllu
lengur. — -—• —
Bjössi.
Áuglýsið í
Alþyðublaðinu!
Þeir, sem eru fæddir með
kenna að fullu algeran ósigur
sinn með því að opna hurðina
og fara út. En allt í einu heyrði
hann fótatak á ganginum, og
það varð til þess, að hann tók
rögg á sig.
Hann hlustaði; fótatakið fór
fram hjá; svo heyrði hann eins
og hurð væri lokað, og síðan
hvarf fótatakið. Hann flýtti sér
að dyrunum og opnaði þær.
Enginn var sýnilegur á gangin-
um. Augnabliki síðar var har.n
á sömu leið og hann hafði kom-
ið.
Hann var kominn að stigan-
um áður en hann gaf sér tíma
til þess að hugsa sig um. Hann
hafði sagt Josette, að hann
mundi koma aftur í salinn, en
það þýddi það, að hann yrði að
hitta Banat. Hann gat frestað
því; bezt að fara í klefa sinn
og reyna að sefa æstar taugar.
Hann opnaði dyrnar og gekk
eitt skref inn á gólfið, en stað-
næmdist svo skyndilega og
starði á sýn, sem kom honum
á óvart.
Á legubekknum sat dr. Hal-
ler með bók milli handanna.
Hann var með stór og mikil
hornspangargleraugu. Hann tók
þau af sér mjög rólega og leit
upp.
„Ég hef verið að bíða eftir
yður, Mr. Graham,“ sagði hann
glaðlega.
Graham gat varla nokkru
orði upp komið. „Ég skil ekki,“
stundi hann.
Haller dró aðra hendina
fram undan bókinni. Hún hélt
á stórri sjálfhlaðningsskamm-
byssu.
„Ég held,“ sagði hann, „að
það, sem þér hafið verið að
leita að, sé einmitt þetta
hérna.“
ÁTTUNDI KAFLI.
Graham leit af byssunni og
upp á andlit mannsins, sem
hélt á henni, á langa efri vör-
ina, fölleitu bláu augun gul-
leitt hörundið.
„Ég skil ekki almennilega“,
sagði hann og rétti hendina út
til að taka við skammbyss-
unni. „Iivernig . . .?“ en hann
þagnaði , skyndilega, byssu-
hlaupinu var stefnt að honum
og dr. Haller hafði vísifingur-
inn á gikknum.
Haller hristi höfuðið. „Nei,
mr Graham. Ég held að bezt
sé að ég haldi henni. Ég kom
til þess að rabba við yður.
Hvað segið þér um að setjast
þarna á móti mér svo að við
sitjum hvor gagnvart öðrum.
Graham barðist við að dylja
dauðans angist, sem komin var
yfir hann. Honum fannst eins
og hann væri að missa vitið.
Spurningarnar ráku hver
aðra í huga hans og allt var
á algerri ringulreið. Það var
aðeins eitt,'sem hann undraði
sig allra mest á. Haki hershöfð
ingi hafði sagt honum, að hann
hefði rannsakað alla farþegana
nákvæmlega og enginn þeirra
hefði keypt farseðla síðan fyr-
r þremur dögum og að þeir
væru allir algerlega hættulaus
r. Hann reyndi að telja sér trú
um, að þetta hlyti að vera satt
og rétt — og að af þessum
inanni stafaði engin hætta.
„Ég skil ekki“, endurtók
hann.
„Vitanlega skiljið þér ekki
neitt í neinu. Fáið yður sæti,
ég skal skýra þetta allt fyrir
yður“.
„Ég vil heldur standa".
„Ó, já, ég skil. Það styrkir
tiugrekkið að standa upp á
andann, þegar manni líður illa
á sálinni, sem þið kallið svo.
Standið þér bara, ef yður
finnst það betra“. Hann talaði
hratt og ákveðið röddin var
bjartari en Graham átti að
venjast. Hér hafði hann fyrir
sér nýjan Haller, heldur yngri
mann. Hann horfði á skamm-
byssuna eins og hann sæi hana
nú í fyrsta skipti. „Skiljið þér,
mr. Graham, að vesalings Mav
rodopoulos var ákaflega niður-
dreginn eftir mistökin í Istan-
bul. Hann er ekki, eins og þér
hafið líklegast uppgötvað, gáf-
aður maður, og eins og allir
heimskingjar, kennir hann
öðrum um það, að honum mis-
tókst svo hrapallega. Hann
heldur því fram, að þér hafið
hreyft yður“. Hann yppti öxl-
um. „Vitanlega hreyfðuð þér
vður. Hann gat ekki vænzt
þess, að þér stæðuð grafkyrr
meðan hann miðaði aftur. Ég
sagði honum það líka. Hann
var rnjög reiður út í yður, svo
að ég krafðist þess strax og
hann kom um borð, að ég
geymdi skammbyssuna lians.
Hann er ungur og þessir Rúm-
enar eru ákaflega blóðheitir og
allt of fljótfærnir. Ég óskaði
alls ekki eítir því að eitthvað
það kæmi fvrir hér um borð,
sern yrði óbægilegt fyrir okk
ur. Það varð að gæta allrar
varfærni".
„Leyfist mér að spyrja,
doktor, hvort ekki vill svo til,
að nafn yðar sé Möller?“
sagði Graham.
„Kæri vinur“, svaraði Hall-
er og bretti brýrnar. „Ekki
datt mér í hug, að þér vissuð
svo mikið. Haki hershöfðingi
hlýtur að hafa verið ákaflega
skrafhreyfinn við yður. Vissi
hann, að ég væri í Istanbul?“
Graham roðnaði, „Ég býst
ekki við því“.
Möller hló. „Nei, ég hélt
ekki. Haki er duglegur maður,
ég' hef mikið álit á honum, en
hann er of tillitssamur, og þess
vegna mistekst honum stund-
um hrapallega. „Já, eftir mis-
tökin í Gallipoli, datt mér í
hug að sjá að mestu um þetta
sjálfur. En svo, þegar allt hafði
verið skipulagt á bezta hátt,
voruð þér svo uppátektarsam-
ur að hreyfa yður og skemma
þar með allt fyrir vesalings
Mavrodopoulos. En ég erfi
bað alls ekki við yður, mr.
Graham. Mér sárnaði þetta þó
mjög fyrst, þegar ég fékk að
vita um það, Mavrodopoulos
„Það er víst réttara að kalla
hann Banat“.
„Já, þakka yður fyrir. Mis-
tök Banats, eins og ég ætlaði
að fara að segja, urðu til þess
að gera mér erfiðara fyrir. En
nú er ég alveg hættur sð vera
gramur. í sannleika sagt þyk-
ir mér gaman að þessu ferða-
iagi. Mér þykir gaman að því
að vera fornleifafræðingur. Ég
var dálítið taugaveiklaður til
að byrja með, en undir eins og
ég sá að þér voruð hræddur,
þá vissi ég að allt mundi fara
vel“. Hann lyfti bókinni, sem
hann hafði verið að lesa. „Ef
yður þætti gaman að kynnast
pyrirlestrum mínum, þá gæti
ég lánað yður þessa bók. Hún
heitir „Panthenon11, og er sam-
in af Fritz Haller. Það er gerð
iálítil grein fyrir kunnuáttu
hans og afrekum í formálan-
i'm. Það er allt hérna. Flann
starfaði í tíu ár við þýzku
stofnunina í Aþenu. Hann las
í Oxford. Það er allt hérna.
Hann virðist vera ákveðinn
lærisveinn Spenglers. Hafm
vitnar oft í meistara sinn.
Þarna er talað um eilífðarmál-
in, og það kom mér a'ð góðu
haldi. Það er á blaðsíðu þrjú
hundruð fjörutíu og eitt. .En
vitanlega bætti ég einni og
einni setningu inn í bara að
gamni mínu, og svo bætti ég
við ýmsum skýringum frá eig-
in brjósti. Eins og þér sjáið þá
reyndi ég að vera sem ná-
kvæmust útgáfa af gömlum
vísindamanni, sem eingöngu
talaði um vísindi sín. Með því
tókst mér líka dável að þreyta
yður, að undirbúa næstu að-
gerðir mínar. Og þér verðið að
viðurkenna, að mér hefur tek-
izt þetta sæmilega vel“.
„Svo að það er til maður,
sem heitir dr. Haller?“
Möller skellti í góm. „Ó, já,
hann er til. Mér þótti slæmt
að valda þeim hjónunum örð-
ugleikum, en ég átti ekki um
annað að velja. Þegar ég komst
að því, að þér ætluðuð að fara
með þessu skipi, sá ég strax,
að allt mundi verða auðveld-
ara, ef ég færi með yður. En
það lá í augum uppi, að ég gat